Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.04.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. april 1978 5 Myndin er frá vigslu hljóðfærisins Kópavogur: Öldruðum gefið píanó Þann 3. marz siðastliðinn var félagsstarfi aldraðra i Kópavogi færð höfðingleg gjöf frá Kvenfé- lagi Kópavogs. Gjöfin, sem er vandað píanó af Baldwin gerð var afhent i kaffisamsæti sem tóm- stundaráð bauð tilaf þessu tilefni. Frú Guðrun Mariusdóttir for- maður kvenfélagsins, afhenti fé-i lagsmálastjðra, Kristjáni Guð- mundssyni, hljóöfærið, en við- staddir voru flestir fyrrverandi formenn kvenfélagsins, en það er eitt af elztu og virðulegustu félög- um bæjarins. Forseti bæjarstjórar, Jóhann H. Jónsson þakkaði gjöfina sem er starfeeminni mjög k’ær'korhin. Fleiri tóku til máls iþessu tilefni. Sigfús Halldórsson tónskáld vigði hljóðfærið og lék nokkur verka sinna. Frumflutti hann m.a. nýtt verk, sem hann nefnir Hugleiðing. Til samsætisins var boðið ýms- um starfsmönnum og framá- mönnum bæjarfélagsins. Ekki er að efa að gjöf þessi mun eiga eftir að auka á ánægju og skemmtaneldri bæjarbda i Kópa- vogi. 50 sjúklingar á Klepps- spítala unnu að vegg- plötuframleiðslu 1977 Enn vantar verkefni og aðstöðu fyrir iðjuþjálfun SJ — A sl. ári unnu 50 manns um lengri eða skemmri tima i Bergiðjunni, verksmiðju, sem rekin er i tengslum við Kleppsspitala og framleiðir vegg- plötur. Á árinu 1977 voru byggð 10 hús úr plötum þessum. Enn vantar verkefni fyrir fleiri öryrkja og sjúklinga, sem ekki hafa komizt að við þessa starf- semi, og fyrir aðra sem betur hentar að vinna önnur verkefni. Þess vegna er nú i undirbúningi framleiðsla vegghluta, þar sem áðurnefndar plötur eru notaðar, ásamt einangrunarplasti og steypt á milli. Vegna þessarar framleiðslu vantar fjármagn til að kaupa tæki, svo að vinnan verði eðlileg og raunhæf. Með þessari viðböt verður hægt að skapa f jölbreyttari vinnu, þannig að fleiri sjúklingár með mismunandi mikla örorku kæm- ust að og gætu fengið verkefni, sem væru i samræmi við getu þeirra. Þá vantar við Kleppsspitalann húsnæði til að sinna ýmsum öðr- um verkefnum sem heppileg eru fyrir:suma i starfsendurhæfingu. Má þar m.a. geta um hreinsun bifreiða, sem sjúklingar hafa unnið að i litlum mæli við ófull- nægjandi aðstæður. Mundu þeir, sem að starfsendurhæfingunni ynnu, sjálfir byggja þá aðstöðu sem þyrfti og nota til þess eigin framleiðslu, að svo miklu leyti sem hún seldist ekki öll. Frá þessu segir i grein Tómas- ar Helgasonar yfirlæknis Kleppsspitala i Kiwanisfréttum, riti, sem Timanum barst nýlega, en Kiwanismenn hafa aðstoðað við uppbyggingu. Bergiðjunnar. Tómas segir ennfremur: „Iðjuþjálfun, sem einnig mætti nefna vinnulækningar, er snar þáttur, ekki aðeins i endurhæf- ingu heldur i allri meðferð geðsjúkra. Æskilegast er, að byr ja endurhæfinguna um leið og sjúkdómur hefur verið greindur ogmeðferð er hafin.Alla tið hefur veriðlögð áherzla á þetta viðhorf við meðferð geðsjúkra. Iðjuþjálf- un er og veigamikil i framhalds- meðferð þeirra, sem dvalizt hafa á geðdeildum...” „Mikið vantar á, að fullnægt sé þörfum fyrrverandi geðsjúklinga, eða þeirra sem eru öryrkjar af völdun. geðsjdkdóma, fyrir iðju- þjálfun og verndaða vinnustaði. Þess vegna er nauðsynlegt að bæta við nýjum vinnustöðum og auka við þá sem fyrir eru. Með þvi móti yrði hlutur þeirra, sem lifið hefur leikið verst, bættur stórlega.” Kiwanismenn hafa nú enn aflað 15 miiljónum króna, sem notaðar verða i þágu geðsjúkra. Þeir efndu til svonefnds K-dags 29. okt. sl. i þvi skyni áð vekja fólk til umhugsunar um vandamál geð- sjúkra og leituöu m.a. aðstoðar fjölmiðla. 1400-1500 manns tóku þátt i starfi þessu. Seldur var lyk- ill,merkiK-dagsinsogefnt vartil sérstakrar fjársöfnunar meðal sjómanna. Samtals söfnuðust tæplega 14 milljónir króna, en söfnunin meðal sjómanna ein gaf af sér um 1,5 milljónir króna. Kostnaður var verulegur við þessa söfnun, en með vaxtatekj- um er gert ráð fyrir að til ráðstöf- unar iþágugeðsjúkraverði um 15 milljónir króna. Lokaákvörðun tekin á Kiwanisþingi á Laugum i S-Þingeyjarsýslu I ágúst, en samráð verður haft við þá aðila, sem bezt þekkja vandamál geð- sjúkra. Fundur um málefni byggingarsamvinnufélaga: Tillögur um breyt- ingar á lögum JF sláttutætarinn er framleiddur i tveim stærðum, 110 og 130 cm vinnslubreiddum. Tenging f Ijótleg við allar dráttarvélar, aðeins tvö splitti og drifskaft. Sláttufjarlægð og stefnu dreifistúts er stjórnað úr sæti öku- manns. Sýrudreifari er fáanlegur sem blandar maurasýru í grasið um leið og slegið er. Áætlað verð: Kr. 432.000.- G/obusa LÁGMÚLI 5. SlMI 81555 Akranes — Framboðslistar Framboðslistum tii bæjarstjórnar- kosninga á Akranesi sem fram eiga að fara sunnudaginn 28. mai n.k. ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Njarðar Tryggvasonar, Furugrund 20, fýrir mið- nætti, miðvikudaginn 26. april n.k. Akranesi 24. april 1978 i yfirkjörstjórn Akraness Njörður Tryggvason, Sverrir Sverrisson, Björgvin Bjarnason. JBffl i|r Útboð Tilboð óskast i aö byggja skóladagheimili við Völvufell f Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavik gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. mai 1978 cl. 14.00 e.h. INNKÁUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 2S800 Nokkur byggingasamvinnu- félög i Reykjavik og nágrenni gangast fyrir sameiginlegum fundi að Hlégarði i Mosfellssveit þar verða rædd ýms hagsmuna- mál félaganna nú og i framtið- inni. Sérstaklega verður rætt um gildandi lög og reglur sem nú eru i gildi og varða félögin,ög tillögur gerðar til breytinga'á þeim. Einnig verður rætt um möguleika á eflingu félaganna og samstarf þeirra á milli. Dagskrá verður i meginatriðum þessi.: 1. Umræða um löggjöf þá sem nú er i' gildi varðandi byggingasam- vinnufélög og starfsemi þeirra i dag. Framsögumaður verður Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastj. Húsnæðismálastofn- unar rikisins. 2. Framtiðarstörf byggingasam- vinnufélaga. Framsögumaður: Sigurður Flosason. 3. Samstarf byggingasamvinnu- félaga. Framsögumaður Grimur Runólfsson. Eins og áður segir, hefst fundurinn kl. 10 fyrir hádegi og er gert ráð fyrir að hann standi fram eftir degi. Fundarstjóri verður Jón Snæbjörnsson. öllum byggingasamvinnu- félögum er boðin þátttaka i' þess- um fundi, en æskilegt er að þau tilkynni þátttöku sina til Húsnæðismálastofnunar Rikisins, simi 28500, fyrir næst- komandi föstudag. Keflavík Vantar blaðbera strax I vesturbæinn. Upplýsingar i sima 1373.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.