Tíminn - 21.05.1978, Side 10
10
Sunnudagur 21. mai 1978
— stúdentauppreisn
og vorleysing
Forsetatið de Gaulle
einkenndist á yfirboröinu, af
mikilli festu á flestum sviðum.
Eftir hið mikla umbreytinga-
timabil frá 1958 til þess að Alsir
hlaut sjálfstæði 1962 kom timi
rólegrar þróunar. — Frönsku
nýlendurnar og verndarsvæðin
höföu fengið sjálfsákvörðunar-
rétt um framtið sina, og tengslin
við Frakkland voru leyst án
verulegra átaka. Frakkar höfðu
sér til mikils léttis losnað úr
Vietnam-feninu. Þeir unnu að
þvi að koma sér upp kjarnorku-
vopnum, og tókst það. Velsæld
óx og framleiðsla til Utflutnings
varð æ meiri. Staða frankans
efldist, og hin sjálfstæða utan-
rikisstefna de Gaulle leiddi til
þess að taka varð tillit til sér-
stöðu Frakka i flestum meiri
háttar málum.
Vietnamstriðið skyggði á öll
önnur alþjóðamál eftir að Kúbu-
deilan 1962 var til lykta leidd.
Frakkar, undir forystu de
Gaulle, gagnrýndu Bandarikja-
menn fyrir þátttöku sina i þvi.
Jafnframt þvi einsetti de Gaulle
sér að efla Evrópu, bæði til þess
að skapa nokkurs konar þriðja
afl i' alþjóðapólitik, og eins til að
styrkja Frakkland með vinsam-
legri sambúö við bæði Vest-
ur-Þýzkaland og Sovétrikin.
Ahrif Frakka voru þvi talsverð
á þessum tima og endurspegl-
aöist það innanlands. André
Malraux var menningarmála-
ráðherra og beitti sér fyrir
miklum umbótum á mörgum
sviðum þeirra mála. 1 tækni og
visindum gerðu Frakkar einnig
stórátak til að komast I fremstu
Stúdentar i aprilsól á grasslétt'
unum í Nanterre. Átökin voru
að hefjast um þetta ieyti.
6. maf I latfnuhverfinu I Paris. Stúdentar grýta lögregluna með
götusteinum. Fjórir stúdentar hafa verið dæmdir fyrir þátttöku I
aðgerðunum i Sorbonne 3. mai.
Hreinsunardeildin var i verkfalli og rusl og sorp safnaðist saman á
götum Parisar.
röð. Tvimælalaust eru Frakkar
i fremstu röð á flestum sviðum
menningar og visinda, og átti de
Gaulle sinn þátt i, að fremur en
hitt var ýtt undir aukinn hlut
þeirra i þeim efnum.
Staðnað þjóðfélag
Undir yfirborðinu var þó flest
littbreytt frá þvi, sem áður var.
Frakkar eru mikil landbúnað-
arþjóð og verulegur hluti fram-
leiðslu þeirra er vin og aðrar
landbúnaðarafurðir. Lengi hef-
ur verið óbrúanlegt djúp á milli
iðnaðarborganna og verzlunar-
miðstöðvanna i landinu og
sveitaþorpanna og dreifbýlla
landbúnaðarhéraða. Paris og
landsbyggðin eru hugtök, sem
túlka þessa skiptingu i huga
flestra Frakka. Gamaldags
landbúnaður, með litilli fram-
leiðni, iðnaður sem meir og
meir varð háður erlendu fjár-
magni, skólakerfi sem verið
hafði óbreytt áratugum, jafnvel
öldum saman, stjórnkerfi, sem
byggðist á mikilli miðstýringu
og ákvörðunum embættis-
manna i Paris, allt þetta átti
hlut að þeim atburðum, sem
urðu i Frakklandi i mai 1968, tíu
árum eftir að de Gaulle kom til
valda að nýju. Mai 68 er fyrir
löngu orðið sérstakt hugtak,
menningarlega og stjórnmála-
lega, ekki bara i Frakklandi
heldur um allt norðurhvel jarð-
ar.
Hér verður ekki gerö tilraun
til að lýsa þessum atburðum.
Einungis vildi ég rifja upp
nokkur atriði um hina viðburða-
riku mai daga fyrir tiu árum.
Pólitik og menning
Frakkar hafa löngum haft
yndi af pólitiskum umræðum og
heimspekilegum vangaveltum
um eðli þjóðfélagsins. Franskir
menntamenn hafa gjarnan tekið
ákveðna pólitiska afstöðu, ann-
aðhvorttil hægrieða vinstri, og
ekki látið sitt eftir liggja i deil-
um um innanlandsmál. Fjöldi
franskra visinda- og mennta-
manna hefur látið að sér kveða
með blaðagreinum, þátttöku i
fundum, undirskriftasöfnun
o.sirv. Þessi mikli áhugi ein-
kenndi einnig stúdentahreyfing-
ar i landinu, og leiötogar i hin-
um fjölmennu stúdentasamtök-
um hafa haft pólitisk áhrif langt
umfram það, sem venjulegt er i
flestum öörum löndum. Þótt de
Gaulle hefði hina mestu skömm
á starfsaðferöum hinna póli-
tiskuflokka i landinu varð hann
þó að viðurkenna nauðsyn þess
að styðjast við pólitisk samtök á
þingi. Lýðveldissambandið