Tíminn - 21.05.1978, Síða 31

Tíminn - 21.05.1978, Síða 31
Sunnudagur 21. mai 1978 /gdjj/'V /.v+7 31 SAV^ iqbM Mirv SS-20, — og aðrar skammstafanir í viðræðum Cyrus Vance og ráðamanna i Moskvu um siðustu mánaðamót var rætt um hvernig haga skyldi næstu lotu SALT-viðræðnanna og ná nii þegar samkomulagi um nokkur atriði. Arangur varð ekki ýkja mikill af umræðunum, en þó er ljóst að stórveldin muni halda áfram að fjalla um þau ógn- vekjandi viðfangsefni,sem leyn- ast undir sakleysislegu yfir- bragði SALT-skammstöfun- arinnar. Hvað þýðir SALT? Þetta er skammstöfun á Strategic Arms Limitation Talk, eða: samningaviðræður um takmörkun á kjarnorku- vopnum. Reyndar er hér um að ræða umr. umtakmörkuná burðarflauga sem flutt geta kjarnavopn, bæði eldflaugar og flugvélar. Ekki er þó um allar eldflaugar að ræða heldur ein- ungis þær sem senda má yfir heimshöfin og stórveldin geta notað til að skjóta hvort á annað heiman að frá sér. Svo kröftug- ar eldflaugar eru venjulega kallaðar langdrægar eldflaugar á islenzku, en á ensku eru þær nefndar ICBM eða Inter- continental Ballistic Missiles. Allar þær eldflaugar sem skemmra fara, kallast öðrum nöfnum. Stórveldin sýna þeim lika nokkurn sóma og umræðu- fundir um þær snúast að mestu um,hvernig þeim skuli komið fyrir i Evrópu. Þær viðræður fara fram i Vinarborg og kallast MBFR, Mutual and Balanced Force Reduction in Central Europe þ.e. gagnkvæm- ur og samræmdur samdráttur herafla i Mið-Evrópu. Þar með er ekki allt upptalið. Auk þess- ara umræðufunda er rætt um önnur áhugamálstórveldanna á hernaðarsviðinu. I gangi eru umræður um jafnvægi i her- búnaði á Indlandshafi, eftirlit með banni við tilraunum með kjarnorkuvopn, geislavopn og sýklavopn og loks er fjallað um varnir gegn gervihnöttum á sér- stökum fundum. Allar þessar viðræður gætu bent til þess.að ekkert sé stórveldunum hug- stæðara en að draga sem mest úr vopnabúnaði og eyði- leggingarmætti. Hitt er þó sönnu nær.að umræðurnar snú- ast fyrst og siðast um takmörk- un á vopnabúnaði sem nú þegar er langtum meiri en þarf til að leggja heimsbyggðina I rúst á nokkrum klukkustundum, ef menn telja sig þá nokkru bætt- ari. SALT-viðræðurnar hófust i nóvember 1969 og hafa þvi staðið i hálft niunda ár. Arangurinn hingað til er helzt sá, að 1974 náðist samkomulag um hámarksfjölda langdrægra burðarflauga og sprengjuflug- véla sem Bandarikin og Sovét- rikin máttu framleiða og eiga. Hins vegar hafa ekki neinar ákvarðanir verið teknar um þann eyðileggingarmátt sem hver burðarflaug getur haft i sér fólginn. Um það standa deilurnar nú. Samkomulag Fords og Brésnjefs i Vladivostok 1974 setti fjölda burðarflauga ákveðin takmörk. Hvor aðilium sig mátti eiga allt að 2400 burðarflaugum, þ.e. langdræg- ar eldflaugar og sprengjuflug- vélar,þar af 1320 eldflaugar sem skotið geta mörgum kjarnaodd- um að mismunandi skotmörk- um á sama tima,MIRV eins og það er kallað á máli herfræðing- anna. Talið er, að Bandarikjamenn eigi nú 2083 langdrægar burðar- flaugar, þar með taldar lang- fleygar sprengjuflugvélar en Sovétmenn eigi 2521 burðar- flaug. Hins vegar ráða Banda- rikjamenn yfir 11.000 kjarna- sprengjum en Sovétmenn 3800, að þvi að talið er. Ræður þarna mestu.hve Bandarikjamenn eiga margar eldflaugar með mörgum kjarnaoddum. Hinar nýju Minuteman-eldflaugar (Minuteman 1 og 2) eru með tólf kjarnaoddum sem skjóta má að mismunandi skotmörkum. Sovétmenn hafa ekki enn búið til það magn af kjarnaoddum i eldflaugar sem leyfilegt er sam- kvæmt Vladivostok-samkomu- laginu. Það sem einkum stendur i vegi fyrir samkomulagi nú er afstaöan til Backfire-sprengju- flugvélarinnar sovézku og Cruise-flaugarinnar banda- risku. Einnig er deilt um hinar nýju gerðir SS-20 flaugarinnar sovézku sem Sovétmenn telja meðallangdræga en Banda- rlkjamenn óttast að sé verið að endurbæta með það fyrir augum aðhún komist heimsálfa á milli. Sovétmenn hafa krafizt þess að B-52 sprengjuflugvélar Banda- rlkjamanna, þær sem flytja Cruiseflaugina, verði taldar til MIRV-flauganna en ekki venju- legra sprengjuflugvéla. Cruise- flaugin er mannlaus flugvél að- eins sex metrar á lengd, getur flogið 2700km með 800 km hraða á klukkustund alveg niðri við jörð og hæft skotmark af óhugnanlegri nákvæmni. Bandarikjamenn hafa þegar gengið langt til móts við kröfur Sovétmanna og með því að hætta við framleiðslu B-1 sprengjuflugvélanna.sem koma áttu I stað B-52 vélanna,köstuðu þeir af sér háu trompi i samningamakkinu. Herfræðingar eru margir þeirrar skoðunar að SALT-1 samkomulagið hafi hingað til haft næsta litil áhrif á herbúnað stórveldanna til takmörkunar. Sovétmenn áttu langtum færri kjarnavopn en Bandarikjamenn um það leyti sem SALT-um- ræðurnar hófust en hafa eflzt verulega siðan. Bandarikja- menn hafa lika eflzt en hlut- fallslega langtum minna. Jimmy Carter hefur fylgt þeirri stefnu til j>essa, að stöðva ei að- eins vopnaframleiðsluna heldur einnig að fækka vopnum. Hefur hann boðizt til að fallast á nokkurn samdrátt i framleiðslu eldflauga. Ennfremur hefur hann frestað um sinn að taka ákvörðun um nifteindasprengj- una, sem mikla þýðingu hefur fyrir hernaðarstöðuna i Evrópu. Á hinn bóginn hefur hann svo reynt að tengja SALT-við- ræðurnar i"hlutun Sovétmanna og Kúbumanna i Eþióþiu. Sovétmenn hafa algerlega visað á'bug þeirri hugmynd að tengja Afríku á nokkurn hátt við vopnabúnað eða herstöðu i Evrópu. öldungadeild Bandarikja- þings hefur tekið ákveðna af- stöðu til margra þeirra atriða, sem Carter og Vance hafa gefið i skyn að þeir geti gefið eftir i samningav iðræðunum, og hugsanlegt er talið,að þessi af- staða deildarinnar valdi þvi,að Sovétmenn fallist á nýjan áfanga viðræðna um takmörkun kjarnorkuvopna en þó með þvi skilyrði að önnur atriði pólitisk eða hernaðarleg verði ekki tengd við slikt samkomulag. Enda þótt Bandarikjamenn og Sovétmenn undirriti nýtt samkomulag um þessi atriði,þá stendur óhögguð sú staðreynd að stórveldin ráða yfir ægilegri orku til eyðingar,og næsta full- komnum og fáguðum tækjum til að beina henni að hverjum ein- asta bletti jarðarinnar. HÓ Brézhnev, forseti Sovétrlkjanna og Cyrus Vance, utanrlkisráðherra Bandarikjanna í Moskvu um siðustu mánaðamót er rætt var um framhald viðræðna um takmörkun á framleiðslu burðarflauga fyrir kjarnorkuvopn. DECA-DEX utanhúss-málning DECA-DEX er sérhönnuð utanhúss máln- ing, hefur frábæra viðloðun og teygjan- leika og hentar sérstaklega vel fyrir sprungin hús og þá fleti sem mæðir mikið á. Einnig er hægt að gera við sprungur með DECA-DEX um leið og málað er. DECA-DEX er sjálfhreinsandi málning sem gerir það að verkum að hún heldur sama útliti ár eftir ár. DECA-DEX flagnar ekki af vegna teygjanleika og trefja sem eru I efninu. DECA-DEX má nota á steinveggi, steinþök, járnþök, pappaþök, svalir og fleira. DECA-DEX hefur sannað ágæti sitt hér á landi 16 ár. Einkaumboð fyrir Liquid plastics limited, Karl B. Sigurðsson, Ármúla 38, sima 3-07-60. Eigum mjög gott úrval af þessum margviðurkenndu þroskaleikföngum fyrir börn á ýmsum aldri INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 V.fcTTER Tpy^ Kiddicraft ®«ow UP' ÞR OSKALEIKFÖNG ”f««d85pM|

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.