Tíminn - 19.05.1978, Page 5
Föstudagur 19. mal 1978
5
Óskar
Sigfinnur
Friörik
Birnir
Anna
Sveinn
Framboðslisti Framsóknarmanna á Höfn
Framboðslisti Framsóknar-
manna og stuðningsmanna
þeirra við sv.eitarstjórna-
kosningarnar á Höfn I
Hornafirði '28. mal n.k. er
þannig skipaður:
1. Óskar Helgáson,
stöðvarstjóri
2. Sigfinnur Gunnarsson,
útgerðarmað'ur
3. Friðrik Kristjánsson,
rafveitustjóri
4. Björn Axelsson,
verzlunarmaður
5. Birnir Bjarnason,
héraðsdýralæknir
6. Anna Halldórsdóttir,
gjaldkeri
7. Sveinn Sighvatsson,
trésmíðameistari
8. Stefán Arngrlmsson,
skipstjóri
9. Guðný Guðmundsdóttir,
húsmóðir
10. Sverrir Þórhallsson,
vélstjóri
11. Egill Jónasson,
verkstjóri
12. Haukur Runólfsson,
skipstjóri
13 . Sva va Kristbjörg
Guðmundsd.,
fulltrúi
14. Asgrimur Halldórsson,
framkvæmdastjóri.
Blómlegt starf SÍ á síðasta ári:
Mörg stórverkefni framundan
Sýning á
verkum
Jóns
í kjallara
Norræna
hússins
— hefði orðið
sjötugur 23. maí
FI — Jón Engilberts listmálari
hefði orðið sjötugur þann 23. mai,
ef hann hefði lifað og verður af
þvi tilefni opnuð minningarsýning
á verkum eftir hann i kjailara
Norræna hússins i kvöld 18. mai.
Myndirnar, sem sýndar verða,
eru teikningar, vatnslitamyndir
og fjölmargar litkritarmyndir.
Ýmsar þessara mynda eru til
sölu.
Jón Reykdal hefur ásamt Þórði
Hall og Ólafi Kvaran valið mynd-
ir á sýninguna úr safni Tove
Engilberts. Jón sagði i samtali
við blaðið, að hér væri um að
ræða yfirlit yfir feril Jóns Engil-
berts i grófum dráttum. Þarna
Jón Engilberts listmálari við eitt verka sinna. Myndin er tekin árið
1965.
væru módelmyndir frá námsár-
unum i Kaupmannahöfn og
kreppuárunum, litkritarmyndir
frá 1937-1968, en hvorki málverk
né grafik. Margar þessara mynda
hafa aldrei verið sýndar áður en
legiðupprúllaðar eða inni i möpp-
um á vinnustofu málarans.
Elzta myndin er litil vatnslita-
mynd frá 1925 eignuð Tove og
einnig fá sýningargestir að skoða
stutt ástarbréf til Tove frá Jóni
skrifað sama ári, 1925. Þá var
hann aðeins 18 ára. Hvað lit-
kritarmyndirnar áhrærir, þá má
flokka þær niður eftir efni:
myndir trúarlegs eðlis, skækjur
og hafið.
Minningarsýningin verður opin
til 30. mai nk.
ATLAS &
YOKOHAMA
hjólbarðar
Hagstætt verð
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
BORGARTÚNI 29
SÍMAR 16740 OG 38900
SSt — Aðalfundur Skáksambands
tslands var haldinn 6. mai s.l. og
sóttu fundinn 59 félagar frá 18
félögum.
Einar S. Einarsson flutti
skýrslu fráfarandi stjórnar og
rakti i itarlegu máli umsvifa-
mikla starfsemi sambandsins á
liðnu ári og helztu verkefni þessa
árs.
Það eru mörg verkefni sem S.I
hefur með höndum á þessu ári.
Meðal þeirra helztu má nefna
framboð Friðriks Ólafssonar til
forsetakjörs FIDE, sem fram fer
i haust og mun sambandið leggja
áherzlu á að vinna vel að þvi
næstu mánuðina með þvi að
kynna Friðrik itarlega i skák-
heiminum erlendis og vinna
þannig að stuðningi við hann.
Samhhða þvi sem forsetakjör
FIDE i'erfram i Argentinu ihaust
verður Olympiuskákmótið. Þang-
að verður send karlasveit fyrir
tslands hönd, en enn er ekki
ákveðið hvort kvennasveit veröur
þareinnig meðal keppenda. Áætl-
að er að kostnaður við þátttöku
karlaflokks á þvi móti verði um 3
milljónir kr.
Kosin var nýstjórnS.t. Einar S.
Einarsson var endurkjörinn for-
seti sambandsins. en aðrir i
stjórn voru kjörnir þeir Þorsteinn
Þorsteinsson, Gisli Arnason, Þrá-
inn Guðmundsson, Högni Torfa-
son, Arni B. Jónasson og Guðfinn-
ur Kjartansson. I varastjórn sitja
Helgi Samúelsson, Ingimar Jóns-
son, Jörundur Þóröarson og Sig-
fús Kristjánsson.
Einar S. Einarsson, forseti S.i.
næsta kjörtimabil
Athugið
Stúlka á 12. ári óskar eftir að komast i
sveit.
Er vön barnagæzlu.
Upplýsingar i sima (99)1591, Selfossi.
OFNINN
CEFUfí GÓÐAN YL
STÓ ofninn er Islensk framleiösla og framleiddur fyrir islenskar aðstæöur. Hann er smiðaður úr 1,5
mm þykku holstáli, rafsoöinn saman að mjög miklu leyti með fullkomnum sjálfvirkum vélum, sem
tryggja jöfn gæöi suðunnar.
STÓ ofninn hefur þá sérstöðu að allar mælingar á hitanýtingu og styrkleika hafa verið gerðar á ts-
landi af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins að Keldnaholti, og þá notuð hitaveita.
STó ofninn er stilhreinn og fer alls staðar vel. Þeir fagmenn sem hafa kynnt sér STó ofninn mæla
sérstaklega með honum, ekki eingöngu vegna útlits, heldur miklu frekar hvernig hann er upp-
byggður, hve vel hann nýtir hitann, og handhægt er að leggja pipulagnir að honum.
Leitið nánari upplýsinga. Gerum föst verðtilboð
VELDU STÓ OFNINN QG HANN MUN YLJA ÞÉR UM ÓKOMINN TÍMA:
STÁLOFNAR HF. ra;w