Tíminn - 21.05.1978, Qupperneq 15

Tíminn - 21.05.1978, Qupperneq 15
Sunnudagur 21. mai 1978 15 Rætt við dr. Alfreð Arnason erfðafræðing og Jón Þorsteinsson yfirlækni á Landspítalanum um rannsóknir á gigt hér á landi Vi&sniiin smásjá, sem notuft er til vefjagrelninga. getur verið hraust að öðru leyti. Þeir Alfreð og Jón rannsaka líka stóran hóp sjúklinga með sér- stakan gigtsjúkdóm, hryggigt. Allir sjúkling- arnir reyndust hafa ákveðinn mótefnavaka, B27, en það var þegar viðurkennt á alþjóðavett- vangi. Alfreð Árnason gáði hinsvegar að fleiri erfðavisum og komst að því að ákveðið eggja- hvítuefni, BFS prótín, fylgir líka sjúkdómnum. Þessar niðurstöður og fleiri hafa þeir Alfreð og Jón kynnt á vísindaráð- stefnum erlendis frá því 1976. Rannsóknin hefur þegar leitt í Ijós að gigt er ættlæg og fylgifiskur erfðamarka á litningi nr. 6.— Hinsvegar höfum við ekki enn fundið hin eigin- legu „gigtargen", því það er oft erf itt að greina á milli erfða og um- hverfisáhrifa, segir Al- freð Árnason erfðafræð- ingur. — Líklega er það sem veldur hryggigt eitt- hvað, sem er á milli þess-- ara tveggja punkta, sem við nú höfum fundið, B27 mótefnavakans og BFS prótínsins, sem eru nálæg set á litningnum. Fylgjast með erfðavísum milli kynslóða Alfreð Árnason og Jón Þorsteinsson hafa líka rannsakað stórar fjöl- skyldur, þar sem meira ber á gigtsjúkdómum en gerist meðal þjóðarinnar almennt. Rannsóknir sem þessi hafa vísindalega þýðingu. — Með þeim gerum við okkur Ijósan uppruna erfðaþáttanna, sem í þessu tilfelli eru á sama litningum, segir Al- freð Árnason. — Við er- um farnir að fylgjast með einum litningi milli kynslóða og hvernig hann speglar sjúkdómsum- hverfið með erfðavísum sínum. Hjá f jölskyldunum var um marga gigtsjúkdoma að ræða og er Alfreð Árnason þeirrar skoðun- ar að eitthvað sé sameig- inlegt með þeim, sem við vitum enn ekki hvað er. Slíkar rannsóknir gætu einnig haft hagnýta þýð- ingu á þann hátt áð menn gruni fyrr hvaða sjúk- dómur sé á ferðinni og Dr. Alfreft Arnason erfðafræðingur i Jón Þorsteinsson læknir Timamyndir SE sóknum í sjúkdómaerfða- fræði. Þær er hægt að stunda betur á íslandi en annars staðar vegna þess hve ákveðin héruð voru hér einangruð til skamms tíma og skyldleikaræktun því mikil (inngiftingar). Auk þess er almennur ættfræðiáhugi í landinu og skrásetning góð. — ís- lendingar eru auk þess sérstaklega samvinnu- þýðir í slíkum rannsókn- um, segir Alfreð Árna- son, sem segir sam- starfsmenn sína hafa komizt í lífshættu í Bret- landi þegar hann vann þar að svipuðum rann- sóknum. Ökostirnir við að stunda slíkar rannsóknir hér eru hins vegar hve af- skekkt landið er og erfitt uðfá hráefni til greining- ar. Erfitt og kostnaðar- samt er um vik að fara og finna stéttarbræður til skrafs og ráðagerða. En eftir að hafa reynt hvort tveggja telur Alfreð Árnason kostina miklu þyngri á metum en gall- ana. Erlendir samstafs- menn hafa verið örlátir gagnvart ættarrannsókn- um í sjúkdómserfðaf ræði hér. Þeir hafa gefið milljónir króna í grein- ingarefnum. En millilítr- inn af slikum efnum kost- ar allt upp í 100.000 kr. en þá er að vísu hægt að nota þann sama millílítra mikið eða í allt upp í 1000 f lokkanir. — Við gefum okkar þekkingu á móti, segja þeir Alf reð og Jón. — Við gætum einnig unnið greiningarefni (mótefni) hér, en þau fást hjá ófrískum konum, og eig- um við meira af góðum mótefnum en aðrir vegna skyldleikaræktunarinnar. — En það þarf að vinda bráðan bug að ættarrann- sóknunum. Þær þurfa einkum að beinast að fólkinu sem nú er 60-70 ára, því nú er fólkið sem óðast að dreifast. Til þess að ná í þekkinguna, sem býr í erfðavísum þessa gamla fólks, þarf að gera stórátak á næsta áratug, annars verður það of sein. Erfðaf ræðirannsókna- deildtóktil starfa í fyrra Erfðafræðirannsókn- irnar hafa þegar hlotið viðurkenningu hér, en í fyrra var stofnuð erfða- fræðirannsóknadeild við Blóðbankann, en for- stöðumaður hans, Ólafur Jensson læknir, hefur mikinn áhuga á fram- gangi þeirra. — Við værum ekki enn byrjaðir ef við hefðum farið eftir þeim reglum, sem gilda hér á landi, sagði Alfreð Árnason. þ.e.a.s. byrja á því að sækja um húsnæði, þetta og hitt o.f .f rv. — Við bara byrjuðum. Það er þó ekki svoaðskilja að við höfum brotið nein lög. Þess má ennfremur geta hér til fróðleiks að aðferð sú við vef jaflokk- un, sem lýst var hér að framan, er bezta aðferð sem til er til þess að út- kljá barnsfaðernismál. Henni er þó ekki beitt nema þegar blóðflokka- greining bregst vegna þess að búið var að taka þá aðf erð upp áður og svo er enn víðast hvar. Einnig er hún mjög mikilvæg við vefjaflutninga og flutn- ing á merg milli einstakl- inga. Þá skal það einnig upp- lýst að í skyldleikarækt- uðum ættum erfast oft bæði góðir og slæmir eiginleikar. Engar rann- sóknir á síðustu árum hafa bent til þess að skyldleikaræktun sé til bölvunar hvað val á eiginleikum snertir. Hagstæð skilyrði hér á landi til erfðafræðirann- sókna geta og hafa orðið til þess að erlendir vís- indamenn sækjast eftir að koma hingað. Á árun- um 1972-74 fór hér f ram á vegum Erfðafræðinefnd- ar Háskóla íslands í al- þjóðasamstarfi rannsókn á erfðamörkum í syst- kinabörnum, sem tók til á sjötta hundrað íslend- inga. Nú eru niðurstöð- urnar farnar að koma í Ijós. — Við þiggjum flest af öðrum í vísindarannsókn- um, segja Alfreð Árnason og Jón Þorsteinsson. I erfðaf ræði er okkar sterka tillegg til vísinda og þar getum við keppt við stórþjóðirnar. Það er skylda okkar að þessi þekking fari ekki for- görðum. S.J. meðferð gæti því hafizt fyrr. Einnig getur það skipt máli þegar um ógreindan gigtarsjúkdóm er að ræða að vita af hvaða vefjaflokki sjúkl- ingurinn er til að vita hvers eðlis sjúkdómurinn er og geta gripið fyrr inn i með réttri meðferð. I upphafi rannsókn- anna voru sjúklingar með ákveðna gigtsjúkdóma teknir fyrir og vefja- greindir til að vita hvort fylgnin á (slandi við hin ákveðnu erfðamörk væru eins og annars staðar eða ekki. Reyndist fylgni svipuð hér og annars staðar. Kostirnir þungir á metun- um Miklu meira þyrfti að vinna hér að ættarrann-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.