Tíminn - 21.05.1978, Síða 26

Tíminn - 21.05.1978, Síða 26
26 Sunnudagur 21. mai 1978 Nútíminn ★ ★ ★ SJEINN: //Geimferð" (Geimsteinn GS 107). G. Rúnar Júliusson (söngoi moog/ bakraddir, slagverk), María Baldursdóttir (söngur, bakraddir, ó Vignir Bergmann (söngur, píanó, gítarar, moog, bakraddir) Finnbogi 3|son (bassi, píanó, bakraddir, slagverk) Hrólfur Gunnarsson (trommur, Magverk) Reynir Sigurðsson (marimba, slagverk) Sigurður Rúnar Jóns- f) Björgvin Halldórsson (munnharpa). Hljóðritun: Hljóðriti h.f. í Hafnar- iptökustjóri: Jónas R. Jónsson. Pressun: Soundtek USA. Hönnun umslags: ín Eggertsson. Dreifing: Fálkinn h.f. Nýtí hljó Geim sem plötu Rúna endu eigna hljóm þessi sj (merk: teygja* kom á markaöinn með hljómsveitinni cii. A blaðamannafundi ínn var i tilefni útkomu kom fram i máli G. Sliussonar, eins af stofn- íljómsveitarinnar og §|la i samnefndu |tufyrirtæki að plata i* ber heitið „Geimferð” Sgt hvað fólk nennir að jþann) er að vissu leyti tileinkuð ,,ári hestsins” sem hófst fyrir skömmu samkvæmt kokka- bókum Kinverja. Þessa gætir vitanlega á plötunni, þvi að i ófá- um laganna er sungið um hesta og hestamenn. Annars má i þessu sambandi nefna að það eru fleiri sem eru i hestahugleiðingum en Geimsteinsmenn þvi að nýlega sendu Jethro Tull frá sér plötu sem heitir „Heavy Horses” en trúlega eru það einhverjir aðrir hestar-en hestarnir i Keflavik sem þeír syngja um. Einnig eru liðsmehn Brimklóar i útreiðar- hugleiðingum svo að einhver dæmi séu nefnd. Þá kom það og fram að platan er ekki sizt gefin út meði það fyrir augum að i ár verður^þaldið eitt stærsta hest- mannamót sem haldið hefur verið hérlendís. Annafs eru þeir Geimsteins- menn ssio til nýkomnir heim frá ★ ★ ★ Bandarikjunum þar sem þeir dvöldu i þrjár vikur og spiluðu m.a. á næturklúbbum á Long Is- landogfyrir Islendinga þarytra. Þá hefur Geimsteini verið boðin þátttaka á Scandinavian Ameri- can Festival sem haldið verður i ágústbyrjun n.k. og þá trúlega einhvers staðar á austurströnd Bandarikjanna. Ekki kvað G. Rúnar Júliusson þá liðsmenn i Geimsteini hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort þeir þiggja boðið en vissulega er það freistandi. A fundinum kom ennfremur fram að væntanlegar eru nokkrar hljómplötur á markað á árinu frá hljómplötufyrirtækinu Geim- steini en ekki treysti G. Rúnar Júlfusson sér til þess að gefa upp frá hvaða aðilum þær væruaðsvo stöddu þvi að samningar um út- gáfuna eru enn á frumstigi. Nokkrar breytingar eru á döf- inni varðandi eignatilhögun Geimsteins h.f. en þær eru helzt ar að Þórir Baldursson kemur inn sem aðaleigandi i fyrirtækinu Ekki kvað G. Rúnar Júliusson loku fyrir það skotið að önnur hljómplata kæmi á markað á ár- inu með Geimsteini (hljómsveit- inni) það færi allt eftir viðtiSíum þeirrar plötu sem hér er til um- fjöllunar, en fyrsta upplag hennar eru 1500 plötur og 500 kassettur. Svo vikið sé að efninu á „Geim- ferð” þá hefst hlið eitt á lagi eftir Finnboga sem heitir „Að eiga sér draum”, en texti er eftir G. Rún- ar Júliusson. Þetta er mesta ágætislag fyrir þá sem hafa gaman af „disco-músik”, en María syngur aðalrödd i þessu lagi. Aftur á móti er textinn frek- ar slakur sem og obbinn af textunum við lögin á plötunni en þó undanskil ég Steingrim Thor- steinsson og Albert i þeim efnum. „Hvað heldur þú um það?” eftir G. Rúnar Júliusson tekur við þar hljómplata Geimsteini Hljómsveitin Geimsteinn sem draumurinn endar og finnst mér það að mörgu leyti minna á það sem var að finna á plötunni Hljómar 74 en þar átti Rúnar Júliusson drjúgan þátt I lagasmíð eins og almenningi ætti að vera i fersku minni. Sem sagt ágætis lag en textinn fellur i sömu gryfjuna og svo margir ættingjar hans á þessari plötu hafna að lokum i, en þó er hann að vissuleyti skemmmtilegur að einu leyti þ.e. vegna tvlræðs orðalags eða hvað á G. R. Júli'usson við með orðun- um „Minum ástarvökva sái og það gleður mig”? „Draumrof” eftir Vigni Berg- mann er mesta prýðislag og i textanum hans Alberts riða menn um á kviðsignum rugguhestum og fer vel á þvi. Söngur í þessu lagi er' að ég vil segja næsta Spil- verkslegur svo að einhver við- miðun sé höfð en annars má það um hann segja að hann er góður og stendur vel fyrir sinu. Hiið eitt lýkur á lögunum „A góðum tima” og „Ég elska þig svo heitt” ogað minu matierbezt aðhafasemfæstorð um þessi lög. Hlið tvö hefst á laginu „Ég sé um hestinn” eftir Jerry House en textinn er saminnaf G. R. Július- syni. Agætt lag hratt og fjörugt svo að við skulum láta textann liggja á milli hluta. Eftir að séð hefur veriö um hestinn rokka þeir Geimsteinar örlitið með gamalkunnugt lag Frh. á bls. 33! f * 1 ■ i ail Mæðradagur „ræfla” Ræflar og mæður þeirra Fyrir skömmu héldu þeirsem oftast eru kallaðir ræflarokkar- ar upp á útkomu plötu sem nefn- ist „Iiope And Anchor Live” en hún er hljóðrituð á eins konar hljómleikum á einum vinsæl- asta „punk-bar” Lundúnaborg- ar. Aðstandendur hljómplöt- unnar sem margir hverjir eru á meðal þekktustu tónlistar- manna Breta a.m.k. af yngri kynslóðinni buðu mæðrum sin- um að vera viðstaddar hátiðar- höldin ogerekki annaðað sjá en að þeim hafi likað uppátæki sona þeirra og dætra mæta vel. A myndinnieru: (Fremri röð frá vinstri) John Potter (Wilko Johnson Band) og möðir hans frúPotter, KeithOwen (Surbur- ban Studs) og frú Owen, Steve Poole (Surburban Studs) og frú Poole, Jean Jacques Burnel (Stranglers) og frú Burnel Jet Black (Stranglers) og gamla brýnið hún móðir hans (þessi með gleraugun). Aftari röð frá vinstri — hægri: Dave Caroll (Steve Gibbons Band) og frú Caroll, Trevor Burton (Steve Gibbons Band) og frú Burton, Paul Morton (Surburban Studs) og frú Morton, Steve Gibbons og trú Gibbons, Alan Mair (The Only Ones) og frú Mair. Fremst ' á myndinni eru ónafngreindir aðdáendur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.