Tíminn - 04.05.1978, Side 3

Tíminn - 04.05.1978, Side 3
Fimmtudagur 4. mai 1978 3 Hilmar Helgason forstjóri Týlis. Samkeppni um frétta- mynd ársins 1978 Mynd mánaðarins valin frá maí að telja Lifeyrissjóðirnir: 25% fjármagns- ins fer til fjár- festingasj óða Skuldabréfakaup lifeyrissjóð- anna af fjárfestingarlánasjóðum nam á siðasta ári alls 3.091 milljónum króna. Er það aukning um rúmlega 50 af hundraði frá árinu 1976. Kemur þetta fram i ný út- kómnu Fréttabréfi Sambands al- mennra lifeyrissjóða. A árinu -1977 var ráðstöfunarfé lifeyris- sjóðanna 12.450 millj. króna, og hafði aukizt um tæpa fjóra mill- jarða frá árinu á undan. Af þessu fé rann 70,8 af hundraði til sjóð- félaga 24,8 af hundraði til fjár- festingarsjóðanna og rúmlega 4 af hundraði til annars. Á fimm ára timabili hefur sá hluti fjár- magns sjóðanna sem runnið hefur til fjárfestingarsjóðanna stöðugt aukizteða úr 12,5 af hundraði árið . 1973 i 24,8 af hundraði á siðasta ári. Samkvæmt lögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi um siðustu áramót eru lifeyrissjóðirnir skyldaðir til að verja a .m.k. 40 af hundraði af ráðstöfunarfé sinu til kaupa á verðtryggðum skulda- bréfum fjárfestingarlánasjóð- anna. Þess skal getið að fram- kvæmdastjórn Sambands al- mennra lifeyrissjóða hefur lýst andstöðu við þessa lagasetningu. Af þeim rúmlega þremur mill- jörðum sem lifeyrissjóðirnir vörðu til kaupa á skuldabréfum fjárfestingarlánasjóðanna 1977 var 1.294 milljónum varið til kaupa á skuldabréfum Fram- kvæmdasjóðs af Byggingasjóði rikisins voru keypt skuldabréf fyrir 983 milljónir og af Stofn- lánadeild landbúnaðarins fyrir 305 milljónir. Veðdeild Búnaðar- bankans , Verzlunarlánasjóður, Stofnlánadeild samvinnufélag- anna og Veðdeild Iðnaðarbank- ans seidu lifeyrissjóðunum skuldabréf fyrir lægri upphæðir. í ár er áætlað að ráðstöfunarfé lifeyrissjóðanna nemi 17milljörð- um króna en lifeyrisgreiðslur eru áætlaðar 3,5 milijarðar. SJ — Nú hefur i fyrsta sinn verið efnt til samkeppni um fréttaljós- mynd ársins 1978 hcr á landi. Slik keppni er vel þekkt fyrirbæri er- lendis en hefur ekki farið fram hér á landi áður. Kétt til þátttöku hafa frétta og blaðaljósmyndarar svo og allir þeir sem fá myndir sinar birtar i f jölmiðlum. Tý li h.f. gengst fyrir keppninni i samvinnu við Canon N.V. fyrirtækið. Jafn- framt verður valin fréttamynd mánaðarins frá mai að telja. Heimilt er fjölmiðlum að senda tvær myndir eftir hvern einstak- an ljósmyndara fyrir timabilið janúar til mai. Verða þær að ber- ast skrifstofu Týlis h.f. i Sunda- borg fyrir 1. júni. Siðan verða sendar inn myndir mánaðarlega eða fyrir 10. hvers mánaðar og valin fréttamynd mánaðarins. Senda má eina mynd eftir hvern ljósmyndara mánaðarlega. t janúar 1979 verður siðan valin fréttamynd ársins 1978. Dómnefnd i keppninni skipa Kristin Þorkelsdóttir Félagi is- lenzkra teiknara, Sigvaldi Hjálmarsson fréttastjóri og Sigurgeir Sigurjónsson ljósmynd- ari. Ritstjórn viðkomandi fjölmiðils velur myndir til samkeppninnar i samráði við ljósmyndara. Úrslit verða tilkynnt um mynd mánaðarins i næsta mánuði á eftir. Verðlaun fyrir fréttamynd mánaðarins verður skrautritað skjal með nafni sigurvegarans og fjölmiðils. Verðlaun fyrir frétta- mynd ársins verður ljósmynda- vél, Canon AE-1 „body” með framleiðslunúmerinu 1.000.000. Jólatré úr Heiðmörk Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavikur var haldinn 26. april sl. M eginviðfangsefni Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur var gróðursetning i Heiðmörk. A ár- inu 1977 var þar plantað sam- tals 104.340 plöntum. Þar voru borin á 10 tonn af áburði. Þessi störf voru unnin af stúlkum úr Vinnuskóla Reykjavikur. Voru að jafnaði 270 stíilkur aðstörfum og skiluðu þær rösklega 41.000 vinnustundum yfir sumarið. Viða i Heiðmörkinni er að risa myndarlegur skógur. 1 Vifil- staðahliðinni eru t.d. stórir skógarlundir þar sem meðalhæð trjánna er um það bil fjórir metr- ar. Talsvertverður að grisja skóg i Heiðmörkinni, og voru höggvin þar jólatré fyrir siðustu jól. 1 önnur svæði var á siðasta ári gróðursett á vegum félagsins, sem hér segir: I Elliðaárhólma 2000 plöntur, 1 Rauðavatnsstöð 2000 plöntur, i Breiðholtshvarf lOOOplöntur og I öskjuhlið voru á vegum Hitaveitu Reykjavikur gróðursettar 10580 plöntur. Heildarvelta félagsins var á ár- inu rösklega 35 milljónir króna og varð nokkur rekstrarafgangur i fyrsta skipti i mörg ár. Félagið hefur fengið úthlutað spildu ofan Fossvogsvegar. Hefur spildan verið ræst fram, og er fyrirhugað að hefjast handa um skjólbelta- gerð þar i sumar. Þrir starfsmenn félagsins, Reynir Sveinsson, Ólafur Sigur- jónsson og Björn Vilhjálmsson, voru heiðraðir fyrir að hafa starf- að hjá félaginu i' 30 ár samfleytt. I stjórn félagsins voru endur- kjörnir þeir Lárus Blöndal Guð- mundsson i aðalstjórn, og Kjart- an Sveinsson i varastjórn. Fyrir voru i stjórninni: Guðmundur Marteinsson, Jón Birgir Jónsson, Björn Ófeigsson og Sveinbjörn Jónsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Vilhjálmur Sig- tryggsson. Fastir starfsmenn félagsins eru nú 10. Félagið hyggst halda fræðslu- fund i' Tjarnarbúð hinn 10. mai n.k. Þar mun Sigurður Blöndal skógræktarstjóri flytja erindi um skógrækt á örfoka landi. Laugar- daginn 20. mai verður svo sýni- kennsla i Fossvogsstöðinni. Félagar i' Skógræktarfélagi Reykjavikur eru nú 1200. Evrópudagnr inn 5. mai Samband islenzkra sveitar- félaga hefur farið þess á leit við sveitarfélög að þau minnist Evrópudagsins föstudaginn 5. mai' næstkomandi með þvi að hafa við hún þjóðfánánn eða Evrópufánann, og með þvi að hengja upp veggspjald, sem þeim hefur verið sent með kjörorði dagsins, sem er „Evrópa varðar okkur öll”. Evrópudagurinn 5. mai, sem er stofndagur Evrópuráðsins, er haldinn hátiðlegur i aðildarrikj- um ráðsins m.a. með heimsókn- um milli vinabæja, iþróttakapp- leikjum milli borga, og útvarps- stöðvar munu kynna Evrópu- stefið, sem er óðurinn til gleöinn- ar úr Niundu sinfóniu Beet- hovens, auk þess sem Evrópufán- inn mun blakta á ráðhúsum. CITROÉNA TÆKNILEG FULLKOMNUN CITROÉN^CX LUXUSBILL í SÉRFLOKKI DRAUMABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR CITROÉN^GS ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BÍLAKAUP ER NAUÐSYNLEGT AÐ VITA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA HVAÐ BÝÐUR CITROÉNA YÐUR? 1. Báðir bílarnir hafa verið valdir bilar ársins. 2. Fullkomið straumlínulag gerir bílinn stöðugri og minnkar bensíneyðslu. 3. Framhjóladrifið, sem CITROÉN byrjaði fyrstur með skapar öryggi í akstri við allar að- stæður. 4. Vökvastýri, (CX) með þeim eiginleikum að átakið þyngist, því hraðar sem er ekið. 5. Vökvafjöðrun (aðeins á CITROÉN) skapar eiginleika og öryggi sem enginn annar bíll get- ur boðið upp á. T.d. hvellspringi á miklum hraða er það hættulaust, enda má keyra bílinn á þrem hjólum. 6. Vökvahemlar sem vinna þannig að hemlunin færist jafnt á hjólin eftir hleðslu. 7. Þrjár mismunandi hæðarstillingar, með einu handtaki, gerir bílinn sérstaklega hentugan við íslenskar aðstæður, t.d. í snjó og öðrum tor- færum. 8. Samkvæmt sænskum skýrslum reyndist CITROÉN einn af fjórum endingarbestu bílum þar í landi. 9. CITROÉN er sérstaklega sparneytinn. 10. Miðað við allan tæknibúnað er verðið á CITROÉN mjög hagkvæmt. SAMA HÆÐ ÓHÁO HLEÐSLU - SAMA STAÐA ÓHÁO ÓJÖFNUM G/obus2 LACMl.il i ■ SIMIHi'v-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.