Tíminn - 21.05.1978, Qupperneq 9
Sunnudagur 21. mai 1978
9
Votheysturn aft Gafli I Villingaholtshreppi f smlBum myndin
tekin fyrir nokkrum árum.
Gisli Kristjánsson:
Viðhald
votheys-
hlöðunnar
Verður
plastklæðn-
ing
innan á
veggina
bezta vörnin-
gegn
sýruverk-
unum?
Langflestar votheyshlööur
okkar, hvort sem um er að ræða
turna eða venjulegar grunnar
og strendar hlöður, eru gerðar
úr steinsteypu.
Það mun öllum kunnugt, að
það eru sýrur, sem verka
verndandi á magn næringarefn-
anna á geymsluskeiðinu, en sýr-
urnar eru hins vegar ágengar
þar sem þær snerta steinsteypta
veggina og tæra þá svo um
munar. Þess vegna er tals-
verður viðhaldskostnaður á
hlöðum af þessum gerðum. En
hvernig er bezt aö hindra
ágengni sýrnanna?
Erlendis er algengt að kalka
veggina, þannig eru sýrurnar
gerðar óvirkar, en þetta þarf að
endurtaka árlega. Þvi hafa
verið gerðar tilraunir með ýmis
efni til sýruvarnar, er reynzt
hafa mjög misjöfn svo ekki sé
meira sagt. Um skeið var sér-
lega mælt með blöndum vita-
minefna til þessara þarfa. Lökk
af ýmsum gerðum hafa verið
reynd, en einkum hafa menn
staðnæmzt við „Epoxyefni”
sem talin hafa verið öðrum þén-
legri og haldbetri. En fleira er
reynt.
í erlendum timaritum eru nú
auglýstir plastdúkar af sér-
stökum gerðum til. þessara
þarfa. Er ekki óliklegt aö hér
verði staðnæmzt við einhverjar
tegundir plastefna, sem hér
verði öðrum virkari, haldbetri
og ódýrari. Um þessi efni
þurfum við að vera vel á verði.
Ef plastdúkar reynast öðrum
efnum betri er liklegt að viðeig-
andi þyki bara að þvo gamla og
tærða steinveggi votheyshlaðna
. með lútvatni og klæða siðan
með dúk.
Ég veit ekki til þess að dúkur
af umræddum gerðum hafi til
þessa verið prófaður hér, en það
væri á fyrsta stigi sjálfsögð
skylda Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins að gera, svo að
bændur fari ekki að eyða stórfé
til dúkakaupa nema reynsla og
tilraunir sýni að það sé hag-
kvæmt.
Umræddir dúkar til þessara
þarfa eru nýlega komnir á
markað og hef ég ekki séð um
þá skrifað (utan auglýsinga)
nema hjá Bondebladet, sem
gefið er út hjá Norges Bondelag.
Þar segir i lauslegri þýðingu:
,,Nú er kominn á markaö
ofinn plastdúkur, sem festur er
efst á veggjum votheys-
hlöðunnar. Samkvæmt fyrir-
sögn framleiðandans þarf ekki
annan undirbúning að klæðn-
ingu með hann en að bursta
rækilega burt gamlar fóður-
leifar á veggjunum. Veggirnir
mega vera sirakir. Dúkurinn er
gljáður áannarri hliðinni en voð
felldur á hinni og gljáða hliöin á
að snúa inn að fóðrinu i hlöð-
unni. Loðfellda hliðin fellur vel
að veggnum en gljáða hliðin
veitir litið viðnám svo að fóðrið
úti við vegg sigur vel saman.
Framleiðendur tjá, að
umrædd plastgerð þoli vel verk-
anir sýrunnar i votheyshlöðum.
Þess má geta um leið, að á
markaði eru nú plastdúkar, sem
hægt er að lima á votheyshlöðu-
veggi að innan. Þeir þétta vel
hvort sem þær eru geröar úr
timbri eða steinsteypu”.
XXX
Fleiri orð þarf raunar ekki aö
hafa um þessi efni eins og sakir
standa, en i þvi trausti að vot-
heysgerð aukist svo um munar
á komandi árum hljóta bændur
að auka hlöðurými að miklum
mun og þá er ekki bara viðeig-
andi — heldur nauðsynlegt — að
kanna jafnframt hvað við á til
þess að tryggja endingu hlaön-
anna. Þessa er ekki bara þörf,
það er nauðsyn og vegna þess
þarf eitthvað aö gera.
Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík:
Mæðralaun með einu barni allt of 1 ág
Aðalfundur Bandaiags
kvenna i Reykjavik haldinn þ.
26. og 27. febrúar sl. gerir þá
lágmarkskröfu, að elli- og ör-
orku-, ekkju- og ekkilsbætur
þeirra, er ekki hafa iifeyrissjóð
á bak við sig eða önnur eftir-
laun, séu aldrei lægri en 70% af
öðrum taxta Dagsbrúnarlauna.
Fleiri tillögur i tryggingamál-
um komu fram á fundinum svo
sem um það, að hjón fái greidd-
an ellilifeyri á sama hátt og
væru þau tveir einstaklingar.
Einnig lýsti fundurinn yfir fylgi
sinu við þá kröfu einstæðra for-
eldra að mæðralaun með einu
barni hækki. Mæðraiaun meö
einu barni séu alit of iág miðað
við þau mæðralaun, sem fást
mcð fleiri en einu barni.
„Aðalfundurinn telur það
réttlætismál, að fráskildar kon-
ur, sem fá greiddan lifeyri frá
fyrrverandi maka, geti fengið
hann greiddan i gegnum Trygg-
ingastofnun rikisins á sama hátt
og meðlagsgreiðslur.
Lögð er fram tillaga þess efn-
is, að 13. grein almannatrygg-
ingalaganna frá 1975 nái einnig
tileinstæðs foreldris, sem verð-
ur aö annast vanheilt barn á
heimili sinu. 113. grein segir að
greiða megi maka- og örorkulif-
eyrisþega makabætur allt að
80% einstaklingslifeyris, ef sér-
stakar ástæður eru fyrir hendi.
crkpallaleiqa
sala
umboðssala
Stálverkpallar til hverskonar
viöhalds- og málningarvinnu
úti sem inni.
Viðurkenndur
öryggisbúnaöur.
Sanngjörn leiga.
■■■ VERKPALLAR. TENGIMÓT UNDIRSTÖÐUR
Verkp&llari
VIÐ MIKLATORG.SÍMI 21228/
»...og <pf þeim upp
málið á okkur báðum«
»Þeir skera svampinn alveg eins og
maður vill og sauma utan um hann líka, ef
maður bara vill.«
»Já, Lystadún svampdýnur...«
»Hættu nú aö tala, elskan mín«
...efni til að spá í
LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55
MALLO!
Sendum
í póstkröfu
um land allt
Vandaö
sófasett
N. á ótrúlega lágu verði
Staðgreiðsluverð aðeins Husga9n|d»
222.300
Jon Loftsson hf
Hnngbraut 121
Simi 10600