Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 9
Fimmtudagur 20. april 1978
9
á víðavangi
Margur held-
ur mig sig
Athyglisverður er leiðari Al-
þýðublaðsins i gær þar sem
leiðarahöfundur reynir að
nota ábyrga afstöðu forystu-
manna verkalýðshreyfingar-
innar i Noregi sem tilcfni til
þess að rökstyðja misnotkun
launþegahreyfingarinnar á ts-
landi i flokkspólitiskum til-
gangi. í Noregi gerðist það,
eins og kunnugt er af fréttum,
að verkatýðshreyfingin lýsti
yfir stuðningi við og fullum
skilningi á harla harkalegum
kjaraskerðingaraðgerðum
stjórnvalda,þar eðsýnt var að
i óefni var var komið um þró-
un efnahagsmála þar i landi,
,og að samdrátturinn myndi
endast um nokkur komandi
ár.
Um þetta segir Alþýðublað-
ið m.a. i forystugrein sinni i
gær:
„Siðustu mánuði hafa verið
nær daglegir fundir forystu
norska Alþýðusambandsins og
rikisstjórnarinnar. Norski for-
sætisráðherrann, Odvar
Nordli, og forseti Alþýðusam-
bands N’oregs, Tor Halvorsen,
hafa haft forystu um þær efna-
hagsaðgerðir, er islenzku
stjórnarblöðin hafa sagt frá.
Norska rikisstjórnin og verka-
lýðshreyfingin eru greinar af
saina meiði".
Siðan upphefst leiðarahöf-
undur meðákúrur á hendur is-
lenzkum ráðamönnum og
reynir að nota dæmi Norð-
manna irafári sinu til stuðn-
ings.
Það má vera að rétt sé að
samráð og sameiginleg funda-
höld ríkisstjórnar og forystu-
manna verka lýðshrey fin ga r-
innar hefðu átt að vera meiri
hérlendis en verið hefur, og
sennilega verða samráð þess-
ara aðila aldrei of ná in eða tið,
svo mikiö semer i húfi fyrir
þjóðarbúið i þessum efnum.
Ilitt hefur þó getið að líta i Al-
þýöublaðinu sjálfu aftur og
aftur að þeir, sem l'orráö hafa
fyrir ver kalýðssam tökum
inörgum á tslandi, séu reynd-
ar ekki sem traustastir við-
ræðuaðilar, og Alþýðublaðið
liefur meira að segja tekið
undii- þau orð aftur og aftur,
að islenzkum launþegasam-
tökuin hafi veriö beitt i flokks-
pólitiskum tilgangi.
Og satt að segja verður ekki
betur skilið af leiðaranum,
sem vitnað var til, en að Al-
þýðublaðið sé að gera norsk-
um verkalýðsleiðtogum það
upp, að þeir hafi litið meira á
hagsmuni rikisstjórnarinnar
og jafnaðarmannaflokksins en
á hagsinuni launþeganna
sjálfra. Þvi mun um stund
verða trúað, þrátt fyrir orð Al-
þýðublaðsins, að foringjar
norskra launþega hafi þvert á
móti tekið ábyrga afstöðu fyr-
ir hönd launþega, enda þótt
jafnaðarmenn fari með rOíis-
stjórnarvöld.
Hérlendis cru þess dæmin
að forystumenn launþega-
samtakanna hal'a brugðizt
öðru visi við, jafnvel þótt
vinstri in e nn hafi setið að
völdum, og hafi með afstöðu
smni beinlinis valdið þvi að
slfk stjórn hrökklaöist úr
valdastóli. Nægja um það efni
dæmin frá 1959 og afstaða for-
seta ASÍ í og utan rikisstjórn-
ar 1974.
.IS
Útboð
Selfosshreppur óskar eftir tilboðum i
byggingu undirstaða og frárennslislagna i
fyrsta áfanga verknámsbyggingar á Sel-
fossi.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 21.
april á skrifstofu tæknifræðings Selfoss-
hrepps, Eyrarvegi 8, Selfossi, gegn 10 þús.
kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð
þriðjudaginn 2. mai kl. 2 e.h. á sama stað.
Tæknifræðingur Selfosshrepps.
HÚSBYGGJENDUR,
Norður- og Vesturlandi
Eigum á. lager milliveggjaplötur stærð
50x50 cm. þykkt 5, 7 og 10 cm. Verð og
greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Sölu-
aðilar:
Hafnarfjörður: Loftorka s.f. Dalshraun 8 sími 50877
Akranes: Trésmiðjan Akur h.f. simi 2006
Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar simi 2180
V-Húnavatnssýsla: Magnús Gislason, Stað simi 1153
Blönduós: Sigurgeir Jónasson simi 4223
Sauðárkrókur: Þórður Hansen simi 5514
Rögnvaldur Árnason simi 5541
Akureyri: Byggingavörudeild KEA simi 21400
Húsavik: Björn Sigurðsson simi 41534
Dalvik, Ólafsfjörður: Óskar Jónsson, simi 61444
Siglufjörður, Hofsós: Geir Gunnarsson, sími 6325
Loftorka s.f. Borgarnesi
simi 7113, kvöldsimi 7155
ATLAS
sumarhjólbarðar:
A-78-13 Verð kr. 13.343.-
B-78-13 Verð kr. 13.679.-
C-78-13 Verð kr. 14.255.-
C-78-14 Verð kr. 14.441.-
E-78-14 Verð kr. 15.270.-
F-78-14 Verð kr. 16.046.-
Vörubílstjórar
kynnið ykkur okkar hagstæða verð
á vörubílahjólbörðum
Véladeild HJÓLBARÐAR
Sambandsins ^ 1SS,,SSS"«9M«.0
Óðalsostur^
ostur of »konungakyni« o
Oðalsostur er afbrigði af svissneska Emmentaler ostinum,
sem oft hefur verið nefndur „ konungur ostanna”.
Helstu einkenni eru glæsileg bygging,
með stórum fallegum holum, og sérstætt bragð
sem þykir minna svolítið á sætar hnetur.
Oðalsosturinn hefur aukið mjög á hróður íslenskra
ostagerðarmanna innanlands og utan.