Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 22. júli 1978 Eþíópíuher í sókn Reuter/Súdan. Svo virðist sem Eþiópiumenn séu komnir vel á veg með að vinna sinn fyrsta sigur i baráttunni við frelsis- hreyfinguna i Eritreu siðan yfirstandandi sókn hófst fyrir fimm vikum. Sókninni er beint gegn norðurhluta svæðisins og ætlunin er að ná hinum mikil- vægu svæðum við Rauðahafið. Sterkar likur benda til, að hersveitir stjórnarinnar muni á næstunni hertaka borgina Tessenei, sem liggur nálægt súdönsku landamærunum. Her- sveitir Eþiópiustjórnar eru vel vopnum búnar,-hafa á að skipa sovéskum skriðdrekum, eld- flaugum og auk þess MIG þot- um. Talið er að um 21 þúsund manna herlið taki þátt i sókn- inni. Fréttamanni Reuters hefur verið meinað að fara til Tessenei, og samkvæmt fram- burði flóttamanna frá borginni virðist lokasókn stjórnarhers- ins vera á næstu grösum. Frelsishreyfingin hertók Tessenei i april i fyrra. Ein úr Baader- Meinhof handtekin Reuter/V-Þýskaland. Skrif- stofa rikissaksóknarans i Vestur-Þýskalandi sagði i gær, að vestur-þýska konan, sem var handtekin nálægt landamærum Kanada og Bandarikjanna, væri grunuð um að vera meðlimur Baader-Meinhof skæruliðahóps- ins. Konan, Kristina Katherina Berster, sem er 27 ára, var handtekin s.l. laugardag i Leita þrem Reuter/New York. Bandarisk og kanadisk yfirvöld skipulögðu i gær leit að þrem Vestur-Þjóð- verjum, sem grunur leikur á um að séu meðlimir i Baader-Mein- hof. Þjóðverjarnir þrir, ein kona Vermont eftir að hafa farið yfir landamærin frá Kanada til Bandarikjanna á föisuðu vega- bréfi. Talsmaður skrifstofu sak- sóknarans sagði að liklega yrðu bandarisk yfirvöld beðin um að framselja Berster. Handtökuskipun á Berster hefur verið i gildi allar götur siðan 1973, en grunur leikur á að hún hafi tekið þátt i sprengju- árásum og fölsunum. og tveir menn, munu hafa verið i fylgd með Kristina Berster, sem var handtekin nálægt Montreal um siðustu helgi. FBI vildi ekki gefa upp nöfnin á Þjóðverjunum þrem. að öðrum Ræða um geð- heilsu Begins Dayan með nýjar hugmyndir Reuter/Jerúsalem. Geðheilsa Menachems Begin, forsætisráð- herra ísraels, hefur verið mikiö til umræðu i ísrael að undan- förnu, og í gær varðmálið að pólitisku deiluefni. Aðstoðarmenn forsætisráð- herrans mótmæltu harðlega orðum stjórnarandstöðunnar i landinu, en i fyrrakvöld var sagt á lokuðum fundi andstæöinga hans, að Begin væri farinnað sýna merki óstöðugs sálarlifs Sögðu aðstoðarmenn Begins, að slik orð væru fáránleg. Mjög harðar deildur hafa ver- ið á stjórnmálasviðinu i tsrael að undanförnu og hafa þær meira eða minna risið upp eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, Shimon Peres, fyrrum utan- rikismálaráðherra, hitti Sadat að máli i Austurriki fyrir skömmu. Framtið friðarumræðnanna virðist nú vera mjög dökk og sérstaklega vegna þess að Begin hefur reynst mjög ósveigjanlegur i aístöðu sinni til Egypta. í fyrradag sagði Sadat, forseti Egyptálands, að hann myndi ekki setjast að samningsborö- inu aftur nema ísraelsmenn kæmu fram með nýjar hug- myndir. Dayan, varnarmála- ráðherra tsraels, sagði i viðtali við blað i Israel, að hann myndi leggja fram nýjar hugmyndir á morgun, en ekki vildi hann greina nánar frá þeim. 20 þús. fleiri hermenn Reuter/Ankara. „Tuttugu þús- und hermönnum i viðbót við þá sem þegar eru komnir verður falið það hlutverk að reyna að koma á lögum og lofum i tyrk- neskum borgum,” sagði Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrk- lands i gær. Forsætisráðherrann sagði, að sérstökum sveitum yrði komið á laggirnar til að glima við hryðjuverkamenn i borgum landsins, en ýmis hryðjuverka- samtök bera ábyrgð á 250 morð- um I Tyrklandi það sem af er þessu ári. Ecevit sagði, að her- sveitir sem undir venjulegum kringumstæðum eru staðsettar i sveitum landsins, yrðu nú sendar inn i borgirnar. Auk þess munu lögreglusveit- ir landsins fá betri þjálfun, en Bretar munu sjá um þá hlið málsins samkvæmt orðum for- sætisráðherrans. 252 hafa verið myrtir af hryðju- verkamönnum siðan Ecevit tók við vöidum. Andstæðingar hans segja að a.m.k. 400 hafi verið drepnir. „Ákæran fáránleg” — segir heimsmeistarinn Karpov Reuter/Baguio. Sovéski heims- meistarinn I skák Anatoly Karpov, visaði algjörlega á bug I gær ásökunum áskorandans Kortsnojs, sem hefur sagt aö hul- in skilaboð hafi verið send til Karpovs með jógúrti meðan á skákinni stóð. Yfirdómari einvigisins, Lothar Schmidt frá Vestur-Þýskalandi, leit ákæruna hins vegar ekki alvarlegum augum, en hann sagði: „Þetta var skemmtilegt bréf. Vel skrifaður brandari”. Að- stoðarmenn Kortsnojs, Bretarnir Keen og Stean, höfðu áður lagt fram skriflega kvörtun þess efnis að Sovétmenn notuð jógúrt, sneiðar af mangóávexti og krydd- uð egg til að senda skilaboð til heimsmeistarans. Eins og kunn- ugt er, hefur Karpov fjölmennt lið aðstoðarmanna með sér á Filippseyjum. Forsvarsmaður aðstoðarliðs Karpovs, Victor Baturinsky, gaf i gær út mjög harðorða mótmæla- yfirlýsingu, þar sem hann sagði m.a. að slik ásökun gagnvart sterkast skákmanni heimsins væri fáranleg. Hitt væri þó til I dæminu,að Kortsnoj væri hjálpað með einhverjum merkjum. Sér- staklega tók hann fram, að einn af aðstoðarmönnum áskorand- ans, Ietra Leeuwerik, horfði á taflið með sjónauka og vissar hreyfingar gætu hafa veriö skila- boð til Kortsnojs. Eins og alþjóð veit lauk tveim fyrstu skákum einvigisins með jafntefli.en sú þriðja verður tefld i dag og hefst taflið klukkan niu f.h. að fslenskum tima. Gífulegt ofbeldí í S-Afríku engu minna meðal hvitra en svartra Þegar Mceliva Dladla var myrtur i siðasta mánuði var sagt frá atburðinum i einni setningu i Póstinum, dagblaði Sowetoborgar. Á flestum stöðum þætti það ekki bera merki mikillar virð- ingar fyrir mannslifinu. En i Soweto er eitt mannslif ekki hátt metið. Sömu helgina og Dladla var myrtur, voru tiu ibúar Soweto myrtir, niu nauðgað og ráðist á 32. Að sögn Póstsins i Soweto lá Dladla I rúmi sinu, er tveir svartir menn komu til hans og hjuggu hann I sundur með exi. Glæpir sem þessir, gera það að verkum að Suður-Afrika er eitt mesta land ofbeldis I heiminum i dag. Þaö eru ekki aðeins árekstrar lijgreglunnar og svartra mótmælenda, sem kosta lif. A hverjum degi veröa ibúar í hverfum blökkumanna að vera viðbúnir gagnvart of- beldi. A þessum svæöum eru glæpir mun algengari en i verstu glæpahverfum Banda- rikjanna. Og það sem er ef til vill enn athyglisverðara, er að ofbeldi er einnig mjög algengt meðal hvitra manna i þeirra eigin hverfum. Fyrir skömmu kom út i Suður- Afriku.skýrsla lögreglunnar um glæpi ' i landinu 1976—77. Prinsloo, hershöföingi, getur þar um 11432 dráp yfir 12 mán- aða timabil og af þeim voru 7560 flokkuð sem morð og 3872 sem morð I sjálfsvörn. Meir en 15 þúsund nauðganir voru . til- kynntar og 258 þúsund árásir á þessu 12 mánaða timabili. Þess- ar tölur eru ógurlegar, jafnvel I samanburði við bandariskar tölur.Morð 1 S-Afriku eru 2.5 sinnum algengari en i Banda- ri’kjunum og nauöganir 3.5 sinnum fleiri. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, sagði hershöföinginn aö ofbeldi' i landi sinu væri I samræmi við þróunina annars staöar i heim- inum. Hershöfðinginn er þó að- eins einn af fáum um þá skoðun. Hvitir Ibúar S-Afriku, sem eru á móti jafnrétti kynþáttanna nota gjarnan tölur um ofbeldi i svörtu hverfunum sem áróðurs- vopn. En samkvæmt niðurstöö- um hinnar nýju skýrslu.., . þá ættu þeir að halda þessum tölum sem minnst á lofti, þar sem þeirra eigin glæpatala er engu lægri sé miðað við fólks- fjölda. Margir hvitir menn bera á sér byssu og segjast gera það til að verjast árásum svert- ingja. En samkvæmt skýrsl- unni, þá eru einungis 3% morð- anna framin I viðskiptum svartra og hvitra. Og flest þess- ara morða eru framin af hvitum mönnum,sem segjast hafa verið að verja eignir sinar t sumum tilfellum voru þó svartir menn hreinlega skotnir á götu úti þeg- ar þeir leyfðu sér að ganga um hverfi hvitra, eða stytta sér leið yfir einkagarð. í hverfum svartra eru hins vegar flest morðin framin með öðrum vopnum en skotvop’num, þar sem svertingjar fá sára- sjaldan byssuleyfi. Það eru ein- ungis stóru skipulögðu glæpa- hreyfingarnar,sem geta útveg- að sér skotvopn. Stór hluti morðanna eru framinn I deilum milli mismunandi kynþátta svartra manna. Leiðtogar blökkumanna hafa hvað eftir annað beðið um meiri löggæslu á svæðum sinum, eins og t.d. Soweto þar sem fjórða hver fjölskylda hefur orðið fyrir barðinu á ofbeldisverki. En rikisstjórnin hefur borið þvi viö, að lögreglan sé alltof fámenn og geti þvi ekki sinnt þessum svæö- um Þrátt fyrir að um helmingur hinna 35 þúsund lögreglumanna i S-Afriku séu svartir, þá eru engar eftirlitsferðir farnar um þau svæði svartra manna sem verst hafa farið út úr ofbeldis- faraldrinum. Unglingur I Soweto að leik nálægt yfirgefnum sendiferöa- bn. Aövörun frá lögreglunni I baksýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.