Tíminn - 26.04.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 26.04.1978, Qupperneq 2
2 IYliAvikudagur 26. april 1978 Eanes: Fjölþættur vandi steðjar að Portúgölum Lis s abon/Reu ter. Antonio Ramalho Eanes forseti Portúgals sagði i gær að Portúgalar stæðu nú frammi fyrir miklum vanda sem stefndi sjálfstæði þjóðarinn- ar i hættu, en bætti við að hann myndi gera allt sem i hans valdi stæði til að tryggja samheldni þjóðarinnar. Þetta kom fram i ræðu forsetans, er hann hélt i til- efni af fjörurra ára afmæli bylt- ingarinnar sem batt endi á nær hálfrar aldar einsæðisstjón hægriafla i Portúgal. Forsetinn sagði i ræðu sinni á þingi Portúgals að enginn stjórn- málaflokkur hefði fram að færa fljótvirka lausn á núverandi erfiðleikum landsmanna. Um sið- ustu helgi varaði Herráð bylting- arinnar við hættulegum vexti afla sem reynzt gætu hinu unga lýðveldi hættuleg. Byltingarher- ráðið er nokkurs konar eftirlits- aðili með stjórnarfarinu i Portú- gal. Eanes ræddi i gær um eitt helzta vandamálið sem nú blasir við stjórninni i Lissabon, en það er vaxandi ofbeldisaðgerðir að- skilnaðarsinna á Azoreyjum og Madeira. Sagði forsetinn að semja yrði lög er kveða á um heimastjórn eyjanna hið fyrsta. Laun brezkra hermanna hækka Eanes forseti og Soares forsætis- ráðherra. London/Keuter. Samkvæmt tilkynningu frá brezka forsætis- ráðherranum James Callaghan munu laun brezkra hermanna verð hækkuð um 14%. Laun her- manna verða hækkuð tvivegis i viðbót á timanum fram til 1. april 1980. Laun hermannanna munu aukast um 32% i hækkununum þrem. Vaxandi óánægju hefur gætt innan hersins að undanförnu vegna launakjara og aðbúnaðar yfirleitt. Leiðtogi ihaldsmanna, Margaret Thatcher, gagnrýndi harðlega áætlanir Challaghans og sagði að auka þyrfti kaup her- rnanna mun hraðar en áætlun Verkamannaflokksins gerir ráð fyrir. 1 landher, lofther og sjóher Breta eru nú 324 þúsund menn. Hermenn hafa að undanförnu þurft að sinna ýmsum störfum vegna verkfalla, t.d. hlupu þeir i skarðið er slökkvikiðsmenn lögðu niður vinnu, og hreinsuðu rusl, er öskukarlar i Skotlandi fóru i verkfall. Stjórn Verkamanna- flokksins hefur kvatt til þess að launahækkanir til einstakra stétta fari ekki yfir 10% en talið að undanþága vegna kauphækk- unar hermanna verði samþykkt i neðri deild brezka þingsins. Þau verkefni. sem Eanes kvað brýnast að leysa úr heima fyrir, eru að vald rikisstjórnar verði eflt og skipuð stjórn hæfra og Úrbætur á opinberri þjónustu eru einnig aðkallandi og jafn- vægiþarfað koma á milli rikis- og einkáreksturs. Israelsmenn burt af 60% herteknu svæðanna í S-Líbanon Hægt miðar á Hafréttar- ráðstefnunni Genf/Reuter. Forseti hafréttar- ráöstefnunnar i Genf varaði i gær þátttökuþjóðirnar 150 við og sagði aðef fulltrúarnir sýndu ekki mik- inn samningsvilja yrði árangur ráðstef nunna r enginn. Amerasinghe frá Sri Lanka sagði lulltrúum á ráðstefnunni að ástandið væri nú orðið alvarlegt, en fimm vikur af átta, er ráð- stefnan á aðstanda, eru nú liðnar. Það er sjöundi fundur ráðstefn- unnar sem nú stendur, en hún var sett fyrir fimm árum og var ætlað það hlutverk að setja lög um rétt- indi þjóða á hafinu. Nauðsynlegt er aðlagasetningarmálum fari nú að miða áleiðis, þvi Bandarikja- menn, Vestur-Þjóðverjar og Japanir hafa mikinn áhuga á að hefja vinnslu ýmissa góðmálma af hafsbotninum. Jerúsalem/Reuter. tsraelsmenn eiga að verða á brott frá 60% af þvi landsvæði er þeir hertóku i S-Libanon fyrir næsta sunnudag, að þvi er talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði i gær. fsraelsher mun þá eftirsem áður ráða sex til tiu kilómetra breiðri ræmu innan landamæra Libanons. Þetta svæði við landamærin er það land er tsraelsmenn ætluðu upphaf- lega að taka til að útrýma Palestinuaröbum nærri israelsku landamærunum, i innrásinni 14. marz s.l. Stjórn Israels hefur lýst þvi yfir að herliðið muni ekki verða að fullu á brott frá Suður-Libanon fyrr en f riðargæzlusvei tir Sameinuðu þjóðanna hafa sýnt fram á að þær geti haft i fullu tré við Palestinuaraba á svæðinu. Óvíst um örlög Moros Róm/Reuter.Maður sem ekki lét nafns sias getið.hringdi til frétta- stofu i Róm i gær og sagði að Aldo Moro hefði verið liflátinn, þar sem stjórnin hefði ekki viljað semja um lausnargjald. Ekkert er vitað um sannleiksgildi þess- arar tilkynningar, þvi tvivegis áður hefur verið tilkynnt um af- töku Moros, en i bæði skiptin reyndist um gabb að ræða. Þrjátiu og þriggja ára afmælis sigursins yfir fasistum var minnzt i gær, en dagurinn minnti fremur á jarðarfarardag en hátiðisdag. Forseti Italiu, Páll páfi og verkalýðsleiðtogar minnt- ust á Moro i ræðum sinum. Efnt var til útifunda og farið i fjölda- göngur i' mörgum borgum ftaliu til að mótmæla ráninu á- Moru. ítalia: Almenningur lokar augunum fyrir hiyðju- verkunum Lifveröir Moros myrtír. Eru þeir þegar gleymdir? Að morgni 12. april s.l. gekk vel klæddur maður inn i banka i Genóva. Maðurinn kvaðst heita Parodi, (sem er álika algengt og Jón og Sigurður á íslandi) og vildi fá viðtal við bankastjóra. Honum var visað inn til aðstoð- arbankastjóra þar sem hann bar strax upp erindið. Parodi kvaöst vera sendimaður Rauðu herdeildarinnar og fór þess á leit að honum yrðu þegar í stað afhentar 80 milljónir lira (22 milljónir isl. króna.) Parodi sagöi, að ef ekki yrði orðið við beiðni hans og lögreglan kölluð á staðinn, myndu félgar hans i Rauðu herdeildinni drepa að- stoðarbankastjórann eða einn úr fjölskyldu hans. Virðulegur viðskipta- vinur Aðstoðarbankastjórinn sá þegar, aö hann varð að kalla á aöalbankastjórann, engin til- raun vargerð til að ná i lögregl- una og mennirnir þrir ræddust við i tvær klukkustundir. Að þeim tima liðnum gekk Parodi út úr bankanum með þá fjár- upphæð er hann hafði beðið um. Parodi fékk kvittun fyrir upp- hæðinni, en hana kvað hann nauðsynlega fyrir bókhald Rauðu herdeildarinnar svo að félagar sinir sæju að hann hefði ekki stolið neinu af fengnum. Ræninginn ráðlagði bankastjór- unum að tilkynna lögreglunni ekki um atburðinn fyrr en siðla kvölds, siðan hvarf hann og hef- ur ekki fundizt þrátt fyrir itar- lega leit. Daginn eftir var fréttin um ránið i öllum dagblöðum Italiu, og viðbrögð almennings voru þau sömu og alltaf er slikir at- burðir gerast landinu. 1 fyrstu varð fólk undrandi og gagnrýndi bankastjórana fyrir að kalla ekki lögregluna á staðinn, en siðan töldu flestir skiljanlegt að mun auðveldara hefði verið að afhenda milljónirnar en að hætta eigin lifi og ástvina. Af hverju hann? Siðastliðið hálft ár hafa nærri 300 atburðir sem þessi gerzt á Italiu, og viðbrögð fólks við þeim virðast vera verðugt verk- efni fyrir félagsfræðinga. Flest- ir Italir taka fréttunum sem ein- hverju, sem kemur þeim ekki við, og reyna aðhugga sig við að eldingunni muni ljósta niður hjá nágrannanum en ekki i þeirra eigin húsi. Þeir foreldrar sem komast i nána snertingu við at- burðina, eiga son eða dóttur sem handtekin eru fyrr að fela vopn eða lenda i skotbardaga við lögregluna, gefa alltaf sama svarið: „Hann er nú svo indæll piltur, aldrei hefur hann valdið okkur áhyggjum, þetta getur ekki hafa verið hann, aldrei hefðum við getað imyndað okk- ur þetta”. Sama er uppi á teningnum hjá fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkamannanna: „Af hverju skutu þeir hann? Af hverju var svo góður maður drepinn?” o.s.frv. Fólk sem tengt er manneskjum, sem beint eða óbeint lenda i hringiðu hryöjuverkamanna, getur ekki skilið aö hermdarverk eru hluti af daglegu lifi og eru eins og eld- ingar i þrumuveðri, þeim getur slegið niður hvar sem er og hvenær sem er. Fimm grafnir og gleymdir 1 dreifbýlinu eru hryðjuverk mun sjaldgæfari en i stórborg- unum, og viðhorf dreifbýlis- manna minnir á viðhorf presta á átjándu öld sem töluðu um syndina i borgunum, hryðju- verkin eru einfaldlega talin til lasta stórborgarlifsins. Hryöjuverkamenn sjá að sjálfsögðu, að ef þeir ætla að hafa áhrif á stjórnvöld, verða þeir að láta til sin taka nærri stjórnstöðvunum, þvi þaðan munu áhrifin breiðast um allt landiö. Gott dæmi um sinnuleysi al- mennings er að fólk reynir að gleyma sem fyrst blóðugum af- leiðingum herm da rverka . Fimm lifverðir Aldo Morovoru drepnir, er honum var rænt, óþægilegar minningar almenn- ings um þann þátt atburðarins virðast þegar teknar að fyrnast. ,,Dugnaðurinn” eftirtektarverður Blöðin eyða miklu plássi i aö lýsa leitinni að Moro, en ekkert er minnzt á fjölskyldur hinna látnu lifvarða. Árangur hryðjuverkamannanna hefur haft undraverð sálræn áhrif, Rauða herdeildin er nú umtöluð e.t.v. vegna þess að Italir hafa löngum þótt fremur ódugleg og framkvæmdalaus þjóö. Leiðtogar kommúnistaflokks Italiu töldu löngum að Rauða herdeildin væri sem fló á baki fils, en nú hefur aðalritari flokksins, Enrico Berlinguer, hvatt flokksfélaga til að segja til meðlina herdeildarinnar viti þeir um aðsetur þeirra. Leiðtogi verkalýðshreyfinga á Italiu, Lucarno Lama, hefureinnig likt Rauðu herdeildinni við nýfas- ista.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.