Tíminn - 04.05.1978, Side 12

Tíminn - 04.05.1978, Side 12
12 Fimmtudagur 4. mai 1978 borið sem 28. gr. náttúru- verndarlaganna tekur til. Allt þarf þetta þvi endurbóta við og verður fjallað um þýðingar- mikla þætti þess mikla máls i erindum hér á eftir af ráðsins hálfu og er þvi hvorki nauðsyn- legt né viðeigandi aðég geri þvi frekari skil. Um aðrar greinar náttúru- verndarstarfsins mætti rpargt segja og nokkuð hefur þokazt i fræðslumálum, umgengnismál- um og almennri baráttu gegn sumum tegundum mengunar en i mörgum efnum er mest eða allt óunnið enda þetta allt í bersnsku þegar þess er gætt að nýju náttúruverndarlögin eru aðeins 7 ára gömul. Talsvert hefur þó sem sé áunnizt þrátt fyrir allt og það skiptir að minu viti mestu að viðhorfin til náttUruverndar og umhverfismála yfirleitt hafa breytzt . Vafalitið er vaxandi áhugiá þvi að meiða landið sem minnst.koma nauðsynlegum mannvirkjum sem nútímalif fylgja, fallega fyrir og forðast Jwer framkvæmdir sem um- turna landinu eða menga um- hverfið. talsverður sprettur” Eysteinn Jónsson flytur ræöu slna I upphafi Náttúruverndarþings. Meöal gesta voru forsetahjónin, sem sjást á miöri myndinni. Ræða Eysteins Jónssonar á Náttúruverndarþingi: „Þetta er orðinn — sagði hann um störfin á liðnum árum, og hann baðst undan endurkosningu Ræðu þá, sem hér birtist, fiutti Eysteinn Jónsson, formaður náttúruverndarráðs á náttúruverndarþinginu á laugardaginn var. Eysteinn Jónsson var einn helzti frumkvöðull þess aö náttúruverndarmál og landverndar- mál voru tekin föstum tökum. Hann hefur verið formaður náttúruverndarráðs síðan það tók til starfa, þar til nú,að hann baðst undan endurkosningu. Nú eru liðin 7 ár frá þvi að nýju náttúruverndarlögin voru sett og sex ár frá þvi að Náttúruverndarráði hinu nýja var komið á fót. t lögunum er megintilgangi lýst í 1. grein þeirra á þessa lund: „Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að ekki spillist að óþörfu lif eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun islenzkrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sér- stætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda þjóð- inni umgengn.i við náttúru landsins og auka kynni af henni.” Náttúruverndarráð hefur að sjálfsögðu haft þessi ákvæði að leiðarljósi, — reynt eftir fremsta megni að vinna að þeim verkefnum, sem þvi eru falin i lögunum og þeim viðfangsefn- um, sem Náttúruverndarþingin tvö sem haldin hafa verið á þessum sex árum, hafa lagt áherzlu á. Það væri mikið mál aö gera grein fyrir þvi, sem gert hefur verið og mun ég ekki leggja úti það. A hinn bóginn leggur ráðið áherzlu á að gefa nú hugmynd um þaðsem aöhafzt hefur verið frá þvi menn komu siðast saman á Náttúruverndarþing fyrir þremur árum. 1 þessu skyni hefur verið samin sæmi- lega ýtarleg skýrsla um störf ráðsins þessi þrjú ár, sem allir fulltrúar hafa fengið i hendur og vona ég að menn geti kynnt sér hana nú á þinginu. Fram- kvæmdastjórinn okkar, Arni Reynisson mun f lytja skýrslu og einstakir ráðsmenn erindi þar sem þeirgera grein fyrir nokkr- um málum sem siðasta Náttúruverndarþing vildi láta vinna að. Munu þeir skýra frá hvað gert hefur verið á árinu og flytja uppástungur ráðsins um það hvernig þvi' sýnist ráðlegt að halda á þessum málum i næsta áfanga. Koma þarna til m.a. fýrir- ætlanir um úttekt á vatna- og jaröhitasvæðum landsins, um iðnrekstur og staðarval i þvi sambandi um æskilegar breytingar á náttúruverndar- löggjöfinni og þá m.a. varðandi umferðarrétt almennings. Þá mun framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits rikisins flytja er- indi um mengunarmálin. Sýnist þaö vel viðeigandi og staðfestir þá nánu og góðu samvinnu sem verið hefur við hann og hans menn. Þessi tilhögun skýrslugerðar sem hér er viðhöfð speglar dá- litið þær vinnuaðferðir sem tiðkaðar eru i Náttúruverndar- ráði — sem séverkaskiptingu og að vinna i smáhópum og undir- nefndum i samstarfi við fram- kvæmdastjórann, enda mundi ganga illa með öðru móti að hreyfa allan þann aragrúa af málum sem sinna þarf á vegum ráðsins þegar leitazt er við að framkvæma eðlilega náttúru- verndarlögin. Þetta fy rirkomulag á skýrslu- gerð hér á þinginu gerir það að verkum að ég verð aö sjálfsögðu stuttorður og nefni aðeins nokkra þætti, en legg þvi meiri áherzlu á að visa til fjölritaðrar yfirlýsingar um störf ráðsins og svo þess sem félagar minir færa fram. Astæða er til að minnast á að talsvert hefur áunnizt i friðunar- og útivistarmálum á vegum ráðsins og náttúru- verndarsamtakanna i landinu sumpart i góðu samstarfi við ferðafélögin. Þjóðgarðar eru nú tveir á snærum ráðsins. Náttúruvætti, friðlönd og fólk- vangar eru 46 samtals og eru þar á meðal friðuð svæði, sem teljamá nálega þjóðgarðsigildi. A náttúruminjaskrá eru nú komin 150 svæði og staðir. Rétt er að minna á hvað fyrir vakir með þviaðsetjasvæðiogstaði á náttúruminjaskrá, en um það segir ráðið i formálanum að skránni: ,,f lögum um náttúruvernd segir i 28. grein: „Náttúru- verndarráð skal með aðstoð náttúruverndarnefnda kynna sér eftir föngum náttúruminjar sem ástæða er til að friðlýsa svo og lönd þau sem ástæða kann að vera til aö lýsa friðlönd eða leggja til þjóðgarða eða fólk- vanga. Skal ráðið semja skrá Hákon Guðmundsson fundarstjóri Náttúruverndarþings, Eyþór Einarsson nýkjörinn formaöur Náttúruverndarráðs og Eysteinn Jónsson fráfarandi formaður. Timamyndir GE. um slikar minjar og slik lönd”. 1 reglugerð um náttúruvernd segir svo um náttúruminjaskrá : ,,A náttúruminjaskrá skal færa þær upplýsingar um minj- ar og lönd sem nauðsynlegar eru vegna varðveizlu eða frið- lýsingar, svo sem um eignar- og afnotarétt, æskileg mörk, náttúruverndargildi.aðsteð j- andi hættur og æskilegar að- gerðir til verndar.” Ennfremur segir svo i for- mála að náttúruminjaskrá: „Náttúruverndarráð telur ástæðu tíl að láta þessari til- kynningu um náttúruminjaskrá fylgja svofelldar skýringar: Náttúruminjaskrá er yfirlit um staði og svæði sem ráðið tel- ur æskilegt að vernda og ef til vill friðlýsa siðar með einhverj- um hætti. A skránni eru svæði og staðir sem að dómi Náttúruverndar- ráðs hafa sérstakt gildi og ástæða er til að veita vernd þótt ekki séu tök á að gera meira að sinni en að koma þeim á náttúrum in jaskrá . Með náttúruminjaskránni er ætlað að vekja athygli á gildi þessara staða og svæða og nauðsyn á vernd þeirra. Náttúruminja- skráin er einnig ósk um að forðazt sé að framkvæma nokk- uð sem farið gæti i bága við skynsamlega varðveizlu þess- ara svæða óspilltra. Lögfylgjur eru þær einar að forkaupsréttur skapast skv. 34. gr. náttúruverndarlaga á eftir þeim aðilum sem hafa hann fyrir að lögum." Þegar þess er gætt að á skránni eru 150 staðir og svæði kemur glöggt i ljós hvilikt óhemju verkefni er framundan i friðunarmálum og rek ég þetta hér til að gefa hugmynd um það. Það er ekkert áhlaupaverk að koma i framkvæmd skynsam- legri friðun og þar með viðeig- andi nýtingu stórra svæða eða þýðingarmikilla staða, þar sem margir eiga hlut að máli. En með þrautseigju og sanngirni má þó miklu til vegar koma. En það tekur sinn tima. Ég endurtek einu sinni enn að friðland eða þjóðgarður þyrfti að koma undir Jökli. Stóru frið- löndin umhverfis Landman'na- laugar og Þórsmörk er aðkall- andi að stofna og tengja saman svo dæmi séu nefnd. Að minum dómi þyrfti að koma hliðstæð löggjöf um Breiöafjarðarsvæðið og Þing- vallasvæðið þ.e.a.s. svæðið um- hverfis Þingvallavatn og sett hefúrveriðum Mývatnssveit og Laxársvæðið og góð reynsla er af nú þegar. Þ.e.a.s. þetta þyrftu að verða þjóðgarðssveit- ir en svo hefi ég leyft mér að kalla Mývatnssveit. Gullfoss, Fjallfoss og Þjórsárver þyrfti að friða sem fyrst og þannig mættí áfram telja. En Róm varekkibyggð á ein- um degi og talsvert hefur á- unnizt og skilningur vaxandi á nauðsyn friðlanda til varðveizlu og tíl þess að stuðla að eðlileg- um samskiptum landsmanna við land sitt. Samráðum hönnun stórfram- kvæmda er mikilsverður þáttur i störfum ráðsins og krefst gifurlegrar vinnu. Reynt er að komast yfir þetta með þvi að setja á stofn samstarfsnefndir við stærstu framkvæmdaaðila. svosem iðnaðarráðuneyti — um orku og iðnaðarmál — og Vega- gerð rikisins, svo aðeins tvennt sé nefnt. Hefur náðst samkomu- lag um eðlilega vinnutilhögun i ýmsum dæmum og skilningur fer vaxandi á þvi að nauðsyn sé að ráðgast allrækilega i tæka tíð. Samt skortír mikið á að allt sé undir Náttúruverndarráð Vonandi gera fleiri og fleiri sér grein fyrir þvi að það er mikilsverður þáttur i lifskjörum manna að búa i hreinUjóspilltu, ómenguðu umhverfi og þvi verður aðfylgja nýtt verðmæta- matog nýtt viðhorf tíl nýtíngar landsins og náttúrugæðanna. Menn mega til með að koma augaá aðþessháttarlifsgæðum fá menn ekki haldið við nútíma eyðslu og tæknilif, nema menn séu reiðubúnir að kosta þvi til sem þarf til að glata þeim ekki smátt og smátt. Menn verða að skilja að verndun fagurrar óspilltrar náttúru og ráðstafanir til þess að almenningur fái notið hennar er landnýting — nýting náttúru- gæða þvi að nú er svo komið að hreint loft og vatn og ómengað viðkunnanlegt umhverfi sem al- menningur á aðgang að — eru náttúrugæði eins og gott bú- skaparland, fengsæl fiskimið og miidlsverðar orkulindir. Vernd þess háttar náttúrugæða er nýt- ing þeirra i þágu góðra liTskjara og farsæls lifs landsmanna. Þetta verður aldrei of oft endur- tekið. Hér með fylgir einnig að öðl- ast skilning á þvi að náttúruger- semar og helgar söguslóðir eru i tölu þeirra þjóðarverðmæta sem eigi má spilla. að sinu leytí eins og fögur listaverk mestu snillinga i listum ogbyggingum, sem þann sess hafa öðlazt með þjóðinni að engum dytti i hug að fórna þeim i lifsgæðakapp- hlaupinu. Það er sem sé fleira en fögur og fræg inannaverk sem hlifa þarf og meta að verð- leikum. Ég vona aö tekizt hafi undan- farið að draga i vaxandi mæli athygli að þessum og þvilikum viðhorfúm og sé svo og vinni þau á, þá verður smátt og smátt auðveldara en áður að taka nauðsynlegar ákvarðanir i náttúruverndar- og umhverfis- málum. Hugleiðingar af þessu tagi minna mann ennþá einu sinni á það sem ég hefi stundum á und- anförnum árum reynt að draga athygli að — en það er nauðsyn þess, að farið verði að vinna að þvi að koma upp landnýtíngar- skipulagi sem smátt og smátt nái tíl allra landshluta. Hérá ég við að menn geri sér grein fyrir þvi, hvernig þvi skuii koma fyrir á landinu sem menn hafa áhuga fyrir að framkvæma og hverju menn ekki vilja raska. Hvernig nýta skuli landið. Þess háttar skipulag á að minum dómi að vaxa upp i byggðarlög- unum sjálfum á vegum heima- fólksins með aöstoð þeirra sem til þess væru settir að hafa yfir- lit um landið allt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.