Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 4. mai 1978 Þrjár sýningar fólk í listum Allmikið er um að vera i mviullist i borginni utn þessar mundir. llagnar Páll sýnir á K ja rv alsstöðum , Eyjólfur Emarsson i Norræna-húsinu, fjögur ungmenni eru með sýn- ingu og uppákomur i gallcri SÚM. l>ar fyrir utan er svo ágæt sýning á Mokka, þar sem Sigurður H. Lúðviksson, kaup- maður sýnir vatnsUtamyndir. Eyjólfur Eyjólfur Einarsson, listmál- ari og togarasjómaður, opnaði um helgina sýningu á 30 oliu- málverkum og 16 vatnslita- myndum i Norræna húsinu, en Eyjólfur sýndi siðast i Galleri Súm árið 1974, en auk þess hefur hann tekið þátt i samsýningum Félags isl. myndlistarmanna undanfarin ár. Eyjólfur sýnir 30 oliumálverk og 16 vatnslitam yndir, en myndirnar hefur hann málað undanfarin tvö ár. Eyjólíur hefur að baki mörg ár i myndlistarnámi, bæði heima og erlendis, og þótt nafn hans og myndir sjáist ekki oft opinberlega, nýtur hann viður- kenningar fjölmargra manna, sem telja sig þekkja góða hluti, ef þeir sjá þá. Myndir hans þykja persónulegar og sérstæð- ar á margan hátt. Hér að framán var getið um að Eyjólfur væri Uka togara- sjoimaður. Það er rétt á vissan hátt, Eyjólfur hefur létt sér brauðstritið á skuttogurum undanfarin ár, hjá Bæjarútgerð Reykjavikur, og er á þvi öllu meiri mannsbragur en að segja sig til sveitar^eða örbirgðar, og hygg ég að það væri-svo sannar- lega styrkur við listin'a i land- inu, ekki siður en annað, ef þjóð- in byði listamönnum sinum pláss i nokkra túra á ári, þvi tengsl við atvinnulifið, viðáttur hafsins, þar sem maðurinn er einn með hafi og himni, er lik- lega á við a.m.k. einn opinberan fyrirlestur, eða morgunandakt i akademiunni i Kaupmanna- höfn, — og svo er þetta sæmi- lega borgað lika, einkum á minni skuttogurunum, og það gerir menn frjálsa. Við vitum, að myndir Eyjólfs Einarssonar eru myndir manns sem vinnur hörðum höndum og ósjálfræatt þykjumst viö greina þeim meiri veruleika en tilgerð. Séra Arni sagði einhvern tima þegar rætt var um ættfræði, hvort hún skipti máli, — að sér væri ekki sama hvort maður væri kominn af Axlarbirni eða honum Sókratesi. Á sama hátt fylgir þeim sérstakur blær, sem komu af sjónum i nótt. Þetta er tvimælalaust bezta> sýning Eyjólfs Einarssonar til þessa. Meiri jöfnuður er lika milli myndanna innbyrðis, en það ber vott um betri tök. Draumórar hafa vikið fýrir veruleika, ofsjónir fyrir skarp- skyggni og hroðvirkni hefur vik- ið iyrir alúð. Vatnslitamyndirnar hafa breytzt minna en olian að voru mati. Eyjólfur leyfir litnum þar lika að mála, og þvi koma þar fram ósjálfráð tilbrigði, sem ekki er að finna i oliumálverk- inu, sem er undir ströngum aga. Þetta er björt og skemmtileg sýning, sem keppir við vorið. Uppákoma i SÚM Á laugardaginn opnuðu þau Birgir Andre'sson, Kees Visser (hollenzkur), Kristinn Harðar- son og Ólafur Lárusson, sýningu i Galleri Súm. Opnað var með „performance” kl. 16.00, en þá framgöngu nefna sumir uppá- komu. Það skal játað hér og nú, að ef til viU er uppákoman meira virði en sjálf sýningin, og undir- ritaður var ekki viðstaddur, en mér var sagt að þarna hefðu menn brotið málaðar rúður sér til hugarhægðar og skemmtun- ar, en þvi fylgir sérstakur unað- ur, sem kunnugt er. Gvendur Karls, sem ég sigldi með i gamla daga, sat sig aldrei úr færi, ef hann kom þvi við, að kaupa sig inn á tivoli hvar sem var i heiminum, til þess að mölva postulin og gler fyrir borgun: það fannsthonum mikil skemmtun, — en verra var það samt viðfangs, þegar Gvendur Karls „performeraði” á leiðinni um borð siðla nætur og sýrenurnar byrjuðu að syngja. Þá urðum við oft að gjöra okkur eins og engla i framan i morgunsárið og staðfesta það svo eins og guðspjallamenn, að hér hefði nú enginn farið i land. Nú hvað um það, framtiðar- list er nauðsynleg, ekki siður en orkuspár og forvextir, og þvi er nauðsynlegt að fylgjast með þvi hvað framverðirnir i listinni segja. Sýningin i SÚM segir heldur litið um það. Pappirsfléttur Kees Visser eruþað skásta. Þar fléttar hann saman hollenzka og islenzka bók i bókstaflegum skilningi. Annað nýstárlegt er ekki þarna að finna. Þær myndir sem sýndar eru, teljast ekkert verri en margt annað í heim- speki og ljóðlist, sem borið er á borð, eftir að menn byrjuðu hér á landi að þýða ljóð yfir á óbundið mál, eins og Þorsteinn Gylfason orðaði það, en viö áteljum þó, eða bendum á vonda tækni og slæmt handbragð, sem virðist vera landlægt i framúr- stefnu hér á landi, en auðvitað á framúrstefna ekki minna undir alúð en aðrar myndlistarstefn- ur, nema síður væri. Sigurður H. Lúðvíksson Það er ekki oft talað um sýn- ingar á Mokka i blöðunum. Þró- un þessara salarkynna fyrir myndlistina hafa verið i ákveðna átt. Húsið er opið fyrir alla og ekki eru gerðar strangar listrænar kröfur, og staðurinn hefur orðið að sæluhúsi fyrir alls konar fólk, sem liklega fengi ekki viða inni. Stöku góðar sýningar skjóta svo upp kollinum öðru hverju, og einmitt nú stendur yfir ein slik, en Sigurður H. Lúðviksson, skókaupmaður sýnir þar nokkr- ar vatnslitamyndir og oliumál- verk. Éghygg, að mjög fáir hafi vit- að að Sigurður H. Lúðviksson fengizt ennþá við myndlist, en hann mun á sinum yngri árum hafa ætlað sér að verða mynd- listarmaður, a.ýn.k. stundaði hann nám m.a. hjá Finni Jóns- syni, og þá ásamt ýmsum sem nú eru þekktir myndlistarmenn. Sigurður er af frægri ætt i bæn- um, Lárusarfólkinu, sem oft var i daglegu tali kennt við Lárus Lúðviksson,skókaupmann, sem hafði verzlun i húsi Verzlunar- Eyjólfur Einarsson, listmálari bankans i Bankastræti, en i hans tið var það hús fullt af skóm en ekki af peningum eins og núna. Þetta var finasta skóbúð landsins. Það var einmitt þarna sem Sigurður H. Lúðviksson kom fyrstfram sem myndlistarmað- ur, fyrL' svo sem 30 árum, en þá gerði hann útstillingar þar i gluggana, a.m.k. á stórhátiðum, og þær voru svo einfaldar og listrænar að sumir kunna þær utan að enn. Handbragð Sigurðar H. Lúð- vikssonar i oliumálverki og vatnslit er óvenju gott. Eink- um þó i vatnslit.Myndirnar eru rennandi blautar áfram, sem er ávallt nokkur kostur. Skemmtilegastar þóttu mér myndir af konu i roki, kjóllinn flaksast fyrir vindi, og mynd af gömlum bilum er hreinasta fyrirtak. Blómamyndir eru sætar, en ekki eins góð myndlist, að minnsta kosti ekki i samanburði við annað. Þetta er sýning, sem kemur skemmtilega á óvart, eftir margar einkennilegar sýningar á Mokka. Jónas Guðmundsson Július Ingvarsson Alrún Kristmannsdóttir sóknarflokksins Listi Fram á Eskifirði Birtur hefur verið framboðslisti Framsóknarflokksins við sveitar- stjórnarkosningarnar á Eskifiröi 28. mai n.k. og er hann skipaður eftirtöldum mönnum: 1. Aðalsteinn Valdimarsson 2. Július Ingvarsson 3. Alrún Kristmannsdóttir 4. Skúli Magnússon 5. Sigmar Hjelm 6. Emil Thorarensen 7. Magnús Pétursson 8. Guðjón Hjaltason 9. Hákon Sófusson 10. Jón Baldursson 11. Davið Valgeirsson 12. Sigtryggur Hreggviðsson 13. Geir Hólm 14. Kristmann Jónsson EmD Thorarensen Sigmar Hjelm Magnús Pétursson Skúli Magnússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.