Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.05.1978, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. mai 1978 15 Hækkar í strætó Frá og með föstudeginum 5. mai 1978 hækka fargjöld Strætis- vagna Reykjavikur og Kópavogs sem hér segir: Fullorðnir Einstök fargjöld úr kr. 90 í kr. 100 Stór farm.spj. úr kr. 3000/42 miðar i' kr. 3000/38 miðar. Litil farm.spj. úr kr. 1000/12 miðar i' kr. 1000/11 miðar Farm.spj.aldr úr kr. 1500/42 miðar i' kr. 1500/38 miðar. Börn Einstök fargjöld kr. 30 óbreytt Farm.spj. kr. 500/34 miðar óbreytt Meðaltalshækkun er 10%. Ath. Hjá Strætisvögnum Kópa- vogs eru stóru farmiðaspjöldin ekki til sölu. Fréttir úr Leirár- og Mela~ hreppi Fyrir nokkrum árum var hald- inn almennur hreppsfundur, og var m.a. samþykkt á honum að halda skyldi slikan fund einu sinni á ári hverju. Þetta hefur verið gert og eru menn mjög því að þessir fundir hafi verið gagnlegir og skapi betra samband milli hreppsbúa og hreppsnefndar. Á þessum fundum hafa verið lagðir fram hreppsreikningar, fyrirspurnum svarað og mörg mál rædd. A almennum hreppsfundi, sem haldinn var 24. april s.l. kom fram svohljóðandi tiliaga, sem var samþykkt af þorra fundar- manna 7 atkvæði gegn 1.: „Almennur hreppsfundur Leirár- og Melahrepps haldinn að Heiðarborg 24. april 1978 ályktar að gefnu tUefni, að skora á Sauð- fjárveikivarnarnefnd að fylgja fast eftir ráðstöfunum um útrým- ingu fjárkláða. Herða eftirlit með kláða og böðum almennt til þess að koma i veg fyrir að hann breið- ist út um land allt. M.N — N.M.— Fjáröflun til húsakaupa Foreldrafélag þroskaheftra á Suðurlandi gengst fyrir bingói i dag, uppstigningardag 4. mai til fjáröflunar, en félagið hefur ný- j verið ráðizt i að kaupa hús það, J sem skóli fyrir þroskaheft börn hefur verið starfræktur i á Sel- fossi. Bingóið hefst kl. 21 og er þess vænzt að Selfossbúar og nágrann- ar fjölmenni i Selfossbiói i dag til stuðnings þeim sem minnst mega sin. Vinningar verða með tilliti til árstiðarinnar ferða- og sportvör- ur ýmiss konar. Hreinsað til fyrir kríuna í Stóra-hólma GV — Eitt af vorverkunum i Reykjavikurborg er að tyrfa Stóra-hólma i Tjörninni fyrir komu kriunnar og nú er ekki langur timi tilstefnu þvi aðsögn Ólafs Nilsen sem haft hefur eftirlit með fuglalifi á Tjörninni hafa fyrstu krfurnar komið i hólmann 7. mai undanfarin fimm ár, nema einu sinni komu fyrstu fuglarnir 8. mai. Árið 1974 var kriuvarp i hólmanum i algjöru lágmarki, vegna of mikils gróðurs en á hverju vori siðan hafa verið lagðar óræktarþökur i hólmann og það virðist hafa borið árangur. Ifyrra verptu 100 kriu- pör i hólanum og krian setti aftur sinn svip á fuglalifið i kringum Tjörnina. Silamávurinn hefur stundað ungadráp i hólmanum er liður á sumarið og hefur verið komið þar upp fuglahræðu til að halda honum i burtu. Eins og sést á myndinni er fuglahræðan ekki af þeirri tegundinni sem við eig- um að venjasttdauöir silamáv- ar. Hettumávurinn verpti áður fyrr i hólanum, en hefur ekki reynt varp siðasta áratuginn eftir aðfarið var að steypa und- an honum. 1 Stóra-hólma voru 11 æðar- hreiður i fyrra en alls eru æðar- ihreiður i hólmunum á Tjörninni um 40. Erla Hafliðadóttir Sveinn Arason Sigurgeir Magnússon Helgi Jónatansson Framboðslisti Framsóknarfélags Patreksfjaröar Listi Framsóknarfélags Pat- reksfjarðar til sveitarstjórna- kosninganna sem fram eiga að fara i Patrdishreppi hinn 28. mai 1978 er þannig skipaður: 1. Sigurgeir Magnússon, banka- fulltrúi 2. Helgi Jónatansson forstjóri 3. Erla Hafliðadóttir veitinga- kona 4. Sveinn Arason tryggingafull- trúi 5. Sæmundur Jóhannsson bif- reiðastjóri 6. Asta Gisladóttir, ljósmóðir 7. Guðjón Guðmundsson bifr.eftirlitsm. 8. ‘Lovisa Guðmundsdóttir, hús- móðir 9. Svavar Júliusson kaupfélags- stjóri 10. Jóhannes Halldórsson, bif- reiðastjóri 11. Ari ívarsson verkstjóri 12. Kristin Jónsdóttir, húsmóðir 13. Snorri Gunnlaugssön verzlunarstjóri 14. Svavar Jóhannsson bankaúti- bússtjóri Framboð til sýslunefndar Aðalmaður: Svavar Jóhannsson bankaúti bússtj. Varamaður: Ari Ivarsson verkstjóri Aðalfundur Skákfélagsins Mjölnis verður mánudag- inn 8. mai kl. 20 i Fellahelli. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Trésmiðir óskast Búnaðarsamband Strandamanna óskar eftir að ráða trésmiði til að vinna með flekamótum við útihúsabyggingar i Strandasýslu i sumar. Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Sæmundsson i sima (95) 3127, Hólmavik. Tilkynning til símnotenda SÍMASKRÁIN 1978 Athygli skal vakin á þvi að simaskráin 1978 gengur i gildi frá og með sunnudegin- um 7. mai n.k. Ennfremur er athygli simnotenda vakin á fjölmörgun númerabreytingum á Reykjavikursvæðinu og hinum sér- stöku númerabreytingum á Akureyri, sem framkvæmdar verða þar mánudaginn 8. maí n.k. Árfðandi er þvi að simnotendur noti nýju simaskrána strax og hún gengur i gildi, enda er símaskráin frá 1977 þar með úr gildi fallin. Póst- og simamálastofnunin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.