Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 2
2
Áköf leit aö
liki Moros
— árangxir enginn
Hóm/Reuter Gifurleg leit hefur
veriö gerðað liki Aldos Moro við
Duchessavatn og i nálægum vötn-
um. Duchessavatn liggur nærri
2000 metum fyrir ofan sjávarmál
og er vatnið isi lagt og snjór yfir
öliu. Samkvæmt tilkynningu frá
Raðu herdeildinni var liki Moros
fleygt i vatnið, en nú er talið nær
ómögulegt að svo hafi verið.
Lögreglumenn, hermenn,
froskmenn og björgunarlið, sér-
þjálfað til starfa i fjallasvæðum,
hafa tekið þátt i leitinni sem hefur
verið með öllu árangurslaus. Orð-
sendingin sem greindi frá þvi
hvar likið væri að finna er að ÖU-
um likindum frá Rauðu herdeild-
inni, þó að sérfræðingar telji sig
ekki geta fuUyrt að svo sé.
1 gær var isinn á Duchessavatni
sprengdur og froskmenn sendir i
vatnið til aö leita liksins. Frosk-
menn sem köfuðu i það fundu
ekkert, enda var ishraflið gifur-
legt eftir sjö öflugar sprengingar.
Lögreglan fann felustað skæru-
liða úr Rauðu herdeildinni i
fyrradaga, en þar var ekkert sem
visbendingu gaf i sambandi við
hvarfið á Moro. 1 ibúðinni fannst
talsvert af vopnum, og leiðbein-
ingar ætlaðar skæruliðum. f leið-
beiningunum stóð meðal annars,
að ef skæruliði kæmist undir
heldur laganna varða, mætti við-
komandiaðeins tala við yfirmann
rannsóknarinnar, gefa ekki upp
annað nafn en stendur á þeim
fölsku skilrikjum er skæruliðar
bera. Engum spurningum má
svara, og öðrum skæruliðum er
skipað að yfirgefa felustað sinn
um leið og félagi þeirra lendir i
höndum lögreglunnar.
Libanska stjórn-
in segir af sér
Beirut/Reuter.Libanska stjórnin
sagði af sér i gær, -og kom sú
ákvörðun mjög á óvart. Heil-
brigðismálaráðherra landsins,
sagði við fréttamenn eftir fund
stjórnarinnar, að stjórnin hefði
dregið sig i hlé til að gefa stjórn-
málamönnum kost á að axla
ábyrgðina sjálfir. Hægrimenn
hafa að undanförnu gagnrýnt
stjórnina mjög fyrir að nota sýr-
lenzkar friðargæzlusveitir til að
stöðva bardaga kristinna manna
og múhameðstrúarmanna í Bei-
rut i siðustu viku.
Selim Al-Hoss forsætisráðherra
myndaði átta manna stjórn 9.
desember 1976, þrem vikum eftir
að borgarastyrjöldinni i Libanon
lauk. Enginn ráðherra i stjörninni
hafði íormleg tengsl við stjórn-
málaflokka i landinu. Fyrstu verk
stjórnarinnar voru að reyna að
sætta múhameðstrúarmenn og
kristna ibúa landsins, ogstuðla að
uppbyggingu efnahags landsins.
t lausnarbeiðni til Eliasar
Sarkis forseta, sagði Hoss, að
hann teldi að stjórnin hefði leyst
skyldur sinar sómasamlega af
hendi. Forsætisráðherrann
kvaðst telja, að stjórnmálaþróun-
in i Libanon að undanförnu hefði i
för meðsér að unnt væri að stofna
nýja stjórn. Sarkis forseti hefur
veitt stjórninni lausn frá störfum
en bað ráðherrana að gegna
áfram embætti þar til 'ný stjórn
hefur verið mynduð. Stjórnmála-
fræðingar telja að liklegt sé að
leiðtogar stjórnmálaflokka krist-
inna- og múhameðstrúarmanna
muni taka sæti i nýju stjórninni.
Hægrisinnaðir flokkar i landinu
njóta einkum fylgis kristinna
manna á meðan múhameðstrúar-
menna styðja vinstri flokkanna.
Japan:
Verkföll trufla sam-
göngur
Tokyo/Reuter.Um fimm milljón-
ir manna urðu að dvelja á heimil-
um si'num eða eyða nóttinni á
vinnustað, þvi að samgöngur
trufluðust gifurlega vegna þess
að Verkalýðsfélag járnbrautar-
starfsmanna boðaöi ti) allsherj-
arverkfalls, sem nú hefur staðið i
tvo daga. Talsmaður japönsku
járnbrautanna sagði, að meir
en 7 þúsund lestir hefðu stöðvazt
og 64% áætlunarferða járnbrut-
anna lægju niðri af þeim sökum.
Þrir slösuðust i Tokyo, þegar far-
þegar tróðust inn i' nokkrar of-
hlaðnar lestir og strætisvagna
sem voru á leið til miðborgarinn-
ar. Járnbrautarstarfsmenn krefj-
ast 7,2% launahækkunar.
Stórskotaliðs- og skriðdrekasveit-
ir Sovétmanna i A-Evrópu þykja
öflugar.
Varnamálaráðherrar NATO-ríkja:
Hvetja Sovétmenn til
jákvæðrar afstöðu i afvopn-
unarmálum
Friðrikshöfn/Reuter. Sex
evrópskir varnarmálaráðherrar,
sem nú fjalla um afstöðu Carters
Bandarikjaforseta til nevtrónu-
sprengjunnar, lögðu i gær áherzlu
á að Sovétmenn brygðust við
frestun framleiðslu hins um-
deilda vopns á jákvæðan hátt. í
tilkynningu, sem birt var við lok
tveggja daga fundar kjarnorku-
nefndar NATO, en bandariskur
fulltrúi á sæti i henni, var lýst yfir
ugg vegna stöðugrar uppbygging-
ar sovézka hersins.
Varnarmálaráðherra Banda-
rikjanna, Harold Brown, sagði á
blaöamannafundi, að enn hefði
ekkert svar borizt frá Moskvu, en
full snemmt væri að segja til um
hvort það þýddi að svar ráða-
manna þar væri neikvætt. Hann
gaf i skyn að sovézkir ráðamenn
ættu að gefa svar sitt á alþjóðleg-
um vettvangi, svo sem á ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna um
afvopnunarmál, sem hefst i næsta
mánuði, eða með einkaskilaboð-
um til Bandarikjastjórnar.
Brown sagði, að staðsetninging
kjarnorkuvopna i Evrópu væri
staðgóð trygging fyrir þvi að ekki
yrði gerð árás að austan. Innrás
Varsjárbandalagsrikis i NATO
land myndi að öllum likindum
leiða til þess að gripið yrði til
kjarnorkuvopna.
Varnarmálaráðherrar Band-
aríkjanna, Vestur-Þýzkalands,
Bretlands, Italiu, Danmerkur,
Tyrklands og Belgiu eiga nú sæti i
kjarnorkunefnd NATO.
Fimmtudagur 20. april 1978
Rauðinúpur i
slipp i
Reykjavik
— erlendir aöilar
sýna áhuga á
viðgerð
Togarinn Rauðunúpur ÞH 160,
sem strandaði á Raufarhöfn
fyrir rúmri viku, var tekinn i
slipp í Reykjavik I gær, en þar
mun vera fyrirhugað að gera
við skemmdir á botni togarans
til bráðabirgða a.m.k. Siöar
mun fara fram útboö á viðgerð á
togaranum og hefur heyrzt að
erlendir aðilar hafi sýnt þvi
verki mikinn áhuga.
Að sögn yfirverkstjóra hjá
Slippfélaginu þá eru talsvert
Eins og sjá má þá var það heldur
óþrifaiegt verk að koma svartoli-
unni á réttan stað.
Togarinn Rauðihupur i slipp i gaer.
miklar skemmdir á botni togar-
ans stjórnborðsmegin, en minni
á bakborða. Þá eru einnig göt á
svartoliutönkum togarans og
var haföur sérstakur viðbún-
aður í gær af þeim sökum, þar
sem hætta var á oliumengun.
Sérstakri oliugirðingu var kom-
ið fyrir, og þegar eftir að togar-
inn var kominn á þurrt var haf-
izt handa við að dæla oliu úr
sjónum í þar til gerð Ilát.
Svartolia og sjór leka át um rifur bakborðsmegin á botni Rauðanúps
en aðalskemmdirnar voru stjfirnborðsmegin.
Timamyndir: Gunnar
Þessi mynd var tekin i Austur-
stræti i gær, þegar smiðir
kepptust við að koma upp ein-
unt þeirra palla, sem
skenuntiatriði verða framin á
i dag, sumardaginn fyrsta.
Þrir pallar verða settir upp,
auk margs konar tivolipósta,
sem fólki gefst kostur á aö
spreyta sig á i þvi skyni að það
skemmti sér sjálft og hverfi
þannig frá fastmótuðu hátiöa-
haldi. Skátasamband Reykja-
vikur hefur veg og vanda af
skipulagningu hátiðahaldanna
i Iteykjvik i dag.
Timamynd: Gunnar.
Tónskáld styrkir skáld
SJ — t gær seidi Rithöfundasamband tsiands áritaðar bækur eftir féiagsmenn sina tii ágóða fyrir starf-
semi sambandsins. Salan gekk vei, en bækurnar voru áritaðar og voru seldar á 2000 kr. hver. Hér eru
sölukonurnar Maria Guðmundsdóttir og Inga Rós Loftsdóttir að selja Jóni Asgeirssyni tónskáldi eina
bókina.
Tfmamynd: Róbert.