Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. april 1978 7 Wíwtwm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (ábm),og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I laus'asölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaöaprent h.f. Yfirlýsing Seðlabanka íslands um undirbún- ing og tillögur að nýjum gjaldmiðli hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Nú eru liðin all- mörg ár siðan menn byrjuðu að f jalla um þetta mál, en á meðan hefur gamla krónan haldið áfram að falla. Niðurfelling auranna úr mynt- kerfi landsmanna var annars vegar tákn verð- fallsins, en hins vegar var hún hvati til að hefj- ast handa um nýja og verðmeiri krónu. Það er vel, að unnið hefur verið að þessu máli og ekki að efa að vandað hefur verið til verks. Ekki er efamál að sú aðgerð nýtur al- mannastuðnings að fella tvö núll aftan af krón- unni. En þessi aðgerð er þó aðeins ytra byrði is- lenzkra peningamála. Hún hefur ekkert gildi ef krónan, ný og verðmeiri, heldur siðan áfram að rúlla sem fyrr. Þjóðinni mun þykja litið til koma ef hrörnun gjaldmiðilsins heldur áfram óhamin eftir slika andlitslyftingu. Ný og verðmeiri króna er sálfræðileg aðgerð i þvi skyni að marka timamót og vekja á ný til- trú fólksins á gjaldmiðilinn og ástand peninga- mála. Þess vegna hlýtur þessi aðgerð að verða lokaáfangi i nýskipan efnahagsmála gervallra og viðskiptamála i landinu. Af þessum sökum er það eðlilegt og sjálfsagt að Seðlabankinn gerir ráð fyrir að breytingin geti fyrst orðið á árinu 1980. Þar er ekki um neina frestun eða framtiðarsöngva að ræða, heldur nauðsynlegan ráðstöfunartima til að taka aðrar ákvarðanir i þessum efnum og framfylgja þeim. Þessi aðgerð verður þvi aðeins góðu heilli gjörð að hún sé þáttur i samræmdri jafnvægis- stefnu i islenzkum efnahags- og peningamál- um. Framkvæmd slíkrar jafnvægisstefnu hvil- ir á þeirri forsendu, að samstaða takist um grundvallaratriði hennar milli vinnuveitenda, iramleiðenda og viðskiptaaðila annars vegar g launþegahreyfingarinnar og landshluta- Sc mtaka hins vegar, og á þvi að mótun stefn- unnar og framkvæmd hennar eigi sér stað und- ir ákveðinni forystu og forsjá stjórnarvalda. Mótun og framkvæmd þessarar jafnvægis- stefnu verður að hefjast þegar á þessu ári. 1 þeim anda tók flokksþing Framsóknarmanna nú siðla vetrar róttæka afstöðu i efnahagsmál- um og boðaði þannig markvissar aðgerðir i framhaldi af þeim umbótum sem orðið hafa á kjörtimabili núverandi rikisstjórnar, þrátt fyr- ir afturkipp siðustu mánaða. Þessi mál eru þannig komin efst á baug. Um þau verður spurt i komandi kosningum. JS Áhyggjtæfni Hj altlenáinga: Hj altlandshestar nær verðlausir Kaupendum hríöfækkar vegna gífurlegs flutningskostnaðar Eins lengi og menn vita hefur það kyn hesta, sem kennt er við Hjaltland, verið tengt Hjaltlandseyjum. ör- lög Hjaltlandshestsins hafa verið rnjög áþekk örlögum lljaltlendinga sjálfra: Aö dreifast vitt um veröld. Hesturinn hefur orðið siilu- vara sökum sérkenna sinna. en mannlolk ið leitað brott. og ekki ævmlega af frjálsum vilja, heidur oft meira og minná tilneýtt. þar eð stjórnarvöld í fjarlægri mill jónaborg hafa ekki bein- linis hlaöiö undir þessar fá- mennu uteyjar Bretlands. lijaltlendingar hafa sjaldn- asi ,erið inn a gafli i l.undunum og þarfir þeu-ra setið á hakanum. Hjattlandshesturinn er smá- vaxinn og harðger, enda eru heimkynni hans á Hjaitlands- eyjum grýttog mikill næðing- ur af hafi. Og nú er svo komið, að aðeins fátt Hjáltlandshesta er eftir i þessum uppruna heimkvnnum hans. Hestaeign á' Hjaltlandseyjum telstnú um eitt þusund hryssur og nokkrir íugir stóðhesta.og hún byggist einvörðungu á Utflutningi. Markaður fyrir Hjaltlands- _h.esta hef ur. þó verið að . þrengjast, og verðið hefur veriö svo lágt siðustu tvö þrju árin, að sumir hrossaeigendur hafa tekið þann kost að losa sigvið nryssyr sínarog hætta hrossarækt. Þannigbendir állt til þess, að hestum a Hjait- landsevjum fari hriðfækkandi á næstu árum. Fyrir hremættaða Hjait- landshryssu fengust innan við tuttugu þUsund krónur á ár- legum markaði i október- mánuði siðast liðnum og sjö þúsund krónur fyrir sex mánaða gömul folöld. Þeir, sem Hjaltlandshesta kaupa, hafa einkum hug á að eignast smahesta handa börn- um sinum. En þeir fá þá fæstir eins ódýra og þessar tölur gætu bent.til. Kaupendurnir eru oft Þjóðverjar eða Amerikumenn, og það er eng- inn smáræðiskostnaður við að flytja hestana a milii landa. Það er þvi gamla sagan. að hinir upprunalegu eigendurfá nauðalitið i sínn hiut, en aðrir, sem við sögu koma. miklu meira. Flutningsgjöld hafa íarið sihækkandi. og það eru þau, sem mestu vaida um það. að þessi hrossav'erzlun er að stöðvast. Fyrst verður að fiytja hest- ana frá Hjaltlandsevjum á skipi til Aberdeen og þaðan i vögnum eða járnbrautarlest- um. oftast til Lundúna, og sið- an meö flugvélum til þess lands, þar sem kaupendur eiga heima. Loks er svo flutn- ingur frá flugvelli þar breyti- legur eftir staðháttum og bú- setu_- Það er ekki sérlega dýrt að flvtja hrossin með ferjum frá Hjaltlandi til Skotlands, en þó sem næst hálft folaldsverð. Flutningar á landi eru til muna dýrari, ef langt er farið, og þó tekur fyrst i hnúkana, þegar gripaflutningaflugvélar Pan American-flugfélagsins koma til sögunnar. Flug- félagið krefst þess, að maður fylgdi hestinum eða folaldinu. Kostnaðurinn við að koma sex Stóðhestur af Hjaltlandskyni smæstu hestarnir eru verðmætastir. mánaða folaldi, sem keypt var á markaði á Hjaitlandi fyrir sjö þúsund kronur og vegur 150 pund, frá Bretlandi á flug- völl við New York. nemur um 250 þúsund krónum. Bandarikjamenn kevptu áður fvrr mikið af Hjaltlands- hestum. En um miðbik sjö- unda áratugarins rauk flutn- ingskostnaðurinn upp Ur öllu valdi. Þar við bættist, að stóð- hestar höfðu verið seldir frá Hjaltiandseyjum til annarra. landa, og þá var sjálfgefið, aö menn færu að reyna að halda þessum hrossastofni hver hjá sér, frekar en leggja of fjár i flutninga. Útflutningur Hjaltlands- hesta hófst á nitjándu öld, og þetta hrossakyn er nú til i mörgum löndum. Sums staðar hefur kvnið þó blandazt, eink- um velsku smáhestakyni. Sumt af þvi, sem kallast Hjaltlandshestar, einkum i Bandarikjunum, eru þvi i' raun kvnblendingar, mjóslegnari og hærri en hið eiginlega Hja ltlandskvn. Hryssur Hjaltlandsbænda kasta snemma vors um það bil, er jörð fer að iifna. Og hún lifnar snemma þvi að vot- viðrasamt er á eyjunum og frost ekki til baga. Folöldun- um er hjáipað a spena, ef með þarf og eftir stuttan tima, er hryssan rekinmeðþað á haga. Hjaitlandshestarnir eru ekki þurftarfrekir. og öllu ohætt. hverju sem viðrar. þegar fol- öldin eru orðin fárra daga gömul. Verðmætustu hrossin eru þau. sem smæst eru, og hefur til dæmis stóðhestur, sem ekki er nemá þrjátiu og tveir þuml- ungar á herðakamb. þótt goð eign. f slika hesta er boðið margfalt iiærra verð en aðra. Þetta helgast.af þvi, að hest- arnir eru ætlaðir börnum og skuiu vera við þeirra hæfi. Aður fyrr gegndi öðru máli. þvi að þá var þessum. litlu hestum beitt fyrir vagna. Oldum saman hefur Hjalt- landshesturinn lifað á Uti- gangi, rásað fram og af tur um eyjarnar eftir veðri og högum. likt og sauðfé og geitfé, og lengi voru þeir notaðir við bú- störf, til dæmis móflutninga, en mór var aldsnevti eyjar- skeggja. „Fyrstu utiending- armr, sem komu auga á það, að þetta voru merkilegar skepnur. voru Englendingar ", segja Hjaltlendingar. En það var ekki öfundsvert hlutskipti, sem Engléndingar ætluðu þeim Vegna þess, hve litlir þeir voru og meðfærilegir. þóttu þeir tilvaidir til þess að beita þeim fyrir vagna i nám- um djúpt i jörðu niðri Hestur sem einu sinni fór niður i námu, sá ekki oftar dagsins ljós. Honum var þrælað þar ut i fUÍu myrkri, þvi að námueig- endurnir hugsuðu um það eitt, að sem mest af kolum kæmi til skila. Liðan hesta skipti engu máli, og raunar manna ekki heldur. En hafi kolanámurnar verið mönnunum, sem þar unnu, þrælastöðvar, þá voru þær hestunum énn verra viti. Og þangað seldu ekki aðeins Hjaltlendingar hesta — þaö gerðu tslendingar líka. Yfirleitteru Hjaltlandshest- arnir gæfir og góðlyndir. Þó eiga sumir það til að bita. Þeir eru einnig taldir skynsamar skepnur eins og hestar yfir- leitt, og þægir og þjálir. Þeir sem enn stunda hrossa- rækt á Hjaltlandsevjum. vilja i iengstu lög halda i þá von, að verðið á hjaltlenzkum hestum mum hækka. Þeir benda á, að fyrir fjörutiu árum hafi verð á þeim einnig gerfallið. og fvrir tuttugu árum voru aðeins sjö tii átta hundruð hross eftir á öllum eyjunum. Þeir telja, að ekki sé unnt að halda kvninu óbreyttu i öðrum löndum. þar sem gróðurfar og tiðarfar er alil annað en á Hjaltlandseyj- um Hjaltlenzki smáhesturinn sé svo nákonnnn eyjunum og staðháttum þar, að hann geti ekki haldið þeim einkennum, er þar hafa motazl og þróazí annars staðar i veröldinni. að minnsta kosti ekki til lang- frama. Þess vegna verði þeir. sem vilja éiga raunverulega Hjaltlandshesta. ævinlega háðir eyjastofninum. Til hins mega Hjaltlending- ar ekki hugsa, að þetta hrossakyn deyi Ut i heimahög- unum. Það er hluti af Hjalt- landseyjum. og jafnvel þótt Hjaltlandshestar verði verð- lausir. megi aldrei láta þá hverfa af sjónarsviðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.