Tíminn - 21.05.1978, Page 34

Tíminn - 21.05.1978, Page 34
34 Sunnudagur 21. mai 1978 Vandaðar vélar borga HEUITIR bezt slá betur slá hraðar HP2UIV1 A-sláttuþyrlurnar hafa reimalausan og lokaðan drif- búnað, sem litils viðhalds þarfnast, tvær tromlur með breið- um burðardiskum slá upp i 30 gráðu halla, fullkominn öryggisútbúnað, hæðarstillingu með sveif frá 20 mm. til 80 mm. — Allar stillingar handhægar og auðveldar. Sláttugæðin framúrskarandi, jafnt i kafgresi sem á snögg- sprottnum túnum. IIEUMA-gæði svíkja enga. — Pantið tímanlega. HFHAMAR VELADEILD SIMI 2-21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK J Óskað er eftir tilboðum í bifreiðar sem skemmzt hafa í umferðaróhöppum. Datsun 220 c Hambler Ciassic Cortina Datsun 1200 Vega Citroen G. S. Marina Saab 96 Nova S.S. Datsun 200 L Toyota MK II Volga Landrover Disil 5 dyra Blazer S.S. í góðu lagi Blazer 6 str. B.á. f góðu lagi árgerð 1977 árgerð 1964 árgerð 1970 árgerð 1977 árgerö 1974 árgerð 1974 árgerð 1974 árgerð 1967 árgerð 1970 árgerð 1978 árgerð 1972 árgerð 1974 árgerð 1972 árgerð 1974 árgerð 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kóp., mánud. 22. maí '78 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga Bifreiðadeild, fyrir kl. 17 þriðjud. 23. maí 1978. Útboð Hitaveita Akureyrai' óskar eftir tiiboðum i lagningu dreifikerfis Hitaveitu Akureyr- ar, 9. áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Iiitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 16. mai 1978, gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. á skrifstofum Akur- Tilboð verða opm eyrarbæjar, þriðjudaginn \jr61S,ia4 OA m^í akuréy ] 11. f.h. fhítsv&itB /(í// g?vr3? lesendur segja Köld eru kvennaráð Á landsþingi Framsóknar- manna i vetur kom margt fram, er athyglisvert þótti.og var rætt af miklum áhuga. Einkum fannst mér áberandi framsókn kvenna og hylli þeirraá þinginu og mikill sóknarhugur. Þar var dótturdóttir Jónasar frá Hriflu, Gerður Steinþórs- dóttir, og virðist hún ætla að feta I fótspor skörunga. Hvað hún kemst langt á braut sinni, sést i framtiðinni. Frá Breiða- fjarðareyjum fluttist upp á hina helgu velÚ Þórsnesþings stelpu- krakki fyrir nokkrum árum. Nú er hún komin til vits og ára, og hristast nú fyrir átökum hennar efstu þingmannssæti Vestur- landskjördæmis, þvi þar fer DagbjörtHöskuldsdóttiri þriðja sætiá Framsóknarlistanum. Ör Borgarfirði flytur Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir til Suðurnesja og sezt þar ofarlega á þing- mannalista Framsóknar- manna. Undan núpum HUna- þings hefur á undanförnum ár- um sótt fram á stjórnmálasvið- inu með mjög góðum árangri Guðrún Benediktsdóttir, systur- dóttir Skúla Guðmundssonar á Hvammstanga. Það er þvi sóknarhugur i kvenþjóðinni við þessar al- þingiskosningar, nema i Suður- landskjördæmi, þar virðast konur ekki sækjast eftir hylli kjósenda. Ég brá mér til kunningja míns austur i sveitir. Hann þótti á sínum tíma sérkennilegur i háttum, var þvi oft nefndur prófessorinn af kunningjum si'n- um. Mér var boðið þar kaffi, en þar mætti betri helmingur bónda, hin skörulegasta kona. Hún fæddist með sjálfvirka tölvu i höfðinu, gat túlkað skoðanir sinar með framúr- skarandi mælskulist, svo marg- ir núverandi alþingismenn mættu öfunda hana. Og þar stóð ekki á umræðuefni. Hún sagði: Við hér á Suðurlandi og viða i dreifbýlinu verðum að borga nærri helmingi hærra verð fyrir rafmagn en Reykvikingar, og eigum við þó frumvatnsaflið, þvi það er i okkar landi. Við flytjum afúrðir okkar, ull og gærur, til vinnslu á höfuð- borgarsvæðinu, svo börn okkar verða að sækja til Reykjavikur til þess að fá vinnu við ullar- og gæruvinnslu, i stað þess að flytja vélar til vinnslunnar á hellur og velli Rangárþings, svo þau njóti árangurs af fram- leiðslu héraðsins á heimaslóð- um. Við rekum eingöngu sauðfjár- bú, og var innlegg okkar 200 lömb á siðasta ári. Þegar reikningur kom frá kaupanda þeirra, voru eftir 29.000 krónur, þegar búið var að borga af út- söluverði þeirra söluskatt, slátrun, geymslu, flutning, heildsöluálagningu, smásölu- álag, vexti, orkukaup, fóður- bæti, áburð og opinber gjöld. Auk þess fengum við uppbætur frá ríkinu, þó náði arður búsins ekki þeirri upphæð, sem ellilif- | eyrtsbæturhjóna eru i höfuðstað landsins. | Verzlunin Verðbólgan fer mánaðarlega eða jafnvel vikulega vaxandi, þrátt fyrir margitrekuð loforð og fullyrðingar forsætisráð- I herra, að nú sé hún að stöðvast. | Næsta dag birtist i íjölmiðlum í stjórnarfrumvarp um vcröfall vexti . Þessi haekkun nemur allt að 32%. Sem dærni um verzlunarmátann eru tóinatar, sem fást á eyjum við strendur Spánar, á um 50 krónur — þeir eru seldir hér á 1925 krónur. Svona mætti lengi telja.Að koma hér i verzlanir á föstudags- kvöldum og hlusta á viðræður kaupenda, er svipað og hjá Knud Hamsun i sögu hans um konurnar við vatnspóstinn. Lýsjngin er svipuð. Bankar Þeir eru of margir með of lítið fjármagn, fjöldi þeirra, fullra af „starfskröftum ”, er þjóðar- hneyksli. Starfsemi Seðlabank- ans, sem hefur útgáfurétt á seðlum, er með endemum. Áður fyrr voruseðlar bankanna gull- tryggðir. Eftir fyrri heims- styrjöld breyttist það. Seðlarnir voru gefnir út á seljanlega vöru- framleiðslu, en hana átti bank- inn ekki og ekki hægt að taka fulla vexti, þar sem lántakandi átti oftast vöruna, svo er með kjöt okkar og fisk Utgerðar- manna. Auk þess gefur Seðla- bankinn út seðla á ábyrgð rikis- ins, þvi viöskipti bankans og rikisins hafa aukizt. Rikissjóður hefur orðið að taka stór lán hjá bankanum með svonefndum yfirdrætti. í fjárlögum 1978 er gert ráð fyrir, að vextir af þess- um yfirdrætti verði i kringum 3-4 milljarðar króna, en seðlarnir eru vitanlega gefnir út á ábyrgð rikissjóðs. Bankinn hlýtur þvi að græða stórfé á þessum viðskiptum, þvi ekki er annar kostnaður viö þetta en að prenta seðlana og afgreiða þá. Mér datt i hug, hvort ekki mætti spara rikissjóði mikil útgjöld með þvi móti, að yfirdráttar- vextir yrðu notaðir í Borgar- fjarðarbrúna 1978, ölfusár- brúna 1979, i höfn við Dyrhólaey 1980 og til vélakaupa i rafstöðv- ar viðHéraðsvötn og i Fljótsdal 1981, ef þá verður búið að hanna virkjanir þessara fallvatna. Hundaæði íslendingar hafa ferðazt all- mikið hin siðari ár, svo að þriðji hver Islendingur fór landa á milliá siðasta ári, og mun þjóð- inhafa eyttmeginhluta ágóða af saltfiskssölu sinni i Miðjarðar- hafslöndum i ferðagjaldeyri og ferðakostnað á þvi ári. Mér er til efe, að gjaldeyriseign þjóðar- innar þoli þetta, þvi hún hefur litið gagn af ferðum þessa fólks. Aður ferðuðust tslendingar sér til menntunar og fróðleiks og fluttu með sér heim til tslands marganýjung. I ár er öldinönn- ur, ferðamenn til Suðurlanda virðast ekki sækjast eftir fróð- leik, heldur áfengisdrykkju, eiturlyfjaneyzlu og þvi að velta sér á mengaðri strönd spænska konungsrikisins innan um óða hunda, þvi nökkru eftir heim- komuna var send nefnd til Norðurlanda til þess að spyrja um, hvaða bifreiðasektir væru þar. Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra skrapp til Færeyja með friðu föruneyti, en láðist að spyrja um loðnu- kaupá yfirstandandi vertíð. Þvi varö að senda annan mann þangað til að spyrja um loðnu- verð, ekid eru tslendingar mjög forvitnir á ferðum sinum er- lendis. Ég held, að nægilegt sé að fara ekki oftar en fimmta hvert ár, þjóðin þolir fjárhags- iað en að útvega hálftómum frystihúsum hér sunnan lands kvarnir til vinnslu, hvort heldur marn- ingurinn átti að frystast eða vera sýrður, þvi hann er notað- ur til skepnufóðurs og áburðar og undarlegt, að slikt skyldi ekki hafa verið gert fyrir löngu. Rey kj a vikur báknið Um aldamótin var skútuöldin i hámarki. Reykvikingar höfðu algera forystu, bærinn blómgaðist. Þegar skúturnar breyttust i togara, urðu stór umskipti i landinu, þjóðinni óx ásmegin. Forystuna höfðu út- gerðarmenn og skipstjórar togaraflotans, sem kynntust framförum i nærliggjandi lönd- um á siglingum sinum. Þeir urðu fremstu menn i forystu borgarmála, og má til þeirra rekja margt af framförum i Reykjavik á þeim árum, s.s. Slippinnog önnur mannvirki við höfnina. En timarnir breytast. I stjórn borgarinnar voru kosnir lærðari menn en skipstjórar. Verkhyggni var lögð til hliðar ogborginni stjórnað með innan- tómum kjörorðunum: — Græn borg, fögur torg. Afleiðingin varð sú að bæjartogararnir urðu úreltir. Barnaleg uppbygging bæjarins samrýmdist ekki timanum. Atvinnurekendur voru hraktir úr bænum, þeir leituðu sér athvarfs á hag- kvæmari stöðum. Atvinna dróst saman i höfuðstað landsins, borgarbúar lifa á þjónustu og braskaragraut með verðbólgu- útáláti. „Ég ætla að bæta i bollana ykkar, svo gef ég ykkur sakra- mentið.”, sagði húsfreyja. Úrræði Stjórnin sendi frá sér fjárlög i byrjun þings. Með þau fóru í fararbroddi þingmenn Árnes- inga, fiðlarinn frá Hæli og nautabóndinn i Laugardælum. Þau hljóða upp á 140 milljarða króna. Þau bera vott um úr- ræðaleysi og vanmátt stjórnar landsins að ráða fram úr vanda- málum. Við bændafólk höfum á umliðnum öldum orðið að takast á við hvern þann vanda, sem á þjóð okkar hefur dunið og ráða fram úr þeim. Ég vil þvi ekki bregðast skyldu minni að gera slikt hið sama i þessu tilfelli. Vil ég benda á úrræði Vilhjálms Hjálmarssonar, en hann og starfemenn hans vildu afnema innheimtukostnað við rekstur sjónvarps og útvarps og laga með þvi hag hljóövarps. Sama vil ég gera við rekstur rikisins og breyta f járlögum í samræmi við það. Afnema allan söluskatt, tolla.skatta og launaskatt. Upp- hæð þessi mun nema um 90-100 milljörðum króna. Gefa skal spark f endann stórum hóp starfemanna rikisins, sem að þessum málum vinna. Leggja skal niður sem rikisfyrirtæki Tryggingastofnun rikisins og gera hana sjálfstæða undir stjórn almennings og greiði hver meölimur hennar prós- entur af launum eftir upp- gjöf launagreiðenda, enda fari hún jafnframt með húsnæðislán sem verið hefur. Leggja skal niður uppbætur bænda á sauðfjárafurðir, en i stað þess kaupi rikis- verzlun allar afurðir þeirra úr sláturhúsi og borgi þær með staðgreiðslu, svo og iðnaðar- vöru úr mjólk og vinnslu hennar með flutningum. Stofnuð sé rikisverzlun, sem annist allan innflutning á vörum til landsins. Rikisskipin séu tekin til flutn- ings á vörum út um landsbyggð- ina, a.m.k. á tvo staði i hverjum landsfjórðungi, þeim að kostnaðarlausu, á höfn. Yrði þá 1 jafnaðarverð á öllum vörum i landinu með þessu móti. Það mundi knýja fram aukinn iðnað f á Reykjavikursvæðinu, þvi fjár- magn það er nú liggur i heild- S sölu myndi verða nýtt til iðnað- 8 ar og lyfta Reykjavik til meiri I manndómsen verið hefur. Aðal- |

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.