Tíminn - 04.05.1978, Síða 13

Tíminn - 04.05.1978, Síða 13
Fimmtudagur 4. mai 1978 13 Náttúruverndarráö hefur undanfarin ár reynt að koma hreyfingu á þetta mál en eigi tekizt enn að fá yfirvöld lands- ins til þess að ganga fram fyrir skjöldu i þessum efnum. Ráðið hefur átt þátt i þvi fyrir sitt leyti að hjálpa til við land- nytingaráætlun sem Hvera- gerðishreppur, Olfushreppur og Selfosskaupstaður hafa i smiðum og sú reynsla sem fengizt hefur af þeirri vinnu bendir eindregið i þá átt að þetta sé það sem koma skal til hjálpar mönnum við að taka skynsamlegar ákvarðanir um nýtingu landsins. Sumar nágrannaþjóðir okkar hafa nú þegar unnið mikið i landnýtingarmálum og eru ein- mitt nú að ganga ennþá lengra eftir þvi sem nauðsyn kallar að til að átta sig á þvi hvað gera skuli. Eru Norðmenn þar framarlega þótt telja mætti að þeir búi ekki við mikil land- þrengsli. En þeir hafa rika 'ástæðutil að vanda sig og margt að vernda i sinu glæsilega landi. En það höfum við lika og ætt- um þvi ekki að leyfa okkur að vera algerir eftirbátar i þessum efnum eins og við erum að verða þegar um landnýtingaráætlanir og heildaryfirsýn i þessum mál- um er að ræða. Margir tala um mikinn vanda, sem þvi fylgir að samræma vel landnýtingu dreifbýlismanna og nægan aðgang þéttbýlisfólks að landinu. Þennan vanda má auðveldlega leysa ef dreifbýlis- fólk og þéttbýlismenn vinna að þvi sameiginlega að horfast i augu við viðfangsefnin og þá er eðlilegasta leiðin að gera i sameiningu drög að land- nýtingaráætlunum. Unga fólkið ætti að beita sér fyrir framkvæmdum i þessu efni og taka þetta mál föstum áhugatökum viðs vegar um landið. Við ættum enn að ýta á þetta mál nú á þessu Náttúru- verndarþingi,þvi hér er um að- kallandi nauðsynjamál að tefla. Það skortir mjög á að nógu margir geri sér grein fýrir þvi að allt verður þetta nokkuð fálmkennt nema menn fáist til að lita á þessi landnýtingar- og verndunarmál i samhengi og af yfirsýn. Hér þarf þvi' enn mikillar vakningar við svo vel fari. Margar þjóðirbúa nú við mik- il vandkvæði vegna mengunar og margvislegra landspjalla, sem gegndarlaus eyðslustefna hinna svokölluðu þróuðu þjóð- félaga hefur i för með sér. Viða er þó æði mikið gert til þess að hamla gegn þessum háska. Samt virðist manni tvisýnt hvernig fara muni. Græðgin er svo óskapleg og gróðahyggjan ræður of miklu svo ekki tekst enn sem komið er a.m.k. að fá nógu miklu kostað til um- hverfisverndar. Við Islendingar erum betur settiren margir aðrir i þessu til- liti. Samt megum við alvarlega vara okkur. Mengun er hér tals- verð einkum við strendurnar og látlaust uppi ráðagerðir um framkvæmdir, sem auka mundu vandann hér svipað og annarsstaðar hefur orðið. Stjórn umhverfismála hjá okkur er ekki nógu sterk. Vant- ar raunar yfirstjórn þar sem allir þættir þessara mikilverðu mála koma saman. Náttúruverndarþing hefur á þetta bent, undanfarið. Að til- hlutan þess hefur Náttúru- verndarráð ýtt á eftir þvi að þetta mál yrði af yfirvöldum tekið til úrlausnar. Er nú svo komið að stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögu um um- hverfismál til rikisstjórnarinn- ar i frumvarpsformi. Hefur rikisstjórnin nú flutt frum- varpið á Alþingi. Eru þetta góð tiðindi og þá vonandi ekki langt að biöa þess að lögfest verði viðunandi skipan þessara mála. Islendingar eiga enn tækifæri til þess að geta orðið fyrirmynd- ar eða kannski forustuþjóð i þvi að sameina myndarlegan þjóðarbúskap fullnægjandi náttúru og landvernd. Það er mikil gæfa að vera þannig sett, að þessu megi enn við koma. Menn ættu að gefa þessu gaum og gera skynsamlegar ráðstafanir til að stjórn um- hverfismála verði tekin föstum tökum án tafar, heildarstjórn þeirra tryggð. Þess háttar stjórn er nauðsynleg en hún verður að styðjast við heilbrigt og vakandi almenningsálit. Ýmislegt bendir til að það sé að myndast smátt og smátt, enda er mikið i húfi. Að mörgu er að hyggja frá minu sjónarmiði séð: Um- gengni verður að batna, því að enriþá sjáum við hörmuleg dæmi um sóðalega umgengni ú almannafæri. Koma verður úr- gangi fyrir kattarnef. Meiða landið ekki með ógætilegum akstri utan vega. Hafna þeim iðnrekstri sem ekki megnar að leysa mengunarmál sin á full- nægjandi hátt. Umturna ekki landinu í þágu stóriðju. Halda lofti og vatni hreinu. Vernda votlendi og önnur úrvalssvæði — svo nokkuð sé nefnt. Að ógleymdu þvi að treysta sam- band þjóðarinnar við landið i anda náttúruverndar og land- verndar. Vonandi erum viðá réttri leið. Það er skemmtilegt timanna tákn að Menntamálaráð hefur ákveðið að minnast 50 ára af- mælis sins og Menningarsjóðs með þvi að gefa út myndarlegt rit um þjóðgarða okkar, fólk- vanga og griðlönd. Þessuber að fagna. Þá ber einnig að gleðjast yfir þvi að talsverðum hluta þjóð- hátiðarsjóðssins sem stofnaður var 1974, þjóðhátiðarárið verður várið til stuðnings náttúruvernd. Aldrei mágleyma að minnast þess að Náttúruverndarráð hafði meðengu móti getaðkom- ið þvi i' verk sem þó hefur lánazt nema vegna þess hve náin sam- vinna hefur tekizt milli þess og áhugamannafélaga — náttúru- verndarsamtakanna, Land- verndar og ferðafélaganna. Og það mætti lika nefna stofnanir, sem hafa tekið okkur frábæri- lega vel — legg ég ekki úti að til- greina það nánar. Ahugamannafélögin hafa unnið afar mikið verk i friðunarmálum t.d. og án þeirr- ar áhugavinnu hefði verið með öllu ókleift að koma upp náttúruminjaskránni en hún mun reynast góður grundvöllur að framtiðastarfi. Ég sá mér ekki fært að gefa kost á mér áfram til for- mennsku i ráðinu. t Náttúru- verndarráði er fjallað um ara- grúa mála og mér þykir of mik- ið að bæta þrem árum við. Þess vegna ber nú að skipta. Þetta er orðinn talsverður sprettur. Ég mun sakna sambandsins við félaga mina en við þvi verður ekki gert. Ég mun lengi minnast þess áhuga og dugnaðar sem ég hefi kynnzt i Náttúruverndarráði. Þar hefur lika mikil þekking á viðfangsefnum verið saman komin og blandazt áhuganum. Mikill hvalreki varð á fjörur Náttúruverndarráðs þegar það tókst að fá Árna Reynisson sem framkvæmdastjóra. Forusta hans hefur reynzt með fádæm- um traust og alveg ómetanleg. Vona ég að Náttúruverndarráð fái að njóta áhuga hans og af- burða dugnaðar sem lengst. Ég þakka innilega samstarfið við félaga mina og starfsfólk allt á vegum Náttúruverndar- ráðs, á skrifstofu,i þjóðgörðum og á friðlöndum. Þá þakka ég samstarf við þau ráðuneyti sem mest er skipt við - -mennta- mála,- fjármála- og iðnaðar- ráðuneyti. Ég vona að með réttu megi segja að nokkur grundvöllur sé lagður með starfi Náttúru- verndarráðs þessi sjö ár siðan nýju lögin komu. Verkefnin framundan eru mörg og vanda- söm sum enda þetta alit þess eðlis að ætið verða mörg álita- málin og látlaust koma ný viðfangsefni til. Ég vona að þingið takist vel og að almennur skilningur á umhverfisvernd fari vaxandi. Listrænir hlutir ekki aðeins til skrauts Þessir kjólar viröast hafa þann eftirsótta eiginleika aö hefa viö öll tækifæri. - heldur einnig til dag- legra nota Okkur hefur lengi langað til að efna til kynninga á þvi lista- fólki, sem verzlunin hefur verið i samvinnu við og á verkum þeirra, sagði Gerður Hjörleifs- dóttir i Islenzkum heimilisiðn- aði. Fyrsta kynningin hófst i gær i' verzluninni i Hafnarstræti. — Verði þessu vel tekið munum við halda áfram á sömu braut, sagði Gerður. Það listafólk, sem kynnt er sérstaklega að þessu sinni, er Haukur Dór leirkerasmiður og hjónin Katrin Agústsdóttir og Stefán Halldórsson. Haukur Dór hefur starfrækt vinnustofu i 10 ár, en hafði áður stundað listnám i Danmörku og Skotlandi. Muna trúlega margir eftir skemmtilegum heim- sóknum i vinnustofu hans á Alftanesi, þvi margir lögðu leið sina þangað bæði i verzlunar- hugleioingum og einnig til að njóta ánægjunnar af að sjá fal- lega hluti. En nú fer mest af hans verkum til sölu hjá Islenskum heimilisiðnaði. A þessari sýningu eru bæöi bús- hlutir og skulptúr i steinleir, sem eru aðalviðfangsefni hans nú. Sagði Gerður, að undanfarið hefði orðið mjög ánægjuleg þróun i þá átt að fólk fyndi að farið gæti saman fegurð og notagildi. Fólk keypti þessa fal- legu unnu hluti til daglegra nota. Hjónin Katrin og Stefán „KOS” sýna Batik. Þau hafa starfrækt vinnustofu i 12 ár, fyrst sem hliðargrein með kennslu, en núna sem aðalstarf. Þau hafa lagt megináherzlu á þjóðlífsmyndir, sem margir ef- laust kannast við, en það nýjasta er fatnaður, sem fyrst kom i verzlunina um siðastliöna helgi, og virðist strax vekja áhuga. Hver flik er sér unnin frá grunni, það er að segja, að byrjað er með hvitt léreft, sem siðan eru gerð i hin margvis- legustu mynstur og bekkir. Verða þvi engar tvær flikur eins. Sýning verður á KOS-kjolum iSkálafelli i kvöld. Katrin stundaði nám i Dan- mörku og hefur tekiö þátt i nokkrum sýningum. Gætu ekki margar hugsaö sér aö svifa um saii I kjól sem þess- um? Geröur Hjörleifsdóttir horfir meb aödáun á ker tir steinleir sem eru meöal þess nýjasta frá Hauki Dór. Segir hún þau njóta sin frábær- lega vel í góbu rými. Einnig eru sýndir skulptúrar i svipuöum stli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.