Tíminn - 20.06.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.06.1978, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 20. júnl 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjóraru Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar Siöimúla 15. Slmi 86300. Kvöldsi'mar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á’ mánuöi. Blaöaprent h.f. Atvinnuöryggið og unga fólkið Málgagn Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD Observer, hefur nýlega helgað allt blað sitt þvi málefni, sem nú er talið langmesta vandamál flestra þeirra þjóða, sem taka þátt i þessum sam- tökum, en það eru flest rikin i Vestur-Evrópu, Bandarikin, Kanada og Japan. Þetta vandamál er atvinnuleysi ungs fólks, sem fer stöðugt vaxandi hjá flestum aðildarþjóðum OECD. Yngra fólkið er sá aldursflokkurinn, sem verður harðast úti i samkeppninni á vinnumarkaðnum, þegar atvinnu- leysi er, þvi að þeir, sem eru eldri og reyndari, eru oftar látnir sitja i fyrirrúmi. Yngra fólkið er jafn- framt sá aldursflokkurinn, sem verður fyrir mest- um og iskyggilegustum áhrifum af atvinnuleysi. Það er ánægjulegt fyrir íslendinga að þeir eru ein fárra aðildarþjóða OECD, sem eru lausar við þetta mikla vandamál. Hér hefur ungt fólk haft næga vinnu á undanförnum árum. Islenzkir æskumenn þekkja sem betur fer ekki þetta böl, sem ungt fólk verður að búa við i flestum öðrum vestrænum löndum. Það er meiri gæfa en þeir, sem ekki hafa kynnzt þessu af eigin raun, gera sér yfirleitt ljóst. Þvi fer hins vegar fjarri að fslendingar búi við eitthvert annað og meira öryggi i þessum efn- um en aðrar þjóðir og þetta böl geti ekki sótt þá heim alveg eins og þær. Þvert á móti er efnahags- aðstaða Islendinga á ýmsan hátt veikari. Ungt fólk þarf þvi öðru fremur að vega og meta fyrir kosn- ingarnar nú, hvernig atvinnuöryggið verður bezt tryggt. 5500 Sú hætta, að atvinnuleysið sæki ísland heim, getur verið miklu skemmra undan en margur hyggur. Til þess þarf ekki annað en stjórnaskipti. Ýms sólarmerki benda til þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn geti fengið saman- lagt þingmeirihluta i kosningunum 25. júni. Þá munu þeir taka höndum saman. Hvernig var ástandið i atvinnumálunum þegar þessir flokkar fóru með völd? Hinn 8. marz siðastl. var rakið i forustugrein i Mbl., hvernig atvinnuástandið var hér á árunum 1968 og 1969. Bæði þau ár var hér stórfellt atvinnuleysi. Um skeið komst tala skráðra atvinnuleysingja upp i 5500 manns, þótt mörg hundruð manna hefðu þá horfið til annarra landa i atvinnuleit. Meginástæða þessa mikla at- vinnuleysis var sú, að rikisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins fylgdi svokallaðri samdráttarstefnu i efnahagsmálum, en það er ein- mitt sama stefnan og þessir flokkar báðir boða fyrir kosningarnar nú. Þeirri stefnu yrði þvi fylgt, ef þessir flokkar kæmust tií valda á ný. Það er vissulega ekki Sjálfstæðisflokknum að þakka, að hér hefur verið næg atvinna á undan- förnum árum. Ef hann hefði fengið að ráða, hefði orðið hér sama atvinnuleysið og á árunum 1968- 1969. Framsóknarflokkurinn hefur hafnað at- vinnuleysisstefnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins og það hefur gert gæfumuninn. Reynsla undanfarinna tveggja kjörtimabila hefur sýnt, að öruggasta vörn gegn atvinnuleysinu er að kjósa Framsóknarflokkinn. Þannig verður atvinnuör- yggið bezt tryggt. Hann er sá flokkurinn, sem ótvi- rætt hefur látið sér mest umhugað um það. . Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Málaliði tekur völdin á Comoroeyj unum COMORO ISLANDS Madagascar Uppdráttur þessi sýnir legu Comoroeyja. Er eitthvert stórveldanna á bak # við hann? Hann heitir nii Mustafa Ahdoju. COMOROEYJAR eru af- skekktar smáeyjar, sem liggja millimeginlands Afríku og Madagaskar. Fjórar þeirra eru stærstar og byggöar, en samanlagter flatarmál þeirra ekki nema rúmar 700 fer- milur. Ibúar eru nú taldir rúmar 300 þús. Frakkar lögöu eyjarnar undir sig fyrir 135 árum og fóru þar meö stjórn þangaö til 6. júlf 1975, er þeir veittu þeim fullt sjálfstæöi. Aöurhöföuþeirkomiöþar upp heimastjórn. Fyrsti forseti landsins, Ahmed Abdallah, var glaösinnaöur ungur maöur, sem lét þaö veröa fyrsta verk sittsem forseti aö heimsækja mörg lönd, m.a. i þeim tilgangi, aö auglýsa eyj- arnar sem feröamannapara- dis. Meöan hann var i þessu feröalagi, geröi varnarmála- ráöherrann, Ali Soilih, bylt- ingu og tók sér alræöisvöld. Hann haföi áöur veriö nokkrum sinnum i heimsókn i Moskvu og taldi sig sósfalista. Hannhófst fljótlega handa um aö koma á sósialiskum stjórnarháttum og beitti oft mikilli hörku. Sagt er aö hrein ógnaröld hafi rikt á Comoro- eyjum i stjórnartiö hans. FRAKKAR hafa sýnt þess merki, aö þeir væru litiö hrifnir af stjórn Soilihs. Fljót- lega eftir valdatöku hans lýstu eyjarskeggjar á einni af fjórum aöaleyjunum, May- otte, þvf yfir aö þeir segöu sig úr Comoro-lýöveldinu, og myndu halda áfram tengslum viö Frakkland. Þeir staöfestu þennan vilja sinn siöar i alls- herjaratkvæöagreiðslu. Soilih hugöist bæla uppreisn þeirra niöur meö haröri hendi, en hætti viö þaö, þvi aö Frakkar, sem enn hafa herbækistöö á Mayotte, sýndu sig liklega til aö hindra þaö. Rök ibúanna á Mayotte fyrir þvi aö hafna aö- ild aö Comoro-lýöveldinu voru m.a. þau, aö þeir væru flestir kristnir, en ibúar hinna eyj- anna Múhameöstrúar, og gætu þeir sætt ofsóknum vegna trúarskoöana sinna, þegar þeir nytu ekki lengur verndar Frakka. Soilih lýsti yfir algeru hlut- leysi Comoro-lýöveldisins eft- ir aö hann kom til valda, en margir treystu þvi varlega, sökum hinna sósialisku skoö- ana hans og fyrri tengsla viö Rússa. Stórveldin keppa nú aö þvi aö fá hernaöarlega aö- stööu á Indlandshafi og hafa vafalaust haft augastaö á Comoroeyjum. Þvi þykir ekki ósennilegt, aö eitthvert þeirra standi aö baki valdatöku Denards og yfirráðum hans MARGT bendir til þess, aö saga Jörundar hundadaga- konungs séaö endurtaka sig á Comoroeyjum, en þar hefur belgi'skur málaliöi fariö meö völd siöan 13. mai siöastliöinn. Oljóst er enn, h vort hann hefur gert þaö aö eigin frumkvæöi eöa eitthvert erlent riki er á bak viö hann. Mörgum frétta- skýrendum finnst hiö siöara liklegra og hafa flestir þeirra Frakka grunaöa. Málaiiöi sá, sem hér um ræöir, heitir Robert Denard. Hann er sagður um fimmtugt og hefur viöa komiö viö sögu. Hann baröist sejn málaliöi I Kongó á fyrra helmingi sjöunda ára- tugar aldarinnar, en siöar baröist hann I Nigeriu meö Biaframönhum.um skeiö var hann sagður handgenginn Jacques Foccart, sem var yfirmaöur leyniþjónustu de Gaulles og ráöunautur hans i Afrlkumálum. Um skeiö hefur litiö frétzt af Denard, unz hann skaut upp kollinum 1 Maroni, höfuöborg Comoro-lýöveldis- ins, I dögun hins 13. mai slöastl. Hann haföi komiö meö frönskum togara, sem haföi varpaö akkerum skammt frá Maroni fáum klukkustundum áöur. Þar. haföi Denard farið i land og haldiö i fararbroddi 30-40 málaliöa inn i Maroni og stefnt beint til forsetahallar- innar. Þrir veröir voru felldir þar, áöur en málaliðarnir komust inn I höllina, en forset- inn, Ali Soilih, haföi einskis oröiö vlsari og var I rúminu, ásamt tveimur konum, þegar málaliðarnir handtóku hann. Soilih var settur I fangelsi, en kunni vistinni þar illa.Nokkru siöar var tilkynnt, aö hann hefði gerttilraun til aö flýja og veriö skotinn til bana á flótt- anum. Aöur var búiö aö setja á laggirnar þriggja manna stjórn, sem nú fer meö völd á Comoroeyjum, en aöalmaöur hennar er Denard, sem jafn- framt er varnarmálaráöherra landsins. Þaö bendir til, aö Denard hyggi ekki á brottför aö sinni, aö hann hefur tekiö sér nýtt nafn, sem lætur betur I eyrum eyjarskeggja, sem flestir eru MúhameöstrUar. Robert Denard Soilih i fangelsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.