Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 26, aprll 1978 íslenzk litkvikmynd frumsýnd á listaviku í Mennta- skólanum á Akureyri — gengur undir nafninu „Veldi Hjalteyringanna” — A listaviku I Menntaskólanum á Akureyri I byrjun marz var kvikmyndin Allir á bak við vélina, frumsýnd. Myndin, sem er I lit, var gerð af nokkrum nemendum skólans. Hún var tekin á Akureyri og í nágrenni, mest á Hjalteyri. Mvndin er nokkurs konar hasar- mynd með tilheyrandi tónlist og eru leikarar eingöngu strákar. Listavikan er nýjung i Menntaskólanum á Akureyri. Margt var til skemmtunar, leik- félag skólans frumsýndi Hlaup- vidd sex, Höröur Torfason leik- stýrði, en aðeins tók um 24 daga aðsetja verkiö upp. Einnig voru haldnir tónleikar og bók- menntakynning. En það sem vakti án efa mesta athygli á listavikunni var kvikmvndin, Allir á bak við vél- ina. Hermann Arason, Óðinn Jónsson og Skúli Skúlason, nemendur i 4. og 6. bekk, sömdu handritiö. Einnig sá Hermann um kvikmyndun og leikstjórn. Sýningartimi myndarinnar er um 20 min. 1 örstuttu viötali við Hermann Arason kom fram, aö rætt hefur verið um aö gera aðra kvikmynd, stærri og viöa- meiri. Hún yrði þá gerö meö það fyrir augum að sýna hana al- menningi. Sagði Hermann, aö gaman hefði verið að vinna aö gerö myndarinnar, hún væri nokkurs konar tilraun, en nú væru þeir orönir reynslunni rik- ari. kvik myndir Hér er verið aö kyrkja einn óvin. A.m.k. þrem af sjö ribböldum er kálaðf myndinni. „Allir á bak við myndavélina” gengur f M.A. undir nafninu „Veldi Hjaltevringanna”. Ekkier annaöaðsjá en völlur sé á ribböldunum. Leikstjórinn var spurður aö þvi af hverju ekkert kvenfólk kæmi við sögu og svaraði hann á gamlan og góðan hátt: „Þaö var nú bara af þvi að engin vildi taka þátt i nauögunarsenunni”. Starfsgreinaverkföll hjá Iðju 3., 5. og 8. maí S.l—Iðja. félag verksmiðjufólks i Reykjavik, boðaði i gær starfs- greinaverkföll 3., 5. og 8. mai 1 fyrrakvöld veitti fjölmennur ié- lagsfundur trúnaöarmannaráði heimild til að boða verkfall a þeim tima og þann hátt. sem það teldi nauðsvnlegt til að knýja á um lausn yfirstandandi kjara- deilu. Bjarni Jakobsson formaður Iðju sagði Timanum að starts- greinaverkföll meðþessum hætti. að einu og sama félaginu væri skipt upp. væri nýlunda hér á landi. Allir félagar i Iðju tara i' verk- fall i einn dag. 3. mai verður vinnustöðvun i vefjariðnaði. vefn- aði. spuna. veiðarlæragerð, pr jónaiðnaði. fataframleiðslu. leðuriðnaði.. þvottahusum ðg etnaiaugum. f'östudaginn 5. mai verður verkfall i matvælaiðnaði. sælgætis- og efnagerðum, öl og gosdrykkj agerðum, kaffi og smjörlíkisgerðum. Mánudaginn 8. mai verður siðan vinnustöðvun m.a. i tréiðnaði, pappirsiðnaði, prentiðnaði, kemiskum iðnaði, málmsmiöi, viögerðum rafmans- tækja, plastiðnaði, myndiðn, silf- ursmiði. bólstrun og innrömmun. Ekki verður boðað verkfall hjá þeim vinnuveitendum, sem sann- anlega greiða laun samkvæmt gildandi samningum frá 22. juni 1977. Iðja oskaði eftir viðræðum við Kélag islenzkra iðnrekenda fyrir tæpum tveirh mánuðum og jafnframt var samningum sagt upp. Að sögn B jarna Jakobssonar hafa viðsemjendur Iðju ekki virt félagið svars. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar og Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðar- manna hafa lýst stuðningi við að- gerðir Iðju i þeim tilfellum sem vinnustöðvunin gripur ínn á vett- vang þessara félaga. Flataskóli Garða- bæ 20 ára Handavinnusýning og kaffisala i skólanum um helgina Flataskóli i Garðabæ (áður barnaskóli Garðahrepps) er nú að ljúka sinu 20. starfsári (hóf starf 18. okt. 1958). I tilefni af þvi verð- ur afmælissýning á handavinnu, teikningum, vinnubókum og alls konar verkefnum nemenda opin kl. 14-19 næstkomandi laugardag og sunnudag, 29. og 30. april. Ennfremur verður ljósmynda- sýning af nemendum og úr fé- lagsstarfi undanfarin 20 ár. Kvenfélag Garðabæjar selur kaffi báða dagana meðan á sýn- ingu stendur til ágóða fyrir dag- heimilin i bænum. Foreldrar, gestir og gamlir nemendur sérstaklega velkomn- ir. 13 ára dreng vantar sveitapláss. Er vanur. Upplýsingar i sima (96)2-38-86. Til sölu Dráttarvél, International, árg. 1976 með ámoksturstækjum og rakstravél, TZ-165 sláttuþyrla, Kuhn Heytætla, tveir hey- vagnar hannaðir fyrir bagga, baggafæri- band og áburðardreifari. Upplýsingar i simum (99)1174 og (99)5624. Hið álitlega kaffisamsæti fyrir aldraða Skaftfellinga verður i Hreyfilshúsinu við Grensásveg, sunmi- daginn 30. april og hefst kl. 15, e.h. Verið velkomin. Skaftfeílingafélagið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.