Tíminn - 21.05.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. mai 1978
19
Morgunn i mai:
Nýr ljóðaflokkur Matt-
híasar Johannessen með
myndum Erró
Fremst litill
og forvitinn drengur
á stuttbuxum, svörtum
sokkum og röndóttu
lopavesti:
ég þekki hann að visu ekki
lengur
þó ég sjái að hann er ég.
Svo kveður Matthias
Johannessen i nýjustu ljóöabók
sinni, Morgunn i mai, en bókin
kom á markað nú fyrir nokkru.
Morgunn i mai er samfelldur
ljóðaflokkur og fjallar um æsku
skáldsins I Reykjavik á striðs-
og hernámsárunum. Brugöið er
upp röð hraðfleygra svipmynda
af mönnum og málefnum
þessara ára, bæjarbrag og þjóð-
lifi, hugsunum og draumum
ungs skáldhuga. Sifellt er tekið
mið af atburðum timabilsins
sem snertu lif drengsins og mót-
uðu hugsanir hans. Sérvitringar
og spekingar Reykjavikur stiga
fram á siðum bókarinnar og at-
burðir i menningarlifi, skáld-
skapur og bókmenntir áranna
birtast eins og myndir á tjaldi.
Fremst er stuttur inngangur i
ljóði um æskuheimili skáldsins
og það andrúmsloft sem
skáldhuginn ungi ólst upp við.
Að lyktum er eftirmáli þar sem
skáldið reynir að rifja upp
nokkra meginþætti og óttast að
lærdómar þessara ógurlegu
tima i sögu mannkyns kunni að
gleymast þeim sem siðar vaxa
úr grasi. Kveður Matthias þar
um svipaðar hugrenningar og
Brecht gerði forðum um sama
efni.
Matthfas Johannessen.
Ljóðaflokkurinn, Morgunn i
mai, er kveðinn á léttum, frjáls-
legum og hröðum hætti. Skáldið
hefur sjálft sagt i viðtali aþ Ijóð-
formið beri þessum upplausnar-
timum vitni, það sé hvorki hefð-
bundið né óbundið, og er orð að
sönnu. Yfirbragð verksins er
létt og leikandi og ber orðgnótt
og sannkallaðri hagmælsku
vitni, en undir niðri vakir hlýja
og nokkur mannleg eftirsjá eftir
þvi mannlifi sem lifað var á
þessum æskuárum skáldsins.
Ljóðaflokkurinn ber höfundi
sinum vitni m.a. I þvi hve
áreynslulaust myndirnar þjóta
hjá, og þó alveg skýrar, hve
skáldinu er létt að bregða upp
kankvislegri mynd af manni eöa
atburði, hve hugarflugið er létt
og andrikiö mikið þegar bezt
lætur.
Og þarna er lika aö finna
áhættu þess skálds sem á létt
um tungutak. A stöku stað er
eins og orðin verði um örskots-
stund sjálfvirk og nokkrum
óþörfum orðum sé bætt viö hug-
mynd sem þegar var dregin
alveg skýrum linum.
En þetta breytir engu um það
að ljóðaflokkurinn er kveðinn af
mikilli lipurð og skemmtilegri
rimleikni. Að sumu leyti er
þessi ljóðaflokkur ekki aðeins
æskuminning, og ekki aðeins
svipleiftur liðins upplausnar-
tima i islenzku þjóðlifi. Hann
felur einnig I sér menningar-
sögulega afstöðu, umsögn um
það sem var aö gerjast á þess-
um tima i þjóðlifi og menningu.
Og umsögn Matthiasar mótast
af umburðarlyndi og hlýleika,
þeim „líberalisma” i menn-
ingarmálum sem hvað sem
hver segir hefur með árunum
verið að ná æ betri tökum á
viðhorfum hans, jafnvel út fyrir
skáldskapinn og yfir i önnur
skrif hans og afstöðu.
Bókin, Morgunn i mai, er 82
bls. I þægilegu ljóðabókarbroti.
Myndamót hafa annazt útlit og
umbrot, en Prentsmiðjan Oddi
og Sveinabókbandið vinnslu
bókarinnar að öðru leyti.
I bókinni eru 25 litmyndir sem
listamaðurinn Erró"
(Guömundur Guðmundsson)
hefur gert i sinum sérstæða stll.
Eru þær unnar upp úr ljós-
myndum að hluta, og bregða að
sinu leyti ljósi á ýmislegt þaö
sem skáldið vikur að I ljóðun-
um. js.
BUNDRAVÖRUR
ERU BESTARf
I Blindravinnustofunni Hamrahlíð 17 í Reykjavík
eru framleiddar allar tegundir bursta í fullkomnustu
vélum semvölerá. Vandvirkni blinda fólksins tryggir
fyrsta flokks vöru.
BeriÓ verðió saman við verð á hliðstæðri vöru!
Söluumboð:
Þýzk-íslenzka
mzlunarfélagiú hf
SÍÐUMÚLA 21 • SÍMI 8-26-77 m
Blindravinnustafan
HAMRAHLÍÐ 17 • SÍMI 3-81-80
Skodsborgarstóllinn
Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og
íhvolft bak fyrir góða hvíld.
Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að risa upp úr
djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega.hvfldarstellingu.
Stóllinn er framieiddur fyrir áeggjan forstöðumanna eiii- og
endurhæfingarstofnana hér á landi.
Nafniö gáfum viö honum án nokkurrar hugmyndar um hvort svo
góður stóli sé til á þvl fræga hvlldarsetri.'
Opið til kl. 7 föstudaga
og hádegis á
laugardögum
SMIDJUVEGI6 SÍMI44544
LSbdfin
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleitt aö þurfa aö
biöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
wRAFAFL
Skólavörðustig 19. Reykjavik
Simar 2 17 00 2 8022
m TILKYNNING TIL ÍBÚA
f BREIÐHOLTI III
Stofnsett hefur verið heilsugæslustöð í Breiðholti. Þjónustusvæði
stöðvarinnar (heilsugæslusvæði) nær til Fella- og Hólahverfa, þ.e.
Breiðholts III.
Heilsugæslustöðin er til húsa að Asparfelli 12, 2. hæð gengið inn frá
suðurhlið. °
Fyrst um sinn verður aðeins unnt að veita hluta af ibúum hverfisins al-
menna læknisþjónustu og heilsuvernd á vegum stöðvarinnar, en þar
munu i byrjun starfa tveir læknar.
Þeir ibúar i Breiðholti III, sem óska að sækja læknisþjónustu til stöðv-
arinnar, ‘þurfa að koma þangað til skráningar og hafa meðferðis
sjúkrasamlagsskírteini. Fyrstu þrjá dagana verða eingöngu skráðir
þeir ibúar hverfisins sem ekki hafa heimilislækni, og njóta þeir þvi for-
gangs.
Skráning hefst mánudagThn 22. mai og verður opið kl. 10-12 og 13.30-15
til 31. mai.
Læknar stöðvarinnar hefja störf 1. júni.
Tekið verður á móti tímapöntununi i sima 75100.
Reykjavík, 17. mail978.
Heilbrigðismólaráð Reykjavíkurborgar
Borgarlœknirinn í Reykjavík
Sjúkrasamlag Reykjavíkur