Tíminn - 04.05.1978, Side 17

Tíminn - 04.05.1978, Side 17
Fimmtudagur 4. mai 1978 17 17 ára „Evrópumúr” oooooooo Celtic rofinn „Þurfum að berjast grimmi- lega fyrir hverjum bita — sem við náöum”, sagöi Jóhannes Eðvaldsson í viðtali við „Scottish Daily Express” SOS—Reykjavík. — ,# Evrópumúr" Celtic hefur veriö rofinn. Jóhannes Eövaldsson og félagar hans á Parkhead munu ekki leika í Evrópukeppni næsta keppnisfímabil, og er það í fyrsta skipti í 17 ár, sem Celtic tekur I ekki þátt í Evrópu- i ■■■■■■■■■■■■■■■ Marteinn og Stefán ætla að keppni. Þrátt fyrir góð- an lokasprett í skozku „úrvalsdeildinni" náðu leikmenn Celtic ekki Evrópusæti. Parkhead-leikmennirnir lögðu hart að sér i lokabarátt- unni og sýndu oft sinar gömlu góðu hliðar, en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að tryggja sér Evrópusæti. Skozka blaðið „Scottish Daily Express” sagði að „STÓRI” Jo Eðvaldsson hefði staðið sig mjög vel með Celtic-liðinu undir lokin — hann hafi leikið allsstaðar á vellinum i loka- baráttunni. „Scottish Daily Express” sagði: — „Þessi stóri Islendingur hefur leikið á miðjunni, i fremstu viglinu og stöðu sina „Sweeper”, þar sem hann kann alltaf bezt við sig. Hann hefur ávallt verið sjálfum sér samkvæmur og uppfyllt þær kröfur sem voru gerðar til hpns i hinum margbreytilegu stöðum — hann var sifellt á ferðinni, vinnandi fyrir liðið”. Jöhannes sagði i stuttu viðtali við blaðið, að keppnis- timabilið hafi verið mjög erfitt fyrir leikmenn Celtic — „Það hefur verið mjög eftirtektar- vert að við höfum þurft að berjast grimmilega fyrir hverjum bita sem við náðum. — Ahangendur Celtic hafa veitt okkur ómetanlega aðstoð i erfiðleikum okkar — við þökkum þeim fyrir þann mikla stuðning og tryggð, sem þeir hafa sýnt okkur. Þeir sneru aldrei bakinu við okkur þótt á móti hafi blásið”, sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að þvi miður hefðu leikmenn Celtic ekki getað þakkað áhangendum ^ JÓHANNES EÐVALDSSON.. sýndi mjög góða lciki ineð Celtic-liðinu undir lokin, en hann lék ílestar stöður á vellinum. liðsins hinn mikla stuðning, með þvi að tryggja Celtic Evrópusæti. — „Það hefði verið stórkostlegt, þvi að ekk- ert er skemmtilegra heldur en að leika i Evrópukeppni”, sagði Jóhannes. Ásgeir kominn breyta til Þeir eru komnir á sölulista hjá Royale Union SOS—Reykjavik. — Ég óskaði eftir að verða settur á sölu- ILsta, þar sem cg hafði áhuga á að brcyta til, sagði landsliðs- miðvörðurinn i knattspyrnu, Marteinn Geirsson, sent er kominná sölulista hjábelgiska liðinu Hoyale Union frá Brúss- cl. Stefán Halldórsson er einnig kominn á sölulista. Marteinn sagði að hann sé nú að kanna tilboð, sem hann hefur fengið frá öðrum belgfskum féiögum. — Ég hef áhuga á að vera hér i Belgiu svona tvöár til viðbótar, sagði Marteinn. — Gefuröu kost á þér i islenzka landsliðið i sumar? — Já, égkent til með að gefa kost á mér, svo framarlega sem landsliðsnefndin telur, að hún geti notað krafta mina. — Ég er ávallt tilbúinn i slaginn, sagði Marteinn. Pétur hefur tekið fram skotskóna — hefur nú skorað 7 mörk á keppnistimabilinu Pétur Pétursson, hinn marksækni leikmaður Skagamanna, hefur heldur betur verið á skotskónum að undanförnu — hann hef- ur alls skorað 7 mörk það sem af er keppnistímabil- inu, og varð hann fyrstur til að skora „Hat-Trick" í leik — skoraði þrjú mörk gegn Vestmannaeyingum í Meistarakeppni K.S.Í. Ingi Björn Albertsson skoraði 4 mörk i leik gegn Armanni, og i þeim leik skoraði félagi hans, Guðmundur Þorbjörnsson, 3 mörk. Þá hefur Akureyringurinn Óskar Ingimundarson, sem leikur með KA, einnig skorað „Hat- trick” — þrjú mörk gegn Völsungi frá Húsavik i bikarkeppni K.R.A. Eins og undanfarin ár mun Timinn halda lista yfir þá leik- menn 1. og 2. deildarliðanna, sem skora flest mörk á keppnistima- bilinu — i opinberum mótsleikj- um. Þeir, sem hafa nú skorað flest mörk, eru eftirtaldir leikmenn. Pétur Pétursson, Akranes 7 Guðmundur Þorbjörnss., Val ...6 Ingi Björn Albertsson, Val.....5 Sverrir Herbertsson, KR .......4 Atli Eðvaldsson, Val...........4 Óskar Ingimundarson, KA........3 Sigurður Indriðason, KR........3 Gunnar örn Kristjánss., Vikingi 3 PÉTUR PÉTURSSON... er byrjaður að hrella markverði. heim Hann mun leika alla landsleiki Islands i sumar Knattspy rnukappinn Asgeir Sigurvinsson er kominn heim i sumarfrí. Asgeir sem skrifaöi undir þriggja ára samning við Standard Liege i si. viku, kom til landsins i gær og mun hann verða hér f sumarleyfi fram til 20. júni en þá heldur hann aftur til Belgfu. Asgeir mun leika alla lands- leiki tslands I sumar — þar af tvo hér heima, gegn Dönum og Pólverjum. Þegar Asgeir endurnýjaði samning sinn við Standard Liege, gekk hann þannig frá málum, að hann fengi fri til að leika með islenzka landsliðinu.' -sos. f 1111 I ■— Teitur — „íslenzki f ellibylurinn”.... — hefur vakið athygli í Sviþjóð fyrir kraft sinn Teitur Þórðarson, knattspyrnukappi frá Akranesi, hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð, en þar leikur hann með 1. deildarliðinu öster í „Allsvenska". Sænska stórblaöiö „Expressen” birti grein um Teit fyrir stuttu og sagði blað- ið að „islenzki fellibylurinn’ hcföi fengið fljúgandi byrjun meðöster— skoraðgóð mörk I fyrstu tveimur leikjum liðsins, sem er nú i þriðja sæti i „Allsvenskan” — meö 6 stig, en efstu liöin hafa hlotiö 7 stig. „Exprfssen” sagöi að Teitur ætti örugglega eftir aö hrella markverði — meö dugnaði sinum og krafti. Blaö- ið sagði að islendingurinn gerði sér fullkomlega grein fyrir þvi til hvers væri ætlað af honum — hann ætti aö skora mörk — mörk og aftur mörk. —SOS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.