Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. april 1978
13
Frá Gistiheimilinu Brautarholti 22, sem Lfknarfélagið Risiö hefur starfrækt sföan í haust
Tfmamynd Gunnar
Eftirmeðferðarheimili fyrir
drykkjusjúka rekið í kyrrþey
síðan í
haust
Nú vantar
húsnæði fyrir
starfsemina
SJ — Siöan í september i fyrra
hefur Gistiheimiliö Brautarholti
22 veriö rekiö í kyrrþey sem
heimili fyrir fólk, sem eraökoma
úr meðferö vegna ofneyzlu vimu-
gjafa. 90 manns hafa dvalizt á
heimilinu siöan, aö meöaltali
20-28 i senn, og jafnframt stundaö
vinnu i borginnieöa nágrenni. NU
vantar nvtt húsnæöi fyrir þessa
starfsemi og hefur veriö efnt til
happdrættis i fjáröflunarskyni.
Liknarféiagið Risið rekur þessa
starfsemi, en það stofnuðu fyrr-
verandi vistmenn frá Vistheimil-
inu á Vifilsstöðum ásamt starfs-
fólki þess. Formaður er Valgarð-
ur Breiðfjörð, en trúnaðarlæknir
heimilisins er Ólafur Grímsson.
Borið hafði á þvi að erfiðleikar
væruá að útvega áfengissjúkling-
um og öðrum þvílikum vinnu íil
þess að þeir hefðu möguleika á að
byggja upp nýtt lif eftir meðferð.
Gistiheimilið Brautarholti 22 var
tekið á leigu og jafnframt var fé
safnað til rekstursins hjá fvrir-
tækjum á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig var gerð skrá yfir fyrir-
tæki, sem vildu taka fólk i vinnu.
Viðbrögð forráðamanna fyrir-
tækja voru mjög góð gagnvart
þessu hvoru tveggja.
Um 10-15 manns hafa búið nær
allan timann i Brautarholti 22.
Vistmenn hafa ýmist verið að
koma úr meðferð á Vifilsstöðum,
i Gunnarsholti, Viðinesi, Klepps-
spi'tala eða i Bandarikjunum.
Nær undantekningarlaust hefur
fólkið greitt fyrir veru sina á
heimilinu, þótt margir séu pen-
ingalausir þegar þeir koma þang-
að.
Margt af þessu fólki er slitið úr
tengslum við ástvini sina og fjöl-
skyldu. og aðrir eiga ekki lengur
fjóJskyldu. Áheimilinu i Brautar-
holti hefur gefizt tækifæri til að
byggja upp nokkurs konarfjöl-
sitylduli'f eða heimili og skapa
mönnum það öryggi, sem þarf til
þess að þeir geti öðlazt sjálfs-
traust á ný ogblandazt öðru fólki.
Um 9af þeim á að gizka 90. sem
búið hafa á heimilinu hafa verið
konur.Svo virðist.sem tiltölulega
færri konur, sem eru að koma úr
meðferð vegna ofneyzlu vimu-
gjafá, séu vegalausar en karlar.
Ekki gefst kóstur á að leigja
húsnæði i Brautarholti 22 lengur
en til júnibyrjunar fyrir þessa
starfsemi. Gripið hefur verið til
þess ráðs að setja i gang happ-
drætti til frekari fjáröflunar og
veröur dregiðiþvi 17. júni n.k., en
vinningurinn er bifreið, Renault 5
TL, módel 1978, og er hún til sýnis
á Biiasyningunni Auto '78. Mikil
nauðsyn er á þvi að Liknarfélagið
Risið eignist nytt húsnæði og
hentugra i rekstri en þetta hefur
verið. \onázt er til að fjár-
öflunarherlerö þessari verði vel
tekið og starfsemi eftirmeð-
ferðarheimilisins fyrir áfengis-
sjúklinga og aðra geti haldið
áfram
Annað slikt heimili er rekið við
Ránargötu hér í borg og eru þar
20 manns. Það heyrir orðið til
undantekninga ef þar losnar
pláss, þvi þeir menn sem þar eru
nú, kjósa að eiga þar heimili
áfram og hafa enda ekkí i önnur
hús að leita. Þeir stunda einnig
vinnu utan heimilisins, þar á
meðal menn sem þekktir voru úr
„strætinu" fyrir nokkrum árum.
Gistiheimilið Brautarholti 22
hefur hvorki notið styrkja frá riki
né Reykjavikurborg.
Viðgerð á
RE lýkur
um mán-
aðamót
GV — Viðgerð á loðnuskipinu
Sigurði RE lýkur nú um mánaða-
mótin en skipið hefur verið i við-
gerð frá því i febrúar og ósjófært
frá þvi i desember — að bilun i
vélinni kom i ljós. Skipta þurfti
um vél i skipinu og er nýja vélin
disel-knúin af gerðinni Nohab 12-
cyl og 2400 hestöfl. Götaverken i
Gautaborg sá um vélarskiptin og
er nú verið að fara endanlega yfir
skipið.
Að sögn Þórhalls Helgasonar
forstjóra útgerðarfélags'togarans
Isfell hf. verður Sigurður RE
reynslukeyrður 2. mai og fer
siðan á kolmunnaveiðar viö Fær-
- eyjar.
Nýju NOHAB-vélinni komið fyrir i togaranum Sigurði RE i Gautaborg.
Togarinn hefur verið frá veiöum frá því um miöjan desember.
Gamalgróin
verzlun með nýj-
um innréttingum
Verzlunin Brynja var stofnuð árið
1919 af Guðmundi Jónssyni.
Verzlunin var til húsa að Lauga-
vegi 24, þar sem Fálkinn er nú, og
var ekki stærri en svo að skrefa
mátti milli veggja,var stærðin 3
fermetrar. Arið 1928 flutti verzl-
unin yfir götuna að Laugavegi 29
þar sem hún hefur verið til húsa
siöan. Hafa innréttingar allar
veriö óbreyttar þar i 50 ár, eöa
þar til nú að gagnger breyting á
verzluninni fer fram. Gamla
búðarinnréttingin, sem margir
kannast við, vikur nú fyrir nýjum
litrikum innréttingum og þar sem
viöskiptavinir áður stóöu fyrir
framan búðarborðiö blasir nú við
stór og bjartur salur með sjálfs-
afgreiðslufy rirkomulagi.
Ytri gerð hússins hefur ekki
veriö breytt frá upphafi. Glugg-
arnir sem þóttu hneykslanlega
stórir 1906 — og voru reyndar
stærstu verzlunargluggar i
Reykjavik þá — halda sér enn.
Brynja er með elztu starfandi
verkfæra-, járn-— og byggingar-
vöruverzlunum landsins.
Verzlunin verður 60 ára á næsta
ári.
Það hefur veriö keppikefli
Brynju frá upphafi að bjóöa
ávallt bezt og fjölbreyttast úrval i
verkfærum og byggingavöru. Af
viöurkenndum vörumerkjum
nægir að nefna: Sandvik og
Bushman sagir og sagarblöð,
Stanley og Record hefla, sporjárn
og hallamál, ASSA og Zeiss Ikon
inni- og útihuröarskrár, DORMA,
hurðarpumpur, Sjöberg hefil-
bekki, Scheppach trésmiðavélar
og Lysbro garðáhöld.
Eigandi Brynju er Björn Guð-
mundsson.
Komið hefur veriö á sjálfsafgreiðslu i Brynju.
Útliti hússins hefur ekki veriö breytt frá 1906, er það var byggt.
Bændur
Drengur á 12. ári óskar eftir að komast i
sveit i sumar.
Er vanur sveitastörfum.
Upplýsingar i sima 7-58-13, eftir kl. 4 á
daginn.
Mí&i
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
Laus staða
Laus er til umsóknar staða læknis
heilsugæzlustöð á ólafsfirði.
Staðan veitist frá og með 1. júni 1978.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 23.
mai 1978 ásamt upplýsingum um fyrri
störf.
25. april 1978.