Tíminn - 21.05.1978, Side 7
Sunnudagur 21. mai 1978
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurftsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðimúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
•16387. Verð I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á
mánuði. Blaðaprent h.f.
Goðin á stallinum
í sumum löndum láta valdamenn gera af sér
styttur og heljarstórar myndir til þess að tildra upp,
þar sem þær blasa við augum þegnanna. Þær eiga
að segja fólki, að þetta séu hinir miklu og alvisu
landsfeður, sem ætið viti hvað öllum sé fyrir beztu.
Á íslandi hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla stund á
að grópa þá trú i hugskot landsmanna, að þeir séu
hinar miklu stoðir atvinnulifsins og kunni öðrum
mönnum betur með fjármál að fara.
í útlöndum hafa þeir dagar komið, að styttunum
hefur verið velt um koll og myndirnar rifnar niður,
af þvi að komið hefur á daginn við skipti á valda-
mönnum, að það mál, sem þær áttu að tala, var
nokkuð fjarri sanni. Á íslandi hafa Sjálfstæðismenn
sjálfir orðið til þess að afsanna það með verkum
sinum, að þeir hafi hlotið sérstaka náðargjöf, sem
geri þá öðrum hæfari til forystu i atvinnumálum eða
meðferð fjármuna.
Þeir hafa lengi farið einir með stjórn á Reykja-
vik. Þar hafa þeir getað farið sinu fram að vild.
Þegar árið 1974 var Reykjavikurborg komin nálægt
greiðsluþroti með sjö hundruð milljóna yfirdráttar-
skuld i Landsbankanum. Allar framkvæmdir
stöðvuðust i ágústmánuði það sumar, rétt eftir
borgarstjórnarkosningar, og loks var til þess
óyndisúrræðis gripið að taka erlent lán, sem siðan
hefur undið svo upp á sig, að vextir og afborganir af
þvi láni einu nema orðið þrjú hundruð milljónum
króna á ári.
Samtimis og ungir Sjálfstæðismenn æpa heróp
sitt, báknið burt, hefur yfirbyggingin hjá Reykja-
vikurborg þrútnað svo, að svo til allar tekjur
borgarinnar, nær þrettán milljarðar af hálfum
fimmtánda milljarði fara i beinan rekstrarkostnað,
og með sama lagi verður innan skamms bókstaf-
lega ekkert eftir til þess að leggja i framkvæmdir.
Að sjávarútvegi og iðnaði, framleiðslugreinunum
sem arðinn gefa, hefur verið svo illa búið, að allir
verða að viðurkenna, að til vandræða horfi, og flótti
fyrirtækja úr Reykjavik i nágrannabyggðarlögin,
ekki sizt stórfyrirtækja, hefur verið linnulaus sið-
ustu árin. Og orsökin er sú, að þar er betur að þeim
búið en innan borgarmarka Reykjavikur.
Af þessu hefur hlotizt, að meðaltekjur Reykvik-
inga ná ekki lengur landsmeðaltali, þó að meðal-
tekjur i næstu byggðarlögum, hringinn i kring um
borgina, séu ofan við þau mörk. Þetta er öll fjár-
málasnillin, þetta er öll forystan i atvinnumálum,
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er einráður og getur
farið sinu fram. Honum ferst ekki forystan betur úr
hendi en þetta. Hann hefur fallið á prófinu, einmitt i
þeim greinum, sem hann hefur þótzt vera slyngast-
ur i.
Nú fyrir borgarstjórnarkosningarnar glymur það
i eyrum, hvilikur munur sé að hafa „samhentan”
meirihluta við borgarstjórnina. Með þvi á að hræða
fólk til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En stað-
reýndimar vitna gegn þessum kosningaáróðri. Til
dæmis að taka fer ekki einn flokkur með stjórnina i
Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavik, og þó hefur
þessum bæjarfélögum ve£
ð betur
rkiavik.
Þau eru komin fram úr
og engin atvinnufyrirt;
hVprf íriót.i nr'Rpvlfi
,,bamnentur méirihluti er einskis virð]
stendur ekki i stykkinu. Þvert á möti er h;
bitur, eins og sést á bákninu, sem hann hei
upp, fjármálastiórninm og fyrirtækjaflótí
i. í 7 v ' 4» O «/ J
iil
ERLENT YFIRLIT
John Silkin heldur
fast á málum Breta
Þó hafnar hann ráðherralaunum
John Silkin
ÞAÐ þótti óvenjulegur at-
burðurí brezka þinginu, þegar
John Silkin landbúnaðar-
ráðherra var fyrir skömmu
siðan hylltur ákaft eftir að
hafa flutt skýrslu um niður-
stöður langra viðræðna á veg-
um E fnahagsbandalags
Evrópu um verðlagningu
landbúnaðarvara i löndum
bandalagsins á komandi verð-
lagsári. Þessar viðræður
höfðu staðið yfir i marga
mánuði og Silkin verið aðal-
fulltrúi Breta i þeim. Kröfur
hinna ýmsu þátttökurfkja
voru að venju mjög mismun-
andi sökum ólikra aðstæðna
og skarst þvi i odda um mörg
mikilvæg atriði. Fyrir Breta
skipti tvennt mestu máli.
Annað var það að komið yrði i
veg fyrir miklar verðhækkan-
ir, þvi að það hefði getað ýtt
undir verðbólgu I Bretlandi en
rikisstjórnin leggur nú allt
kapp á að hún verði innan við
10% á þessu ári. Hitt var það
að Bretar fengu að halda
áfram þvi mjólkursöluskipu-
lagisem þeir hafa búið við sið-
an á dögum rikisstjórnar
MacDonalds i byrjun fjórða
tugar aldarinnar, en þeirri
skipan var þá m .a. komið á, að
mjólk yrði borin heim á öll
heimili. Bændur voru þá ótta-
fullir við þetta nýja skipuiag,
þviaðþeir óttuðustaðþað yrði
upphaf þjóðnýtingar á land-
búnaðinum. Þegar frá leið
reyndist þetta skipulag hins
vegar vinsælt bæði hjá bænd-
um og neytendum og vilja
báðir aðilar halda þvi. Full-
trúar annarra rikja I Efna-
hagsbandalaginu töldu þetta
fyrirkomulag hins vegar mjög
óhagkvæmt og dýrt og gæti
það stuðlað að lækkun
mjólkurverðs ef það yrði fellt
niður. Silkinneitaðihins vegar
alveg að fallast á það enda
hefði hann ekki átt góða heim-
komu frá Brussel ef hann hefði
gert það. Niðurstaðan varð sú
að ráðherrar hinna Efnahags-
bandalagsrikjanna urðu að
láta undan og Silkin var hyllt-
ur af þingmönnum fyrir að
hafa bjargað mjólkurskipu-
laginu.
EIN ástæðan til þess að
brezkir bændur leggja mikla
áherzlu á, að mjólkin verði
áfram borin heim til neyt-
enda, ersú.aðþeir segja þetta
fyrirkomulag tryggja stórum
meiri sölu en ella. 1 þessu
sambandi vitna þeir til
reynslu Hollendinga en þeir
hurfu frá þessu fyrirkomulagi
fyrir nokkrum árum og varð
þá stórfelldur samdráttur i
mjólkursölunni. Bretar sögðu
að smjörfjallið hjá Efnahags-
bandalaginu væri orðiö nógu
hátt, þótt það yrði ekki aukið
með þvi að draga úr sölu
neyzlumjólkur i Bretlandi.
Brezkar húsmæður hefðu
áreiðanlega ekki tekið þvi vel
ef þær heföu ekki lengur feng-
ið mjólkina heimsenda.
En það er ekki aðeins i sam-
bandi við landbúnaðarmálin,
sem Silkin hefur reynzt harður
og þrár samningamaður á
vettvangi Efnahagsbanda-
lagsins. Hann hefur ekki verið
það sföur i sambandi við fisk-
veiðimálin en þau heyra undir
landbúnaðarráðuneytið. Enn
hefur ekkert samkomulag
náðst innan Efnahagsbanda-
lagsins um nýtingu fiskveiði-
lögsögunnar, þvi að Bretar
krefjast þess að fá einkarétt til
veiða innan 50 milna a.m.k. á
vissum svæðum viö landið.
Bretar njóta hér stuðnings
Ira, sem þó hafa fallið frá 50
milna sérlögsögu fyrir sig sem
þeir höfðu ákveðið en hættu
við að framfylgja vegna mót-
mæla frá Efnahagsbandalags-
rikjunum öðrum en Bretlandi.
EINBEITNI SÚ sem Silkin
hefur sýnt i viðræðunum i
Brussel hefur unnið honum
vaxandi álit i Bretlandi. Silkin
er lika um margt sérstæður
maður sem fer sinar eigin
leiðir. Hann stendur langt til
vinstri i Verkamannaflokkn-
um og er einn af útgefendum
Tribune sem lengi hefur verið
aðalmálgagn vinstri armsins.
Hann beitti sér harðlega gegn
aðild Breta að Efnahags-
bandalaginu á sinum tima og
segist enn mótfallinn aðildinni
og kunni það að móta sjónar-
mið sín innan þess. A.m.k.
leggi hann áherzlu á að aðildin
verði ekki andstæð brezkum
hagsmunum. Silkin er lög-
fræðingur að mennt en faðir
hans sem var Gyðingur frá
Litháen, lagði grundvöli að
öflugu málflutningsfyrirtæki
sem þeir John og Sam Silkin
bróðir hans, hafa rekið siðan
en sjálfir starfa þeir ekki við
það nú, þar sem John er land-
búnaðarráðherra en Sam er
dómsmálaráðherra. Drjúgar
tekjur munu þeir þó hafa af
fyrirtækinu og hefur John þvi
afþakkað ráðherralaun. John
Silkin varð landbúnaðar-
ráðherra 1976 og hafa ts-
lendingar se'nriilega verið
heppnir að hann tók ekki við
þvi ráðherraembætti fyrr en
eftir að landhelgisdeilan við
Bretavar leyst-. Aðurvar hann
stjórnarmál og skipulagsmál.
Éins ög nú horfir. þykir flest
benda til að-John Silkin eigi
stjórnmáia i aúknum rriæii á
komandi árum.
awgOCTMfcaaa.'a: iiiiMumwMi^rTimwMMTrru
Caliaghan er ánægður með Silkin.
i ____ . _