Tíminn - 26.04.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 26.04.1978, Qupperneq 15
15 FH - Haukar í Bikarnum í kvöld KR gjörsigraði Fram í gærkvöldi Fyrri leikurinn i 4-liða úrslitum Bikarkeppninnar veröur i Hafn- arfiröi i kvöld, og leika þá FH og Haukar. Leikur þessi verður ör- ugglega hörkuspennandi, endan- legt uppgjör erkióvinanna i Firðinum i lok keppnistíma- bilsins, og gaman verður að sjá hvort liöið kemst i úrslitaleikinn. A undan keppa FH og Fram i 1. deild kvenna fyrri leikinn um Is- landsmeistaratignina og hefst hann kl. 20. —RP. Erlendur son í ÍR — hefur tilkynnt félagaskipti Hinn kunni frjálsiþróttakappi, Erlendur Valdimarsson hefur ný- lega tilkynnt félagaskipti yfir i 1R. Eins og flestum er kunnugt þá gekk Erlendur úr ÍR yfir i KR fyrir tveimur árum. Erlendur vildi litiö um þessi félagaskipti segja er við ræddum við hann i gær, sagði aðeins, að það væri gott að vera kominn heim til föð- urhúsanna. Erlendur byrjar að keppa fyrirsittnýja-gamla félag i næsta mánuði. —RP. VALUR TÓK ARMANN I KENNSLU- STUND - sigruöu 9-1 Valsmenn áttu ekki i neinum erfiðleikum með lélegt lið Ár- manns i' gærkvöldi i Reykjavikur- mótinu i knattspyrnu. Lokatölur urðu 9-1, það hlýtur að vera eitt- hvaðmikið að hjá Ármanni þegar þeir eru farnir að stilla sinum ágæta markmanni, Agli Stein- þörssyni sem útispilara, enda var ekki langt á leikinn liðið er hon- um var sýnt rauða spjaldið, og það fékk Hörður Hilmarsson éinnig að sjá, báðir reknir- i bað. Guðmundur Þorbjörnsson gerði fyrsta mark Vals á fyrstu minút- unni og bætti siðan öðru við fljót- lega og fyrir leikhlé hafði Ingi Björn bætti tvéimur mörkum við og Atli Eðvaldsson einu, staðan þvi 5-0 i' hálfleik. Armenningar gerðu sitt eina mark i upphafi seinni hálfleiks, en Valsmenn svöruðu með fjórum mörkum i' viðbót, og gerði Guð- mundur Þorbjörnsson tvö, en Ingi Björn og Jón Einarsson sitt hvort. —RP. — róðurinn verður erfiður hjá Fram KR-ingar sigruðu Fram i gær- kvöldi með 24 mörkum gegn 18, i fyrri leik liðanna um hvort liðið leikur viö HK um sæti i 1. deild að ári. Það var ekki fyrr en á 7. min- útu að fyrsta markið kom og var í seinni leiknum Jens Jensson,Fram þar að verki, en áður hafði Emil Karlsson KR varið viti. Jens var mjög at- kvæðamikill i byrjun leiksins, hann skoraði fyrstu þrjú mörk Fram, en KR-ingar voru ekkert á þvi aðgefa sig og um miðjan fyrri hálfleik var staðan jöfn 5-5, en þá tðk Björn Pétursson til sinna ráða og skoraði fjögur mörk i röð og var staðan orðin 9-5 en Frömur- um tókst að laga stöðuna fyrir hálfleik, en þá stóð 10-8. Kr-ingar juku siðan hægt og sigandi forskot sitt og um miðjan seinni hálfleik var staðan 17-11, sigurinn nokkurn veginn i höf n er Framarar tóku það ráð að setja menn til höfuðs Simoni Unndórs- syni og Hauki Ottesen, en allt var um seinan, — en þó, er 5 minútur voru til leiksloka var staðan 20-18 er Framarar fengu viti, en Jens lét Orn Guðmundsson, sem kom inná fyrir vitið,verja og Björn Pétursson brunaði upp og skoraði 21 mark KR og eftirleikurinn var KR auöveldur þeir skoruðu sið- ustu þrjú mörkin. KR-ingar léku þennan leik mjög skynsamlega, skutu ekki nema i góðum færum. Annað er hægt að segja um Framarana, ráðleysislegt spil og áhugaleysi varð þeim að falli i þessum leik. Mörk KR gerðu: Björn Péturs- son 11 (3v). Simon Unndórsson 6, Þorvarður G. 3, Haukur og Sig- urður P. 2 hvor. Hjá Fram skoruðu: Jens Jens- son 7 (2v ) Gústaf og Atli 4 hvor og Arnar 3. Brottrekstur af velli: Gústaf Björnsson á 16. min seinni hálfleiks, Sigurður Páll Óskars- son á 20. min. og Arnar Guðlaugs- son var rekinn af velli er tvær min. voru eftir og verður að öllum likindum i leikbanni i næsta leik. Dómarar voru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Björn Kristjáns- son og dæmdu illa. —RP íþróttir Þau eru ekki af verri endanum verðlaunin. Þann 29. april n.k. hefst golf- vertiðin hjá golfklúbbnum Keili Hafnarfirði með „UNIROYAL OPEN” mótinu. Þettaer fyrsta opna golfmótiðá þessu ári, og fjórða árið, sem UNIROYAL heldur þetta mót. Þó það sé nokkuð snemmt að hugsaum golf á þessum tima árs, tóku um 85kylfingar þátt i siðasta „UNIROYAL OPEN” móti, sem haldið var á svipuðum tima árs, i fyrra. UNIROYAL er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, sem fram- leiðir hvorki meira né minna en 33000 vörutegundir, þeirraá með- al stigvél, hjólbarða, golfvör- ur o.fl.,sem umboðsmenn eiga til á lager. Umboðsmenn UNIROYAL á ts- landi er tslenzk Ameriska Verzlunarfélagið h.f., sem mun veita þrenn verðlaun bæði með og án forgjafar. Aætlað er að mótið hefjist kl. 9 fh. og seinni hópurinn verði ræst- ur kl. 1 e.h. Þeir sem hafa áhuga geta feng- ið allar upplýsingar i sima 53360. Guðmundur Þorbjörnsson skor- aði fjögur mörk á móti Armanni i gærkvöldi. Mm I i i 5 með 11 rétta t 34. leikviku getrauna komu fram 5 seðlar með 11 réttum og var vinningur á hvernkr. 143.500.- Með 10 rétta voru 87 raðir og vinningur kr. 3.500.- fyrir hverja röð. Á laugardaginn fer fram sið- asta umferð ensku deildakeppn- innar og þá jafnframt siðasta leikvika Getrauna að þessu sinni. Þátttaka hefur verið næstum tvö- falt meiri en veturinn 1976-77, heildarsala getraunaseðla hefur numið 59 millj. kr. og vinningar veriðalls tæpar 30 milljónir. Sölu- laun iþróttafélaganna hafa numið um 15 millj. kr. oger það 3 millj. kr. meira en beinn rekstursstyrk- ur rikisins til iþróttafélaganna nam árið 1977. Sundmót Breiðabliks Sunnudaginn 7. mai heldur Sunddeild Breiðabliks sundmót i tilefni 10 ára afmælis deildarinn- ar, sem er á þessu ári. Mótið verður haldið i Sundhöll Reykja- vikur og verður keppt i eftirtöld- um greinum: 1. 50 m flugsund telpna fæddar 1966 og siðar. 2. 100 m skriðsund karla 3 . 200 m fjórsund kvenna 4. 100 m flugsund telpna fæddar 1%4 og siðar. 5. 100 m baksund drengja fæddir 1964 og siðar. 6. 50 m skriðsund telpna fæddar 1966 og siðar. 7. 200 m bringusund kvenna 8. 100 m bringusund karla 9. 100 m skriðsund telpna fæddar 1964 og siðar. 10. 100 m flugsund karla 11. 200 m baksund karla 12. 4x50 m fjórsund telpna fæddar 1964 og siðar. 13. 4x10 m fjórsund karla. Þátttökutilkynningar óskast sendar fjrir 29. april i pósthólf 150 Kópavogi eða til Grétars M. Sig- urðssonar, Þinghólsbraut 53, Kópavogi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.