Tíminn - 20.04.1978, Qupperneq 11
Fimmtudagur 20. april 1978
n
KÁTA EKKJAN
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: KATA
EKKJAN
Óperetta i þremur þáttum eftir
Victor Léon og Leo Stein.
Tónlist: FRANZ LEHAR
Þýðendur: Karl isfeid og Guð-
mundur Jónsson, sem þýddi
söngtexta.
Dansahöfundur: Yuri Chatal.
Leikmynd og búningar:
Alistair Powell.
Hljöðfæraleikur: Flokkur úr
Sinfóniuhljómsveit islands.
Hljómsveitarstjóri: PALL P.
PALSSON.
Leikstjóri: BENEDIKT ARNA-
SON.
Þjóðleikhúsið frumsýndi rétt
fyrir páskana hina vinsælu Vin-
aróperu, Káta ekkjan, og siðan
hefur verkið verið flutt fyrir
troðfuUu húsi hvað eftir annað,
þvi söngleikir,einkum af léttari
sortinni, eru vinsælir á íslandi.
Þjóðleikhúsið hefur komið
nokkuð til móts við þetta söng-
elska fólk, með þvi að flytja
flest árin a.m.k. einn söngleik,
og þá eru réttilega oftast valin
verk, sem eru oft á dagskrá hjá
óperuhúsum stóru landanna,
þvi hér á landi er engin ópera i
þeim skilningi, þótt nóg sé af
liðtækum söngvurum og tónlist-
arfólki.
Káta ekkjaner dálitið áseinni
skipunum, finnst mönnum, verk
af þessu tagi mætö gjarnan
frumsýna við sólhvörfin, þegar
skammdegisdrunginn hvilir yfir
sálum manna og hjarta, i stað
þess að láta verkið keppa við
sjálft vorið. Fyrir bragðið verðá
sýningar liklega færri en ella,
og vafasamt hvort unnt er að
taka svona stórtverk upp aftur i
haust, þó slegizt hafi verið um
miðana fram yfir sumarmál.
Káta ekkjan
Káta ekkjan er liklega fyrst
og fremst tónlist, og handritið er
eins og i' flestum eldri óperum
og óperettum i raun og veru
harla léttvægt a.m.k. frá bók-
menntalegu sjónarmiði, en þvi
eru menn nú vanastir.
Um textavinnuna segir svo i
leikskrá:
„Handritahöfundarnir Victor
Léon og Leo Stein notuðu sem
uppistöðu i verk sitt gamanleik
eftir franska höfundinn Henry
Meilhac, „Sendiráðsfulltrúinn”.
Meilhac þessi hafði samið texta
við óperettur Offenbachs. Þeir
kölluðu verkið i upphafi „Kátu
ekkjuna”. Þeir Léon og Stein
voru i fyrstu i vandræðum með,
frá hvaða landi ekkjan ætti að
vera. I gamanleiknum var það
Þýskaland sem i hlut átti. En
það leist þeim ekkert á né held-
ur Austurr íki,þvi að fimm ár-
um áður hafði verið bannað að
nota á leiksviði austurriska her
manna- og embættismannabún-
inga. Og efnisþráður óperett-
unnar gerði ráð fyrir einkennis-
búningum. Þá ákváðu þeir að
landið sem ekkjan kemur frá
værili'tiðland á Balkanskaga og
völdu Montenegro. Þeir nefndu
meira að segja aðalhlutverkið i
höfuðið á erfðaprinsinum i
Montenegro, Danilo, alræmd-
um slæpingja og kvennabósa
sem hrakið hafði eiginkonu sina
á taugahæli með liferni sinu.
Aðalgrinpersóna verksins, Nje-
gus, bar ættarnafn hinnar rikj-
andi ættar i Montenegro. En til
þess að eiga ekkert á hættu
breyttu þeir siðan nafninu á
landinu úr Monenegro i Ponte-
vedro.”
Lehár var i upphafi ekki ætlað
að semja tónlistina, heldur tón-
skáldinu Richard Heuberger.
Hann samdi og samdi, en tónlist
hans fékk ekki náð fyrir eyrum
Léons, sem samið hafði textann
ásamt öðrum. Tónlistin var ekki
sú rétta, þetta vairð til þess að
Lehár var falið vérkið, en hann
hafði þá þegar samið lög við
ýmsar vinsælar óperettur. En
frá þessu er sagt á þessa leið:
„Eftir að hafa setið heila nótt
yfir handritinu, tilkynnti Lehár
að hann bókstaflega yrði að fá
að semja tónlist við verkið! Og
að kvöldi sama dags hringdi
hanniLéon ogspilaði fyrirhann
i sima fyrsta lagið: dúettinn
Heimski, heimski knapinn
minn.
Lehár vann siðan að samn-
ingu Kátu ekkjunnar allt sum-
arið 1905 i Vinarborg og Ischl og
allt gekk eins og i sögu. Um
haustið lék hann alla tónlistina
fyrir Léon og leikhússtjóra
Theater an der Wien. Tónlistin
bar ýmis ný einkenni sem
stungu i stúf við r íkjandi óper-
ettuhefð, enda á annar leikhús-
stjóranna að hafa þá mælt hin
fleygu orð: „Þetta er ekki tón-
list!”
En hvað um það, æfingar hóf-
ust á Kátuekkjunni, og minnstu
munaði að frumsýningin færi út
um þúfur. óperuhúsið skar allt
við nögl sér. Hvað um það. Káta
ekkjan sló i gegn og Vinarbúar
flykktust á sýninguna. A tveim
árum munu sýningar hafa orðið
600. Árið 1910 var talið að Káta
ekkjan hefði verið sýnd 18.000
sinnum i 10 þjóðlöndum.
Má þetta vera til marks um
vinsældirnar og þetta er i annað
skipti sem verkið er flutt i Þjóð-
leikhúsinu, en hún var á verk-
efnaskrá árið 1956. Þá fóru þau
Einar Kristjánsson og Stina
Britta Melander með helztu
hlutverkin.
Einn söngvari fór þá með
sama hlutverk og hann hefur
nú, en það er Magnús Jónsson
(Cammille de Rosillon). Nýtt
fólk hefur tekið við öllum meiri
háttar hlutverkum.
Káta ekkjan i Þjóðleik-
húsinu
Þjóðleikhúsið velur Kátu
ekkjunni býsna skrautlega um-
gjörð.
Litið virðist sparað til þess að
sýningin verði sem glæsilegust.
Ég veit ekki hvort það er við
hæfi að fjalla um greiðslubyrð-
ina hér, en þetta hlýtur að hafa
verið nokkuð kostnaðarsamt.
Erlendur leikmyndateiknari
var ráðinn, hann gerir spegla-
sali og lætur búa til höggmynd-
ir.
Leikmyndateiknarinn kemur
frá- Skotlandi og norðan úr
Þrándheimi, og við spyrjum:
Hvar er Vinarborg i þessum
söng?
Þetta hefði verið verðugt
verkefni fyrir islenska leik-
myndasmiði, úr þvi að ekki var
leitað til manna sem eru vanir
Kátu ekkjunni.
Annars er leikmynd Powells
ágætt verk og ekkert við hana
að athuga. Búningar orka á hinn
bóginn tvimælis að ekki sé nú
meira sagt, og Þjóðleikhúskór-
inn er í hálfgerðum tötrum, sem
stingur i stúf við annan munað
hinnar ytri gerðar.
Benedikt Arnason leikstýrir
verkinu, og er það i fyrsta skipti
sem han leikstýrir á stóra svið-
inu, eftir að hann kom aftur til
starfa hjá Þjóðleikhúsinu eftir
nokkurra ára fjarveru.
Benedikt kann vel til verka og
sýningin gengur leikandi létt
fyrir sig. Það rikir gleði og
nauðsynleg stemmning á svið-
inu og dansatriðin gera sitt
gagn, nema dans ballettmeist-
arans verkar dálitið truflandi á
ari'uflutninginn hjá Siegelinde
Kahmann. Þessi atriði má
skilja sundur.
Það er ávallt fengur og viss
upphafning fólgin i þvi að hafa
hljómsveit i gryfjunni, i stað
þess að flytja músik af segul-
bandi, og að þessu sinni virðist
hljómsveitarflutningur hafa
tekizt með afbrigðum vel undir
stjórn Páls P. Pálssonar, en fé-
lagar úr Sinfóniunní léku.
Þetta er hreinasta afbragð.
Söngvarar og leik-
endur.
Káta ekkjan var flutt i Þjóð-
leikhúsinu fyrir tveim áratug-
um og nú hefur verið skipt um
fólk i öllum hlutverkum, sem
áður sagði, nema einu.
Við höfum fengið nýtt fólk.
Með helztu hlutverk fara þau
Sieglinde Kahmann, Sigurður
Björnsson, Ólöf Harðardóttir,
Magnús Jónsson og Guðmundur
Jónssn.
Þau Sieglinde Kahmann og
Sigurður Björnsson búa nú á Is-
landi. Kemur frúin nú i fyrsta
skipti fram á sviði Þjóðleik-
hússins.
Sieglinde er fædd i Dresden,
stundaði söngnám i Stuttgart og
hefur starfað við óperur i Stutt-
gart, Zurich, Kassel, Graz og
Munchen. Hefur auk þess sung-
ið sem gestur viða um Evrópu.
Hún hefur áður sungið hlutverk
Hönnu Glawari i Kátu ekkjunni
viða i Þýskalandi og Austurriki.
Sieglinde hefur haldið nokkra
konserta hérlendis en hún er nú
kennari við Söngskólann i
Reykjavík og Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar.
Hefur frúin svo sannarlega
sungið sig inn i hjörtu lands-
manna, þvi hún kemst á stund-
um varla áfram með söng sinn
fyrir lófataki og sum atriðin
varð hún hreinlega að endur-
taka og söng þá á þýzku, sem
var ennþá betri söngur.
Frúin mælir á islenzku og
ferst það vel.
Sigurður Björnsson er þekkt-
ari á sviði leikhússins og yfir
leik hans og söng er léttleiki og
áreynsluleysi, sem stingur dá-
litið i stúf við þá þunglamalegu
framgöngu sem landlæg er i
söngleikjum hér.
Mest á óvart kemur liklega
Ólöf Harðardóttir, ung
söngkona nýkomin frá námi er-
lendis.
Ólöf Harðardóttir hefur glæsi-
lega rödd og ágæta framkomu.
Magnús Jónssn var ágætur,
og hefur rödd hans og söngur
liklega aldrei verið betri. Lik-
lega hefði þó yngri söngvari
hentað betur i hlutverk elskhug-
ans.
Guðmundur Jónsson var
skemmtilegur að vanda, en i
hlutverki hans reynir mikið á
leikhæfileika.
Fleiri nöfn væri verðugt að
nefna, en ekkigefst rúm til þess,
nema að Þjóðleikhúskórinn
skipar veigamikinn sess i þessu
hlutverki og kórinn stendur sig
mjög vel þótt tötralegur sé til
fara innanum allt finiriið og
skrautið.
Jón Benediktsson myndlistar-
maður hefúr gert þrjár högg-
myndiri sýningu Kátu ekkjunn-
ar. Það er ekki oft sem mynd-
listarmennfá óperettuhlutverk.
Jón nam höggmyndalist hjá As-
mundi Sveinssyni á sinum tfma,
og verk hans setja sérstakan
blæ á sviðið.
Það er auðvitað fyrst og
Sieglinde Kahmann
Sigurður Björnsson
ólöf Harðardóttir
Guðmundur Jónsson Magnús Jónsson
Árni Tryggvason
Árni Sighvatsson
Sverrir Kjartansson Hjálmar Sverrisson
Sigr. Th„ Guðmund. Jónas Magnússon
Ingibjörg Marteinsd.
Jón Kjartansson
Guðrún Guðmundsd. Carl Billich
fremst hin yndislega tónlist
Franz Lehár (1870-1948) sem
undir þessu verki stendur. Við
þekkjum öll þessi lög, þau háfa
fyrir löngu búi$ um sig i sál
okkar flestra. Það sem maður
undrast mest er hversu þekkt
þessi tónlist er i raun og veru.
Að heyra þau við réttar að-
stæður og í réttu samhengi er i
raun og sannleika ólýsanlegt,
enda var fögnuður áheyrenda
innilegur og takmarkalaus.
Mjög mikil aðsókn hefur verið
að Kátu ekkjunni, og hygg ég að
þaðséfyrstog fremst tónlistinni
að þakka.
Það eru ekki aðeins Reykvik-
ingar sem sækja óperettu Þjóð-
leikhússins, heldur koma hópar
utan af landi, starfsmannafélög
og önnur samtök. Er gott til
þess að vita, og á það að gefa
Þjóðleikhúsinu hugmyndir um
að áhugi er á söngleikjum á Is-
landi og þvi nauðsynlegt að
flytja a.m.k. eitt veric á ári af
þessum toga.
Jónas Guðmundsson.
Arbók Ferðafélagsins
Arbók Ferðafélags tslands fyrir
1978 er komin út. Þetta er 51. Ar-
bók Ferðafélagsins og er efni
hennar þriþætt: 1. Lýsing S,-
Þingevjarsýslu austan Skjálf-
andafljóts, rituð af Jóhanni
Skaptasyni, frv. sýslumanni á
Húsavik. 2. Um jarðmyndarnir á
Tjörnesi, ritað af Þorleifi Einars-
syni, jarðfr. 3. 50ára saga Ferða-
félagsins, sem er skrifuð af dr.
Haraldi Matthiassyni á Laugar-
vatni, en sagan kom út sem sér-
prent á 50 ára afmæli félagsins 27.
nóv. sl. tölusett og árituð. Auk
þess eru i bókinni ársskyrslur og
reikningar félagsins.
Arbókin er 216 siöur að stærð
prentuð á vandaðan pappir og
prýdd fjölda ljósmynda bæði
svart/hvitra og litmynda.
Arbókin er prentuð i tsafoldar-
prentsmiðju, en myndirnar eru
unnar af Prentmyndastofunni
Litróf, Offsetmyndun sf. (lit-
myndir) og Myndamót h.f. (lit-
greining). Svipmyndir fyrir ofan
helztu kafla bókarinnar eru teikn-
aðir af Gunnari Hjaltasyni.
Einnig eru 2 uppdrættir: Yfirlits-
kort af þvi svæði sem er megin-
efni bókarinnar og jarðfræðikort
af Tjörnesi.
Það hefur veriö stefna stjórnar
F.I. að ávallt séu allar árbækur
Ferðafélagsins fáanlegar og þvi
hafa bækurnar veriö ljósprentaö-
ar jafnóðum og frumútgáfurnar
seljast upp.
Arbækur félagsins eru einhver
bezta tslandslýsing, sem völ er á
og ættu þær að vera til á hverju
heimili á landinu.
Ritstjóri Árbókarinnar er Páll
Jónsson, bókavörður, og hefur
hann séð um útgáfu hennar i ára-
raðir.