Tíminn - 04.05.1978, Qupperneq 8

Tíminn - 04.05.1978, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 4. mai 1978 ^Vörubifreiðastjórar ■ffSiii'f-illllllmk ~:MSgfL. k\s Á "t .-'"S A ’ i -CMéi/g Sendið okkur hjólbarða og látið setja VUL-CAP kaldsólningar- munstrið á barðann. t'LLIiUiLr • Smidjuvegi 32-34 — Símar 4-39-88 & 4-48-80 — Kópavogi Stranglers á íslandi ESE— Eins og greint hefur verið frá þá kom brezka nýbylgju- hljómsveitin The Stranglers hingað til lands s.l. þriðjudag en hingað eru Stranglers komnir til þess að kynna erlendum blaða- og útvarpsmönnum væntanlega hljómplötu hljómsveitarinnar, sem koma mun á markað innan skamms. Stranglers héldu siðan hljómleika i Laugardalshöllinni i gærkvöldi en héðan halda þeir svo i dag áleiðis til Noregs. Á þriðjudaginn héldu Stranglers blaðamannafund með islenzkum blaðamönnum i Hljóð- rita i Hafnarfirði en segja má að sá fundur hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum viðstaddra, a.m.k. hjá islenzkum blaðamönnum þvi að bæði voru Stranglers ekki viðræðugóðir — að undanskildum Jet Black trommuleikara hljómsveitarinn- ar auk þess sem hið furðulega fylgdarlið hljómsveitarinnar kom hálfgerðum losarabrag á sam- komuna með nærveru sinni. 1 gær var svo nýja platan „Black and White” kynnt með pomp og pragt i Skiðaskálanum i Hveradölum og var ekki annaðað sjá að Stranglers og co. kynnu vel að meta á hvern hátt var að kynn- ingunni staðið. Á leiðinni frá Reykjavik voru hinir erlendu ljósmyndarar sem með voru i för iðnir við kolann og voru þeir auð- sjáanlega mjög hrifnir af þeim myndefnum sem við blöstu á leiðinni. I Skíðaskálanum voru svo gest- um bornar veitingar, en að þvi búnu var tekið til við kynninguna og má segja að hún hafi i alla staði verið mjög óformleg og ósvipuð þvi sem menn áttu von á. Seinna kom i ljós að ekki var um eiginlegan blaðamannafund að ræða eins og islenzku blaða- mennirnir héldu heldur fór þarna frameins konar ,,reception” eins og forráðamenn kynningarinnar orðuðu það en hinn eiginlegi blaðamannafundur vegna út- komu plötunnar mun fara fram i Bretlandi 13. mai n.k. Efniðá Black and White erekki ósvipað þvi sem er á fyrri hljóm- plötum hljómsveitarinnar en þó má segja að það sé mun þróaðra og allur hljóðfæraleikur betri en fyrr. A kynningunni brugðu Stranglers á leik i auglýsinga- skyni fyrir blaðamenn og má segja að þeir og fylgdarlið þeirra hafi leikið á alls oddi m.a. fékk Cornwéll lánuð skiði og tölti með þau á bakinu upp um allar brekk- ur með skara af ljósmyndurum á hælunum en á meðan brá bassa- leikarinn sér úr að ofan og þambaði íslenzka nýmjólk og var ekki annað að sjá að honum yrði hið bezta af veigunum. Úr Hveradölum héldu síðan Stranglers niður í Laugardalshöll þar sem þeir fóru yfir tækjabúnað sinn, en að þvi búnu var haldinn annar fundur i Hljóðrita þar sem fyrirhugað var að kynna hinum erlendu gestum islenzka popp tónlist og af þvi tilefni var gestun- um færð segulbandsspóla með is- lenzku efni að gjöf. 1 gærkvöldi héldu siðan Stranglers hljómleika i Laugar- dalshöllinni en þeir hljómleikar voru hinir fyrstu i hljómleikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu. Ásamt Stranglers komu islenzku hljómsveitirnar Póker og Þursa- flokkurinn fram auk skemmti- kraftanna Halla og Ladda. I dag var svo áætlað að drifa Stranglers á hestbak og veita þeim góðgjörðir í hitaveituvatni en í kvöld heldur hljómsveitin af landi brott eins og áður segir i áframhaldapdi hljómleikaför um meginland Evrópu. Herra og frú Greenfield. A milli þeirra má sjá Jean Jacques Burnel. Byggjum upp — drekkum fslenzka nýmjólk — Stranglers skálar fyrir nýju plötunni f mjólk. Burnel bassafeikari Timamyndir Róbert Áætlað verð kr. 520.000 Eigum væntanlegar Fella sláttuþyrlur með 160 sm vinnslubreidd. Vélin er mjög einföld i byggingu/ tromlurnar drifnar með einni reim og því mjög lítill viðhaidskostnaður. Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboði i spenna fyrir aðveitustöðvar Vesturlinu, Hrútatungu, Glerárskóga og Mjólká. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik, gegn greiðslu á kr. 5.000. Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboði i rafbúnað fyrir aðveitustöðvar Vesturlinu, Hrútatungu, Glerárskóga og Mjólká. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik, gegn greiðslu á kr. 5.000. — kynntu væntanlega hljómplötu sína á „hjara veraldar” í gær G/obus? LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 V/frí?. V/Zfr. V//. V/för. V///7/. sláttuþyrlur Það er óþarfi að kynna náið heyvinnutæki frá Fella verksmiðjunni. Þau eru löngu landskunn fyrir styrkleika og vinnugæði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.