Tíminn - 20.06.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.06.1978, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 20. júni 1978 Flugfélag Austur- lands fær sína þriðju flugvél Bylting er orðin i samgöngum í f jórðungnum JK-Egilsstöðum. Flugfélag Austurlands hefur fengið nýja flugvél af gerðinni Piper Navajo og kom hún til Egilsstaða á þriðjudag. Vélin verður einkum notuð til leigu- og sjúkrafiugs út úr fjórðungnum. Hún tekur sjö farþega og er bæði hraðfieyg og þægiieg. Flugeiginleikar vélar- innar eru góöir, staðfestu fréttamenn þegar þeir voru boðnir I reynsluferð. Vélin verður notuö á flugbrautum sem eru 600 metrar og lengri. Bújörð á Austurlandi Góð sauðfjárjörð til sölu, ræktarland um ca. 50 ha. og miklir ræktarmöguleikar, a.m.k. 150 ha. Góð og mikil afréttarlönd fylgja, bústofn getur fylgt og einnig hluti véla. Góð hús fyrir 500-600 fjár og 1200 fm. hlöður. Ýmis hlunnindi. Tilvalið fyrir sauðfjárbúskap eða holda- nautarækt. Upplýsingar veittar á skrifstofu vorri. Högun, fasteignamiðlun, simar 1-55-22 og 1-29-20. Arni Stefánsson, viðskiptafræðingur. Hægt er að nota hana á flestum brautum hér I fjórðungnum. Flugfélag Austurlands á nú þrjár flugvélar. Þessi nýjasta er keypt frá Sviþjóð með leigu- sölusamningi. Flutningar með félaginu hafa aukizt mikið það sem af er þessu ári, og hafa ver- ið fluttir jafnmargir farþegar frá áramótum og allt árið 1977. Rekstursáætlanir fyrir félagiö árið 1977 stóðust og eru forráöa- menn félagsins bjartsýnir á framtlð þess. Breytt fyrirkomu- lag á rekstri félagsins, þar á meðal eignaraðild Flugleiða, hefur gefiö mjög góða raun. Ferðir þess eru samræmdar áætlun Flugleiða og áætlunar- feröum sérleyfishafa frá Egils- staöaflugvelli. Aætlunarflug félagsins hefur valdið byltingu I samgöngum hér og fært byggðarlögum stórum nær hvert öðru. Stjórn félagsins skipa Einar Helgason. Reykjavik, formaður, Bergur Sigurbjörnsson Egils- stöðum, Jóhann D. Jónsson Egilsstöðum, Kristinn Jóhanns- son Neskaupstað, Guömundur Sigurðsson Egilsstööum. Fram- kvæmdastjóri er--' Guðmundur Sigurðsson, Egílsstööum. Hjá félaginu starfa nú þrlr flugmenn og á næstunni verður auglýst eftir flugvirkja til starfa. StórFeIIcI VERÖl/EkkuN Vörubílstjórar athugió — vió höfum takmarkaóar birgdir af hinum vidurkenndu BARUM vörubíla- hjólbördum til afgreióslu nú þegar á ótrúlega lágu verói 1200X20/18 verókr. 1100X20/16 verðfrákr 1000X20/16 ------ 900X20/14 ----- 825X20/14 ----- 89.350 72.500 67690 61.220 47920 JÖFUR hr AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600 Nýja vélin á Egilsstöðum. Stjórn Flugfélags Austurlands, Guðmundur Sigurðsson framkvæmda- stjóri og héraðslæknir er annar frá vinstri. Athugasemd frá Framsóknarfélagi Svarfaðardals — vegna skrifa í Dagblaðinu 1 tilefni af skrifum I Dagblaðinu 8. júni s.l. um úrsagnir úr Framsóknarfélagi Svarfaðardals vegna aöildar félagsins að framboði við hreppsnefndarkosningar 25. júnl n.k. og „óróa” I sambandi við það framboð, viljum við taka fram eftirfarandi: Engraupplýsinga leituðu þeir DB menn hjá stjórn Framsóknarfélagsins hér varðandi þetta mál og vitum við raunar ekki hvaðan þeim koma slikir fróðleiksmolar sem er að finna I greinarkorni þeirra. Sannleikurinn I málinu er þessi. Er séð varð aö um listakosn- ingar yrði að ræða I væntanleg- um hreppsnefndarkosningum og seinna var formlega óskað eftir þeim af hálfu svokallaðs I-lista fólks, gekkst Fram- sóknarfélag Svarfaðardals fyrir könnun I þvi skyni að grennslast um vilja f ólks, og var fólk beöið að skrifa nöfn þeirra manna sem það vildi hugsan- lega hafa I framboði til hreppsnefndarkjörs. Þessu nýmæli okkar var mjög vel tek- iö og um 70 manns tóku þátt I könnun þessari. úrslit könnun- arinnar voru skýr og eftir þeim var farið, eftir þvl sem við varð komið við uppstillingu á lista, sem borinn er fram af Framsóknarfélagi Svarfaöar- dals og óháöum kjósendum, og fengiðhefur listabókstafinnH. Við viljum þakka öllu þvi fólki sem sýnt hefur áhuga á þessu máli og stutt okkur með ráð og dáð, og þar viljum við sérstak- lega nefna unga fólkið, sem margt kýs nú I fyrsta sinn. Varðandi úrsagnir Ur félaginu er þvi til aösvara, að þrfr félag- ar gengu úr félaginu á árinu, þar af tveir á aðalfundi þess 16. apríl s.l. og sá þriðji nokkrum dögum slðar, eöa samkvæmt dagsetn. úrsagnarbréfsins, 2. maí s.l. Þessar úrsagnir komu fram áöur en nokkuð var talað um framboð til hreppsnefndar- kosninga, sem Framsóknar- félagi Svarfaöardals væri tengt og geta þvi á engan hátt tengzt þeirri ákvörðun félagsins að bjóða fram. Þessar úrsagnir voru okkur I stjórn félagsins ekkert áhyggjuefni, enda var hér um að ræöa félaga sem engan áhuga höfðu sýnt á mál- efnum Framsóknarfélagsins, né flokksins i áravis. Hins vegar er vertaðgeta þessaði staöþeirra þriggja sem úr félaginu fóru, gengu 15 nýir i þaö á aðalfundi þess. Er margt af þvi ungt fólk og hefur félagið aldrei verið fjölmennara en nú. F.h. Fra msóknarfélags Svarfaðardals Björn Danielsson, Húsabakka Kappreiðar Sindra við Pétursey Laugardaginn 24. júni heldur hestamannafélagið Sindri I Mýr- dal og undir Eyjafjöllum sinar árlegu kappreiðar við Pétursey. Hestaþingið hefst kl. 2 e.h. með hópreið félagsmanna. Slöan fer fram gæðingakeppni með spjaldadómum og valinn verður sérstaklega fegursti gæðingurinn af áhorfendum. I kappreiðunum veröur keppt I 250 m skeiði, fyrstu verðlaun kr. 10.000.- 800 m stökki fyrstu verð- laun kr. 10.000,- 300 m stökki fyrstu verðlaun kr. 6.000.-, 250 m folahlaupi fyrstu verðlaun kr. 5000.- og 800 m brokki þar sem fyrsti hestur fær verblaunapening — en aö auki fá þrlr fljótustu hest- ar annarra keppnisgreina verö- launapeninga. Þá koma fram börn úr reið- skóla Sindra og væntanlega verður sérstök sýning kynbóta- hrossa af félagssvæðinu. Þeir sem hyggjast taka þátt I kappreiðum Sindra þurfa að til- kynna þátttöku- til Hermanns Ungir Sindrafélagar. Arnasonar I Vlk fyrir fimmtu- dagskvöld 22. júní. Lokaskráning allra hrossa sem koma frám hjá félagsmönnum verður á Sindra- velli á fimmtudagskveldi. Eftir kappreiðarnar heldur fé- lagið dansleik I Leikskálum i Vik, sem hefst kl. 9 Hljómsveitin Kaktus frá Selfossi leikur fyrir dansinum. ZsOÉt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.