Tíminn - 16.06.1978, Side 13
Föstudagur 16. júni 1978
M'i'ÍBiil
13
mun betur sést hversu ágætur
árangur var hjá Blákaldi og
Stormi sem báöir hlupu á aöeins
0,5 sek. lakari tima en bezt
hefur náöst i ár.
Hún Ragnhildur Guðjónsdóttir
sat hesta bæði I gæðingakeppni
og kappreiðum og hlýtur að
vera mesti uppáhaldsknapi
þeirra Mánafélaga.
Gæðingar
t A-flokki var efstur Valur 11
v. grár frá Sauöárkróki, eigandi
og knapi Viöar Jónsson.einkunn
7,93. Annar varö Stefnir rauö-
blesóttur frá Kirkjubæ 6 v. eig.
og kn. Einar Þorsteinsson eink-
unn 7,83 og þriðji Fifill 7 v.
bleikur eigandi Steinn Jónsson,
knapi Eyjólfur ísólfsson, eink-
unn 7,78. Vindheima-Blakkur er
úr Skagafirði eins og nafnið
bendir til hann er 7 v. brúnn og
varð efstur i B-flokki gæöinga
með 8,10 i einkunn. Eig og kn.er
Hákon Kristinsson. Ljúfur 6 v.
sótrauöur frá Hindisvik varð
annar með 7,88 Eig. Lúövik
Bjömsson kn. Bragi Sigtryggs-
son og Þengill 13 v. rauöur úr
Miðfirði varð þriðji meö 7,60.
Ragnhildur Guðjónsdóttir á
hann og sat.
Unglingar
Þráinn Mariusson á Perlu
varð fyrstur i flokki unglinga 12
ára og yngri þá kom Sigurlaug
Auðunsdóttir á Létti og Gunn-
laugur Sævarsson varð þriðji á
Nasa. 1 eldri flokki 13-17 ára
varð Páll Gunnarsson á Mugg
hlutskarpastur svo Kristinn
Skúlason á Gassa og Gunnar
Auðunsson á Svip varö þriðji.
Eins og aðrir verðlauna Kefl-
vikingar aö sjálfsögðu fyrstu
þrjá keppendur i hverri
keppnisgrein. Að auki verð-
launa þeir þá þrjá hesta félags-
manna sem beztum árangri ná i
hverri grein. Þessi háttur er
mjög til fyrirmyndar og for-
maöur félagsins Maja Loebell
segir að þetta fyrirkomulag
hvetji félagsmenn mjög til þátt-
töku i mótum félagsins.
Veður var leiðinlegt á sunnu-
daginn á Mánagrund, sterkur
vindur i fang keppenda og kuldi
og siðdegis bættist viö úöarign-
ing. Aðstæöur voru þvi með
versta móti á þessum velli og
árangur eftir þvi. Nokkur óhöpp
urðu á hlaupabrautinni,hestar
rákust saman og knapar duttu
af en engin meiðsl urðu. Stjórn
mótsins virtist nokkuð laus i
reipum og hægagangur óþarf-
lega mikill en bað kann að vera
að einhverju leyti veörinu að
kenna.
S.V.
Vegleg minn-
ingargjöf til
Fáskrúöar-
bakkakirkju
Við messu i Fáskrúðarbakka-
kirkju sunnudaginn 4. júni sl.
voru fermd fimm börn. Við það
tækifæri veitti söfnuðurinn við-
töku veglegri minningargjöf um
Ingibjörgu Guðmundsdóttur á
Miðhrauni en það var fagurlega
útskorinn armstóll.
Gefendur voru börn Ingibjarg-
ar og tengdabörn en þau höfðu
áður gefiö kirkjunni gjöf til minn-
ingar um föður sinn, Þórð
Kristjánsson sem um langt skeiö
var söngstjóri og organisti við
kirkjuna. Ingibjörg heitin heföi
orðiö 85 ára þann 16. mai sl. Hún
var alla tið mikill velunnari
kirkjunnar og lét sér annt um
hana.
Söfnuðurinn færir gefendum
hugheilar þakkir fyrir þessa
höfðinglegu gjöf.
Mikið kalsaveður var aðfara-
nótt þessa sunnudags og fram-
eftir degi en glaðnaði til og lægði
er á leið dag.
Tónleikar i
Bústaðakirkj u
Nú um helgina er staddur hér
á landi kór EDGEWOOD
COLLEGE, Madison Wiscons-
in, U.S.A.
Kórinn heldur tónleika i Bú-
staðakirkju á sunnudags-
kvöld, og hefjast þeir klr 20.30.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt
og veröur meöal annars flutt
Missa Brevis (Lauda Sion)
eftir Richard Zgodova, lög úr
Jesus Christ Superstar,
negrasálmar og fleira.
1 kórnum eru 20 söngvarar
en stjórnandi er Vernon Sell,
aöstoðar prófessor i tónlist við
Edgewood College, og undir-
leikari Louise Straub.
Kórinn kemur hér við á
heimleið úr 3 vikna tónleika-
ferð um Frakkland, sem farin
var i tilefni 50 ára afmælis
skólans.
Samþykktir
siðasta aðal-
fundar KEA
ESE —A siðasta aöalfundi KEA,
sem haldinn var um siöustu helgi
voru m.a. samþykktar eftirfar-
andi tillögur:
„Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð
ingahaldinn 9. og 10. júni 1978 fel-
ur stjórn félagsins að gangast
fyrir viðtækri könnun á afstöðu
viðskiptavina félagsins til þeirrar
verzlunarþjónustu sem félagið
veitir á lélagssvæðinu.
Athugun þessi beinist annars
vegaraðþjónustufélagsinsað þvi
er tekur til dagvöru og sérvöru,
hvað sé til fyrirmyndar og hvar
mætti betur fara. 1 þvi sambandi
verði sérstaklega kannaö hvort
viðskiptavinir félagsins leggi
meira upp úr fjölbreytni i voru-
vali þó það geti leitt til þess aö
verðlag verði hærra en ella.
t annan stað verði kannaö hver
sé afstaða félagsmanna og við-
skiptavina félagsins til þeirrar
þróunar siðustu ára að hafa
verzlanir færri en stærri. Einnig
verði kannað hvort áhugi sé fyrir
því að reistur verði svonefndur
stórmarkaður á Akureyri.
Stjórnin leggi niðurstöður þess-
arar könnunar fyrir næsta aðal-
fund félagsins”.
Þá var einnig samþykkt tillaga
um sameiningu Kf. Olafsfiröinga
og Kf. Eyfirðinga samhljóöa, en
slika tillögu þurfa tveir félags-
fundir i röð að samþykkja.
Færeyski leikflokkurinn Gríma:
Sýnir kvæðið um
kópakonuna
Eins og skýrt hefur veriö frá
mun færeyski leikflokkurinn
Grima koma hingaö til lands á
næstunni og færa hér upp
Kvæöið um kópakonuna.
Akveðiö er að sýna leikritiö
tvisvar i Vestmannaeyjum og
komið hefur til tals að sýna þaö
einnig á Akureyri, Kópavogi og
Neskaupstað.
Leikflokkurinn Grima kemur
hingaö úr hálfs mánaðar leikför
um Danmörku þar sem viötökur
voru hinar beztu.
BHMSINSIÖÐIN
vrmroRGi
I gamla austurbænum, við eina
elstu götu borgarinnar: Lindar-
götu.
Ársfundur Norræna
krabbameinssambandsins:
Læknaþing
um erfðir og
krabbamein
Nýir þjónustuhættir á gömlum
og þekktum stað.
Velkomin á Vitatorg.
OLÍUVERZLUN ÍSIANDS HE
Eftir helgina verður haldinn i
Reykjavik ársfundur Norræna
krabbameinssambandsins, Nor-
disk Cancerunion, en þaö er sam-
band krabbameinsfélaga á öllum
Noröurlöndum. Formenn hinna
einstöku félaga eru fulltrúar
þeirra i sambandinu. Á for-
mannafundum þessum hafa
einnig setið framkvæmdastjórar
félaganna.
Krabbameinsfélögin á Norður-
löndum eru frjáls samtök ein-
staklinga. Aðaltilangur Nordisk
Cancerunion er að auka kynni
milli krabbameinsfélaganna og
með fundum, umræðum eöa á
annan hátt að veita upplýsingar
um markmið og starfsemi félag-
anna i hverju landi fyrir sig og
ræða möguleika á sameiginlegum
verkefnum.
Hinir árlegu fundir eru haldnir
til skiptis fimmta hvert ár i
hverju landi. Að þessu sinni er
röðin komin að Krabbameins-
félagi Islands og veröur fundur-
inn haldinn hér i Reykjavik 20.
júni.
1 tilefni af fundi Nordisk Can-
cerunion veröur haldið læknaþing
um erfðir og krabbamein. Þetta
er i fyrsta sinn sem slikt þing er
haldiö hér i tengslum við fund
Norræna krabbameinssam-
bandsins. Þingið sækja um 40 vis-
indamenn allir frá Norðurlöndum
nema tveir sem koma frá Banda-
rikjunum. Annar þeirra Dr.
David E. Anderson tekur þátt i
visindamannaþinginu og heldur
þar erindi.
Hinn Bandarikjamaðurinn
prófessor J.N.P. Davies, heldur
fyrirlesturiLögbergistofu nr. 101
þriðjudaginn 20. júni kl. 17:00.
um: Nýjungar I faraldsfræði
krabbameins með sérstöku tilliti
til Hodgkins sjúkdóma á vegum
minningarsjóðs prófessors Niels
Dungal.
Læknaþingið verður haldið i
aöalkennslustofu Landspitalans
og byrjar kl. 9 f.h. miðvikudaginn
21. júni.
Einnig munu yfirlæknar
krabbameinsskránna á Norður-
löndum og starfsfólk þeirra þinga
þessa sömu daga.