Tíminn - 04.05.1978, Side 2

Tíminn - 04.05.1978, Side 2
2 Fimmtudagur 4. mai 1978 1 IV7H ' £- / R_~ ÍWBÍ «'T» //V n/j£>Amui Tt- 71'- ~ / iJTÍLkTnfi rzc- Mótmælaaftgeröir þjófternissinna I Namibiu S.Þ. krefjast sjálfstæðis Namibiu Sameinuðu þjóftirnar/Reuter. — Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti i gær að krefjast þess, að Suður-Afrikustjórn veiti Namibiu (Suðvestur-Afriku) þeg- ar sjálfstæði, og var mælt með efnahagslegum refsiaðgerðum til að leggja enn frekari áherzlu á kröfur Sameinuðu þjóðanná. Tillagan var samþykkt með 119 atkvæðum gegn engu, en fulltrúar 21 þjóðar sátu hjá. Sérstök nefnd, er íjallað hafði um vandamál Namibiu, lagði tillöguna fyrir Allsherjarþingið, en i henni var hvergi minnzt á viðleitni fimm vestrænna þjóða, er sæti eiga i Oryggisráðinu til að leysa deilu Namibiumanna og Suður-Afriku- stjórnar. Fulltrúi þjóðarhreyfing- ar Suðvestur-Afriku, Nujoma, sagði eftir atkvæðagreiðsluna, að árangur næðist á næsta fundi full- trúa vestrænu þjóðanna með leið- togum þjóðarhreyfingarinnar i Namibiu, ella kvað hann likur á að vopnuð átök færðust i' aukana. Fulltrúi tslendinga var meðal þeirra er sat hjá við atkvæða- greiðsluna. V-Pýzkaland: Miklar öryggis- ráðstafanir vegna heimsóknar Brésnjefs Það verður ekki sami glæsi- bragur á heimsókn Leonids Brésnjefs ti) Bonn i dag og fyrir fimm árum. Engir mikifvægir samningar verða undirritaðir og heilsa sovézka leiðtogans hamlar þvi að hann komi oft fram opin- berlega. 1973 gátu Willy Brandt og Leonid Brésnjef fagnað árangrinum af hinni nýju stefnu Vestur-Þjóðverja i samskiptum við Austur-Evrópuriki. Nú hefur talsmaður vestur-þýzku stjórnar- innar undirstrikað, að opinber heimsókn þýði ekki endilega að heill bunki af samningum verði undirritaður. Þrir samningar, sem búnir eru að biða undirtiunar i nokkur ár, verða ekki undirritaðir. Þeir fjalla um menningarsamskipti, samvinnu á sviði tækni og réttar- hjálp. Stjórnirlandanna geta ekki komið sér saman um stöðu Vestur-Berlinar i samningunum og þeir verða þvi áfram látnir liggja óhreyfðir. Miklar varúðarráðstafanir verða gerðar i sambandi við heimsóknina, og verða 25 þús- undir manna látnar gæta Brésnjefs á meðan hann dvelur i Vestur-Þýzkalandi. Mikil leynd hvilir yfir öryggisáætluninni, og vandinn eykst við að Brésnjef vill ekki fljúga i þyrlu, og þvi verður að hafa mikinn viöbúnað með- fram vegum sem hann ekur um. Helztu mál, sem leiðtogar Vestur-Þýzkalands og Sovétrikj- anna munu ræða, eru verzlun milli landanna sem aukizt hefur hröðum skrefum. Sovétmenn hafa áhuga á að fá aðstoð Vestur-Þjóðverja við uppbygg- ingu orkuvera, en Vestur-Þjóð- Riyadli, Saudi Arabiu/Reuter. Upplýsingamálaráðherra Saudi ArabiuMohammed Abdo Yamani sagði i dag, að andstaða Saudi-Araba við hækkun oliu- verðs og stuðningur við Banda- rikjadollar væri ekki háð þvi hvort Bandarikjamenn selja Saudi-Aröbum 60 F-15 orrustuþot- ur. „Viðhorf okkar tiloliuverðs og dollarsins er byggt á efnahagsleg- um grunni” sagði ráðherrann. verjar munu fá hráefni i skiptum fyrir tækniþjónustu. Si'ðasta dag heimsóknarinnar mun Brésnjef heimsækja Helmut Schmidt kanslara á heimili hans i Hamborg. Þessi heiður hefur að- eins verið veittur Gierik forseta Póllands og d’Estaing forseta Frakklands. Carter Bandarikjaforseti hefur lagt til að þingið samþykkisölu á oiTtistuþotum til þriggja landa, Egyptalands, tsraels og Saudi-Arabiu. Yamani sagði að 60 þotur hefðu ekki afgerandi áhrif i sambandi við varnir Saudi-Arabiu, en tsraelsmenn hafa að sögn ráðherrans á móti sölunni vegna þess að hún myndi undirstrika vináttu Bandarikja- manna og Saudi-Araba. Vopnasala til Saudi-Arabiu hefur ekki áhrif á olíuverð Evrópuráðið vettvangur skoðana- skipta víða alvarlegt ástand í fiskveiðimálum Evrópuþjóða SKJ — Vorfundi fulltrúaþings Evrópuráðsins er nýlokið, en þann fund sóttu fyrir tslands hönd alþingismennirnir Ingvar Gislason og Pétur Sigurðsson. Meðal dagskrármála þingsins voru kosning aðalforseta og kosning i forsætisnefnd, en i henni sitja fulltrúar 12 þjóða af 20, er aðild eiga að Evrópuráð- inu. Ingvar Gislason er nú full- trúi tslands i nefndinni. Á full- trúaþinginu eru rædd fjölmörg mál, er varða samvinnu Evrópuþjóða og var nú m.a. fjallað um ástand sjávarafla i N-Atlantshafi og Miðjarðarhafi og vanda Grænlendinga vegna banns við selveiðum. Á morgun er Evrópudagur- inn, en þá eru liðin rétt 29 ár frá þvi að Evrópuráðinu var komið á fót, en tslendingar fengu aðild að ráðinu tæpu ári eftir stofnun þess. tstofnskrá Evrópuráðsins segir m.a. um markmið ráðs- ins: „Markmið Evrópuráðsins er að koma á nánari einingu meðal þátttökurikja þess, i þvi skyni aö vernda og koma i framkvæmd þeim hugsjónum og meginreglum, sem eru sam- eiginleg arfleifð þeirra svo og til þess að stuðla að framförum á sviði efnahags- og félagsmála.” A fundum ráðsins er skipzt á skoðunum og ályktanir gerðar, en segja má að þar séu ekki teknar stórpólitiskar ákvarðan- ir, enda eru t.d. varnarmál ekki á verksviði ráðsins. Á vorfundinum sem haldinn var 24.-28. april s.l. voru saman komnir 168 þjóðþingsmenn frá aðildarrikjum ráðsins. Full- trúatala hvers rikis er 3-18 eftir fólksfjölda, en tslendingr eiga rétt á 3 fulltrúum þeir eru Ing- var Gislason, Jónas Árnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, en að þessu sinni komu aðeins tveir þingmenn þvi við að sækja fundi ráðsins og fór Pétur Sigurðsson sem varamaður Þorvaldar Garðars. Af þeim málum er tekin voru fyrir snerta fiskveiðimálin Is- lendinga mest. I sjávarafla- skýrslum er nú voru birtar kom fram að ástand fiskistofna er mjög mismunandi, en sildar- stofnar virðast hvarvetna i mik- illi hættu. Ennhefurmikill fjöldi fólks i Evrópu framfæri sitt af fiskveiðum, og þykir mörgum sem hlutur þeirra sé fýrir borð borinn. Skotar lýstu óánægju sinni á þinginu, en þeir krefjast 50 milna fiskveiðilögsögu og segja Englendinga hafa gengið freklega á rétt Skota við inn- gönguna i Efnahagsbandalagið. Evrópuráðið hefur lengi látið umhverfismáltil sin taka og var mengun sjávar af völdum oliu nú til umræðu. Gifurlegt oliu- slys við Frakklandsstrendur hefur vakið marga til um- hugsunar. Þjóðir er búa við Norðursjó kvarta einnig undan þvi að mengun sé kringum oliu- borpalla áf völdum hverskonar úrgangs vegna vinnu við þá. Jörgen Peder Hansen, Græn- landsmálaráðherra Dana, var meðal sérstakra gesta þingsins og ræddi hann um þjóðlif og at- vinnumál Grænlendinga. Kom hann til þingsins ásamt öðrum fulltrúum Grænlendinga til að vekja athygli á málstað Græn- lendinga vegna banns við sel- veiðum. Fjöldi fólks á Græn- landi er algerlega háð veiðun- um, og var komið upp sérstakri Grænlandssýningu i húsnæði Evrópuráðsins til að leggja áherzlu á sérstöðu Grænlend- inga i þessu efni. Franska leik- konan Birgitte Bardot. er einn helzti talsmaður þeirra er leggj- ast gegn selveiðum, og hefur henni orðið furðulega mikið ágengt, en hún hefur notað frægð sina til að afla málinu fylgis i fjölmiðlum. Meðal annarra mála, er tekin voru fyrir á vorfundi fulltrúa- þingsins, voru sambúð Austur- og Vestur-Evrópu, en Aust- ur-Evrópuþjóðir og Finnar eiga ekki aftild að Evrópuráðinu. Einnig var m ikið rætt um alvar- legt ástand á Kýpur, en Kýpur- deilan er hin alvarlegasta er aðildarþjóðir ráðsins eiga nú i. Einn tslendingur er nú fastur starfsmaður Evrópuráðsins. Það er Þórður Orn Sigurðsson, sem vinnur að skólamálum, einkum skipulagningu mála- kennslu i Evrópulöndum. Full- trúi Islands i Mannréttinda- nefnd Evrópuráðsins er Gaukur Jörundsson prófessor, en nefnd- in fjaUar um kærur vegna brota á mannréttindum velur þau mál sem siðan koma fyrir Mann- réttindadómstól ráðsins. Mann- réttindanefndin og Mann- réttindadómstóllinn hafa löng- um þótt meðal merkari stofn- ana innan vébanda Evrópuráðs- ins, en einstaklingar innan aðildarlandanna geta lagt kærumál varðandi brotá mann- réttindum beint fyrir nefndina. Pétur Sigurftsson, Ingvar Glslason og Jónas Árnason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.