Tíminn - 08.06.1978, Page 9

Tíminn - 08.06.1978, Page 9
Fimmtudagur 8. júni 1978 9 á víðavangi Okkar stefna Ingvar Gislason alþingis- inaöur ritar um launajöfnun og atvinnuöryggi i Dag i sið- ustu viku. t þessari grein rek- ur Ingvar meginatriði þeirrar stefnu sem Framsóknarmenn fylgja i þessUm efnum, og er ástæða til að leggja Sérstaka áherzlu á greinargerð hans. Ingvar segir: „Við framsóknarmenn lít- um á þaðsem forgangskröfu i kjara- og velferðarmálum verkafólks og annarra laun- þega að rikisvaldið sjái til þess að haldið sé uppi fullri at- vinnu Ilandinu. Þá kröfu ger- um við siðan tii rikisvaldsins, hagsmunasamtaka launþega og vinnuveitenda sameigin- lega, að samið sé þannig um kaup og kjör að sem mestrar launajöfnunar sé gætt. Þessi krafa er ekki siður mikilvæg. Okkar stefna er þvi iauna- jöfnun og full atvinna. Hvað snertir atvinnumála- stefnu okkar þá kemur hún gleggst fram i þvi að siðustu 7 ár sem framsóknarmenn hafa verið i rikisstjórn, er ein- hver mésti framfaratimi á ts- landi frá upphafi vega. Það hefur ekki einasta verið næg atvinna, heldur að sumra dómi of mikil atvinna. Framsóknarmenn ráða ekki kjarasamningum út af fyrir sig. Að formi til hefur rDds- vaidið heldur engin áhrif á gerð kjarasamninga á al- mennun vinnumarkaði. Hins vegar væri það dauf rikis- stjórn og varla af þessum heimi, ef hún léti eins og kjarasamningar komi henni ekki við. Rikisstjórnin ber a.m.k. ábyrgð á efnahagsmál- um, og kjarasamningar skipta Ingvar Gislason alþingis- maður. miklu máli fyrir efnahagslif ið. Það hefur þvi skeð ótal sinn- um I áratugi að efnahagsað- gerðir hafa haft áhrif á kjara- samninga. Slikt er engan veg- inn æskilegt, en getur verið nauðsynlegt, sbr. máltækið „nauðsyn brýtur lög”, sem er gamall alþýðuorðskviður og stendur vel fyrir sinu, sem vit- urlegt spakmæli. Það er þvi sannast mála að framsóknar- menn treysta sér ekki til að útiloka þann möguleika að aldrei geti komið til þess að þeir verði að standa að efna- hagsaðgerðum, sem hafi áhrif á kjarasamninga. Það minnir lika á gamlan orðskvið, sem segir að menn verði stundum að gera fleira en gott þykir. En þegar þannig stendur á, að ekki verður komist hjá að hafa uppi aðgerðir gegn óheillaþróun efnahagslifsins, þá er það stefna framsóknar- manna, að slikar aðgerðir komi sem minnst við hag lág- launafólksins. Hinu getum við ekki lofað að slikar aðgerðir kunni ekki að snerta hagsmuni þeirra sem betur mega sin. Við framsóknarmenn höfum beitt okkur fyrir þvi að lág - launafólk njóti betri verðbóta- eða visitölukjara en þeir, sem hærri hafa launin. Okkur finnstþað ekki réttlætismál að verðbætur til þeirra, sem hafa 300 þús. á mán. séu hlutfalls- lega jafnháar og til verka- manns með 115 þús. kr. Við framsóknarmcnn höldum fram launajöfnunarstefnunni hvenær og hvar sem er. Það kom m.a. fram I sambandi við efnahagsaðgerðir vorið 1974 i lok vinstri stjórnar, þessi stefna okkar var áréttuð i kjarasamningum 1977 og aftur s.l. vetur, þegar efnahagsráð- stafanir voru nauðsynlegar. Og þessi stefna okkar i launa- jöfnunarmálum kemur fram i bráðabirgðalögum rikis- stjórnarinnar frá siðasta mánuði, þar sem visitölu- réttur láglaunafólks er stór- aukinn. Allt þetta vil ég árétta því að mér ofbýður hversu pólitískir andstæðingar afflytja stefnu okkar og viðhorf i kjaramál- um. Ég held að þessir herrar ættu að láta sér nægja að reyna að útskýra sina eigin stefnu, ekki er hún svo Ijós, en láta ógert að hafa uppi fasis- tiska mistútkun á skoðunum annarra.” Ingvar Gislason hittir nagl- ann á höfuðiö þegar hann lýsir rangfærslum og afflutningi stjórnarandstæðinga um þess- ar mundir á þessum megin- stefnumálum framsóknar- manna i kjara- og atvinnu- málum. Það er einmitt mjög undarlegt og vægast sagt óvið- eigandi hvernig þeir, sem þykjast bera hag launþega fyrir brjósti, hafa hegðað mál- flutningi sinum um efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar að undan förnu. Framsóknar- menn allir verða nú á næstu vikum að leggja meginkapp á að sýna fram á brestina f öfga- fullum upphrópunum stjórn- arandstæðinga og benda á það, að núverandi rikisstjórn hefur alveg brotið blað i að- gerðum sinum að þvi er snert- ir fuilt atvinnuöryggi um land allt og stefnumarkandi áfanga á launajöfnunarbrautinni. JS. Framtíðarstarf Innflutningsfyrirtæki i fóðurvörum óskar að ráða mann til starfa við innkaup og sölu á fóðurvörum. Leitað er að manni með bú- . fræðimenntun og þekkingu á fóðurvörum og eða manni með verslunarmenntun og reynslu i innflutningsviðskiptum. Skrif- legar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 15. þessa mánaðar merktar „Fóðurvörur”. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri óskast að Hraðfrysti- stöð Þórshafnar h.f., Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til 15. júni n.k. og nánari upplýsingar gefur Bjarni Aðal- geirsson, Þórshöfn, simi (96)8-12-20. Framkvæmdastjóri Suðurnesja verktakar h.f, óska eftir að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Upplýsingar gefa Jón B. Kristinsson i sima (92)2976 og (92)2193 og Einar Þor- steinsson i sima (92)3400. % Öllum þeim fjölmörgu sem glöddu mig með heillaskeytum og gjöfum og heim- sóknum á 60 ára afmæli minu þakka ég innilega og bið guð að blessa ykkur öll. Hjörtur Leó Jónsson. Erroðin komin að þér? Það er ekki ólíklegt, að þú hljótir vinning í Happdrætti Háskólans. Hátt vinningshlutfall gerir möguleikana mikla, ef þú bara manst að endurnýja í tæka tíð! Mundu, að það er mögulegt að endurnýja fleiri flokka í senn. 6. flokkur 9 <a 2.000.000,- 18.000.000.- 18 — 1.000.000,- 18.000.000,- 18 — 500.000.- 9.000.000- 207 — 100.000- 20.700.000.- 558 — 50.000,- 27.900.000,- 8.667 — 15.000.- 130.005.000.- 9.477 223.605.000- 54 — 75.000,- 4.050.000.- 9.531 227.655.000.- Dregið verður þriðjudaginn 13. júní HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall i heimi! Ef sjávarútvegur er þitt starf þá eru Sjávarfréttir þitt blað

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.