Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 26. apríl 1978
62. árgangur —85. tölublað
--- ----- ■
Kvikmyndagerð
á Akureyri
Bls. 8
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Frumhugmyndir Auglýsingastofu Kristinar aö nýjum seðlum. Arni
Magnússon, Guhbrandur Þorláksson, Arngrlmur Jónsson læröi og
Jón Sigurðsson eru myndefni seðlanna.
Kemur ein
mörk í stað
100 króna?
SJ —Stjórn Seðlabankans hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
vegna stöðugrar rýrnunar á
verðgildi krónunnar, sé nú
nauðsynlegt að gera ákveðnar
breytingar á seðla og myntút-
gáfunni til aukinnar hagræð-
ingar við útgáfuna og til að full-
nægja eðlilegum kröfum viö-
ski'ptalifsins. Þessum óhjá-
kvæmilegu breytingum mun
fylgja töluveröur kostnaður við
gerð nýrra seðla og myntar. Af
þessu leiðir, að einmitt nú er
rétti timinn til að taka afstöðu
til bess. hvort taka skuli upp
nýja mynteiningu, sem vænt-
anlega yrði 100 sinnum verð-
meiri en núgildandi króna.
Verði ákvörðun um slika gjald-
miðilsbreytingu tekin fljótlega,
mundi kostnaður við gerð nýrra
peningaeininga ekki verða stór-
um meiri en sá kostnaður, sem
hvort sem er verður að leggja i
á næstunni, en hann er áætlaður
310 milljónir krona.
Sú hugmynd hefur komið upp
þegar rætt hefur verið um
gjaldmiðilsbreytingu, hvort
ástæða sé til og vilji fyrir að
taka upp nýtt nafn i stað krón-
unnar.
Kemur þá helzt til greina að
taka upp heitið mörk, sem jafn-
gilti 100 krónum (hugsanlega
1000 krónum), en i einni mörk
væru siðan 100 aurar. Gæti slik
breyting á nafnu gjaldmiðijsins
auöveldað gjaldmiðilsskiptin
og hlotið vinsældir, einkum þar
sem mörk er gömul islenzk
verðeining, en krónan hins veg-
ar i hugum margra tákn kórónu
og konungsstjórnar. Hins vegar
mælir ýmislegt gegn þvi að taka
upp mörk, t.d. hve orðið hefur
óreglulega beygingu, auk þess
sem slik nafnbreyting gæti verið
óheppileg sálrænt séð og verkað
á fólk sem einhvers konar
blekking. Alla vega þyrfti að
kanna vel afstöðu manna til
þessa máls, áður en ákvörðun
væri tekin.
Seðlabankamenn telja vonir
standa til að unnt sé að skapa á
næstunni hagkvæmar aðstæður
fyrir hundraðföldun á verðgildi
krónunnar, og sé þá einsýnt að
hagkvæmt væri og eðlilegt að
ráðast i gjaldmiðilsbreytingu
svo fljótt sem auðiö er. Gjald-
miðilsskipti eru mun auðveldari
i framkvæmd hér á landi en
meðal stærri þjóða, en þó er
ekki talið ráölegt að stefna að
slikri brevtingu fvrr en J_árs-
byrjun 1980, einkum vegna
timafrekrar undirbúnings-
vinnu við gerð nýrra seðla og
myntar og langs afgreiðslu-
frests. Þröstur Magnússon
teiknari hefur gert tillögur að
nýrri mynt og Auglýsingastofa
Kristinar frumtillögur að nýjum
seðlum. Svo þetta sé unnt telur
stjórn Seðlabankans nauðsyn-
legt að ákvörðun um gjaldmið-
ilsskipti veröi tekin i siðasta lagi
næsta haust og nauðsynleg lög-
gjöf afgreidd á haustþingi.
1 greinargerö Seðlabankans
um þetta mál segir að lokum:
Við hagstæð skilyrði i
efnahagsmálum getur gjald-
miðilsbreyting hins vegar haft
jákvæð áhrif og treyst þann
efnahagsárangur, sem að er
stefnt. Akvörðun um að taka
upp nýja mynteiningu nú gæti
þannig orðið brýning til að tak-
ast á við verðbólguvandann af
meiri einurð og hún gæti einnig
átt þátt i þvi að skapa skilyrði
fyrir, að viðtæk samstaða geti
tekizt um leiðir i efnahagsmál-
um, er treysti verðgildi hins
nýja gjaldmiðils.
Sjá myndir og nánar um fyr-
irhugaöa gjaldmiöilsbreytiingu
á bls. 3.
Skýrslan um Kröflu:
,,Leita verður að nýju
vinnslusvæði’ ’
Veruleg
afköst
verða að
nást fyrir
árslok
1979
JS — ,,1 framkvæmd Kröfluvirkj-
unar hefur verið lögð á það á-
herzla að koma virkjuninni sem
fyrst i rekstur til að bæta úr raf-
orkuástandinu á Norðurlandi”,
segir m.a. i þeirri skýrslu sem
orkumálaráðherra hefur lagt
fram um málefni Kröfluvirkjun-
ar.
1 skýrslunni segir siðan: ,,Nú
hillir undir að siðari vélin fari i
gang.en með miklum munminni
afköstum en vænzt var, sem þar
að auki leikur vafi á hve mikið
megi reiða sig á til frambúðar
vegna óstöðugleika borholanna.”
Það kemur fram i skýrslunni að
það er mat kunnáttumanna að
leita veröi að nýju vinnslusvæði
fyrir boranir til þess að afla
þeirrar gufuorku sem nauðsynleg
er. Af þessum sökum hefur aö
sinni verið horfið að þvi ráði að
flýta lagningu Hvalfjarðarlínu og
syðsta hluta Byggðalinu til þess
að bæta ástandið i rafmagnsmál-
um Norðurlands unz gufuöflun
verðurkomin i gagnið við Kröflu.
Um þessar horfur er fjallað i
skýrslunni með tilliti til nýgerðr-
ar orkuspár, og segir þar:
„Kröfluvirkjun þarf þvi að geta
skilað verulegum afköstum i lok
árs 1979, sem táknaraðþá þarf að
vera búið að vinna samsvarandi
gufu og leiða hana til orkuversins.
Aö reikna meö meira svigrúmi i
þessu efni er mjög óvarlegt að
SJ — Stjórn Verkalýðs og sjó-
mannafélags Keflavfkur var á
fjölmennum félagsfundi i fyrra-
kvöld veitt heimild til boðunar
allsherjarvinnustöðvunar, en i
gær hafði engin ákvörðun verið
maú Orkustofnunar og býður
beinli'nis heim hættunni á orku-
skorti.”
Við athuganir á nýju vinnslu-
svæði hefur verið skyggnzt um
nágrenni Kröflu, og segir i
skýrslu orkumálaráðherra um
það atriði:
„öruggasti kosturinn er talinn
Námafjall sem þó er engan veg-
inn fullviss, Honum fylgir hins
vegar miklu hærri flutnings-
kostnaður gufunnar til virkjunar-
innar en frá hinum svæöunum”
sem könnuð hafa verið i þessu
skyni.
1 skýrslunni er þaö sagt berum
orðum að ákvörðun um vinnslu i
Námaf jalli verði að taka i siðasta
lagi i lok þessa árs ef unnt á að
verða að ná afköstum 1979.
tekin um boðun vinnustöðvunar.
Mikill einhugur rikti á fundinum.
Gert er ráð fyrir að viðræöur viö
vinnuveitendur fari fram áður en
ákvörðun um verkfallsboðun
verður tekin.
V erkfallsheimild
— veitt stjórn Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavikur
SANDBUÐIR
LAGÐAR NIÐUR
— Eftir er að reikna út, hvað hálendislinan þarf að
standast mikil veður
FI — Ákveöið hefur verið að
leggja veðurathugunarstöðina að
Sandbúðum niður I júlilok, enda
hefur hún þá staðið tilskyld fimm
ár. Hlutverk stöðvarinnar var að
skila Orkustofnun upplýsingum
um isingu og snjóalög á hálendinu
með tilliti til fyrirhugaðrar raf-
magnslinu milli Suðurlands og
Norðurlands.
Að sögn Jakobs Björnssonar
orkumálastjóra og formanns raf-
linunefndar Norðurlinu er ekki
búið að vinna úr þeim tölfræði-
legu upplýsingum, sem stöðin
hefur sent frá sér, — hins vegar
þykir fullvíst, að engin sérstök
vandræði verði við lagningu
Norðurlinu yfir hálendið. Veður
verða að visu hörð á þessum slóð-
um, en engan veginn óviðráöan-
leg.
Jakob sagði, að það hefði verið
ljóstfrá upphafi, að hálendislinan
væri möguleg sem slik. Aftur á
móú hefði veriðnauðsynlegt að fá
raunhæfar upplýsingar um það,
hvað linan þyrfti að standast mik-
il veður. Þær upplýsingar ættu að
liggja fyrir að fullu i haust.
Það er Gunnar Jónsson fulltrúi
hjá Orkustofnun, sem séö hefur
um daglegan rekstur stöðvarinn-
ar og flutninga á áhöldum og
matvælum, en hjónin Lisbet Sig-
—urð ardóttir -og- Viimundur
Kristjánsson hafa safnað upplýs-
ingum Til Sandbúða, sem eru
réttnorðausturaf Fjórðungsvatni
i svokölluðu Tjarnardragi um
fjóra km austur af Sprengisands-
leiðinni, er ekki bflfært fyrr en i
júli'.
Vilja ekki nýjan skemmtistað i
miðbæ Akureyrar
FI — Tveir ungir menn, Baldur
Ellertsson og Rúnar Gunnarsson,
hafa keypt húsið Hafnarstræti 100
á Akureyri og hyggjast reka þar
diskótek á öllum hæðum að jarð-
hæð undanskilinni. Leyfi fyrir
skemmtistaðnum hefur enn ekki
veriö veitt en bygginganefnd
hefur samþykkt álit þess efnis að
skammtirekstur á þessum stað
spilli í engu miðbæjarskipulagn-
ingu.
Vegna þessa fyrirhugaða
skemmtistaðar hafa borizt mót-
mæli um 120 ibúa. verzlanaeig-
enda við Hafnarstræti og i miðbæ
Akurevrar og fleirum. Þykir
þeim nógað hafa tvö vinveitinga-
hús á þessusvæði, Hótel KEA og
Sjálfstæðishúsið.
Timinn spurði Helga M. Bergs
bæjarstjóraá Akureyri,hvort slik
mótmæli hefðu eitthváð að segja
við frekari ákvarðanir i málinu.
Helgikvaönauösynlegt aöathuga
vel á hverju mótmælin byggðust,
en spurning væri, hversu mikið
tillit hægt væri aö taka til sérsjón-
armiða yfirleitt. Ibúar Akureyrar
væru nú einu sinni á tólfta þús-
und.
M iðb ær Aku reyrar.