Tíminn - 08.06.1978, Qupperneq 1

Tíminn - 08.06.1978, Qupperneq 1
Fimmtudagur 8. júní 1978 119. tölublað —62. árgangur Bæjarútgerð Hafnarfjarðar - bls. 3 Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Enginn grundvöllur fyrir samn- ingum um kauphækk- anir á næstunni SSt — ,,Þaö er alveg ljóst i ljósi siðustu atburða, fyrst setningu bráðabirgöalaganna um mánaðamótin og siðan nýrrar fiskverðsákvörðunar, að það er engin ástæða til að gefa fólki von um aö 1 hægt verði að semja á næstunni, og á þetta atriði lögðum við áherzlu á i viðræðum okkar við fulltrúa VMSl á fundi sáttasemjara i gær”, sagði Hallgrimur Sigurösson for- maður Vinnuveitendasam- bandsins við Tímann i gær, eir blaðiö leitaði frétta af fundin- um i gær, en það var fyrsti sáttafundur um nokkurt skeið. „Og það liggur einnig fyrir, að þessi tvö atriði auka svo á rekstrarerfiðleika fiskvinnsl- unnar að enginn grundvöllur er fyrir þvi að samningar ná- ist um frekari kauphækkanir. Það verður verkefni nýrrar rikisstjórnar hver sem hún verður að endurskoða efna- hagsmálin i heild sinni skoða þau i samhengi, en ekki ein- blina á lítinn anga þeirra eins og visitölubætur ,” sagð Hall- grimur ennfremur. I fréttatilkynningu, sem Vinnuveitendasambandið sendi frá sér eftir fundinn i gær, segir m.a. að kauphækk- anir eftir að bráðabirgðalögin tóku gildi verði mun meiri en ráð hafi verið gert fyrir. Og samkvæmt athugun sem sam- bandiðlét gera kemur i ljós að kauphækkun á flesta taxta ASÍ er á bilinu 17-20%. Með hlið- sjón af þvi sé ekki grundvöllur fyrir kauphækkunum á næst- unni. ' Forysta VMSÍ varð að „bakka” með yfirvinnubannið: LAUNÞEGAR UM LAND ALLT TOKU AF SKARIÐ forystan hvetur nú enn til pólitisks uppgjörs Greinilegter nú, að hugmyndir forystu VMSÍ um yfirvinnubann frá 10. —30. júni voru svo illa rómaöar og mættu svo almennri andstööulaunþegaumlandallt, að forystan sá sitt óvænna og bakk- aði með hugmyndina og frestun ákveðin á fundi sambandsins i fyrradag. Hins vegar hvetur hún nú til — eins og svo oft áður — að verkafólk geri kjörborðið að næsta átakavettvangi, að þvi er fram kemur i fréttatilkynningu fr VMSl um frestunina, en þar er hvergi einu orði minnzt á þá miklu andstööu sem yfirvinnu- bannið mætti hjá þorra launa- fólks i landinu. Þannig er núvitaö.að fjölmenn samtök launþega lögðust ein- dregið gegn þessari hugmynd. Verzlunarfólk á Reykjavikur- svæðinu var einhuga á móti yfir- vinnubanni, Dagsbrúnarmenn mjögtviátta iafstöðusinni til þess, en fjölmennir hópar launþega úti á landi eindregið á móti. Forysta VMSl er þó samt ekki af baki dottin og i áöurnefndri .fréttatilkynningu er verkafólk nú enn hvatt til flokkspólitiskrar af- stöðu i þessum málum, en i til- kynningunni segir, að verkafólk sé enn knúiö til að samtvinna fag- lega og pólitiska baráttu og sé þannig ljóst aö næsti átakavett- vangurinn verði kjörboröiö. Aö siöustu er svo tekið fram i tilkynningunni, að framkvæmda- stjórnin lýsi þvi yfir, að Verka- mannasambandiö muni sækja rétt sinn meö öllum þeim ráðum er henta þyki- Harkan sex á Húsavík Það verður ekki annað sagt en að það riki fuilkomið jafnrétti i atvinnumálunum á llúsavik, þvi að þegar blaðamaður og ljós- myndari Timans voru þar á ferö fyrir skömmu mættu þeir þess- ari ungu þingeysku blómarós niður við höfn, þar sem hún var i hörkuvinnu og gaf hún mörgum fullorönum karlmann- inum ekkert eftir. Tim a mynd Róbert. , ,Áheyr endur ráða ferðinni” — segja hinir irsku Dubliners FI — „Ég hef reyndar ekki komið i Laugardalshöllina, en ég er viss um að við náum upp stemmningu — það hefur okkur aldrei mistek- ist”, sagði John Sheahan fiðlarinn I írska þjóðlagaflokknum Dubl- iners I samtali við Timann stuttu eftir komuna til Reykjavikur i gær. Sheahan sagði aö ekkert fast form yrði á tónleikunum I kvöld, — kvaðst vita nokkurn veginn hvernig þeir myndu byrja og enda, en inn á milli yrðu ýmsar uppákomur I iagavali og væru þeir vanastir þvi á hljómleikum aö spila og syngja þau lög, sem um væri beðiö hverju sinni. „Þetta þýðir að við komumst stundum I bobba, ef beöið er um lög langt aftur i timann. En það er bara skemmtilegt”. Þeir félagar John Sheahan, Luke Kelly, McKenna og McCann, sem er nýr, spuröu strax um vinsældir sinar hér landi og urðu fegnir mjög við að heyra, að þar skorti ekkert á — irsk þjóðlög væru hér ihávegum höfð. Ein- hverja nasasjón höfðu þeir af þvi, að hér drykki fólk ekki opinber- lega á miðvikudögum og né góndi á sjónvarp á fimmtudögum og hlógu þeir dátt að þessum regl- um, — höfðu einhverjar áhyggjur af þvi að falla ekki inn i munstriö, en kváðu sögur um knáar drykkj- ur þeirra hreinar slúðursögur. Næsti viökomustaður Dubliners verður I borginni Brest á Britt- aniuskaga. Þar veröa þeir eins og heima hjá sér meðal Kelta., en ekki Frakka. Dubliners hafa leik- ið inn á 15-16 stórar hljómplötur til þessa, en ótölulegur fjöldi platna hefur verið gefinn út, þar sem aðeins koma til vinsælustu lög þeirra i það og það skiptið. Vii> sælasta lag Dubliners á Islandi er „Seven Drunken Nights”, en það borgar sig ekki að svekkja þá með þvi að biðja um það á tðn- leikunum i kvöld. Sá', sem það söng, Ronnie Drew, er löngu hættur, og gremst þeim sárlega að heyra á hann minnst, — sem von er. Viö komuna til Reykjavlkur I gær. T.v. Luke Kelly banjó- og gftarleik- ari, John Sheahan fiöiari og mandólinieikari, Barney McKenna banjó- og mandóiinleikari og McCann, sem er nýr og þúsundþjalasmiöur. Timamynd: Tryggvi . ..................... Ahugi á embætti borgarstjóra Fær sömu laun og forsætis- ráðherra Fulltrúar vinstri flokkanna i borgar- stjórn Reykjavikur hafa ákveðið aö auglýsa embætti borgarstjóra laust til umsókn- ar. Varla er hætta á að ekki verði sótt um stöðuna, þvi þó nokkrir aðilar hafa spurzt fyr- ir um embættið hjá forystu- mönnum núverandi sam- starfsflokka i borgarstjórninni og ekki er örgrannt um að sumir þeirra hafi látið að þvi liggja, að þeir hefðu alla þá kosti til að bera sem prýða má persónu þessa mikla embætt- is. Laun borgarstjóra i Reykjavik eru hin sömu og forsætisráðherra, eða mjög svipuð, og munu hærri laun ekki greidd i embættismanna- kerfinu Islenzka. Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvenær embætt- inu verður slegið upp, en þar til nýr borgarstjóri verður ráðinn mun Gunnlaugur Pét- ursson borgarritari gegna þvi. A morgun verður haldinn fundur i borgarráði, og á fimmtudag að viku liðinni verður næsti borgarstjórnar- fundur, og þá munu liggja fyrir mörg stefnuatriði nýja borgarstjórnarmeirihlutans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.