Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 11
Miövikudagur 26. aprll 1978
11
HÁSKÓLAKÓRINN
SÖNG
Háskólakórinn.
Á sjöundu hljómleikum Tón-
leikanefndar Háskólans laugar-
daginn 8. april söng Háskóla-
kórinn, undir stjórn Rut
Magnússon, i húsi Félagsstofn-
unarstúdenta. Efnisskránni var
skipt i tvennt með hléi á milli:
Fyrst voru þjóðlög frá Norður-
löndum, en siðan safn af barna-
gælum, Eighteen Movements,
eftir Eskil Hemberg. Tónleika-
skráin var, eins og fyrri daginn
meðfullkomnu sniði með þvi að
allir erlendu textarnir voru
prentaðirá 9 siðum en á öftustu
siðu var sem fyrr hið sigilda
atómljóð formanns Tónleika-
nefndar:
Sumir spila i dúr,
aðrir spila i moll
en allir spila i
Happdrætti Háskóla Islands.
Rut Magnússon hefur lyft
þessum kór hátt siðan hún tók
við honum, en fáein ár þar á
undan lá hann niðri. A fyrri ár-
um stjórnuðu honum ýmsir
mætir menn og þjóðkunnir en til
marks um „standardinn” undir
lokin er það að i kórnum var
Amerikumaður nokkur sem
söng s vo vel að stjórnandinn rak
hann — sagði mér að svona vel
gæti enginn sungið nema hann
væri Utsendari CIA.
Það er eins með kórsöng eins
og aðra starfsemi, að menn láta
sér ekki nægja að koma saman
einu sinni eða oftar i viku til að
syngja, heldur verður að hafa
eitthvert háleitt markmið til að
stefna að i þessu tilfelli tónleika
og ef verulegur árangur á aö
nást utanferð og helzt þátttöku i
söngkeppni. Enda fór Stúdenta-
kórinn til Skotlands i fyrra og
skemmti sér vel. Ogárangurinn
ereftir þvi—-söngur kórsins ber
vitni um mikla eljuogögun og
Rut minnir um margt á hinn
mikla stjórnanda Múnchinger i
fullkomu valdi sinu á kórnum.
Eins og vænta má er talsverð
hreyfing á söngfólki stúdenta-
kórsins þvi' nemendur staðnæm-
astskemur i Háskólanum nú en
áöur tiðkaðist á dögum hins
akademiska frelsis. En það
kemur á móti, að sönglist er á
háu stigi i sumum frainhalds-
skólanna eins og Kór Mennta-
skólans við Hamrahlið er til
marks um. Slikur undirbúning-
ur allmargra kórlima hlýtur að
létta talsverðri byrði af stjórn-
andanum.
Bæði dönsku og sænsku þjóð-
lögin voru sungin i útsetningu
hinsgóðkunna danska tónskálds
Nielsar Gade en hin islenzku
tónlist
(Krummi snjóinn kafaði og
Þorraþræll Kristjáns Jónsson-
ar) i útsetningu Sigursveins D.
Kristinssonar. Allt var það
ágætt en þó voru hinar norsku
eiginlega skemmtilegastai' — sá
heitir Leland B. Sataren, sem
þau Utsetti.
Barnagælur Hembergs eru
margbreytilegar og gaman-
samar og textarnir „klikkaðir”
eins og flest það sem Bretar
hafa fyrii- börn gert á skáld-
skaparsviðinu. Ég man ekki i
svipinn eftir öðrum islenzkum
barnagælum sem samjöfnuð
þola en „Sofðu nú svinið þitt’,’
sem Auden þótti bera af is-
lenzku efni á þessu sviði.
21.4.
Sigurður Steinþórsson
Sigurbjörn Einarsson, biskup:
SÝKING HUGSUNAR OG SIÐASKYNS ER
VÍÐTÆK Á ÍSLANDI NÚTÍMANS
Helgi mannlegs lifs eru einkunnarorð bænadags
Bænadagur 1978
Ég minni á hinn almenna
bændadag, 5. sd. e. páska, 30.
april.
Eins og endranær óska ég
þess, að hann verði haldinn i
hverri sókn með tiðagjörð i
kirkjunni og annist leikmenn
tiðaflutning þar, sem prestur
fær þvi ekki við komið.
Það er ósk min, að kristnir
menn álandihérmegi á þessum
degi samstilla hugi sina i bæn.
Hver einstakur gerir ,,i öllum
hlutum óskir sinar kunnar Guði
með bæn og beiðni ásamt
þakkargjörð” (Fil. 4,6)
Bænarefnin eru eins mörg og
menn eru margir. Allir trúaðir
kristnir menn á tslandi eru dag-
lega sameinaðir I bæn. Þeir
hefja og kveðja hvern dag með
bæn fyrir sér og sinum, fyrir
sjúkum og sárum, fyrir þjóð og
heimi. Og i önn dagsins vakir
bænin hljóð i huga.
En á almennum bænadegi
skulu-hugir allra leggjast á eitt
um ákveðið bænarefni.
I fyrra var efni bænadagsins:
Helgi lands og lifs.
Ég tek á þeim þræði að nýju
og bendi á efnið: Helgi mann-
legs lifs.
A siðasta bænadegi var þess
beðið, að þjóðin væri minnug
ábyrgðar sinnar i skiptum við
náttúru lands og sjávar Ef hUn
bregst i þvi híýtur hun að
gjalda þess áþreifanlega. Skiln-
ingur á þessu hefur vaxið og er
það vel. En árvekni verður
alltaf nauðsynleg á þessu sviði.
Nú skal þess minnst, að þvi
aðeins er maðurinn hollur um-
hverfi sinu, að hann meti sitt
eigið lif.
Helgi inannlegs lifser kristið
grundvallarhugtak, forsenda og
takmark kristinnar kirkju.
Hver mannvera er helg, þvi að
Guð skapar hana, elskar hana
svo, að hann vill leggja sjálfan
sig i veð fyrir eilifa velferð
hennar, þó að það kosti hann
kvöl og kross, hann hefur
kjöriðmanninn til þessað verða
musteri anda sins.
A þessum frumatriðum krist-
ins trúarviðhorfs byggjast þær
mannfélagshugsjónir, sem al-
mennt eru viðurkenndar i orði
kveðnu. Styrkur þeirra i reynd
og framtið þeirra fer eftir þvi,
hvort þær haldast á þeim
grunni, sem þær hvila á, hvort
þær nærast af þeim ro'tum, sem
þær eru vaxnar af.
Það er öllum kunnugt, hvers
mannslifið er metið i svipting-
um vorra tima. Taumlaus
hatursáróður pólitiskra ofsa-
manna blæs að og réttlætir
hvers_ kyns glæpi. Sum þróuð
þjóðfelög eru komin i ófæru af
þessum sökum. Vér tslendingar
höfum ekki átt af sliku að segja.
En enginn veit, hvað hér gæti
gerzt með áframhaldandi
mengun hugarfarsins. Og al-
varleg staðreynd er þaö, áo
kvikmynda- og sjónvarpstæknin
venur menn við það frá barn-
æsku að horfa upp á morð eins
ogekkertsé sjálfsagðara. Oftar
en skyldi blasir það við á sjón-
varpsskermi islenzkra heimila,
að mannlegt lif er ekki dýrt
metið. Er það boðleg afþreying
að sjá menn skotna, á annan
hátt myrta, kvalda og svivirta?
Daglegar hrikafréttir i máli
og myndum af illvirkjum bætast
vo við. Og þessu samfara er
mörg önnur forpestun. Menn
láta ginnast af gráðugum fépúk-
um til þess að dýrka losta og
öfughneigðir sem kórónuð goð i
hofi listanna. Vanhelgun mann-
legs lífs, saurgun heilbrigöra
kennda, sýking hugsunar og
siðaskyns, er viðtæk á íslandi
nUtimans.
Og nú er mannslifi fargað
daglega, einu til tveimur
mannslifum hvern dag ársins til
jafnaðar.
1 móðurlifi.
Engin skal ásaka þær mæður,
sem hér eiga i hlut Þær hala nóg
aðbera. Enmannfélag sem lög-
helgar slikt, þjóðléiag, sem
lokkar eða knýrtil slikra hluta,
er samsekt um samsæri gegn
lifinu. Svo atkvæðamikil griðrof
á varnarlausum mannverum.
flekka landið, vanhelga lifið.
Er Island ekki fært um það nú
lengur að sjá börnum sinum
farboða? Barh íslands er hvert
fóstur i móðurlifi. Hefur tsland
nUtimans brugðist þjóð sinni?
Eða erþjóðinað bregðast landi
sinu?
Illæri og áföll fyrri tiða grisj-
uðu þjóðstofninn. Á tækni nUt-
imans og tiðarandi aö taka við
þvi hlutverki með þvi að svipta
islenzk börn lifi i svo geigvæn-
lega stórum stil?
Biðjum á bænadegi um
stefnuhvörf i hugsun á Islandi.
Biðjum um trúarlega endur-
nýjun, kristna vakningu.
Kristin nývæðing getur ein
styrkt þjóðina i viðnámi gegn
þvi, sem sýkir lif hennar, og
veitt henni þann siögæðisþrótt,
sem geri hana langlifa og far-
sæia i þvi góða landi. sem Guð
hefur gefið henni.
Sigurbjörn Kinarsson
Kórverk á
sinfóníu-
tónleikum
Umferðarráð:
Tilraun til um-
bóta í umferðinni
Næstu áskriftatónleikar Sin-
fóniuhljómsveitar Islands verða
n.k. fimmtudag 27. april i Há-
skólabiói og hefjast að venju kl.
20.30.
Efnisskráin er að þessu sinni
eingöngu kórverk. Söngsveitin
Filharmonia syngur ásamt ein-
söngvurunum Sieglinde Kah-
mann, Rut Magnússon, Halldóri
Vilhelmssyni og Sigurði Björns-
syni þrjú verk, sem aldrei hafa
heyrzt hér áður, og er raunar um
frumflutning á einu þeirra aö
ræða, þ.e. Greniskóginum eftir
Sigursvein D. Kristinsson við
kvæði Stephans G. Stephansson-
ar.
Efnisskráin er sem hér segir:
Sigursveinn D. Kristinsson:
Greniskógurinn, Zoltán Kodály:
Te Deum, Johannes Brahms:
Triumphlied (Sigurljóð)
Stjórnandi á þessum tónleikum
er Marteinn Hunger Friðriksson,
aðalstjórnandi Söngsveitarinnar
Filharmoniu. Marteinn hefur oft
stjórnaö Sinfónluhljómsveit Is-
lands bæöi í Reykjavik og Uti á
landi.
Tónleikar þessir verða endur-
teknir laugardaginn 29. april kl.
14.30 f Háskólabiói.
Umferðarráð hefur nýlega gef-
ið Ut tvö fræðslurit um umferðar-
mál, STÖÐVUNAR VEGA-
LENGDIN.12 siður og FRAMÚR-
AKSTUR, 24 siður.
Bæði þessi rit fjalla um vanda-
málið ökuhraða og nokkur þau
veigamiklu atriði, sem hafa þarf i
huga þegar ökumenn byggja upp
hraða — lifandi kraft — sem oft
þarf að minnka á örstuttri vega-
lengd, þegar óvænt atvik ber
fyrir.
'r
Fræðslurit þessi verða notuð
við umferðarfræðslu á bifreiða-
námskeiðum — meiraprófsnám-
skeiðum. Ritin verða til sölu fyrir
almenning fyrst um sinn á skrif-
stofu Umferðarráðs, lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu, gegn
vægu gjaldi.
Iritunum eru mikilsverðar töfl-
ur um hraða og mismunandi við-
nám (færð), sem telja má lær-
dómsrikt fyrir ökumenn og aðra
þá sem um umferðarmál fjalla.
Tónmenntaskólinn i Reykjavik:
Vortónleikar
Tónmenntaskóli Reykjavikur
(áður Baramúsikskolinn i mun
halda tvenna vortónleika á næst-
unni. Hinir fvrri veröa n.k. laug-
ardag, 29. april. kl. 2 e.h. i Aust-
urbæjarbiói. Hljómsveit skólans
mun leika og nemendur úr flest-
um deildum koma fram og leika
einleik og samleik Frumflutt
verður verkið Orðagaman eftir
Jón Ásgeirsson tónskáld af kór og
hljómsveit skólans, en verkið var
samið af tilefni 25 ara afmælis
skólans.
Seinni tónleikarnir verða
sunnudaginn 7. mai i Austurbæj-
arbiói kl. 1.15 e.h. Þar mun koma
fram nystofnuð lúðrasveit skól-
ans. er auk þess munu nemendur
úr flestum deildum skólans leika
einleik og samleik.
Starf-Tonmenntaskólans hefur
verið groskuniikið i vetur og að-
staða batnað mjög við það. að
hann flutti í húsnæði gamla gagn-
fræðaskolans við Lindargötu s.l.
haust. Skolinn rekureinmg Utibú i
Fellahelli i Breiðholti. Alls voru
rUmlega 400 nemendur i skólan-
uni i vetur. en kennarar 24.
Skolaslit verða i Tónmennta-
skolanum 12. mai. en þa Utskrif-
ast um 20 nemendur Ur eldrj
deildum skólans.
Læknar á Filippseyjum og Vúdú
galdur i Laugarásbiói
Laugarásbió er aö hefja þessa
dagana endursýningu á kvik-
my ndinni A mörkum hins
óþekkta. Mynd þessi fjallar um
yfirnáttUrleg fyrirbæri og kukl af
ýmsu tagi og er hUn var sýnd hér
fyrir nokkrum árum vakti hún
ekki áhuga manna og var fljótt
hætt sýningum á henni. Nú eftir
þær umræður, sem orðiö hafa á
þessum málum undanfariö, hafa
forráöamenn Laugarásbiós
ákveðið aö verða við áskorununi
um að endursýna myndina;~;4-
kvikmyndinni er viða gripið niðúr
og sýndar mvndir af ýmsum fyj^.
irbærum viða um heim. Má tiLaÖL
mynda geta lækninganna á
Filippseyjum sem Islendingar
kannast við. galdralækna i Afriku
og S-Ameriku ofl. o. fl.