Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 5

Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 5
Fimmtudagur 20. april 1978 5 Jónas sýnir í Keflavík Jónas Guðmundsson opnar á sumardaginn fyrsta málverka sýningu i Keflavik, eða nánar tiltekið 20.april næstkomandi. Sýningin verður i sal Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja að Tjarnargötu 3 Keflavik. Jónas Guðmundsson sýnir að þessusinni um 30 myndir, flestar málaðará þessuog siðasta ári, og eru viðfangsefni hans bátar og sjósókn og annað i tengslum við sjóinn. Sýningin i Keflavfk verður opin daglega frákl. 1400 — 2200 nema á föstudag, þá verður opið frá 1800 — 2200, en sýningunni lýkur á sunnudagskvöld 23. april. Jónas Guðmundsson hefur tvisvar áður sýnt i Keflavik, sein- ast fyrir þrem árum, eða vorið 1975. Ráðstefna um mál- efni innflytjenda — haldin í Svíþjóð 3.-5. apríl s.l. Dagana 3.-5. april vari Kungalv i Sviþjóð haldin ráðstefna á vegum Nordens Folkliga Adademi um málefni innflytjenda fyrr og siðar. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá Sviþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku, en i öllum þessum löndum hefur fjöldi innflytjenda aukizt mjög mikið á undanförn- um árum. Hergi hefur þó fjöldi innflytjenda aukizt eins mikið og i Sviþjóð. t ræðu eins af framsögu- mönnunum á ráðstefnunni, Tove Skutnabb-Kangas, kom fram, að um næstu aldamót myndu 25% Svia eiga ættir sinar að rekja til innflytjenda. Hugmyndin með ráðstefnunni var sú, að vekja menn til um- hugsunar um málefni innflytj- endanna og gera viðeigandi ráð- stafanir til þess að tryggja rétt þeirra, hvað menntun og önnur sjálfsögð mannréttindi varðar, s.s. að fá að halda móðurmáli sinu en oft hefur það verið svo að farið hefur verið með innflytj- endur eins og annars og þriðja flokks fólk, en lokað augunum fyrir þvi hvaða gagn þetta fólk gerir viðkomandi landi með vinnu sinni. Eins og áður segir var aðal- markmiðið með ráðstefnunni það, að bæta úr menntunarskil- yrðum innflytjendanna og i þvi sambandi starfaði starfshópur á ráðstefnunni og fara hér á eftir nokkri punktar úr þeim ályktun- um sem gerðar voru af honum: Leggja verður áherzlu á að móðurmál innflytjendanna verði metið að verðleikum og tillit til þess tekið við atvinnuráðningar og i námi. Börnum innflytjenda verði tryggður réttur til þess að læra mál feðra sinna. Lögð verði sérstök áherzla á að kennsla verði tekin upp i skólum i finnsku, en Finnar eru fjölmenn- astir innflytjendanna og oft jafn- framt þeir einangruðustu. Aherzla verði lögð á að fræða almenning um það gagn sem inn- flytjendur vinna. Áherzla lögð á hlutverk fjöl- miðla við að kynna það ástand sem rikir i þessum málum. Sú krafa verði gerð, að fjöl- miðlarfjalli um innflytjendurna á jákvæðari hátt en gert hefur verið, og að útvarp og sjónvarp sendi út dagskrár á tungumálum fjölmennustu innflytjendahóp- anna i samræmi við fjölda þeirra af þjóðarheildinni. Skorað er á stjórnvöld að beita sér gegn þeim hópum ogfélögum, sem sýni innflytjendum neikvæða framkomu, eða hafi neikvæða af- stöðu til þeirra. Spurningakeppni kvenfélaga í Skagafirði lokið AS Mælifelli S1 laugardag lauk spurningakeppni kvenfélaga 1 Skagafjarðarhéraði, sem Ung- mennasamband Skagafjarðar gekkst fyrir i vetur. Tóku öll 14 kvenfélögin i héraðinu þátt i leik þessum, sem háður var á ýms- um stöðum i sýslunni og á Sauð- árkróki. Var aðsókn mikil og áhugi almennings auðfundinn, en keppendur þurftu að fara langar leiðir eftir atvikum. Hér sem ella sýndu kvenfélagskonur mikinn dugnað og ósérplægni. Til úrslita kepptu lið frá kven- féíögunum á Hofsósi og i Lýt- ingstaðahreppi og sigraði hiö siðaranefnda, sem Gislina Guð- mundsdóttir, Ytra-Vatni, Guðrún Ásgeirsdóttir, Mælifelli og Heiðbjört Jóhannesdóttir, Hamrahlið skipuðu. Fram- kvæmdastjóri U.M.S.S., Guðmundur Gunnarsson, og samstarfsmenn hans, Gestur Þorsteinsson og Þórarinn Magnússon, hafa lagt af mörk- um mikið starf við undirbúning og framkvæmd keppninnar sem mörgum þykir hafa lifgað upp á félagslif og samkomuhald vetr- arins. Guðmundur Gunnlaugur Sigurður Guðrún Edda Framboðslisti vinstri manna og óháðra — til bæjarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi Birtur hefur verið framboðslisti vinstri manna og óháðra — H-listinn — við bæjarstjórnar- kosningarnar á Seltjarnarnesi. Að listanum standa Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og óháðir borgarar og er hann þannig skip- aður: 1. Guðrún K. Þorbergsdóttir, skrifstofumaður. 2. Guðmundur Einarsson, við- skiptafræðingur. 3. Gunnlaugur Árnason, verk- stjóri. 4. Sigurður Kr. Árnason, bygg- ingameistari. 5. Edda Magnúsdóttir, húsmóðir. 6. Stefán Bergmann, liffræðing- ur. 7. Vilhjálmur Hjálmarsson, arkitekt. 8. Helgi Kristjánsson, húsa- smiðameistari. 9. Njörður P. Njarðvik, lektor. 10. Felix Þorsteinsson, húsa- smiðameistari. 11. Leifur N. Dungal, læknir. 12. Njáll Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri. 13. Auður Sigurðardóttir, verzl- unarmaður. 14. Njáll Ingjaldsson, skrif- stofumaður. Framboöslisti vinstri manna á Blönduósi — við sveitastj órnarkosningarnar í vor Birtur hefur verið listi vinstri manna við sveitarstjórnarkosn- ingarnar á Blönduósi 28. mai i vor. Að listanum standa fram- sóknarmenn, frjálslyndir og vinstri og alþýðubandalagsmenn og er hann þannig skipaður: 1. Arni S. Jóhannsson, kaup- félagsstjóri. 2. Hilmar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri. 3. Sturla Þórðarson, tannlæknir. 4. Páll Svavarsson, mjólkurfræð- ingur. 5. Jón Arason, vélstj. form. verkalýðsfél. A-Hún. G. Kári Snorrason, framkvæmda- stjóri. 7. Theodóre Berndsen, húsmóðir. 8. Guðmundur Theódórsson, iðn- verkamaður. 9. Pétur A. Pétursson, verzlunar- stjóri. 10. Jónas Tryggvason, verzlunar- stjóri. LOFTRÆSTIVIFTUR H Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf Veitum tceknilega ráðgjöf vio val á loftrcestiviftum. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Þjonust Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.