Tíminn - 21.05.1978, Side 23

Tíminn - 21.05.1978, Side 23
4í6I l*5íf* .lö' Sunnudagur 21. mai 1978 S5S 23 Náttúruunnandi í fóSkí listum Norræna húsinu o g £1. Það hefur verið talsvert um að vera i Norræna húsinu sið- ustu vikurnar, ágætar sýningar i kjallaranum. en uppi hefur verið haldið rithöfundaþing, sýning á umhverfi og heimilis- brag i Christianiu og einhverjir hafa verið að spila og syngja og að halda erindi. Það er ekki auðvelt að setja svona húsi forskrift, en það er hægt að kvarta eða láta i ljós gleði sina eða vonbrigði öðru hverju. Gunnar Brusewitz Hingað til lands er nú kominn merkilegur maður frá Sviþjóð i boði Norræna hússins.en það er Gunnar Brusewitz, en hann er náttUruskoðari, rithöfundur og teiknari. Hann mun dveljasthér -wfitmiplWiMæWPSM* á landi ásamt konu sinni i tvær vikur. Gunar Brusewitz er rúmlega fimmtugur að aldri og hefur unnið eljuverk á sviði náttúru- verndar. Hann er þekktur drátt- listarmaður iheimalandi sinu — og reyndar viðar fyrir fugla- myndir og náttUrulýsingar. Hefur Gunnar gefið Ut fjölda bóka, sem flestar fjalla um fuglaskoðun, dýrafræði og nátt- úrufræði almennt. Þá er hann einnig þekktur fyrir útvarps- þætti og sjónvarpsþætti um sama efni og einnig hefur hann gert kvikmyndir. Það hefur verið komið fyrir litilli sýningu á verkum Gunn- ars í bókasafni Norræna húss- ins, og þar getur að lita teikn- ingar, vatnslitamyndir og graf- » *&**&»** fT,, £ v..^- * ' -- - ' v Fuglamynd eftir Gunnar Brusewitz ik (offset) eftir hann og enn- fremur allmargar fallegar bæk- ur. Frá sjónarmiði myndlistar- innar eru þetta vel gerðar myndir, ensem bóklýsingar eru þær frábærar. 1 þeim er sérstök stemning, ást á mús og fugli. Gunnar Brusewitz glamrar ekki, hann dregur allt fram, lika veðurfar og árstiðir. Það er áhugavert að fá þenn- an gest i mýrina við Norræna hUsið, þar sem eina eftirlifandi mýrlendið á höfuðborgarsvæð- inu er að finna, og það i sjálfri varptiðinni. Þetta svæði tak- markast af Tivoli og flugvellin- um, byggðinni i Skerjafirði, prófessorahverfinu, háskólan- um, Norræna húsinu, fótbolta- vellinum og Hringbrautinni. Þarna er allt morandi af lifi i mýrlendinu, og þetta lifriki ber okkur að varðveita. Steinþór Sigurðsson, listmál- ari, sem gengur þarna oft um, hefur sagt mér að þetta sé alveg ótrUlega auðugt svæði, og hann leggur til aö þvi verði þyrmt, en almenningur fái i staðinn að ganga þar um á tré plönkum um kviksyndin, en nóg um það. Gunnar Brusewitz mun halda tvo fyrirlestra hér, og verða þeir báðir um garð gengnir, þegar þetta kemur á prent, en auk þess mun hann sýna hér kvikmyndir. Fjalla erindin um samskipti mannsins við gróður á norðurslóðum. Sýningu Gunnars Brusewitz lýkur 21. mai. Það er fengur að komu Gunn- ars Brusewitz i Vatnsmýrina, þvi áhugi á votlendi fer vaxandi hjá fleirum en ræktunarsam- böndum og öðru vélskóflufólki. íslenzka mýrlendið er dýr- mætt. Með landþurrkun hefur tekizt að stækka tún, en kunnug- ir segja að sé skynsamlega á málunum haldið, sé fuglalif ekki i hættu. Nýtt lif i Vöku Sjónvarpsþátturinn Vaka er liklega með elztu þáttum is- lenzka sjónvarpsins, og oft einn sá leiðinlegasti sem sjónvarpið sýnir, einkum þegar þangað eru leiddir menn með svo þunga steina menningar og lista fyrir brjóstinu, að þeir koma bókstaf- lega ekki út úr sér einu orði, sem almenningur skilur á venjulegan hátt. Nú virðist vera að verða á þessu talsverð og ánægjuleg breyting. A égþarvið þátt Gylfa Gislasonar um húsagerð i Reykjavik og nú siðast þátt Guðmundur Emilssonar. Gylfi Gislason er náttúru- barn, og hann hefur góð augu i vökustarfið. Hápunkturinn er þó þáttur Guðmundar Emilssonar um tónskáldin. Hann var ftillur af fróðleik og léttri kimni, en þátt- urinn snerist um „pöntun” á tónverki eftir Þorkel Sigur- björnsson, tónskáld. Einnig var rætt við nokkur önnur fremstu tónskáld okkar, þar á meðal Jón Ásgeirsson, Atla Heimi og Pál P. Pálsson. Ég hygg að þessi þáttur hafi gert tónskáldunum og þjóðinni mikið gagn og þá islenzkri menningu um leið, — og það sem mest er um vert, þátturinn er ágætt sjónvarpsefni lika og skemmtilegt i sniðum, þannig að þeir, sem sækja athvarf sitt i sjónvarpsskassann hvert kvöld, fengu lika sitt. Sjónvarpsefni um listir getur gert mikið til þess að auka á- huga manna á listum, en sjón- varpið getur lika drepið listina, með þvi að grafa hyldýpi milli þjóðar og listamanna, einsog gert hefur verið á undangengn- um misserum (oft), þar sem umræðan hefur verið á svo háu plani, að hún þarf ekki á fjöl- miðli að halda, heldur frekar myrkvuðu herbergi fyrir fáeina menn. Jónas Guðmundsson Þorkell Sigurbjörnsson, skáld. tón- í ffl 'P í ffl fplTwft1^ T'f/H SÝNA ALLT ÁRIÐ eigin framleiðslu í stórri og smekklegri verzlun sinni að SÍÐUMÚLA 30 Smá sýnishorn af því nýjasfa í framleiðslu okkar í sófasettum: VERIÐ VELKOMIN AÐ SÍÐUMÚLA 30

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.