Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 4. mai 1978 62. árgangur —92. tölublað Ræða Eysteins á N áttúruvemdarþingi — bls. 12-13 Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Samgöngubót milli N orðurlanda: Bílferja í förum allt árið? — reksturinn talinn hagkvæmur HEI — Niburstaða norrænnar vinnunefndar, sem ég hef átt sæti i ásamt fulltrúum frá Panmörku, Noregi og Færeyjum, er að rekst- ur bQaferju á milli Norðurland- anna yrði hagkvæmur — að undanskildum fyrstu árunum, sagði Guðmundur Einarsson hjá Skipaútgerð rikisins i gær. Um væntanlega áætlun sagði Guðmundur, að hún væri að sjálf- sögðu óráðin ennþá og margt kæmi til greina. Það yrðu væntanlega viðkomustaðir i Noregi, Danmörku, Færeyjum og Islandi og einnig hefði komið til tals að hafa viðkomu í Skotlandi, en ferðir ættu að geta verið viku- lega yfir sumarið. Yrði ferjan rekin allt árið, sem Guðmundur telur persónulega æskilegast. Liklegasta íslenzka höfnin væri Þorlákshöfn. Aftur á móti sagði hann, að sjálfsagt mætti telja að Færeyjar yrðu fyrir valinu sem heimahöfn, af hagkvæmnisástæð- um. Færeyingar reka skip með fámennari áhöfn en tíðkast t.d. i dönskum siglingareglum. Þar er aðeins eitt sjómannafélag að semja við og virðist rikja gagn- kvæmur skilningur á þvi sem hagkvæmt má telja. Að sjálf- sögðu fara þeir eftir alþjóðlegum reglum, t.d. eru á Smyrli 2 loft- skeytamenn, eins ogeiga að vera, en þeir gegna bara öðrum störf- um á skipinu jafnframt, þótt þeir séu alltaf til taks ef á þarf að halda. Guðmundur sagði þó engar ákvarðanir hafa verið teknar ennþá. Málið ætti eftir að fara fyrir embættismannanefnd frá Norðurlöndunum og siðan fyrir Norðurlandaráð að ári. Ef það samþykkti þessa áætlun væri það siðan á valdi rQcisstjórna við- komandi landa, að hrinda þvi i framkvæmd. Þótt allt gengi þetta að óskum þá mætti reikna með að tvö ár tæki að smiða skip svo við förum ekki að ferðast með þess- ari nýju ferju alveg á næstunni, þótt vonandi verði af þessu, ssgði Guðmundur. Munu vafalaust margir taka undir það með honum eftir þá góðu reynslu sem fengizt hefur af Smyrli hingað til. Einnig er sagð- ur verulegur áhugi fyrir ferjunni á Norðurlöndum og i SkotlandL Verður Dagný keypt til Rauf- arhafnar í stað Rauðanúps? JB — Að þvi erblaðið hefur fregn- að hafa staðið yfir viðræður um möguleika á þvi, að kaupa skut- ’ togarann DagnýjuF.I., eign Tog- skips h/f. á Siglufirði til Raufar- hafnar i stað togarans Rauða- núps. En Rauðinúpur stór- skemmdist er hann strandaði skammt utan við höfnina i Raufarhöfn þ. 12. april sl. Viðræður þessar ku hafa verið gerðar i ljósi athugunar á tjóni Raufarhafnar á þvi aö missa þennan togara, sem verið hefur burðarásinn i atvinnulifi bæjar- ins. Kemur þar fram, að tjón Jök- uls h/f. eigenda Rauðanúps, nemur um tuttugu og einni millj- ón króna á mánuði og tjón hreppsins er talið nema um 2.7 milljónum i aðstöðugjöldum og útsvari. A þá eftir að meta þátt fólksins á staðnum. Það liggur ekki á ljósu enn hvernig mál þessi æxlast en heyrzt hefur að Siglfirðingar vilji selja. Er málið var borið undir Ólaf H. Kjartansson, framkvæmda- stjóra Jökuls h/f, vildi hann ekki staðfesta þetta, þvert á móti kvað hann menn aldrei hafa látið sér detta slikt i hug nóg væri að eiga einn bilaðan togara. Fyrirsjáanlegur verkefnaskortur í ullariðnaði 45 manns sagt upp í Heklu, en uppsagnir þyrftu ekki að verða að veru- leika að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra JB — „Það litur ekki vel út hjá okkur með verkefni. Við höfðum treyst á að samningar næðust við SovétrQcin um sölu á ullarvörum, en þeir hafa enn ekki náðst. Sovétmarkaður var langstærsti markaðurinn okkar i fyrra, en þá fóru þangað um helmingur prjón- útflutnings okkar, og nam verð- mæti hans um einum milljarð. Sökum þess hversu horfir, höfum við þurft að segja upp um 45 manns i Fataverksmiðjunni Heklu og höfðum áður þurft að fækka um 18. Við viljum ekki þurfa að halda uppi fólki á laun- um, ef verkefnaskortur verður hjá fyrirtækinu, en það er alls ekki öruggt, að þessar uppsagnir þurfi að koma til framkvæmda, þvi að fóUcinu er sagt upp frá og með 1. júli og þá gætu samningar hafa tekizt við Rússa.” Þetta sagði Bergþór Konráðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri, i viðtali við Timann, er hann var spurður um útlitið i ullariðnaðinum. Bergþór sagði, að unnið væri að þvi að vinna nýja markaði það væri erfitt með svo litlum fyrir- vara en þeir hafi beðið svo lengi eftir sovétsamningnum auk þess sem þessi árstimi væri alltaf nokkuð daufur. Annars sagði hann að mikil aukning hefði verið á vestrænum mörkuðum og hefðu þeir stækkað um helming miöað við sama tima i fyrra. Vest- ur-Evrópa er stærsti markaður- inn og Amerika sá næststærsti, en þar er samkeppni erfiðari sökum hárra innflutningstolla. Þá er Japan vaxandi markaöur og nefndi Bergþór einnig Norður- löndin og Þýzkaland i þvf sam- bandi. „Það rOcir enn töluverð óvissa um þessi mál. Það standa yfir samningar við Rússland, og siðar i þessum mánuði fer sendinefnd héðan til Moskvu til viðræðna og gerum við okkur vonir um að málin fari að skýrast i lok mai. Og þá er alls ekkert vist aö þessar uppsagnir starfsfólksins verði að veruleika. Flutti fé ólöglega yfir tvær EyíaIlrði t sauðfj ár veikivar nalínur Vopnafjarðar SJ — I októbcr siðastliðnum flutti bóndinn á Búastöðum i Vopna- firði um 30 kindur á Íaún úr Eyja- firði til Vopnafjarðar —yfir tvær s auðfjárveikivarnalinur. Maður- inn hefur nú játað verknað þenn- an og kvaðst ekki hafa getað fengið keypt eins margt fé og liann vildi fá heima i Vopnafirði, en hann hafði nýlega hafið búskap þegar hann flutti féð. 31 kind úr Eyjafirði og 1 kind úr Vopnafirði var slátrað á Búastöðum nú fyrir nokkrum vikum og sýni send til- raunastöðinni að Keldum til rannsóknar. Tímanum tókst ekki aðkoinastað niðurstöðum hennar i gærkvöldi. Mæðiveiki hefur aldrei orðið vart i Vopnafirði en hins vegar var hún til fyrr á árum i Eyjafirði. Bóndinn á Búastöðum flutti kindurnar á laun að næturlagi i flutningabifreið sl. haust. Bændur i Vopnafirði urðu þess ekki varir fyrr en nú i vor að ókunnugar kindur voru innan um fé þeirra. Asamt sauðf járveikinefnd i ReykjavOc kærðu þeir málið til sýslumannsembættisins á Seyðis- firði. Erlendur Björnsson sýslu- maður sagði i gær að rannsókn málsins væri lokið eystra og hefði gær að rannsókn málsins væri lokið eystra og hefði það verið sent rikissaksóknara. Kvað hann slikt trtál aldrei áður hafa komið upp i sinni embættistíð á Seyðis- firði. Bóndinn á Búastöðum hefur játaðbrot á landslögum, en hann flutti féð i gegnum tvær sauðfjár- veikigirðingar — við Skjálfanda- fljót og Jökulsá á Fjöllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.