Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 11
10
Laugardagur 22. júli 1978
Laugardagur 22. júll 1978
11
Til orustu við aukakílóin:
Síöasti hluti, leiðbeiningar
skipta á skömmtum innan
sama flokks er auðvelt að
halda nægilegri fjöl-
breytni. Fimm dag-
skammtar mega koma úr
hverju sem er af kjöti,
fiski og eggjum.
3.
Taka skal eina til tvær
skeiðar af lýsi á viku eða
ld2 skammta af síld til að
fullnægja A og D-vítamín
þörfinni. Auk þess 2-3
skammta af lifur eða öðr-
um innmat til að f ullnægja
járnþörf inni.
Venus frá Milo hefur um
aldaraðir vakið aðdáun
fyrir fegurð. Þó þætti
hún líklega heldur feit-
lagin sem sýningarstúlka
nú á tímum.
Góð ráð fyrir fólk í megrun
1.
Setjið markið ekki of
hátt. Megrunin á ekki að
valda mikilli röskun á
lifnaðarháttum. Nauðsyn-
legt er að vera við því bú-
inn, að þyngdin geti staðið í
stað á milli og góður ásetn-
ingur geti farið úrskeiðis
dag og dag.
2.
Óþarfi er að telja hita-
einingar. Það nægir að
telja skammtana og stærð
þeirra þarf ekki að mæla
nákvæmlega. Með því að
4.
Það er misskilningur að
megrunarfæði sé sérfæði.
Þvert á móti er það venju-
legur hollur matur. Miklu
skiptir, að aðrir fjöl-
skyldumeðlimir borði
sama mat. Þeir geta auk
þess veitt dýrmætan sið-
ferðilegan stuðning. Þeir
sem borða einir ættu að at-
huga þátttöku í einhverjum
megrunarklúbbi.
5.
Engu að síður verður
f jölskyldan að taka tillit til
fólks í megrun. Þannig er
mikilvægt að fæðan sé
matreidd þannig að fæðan
sé ekki of hlaðin orkuefn-
um. Góð matreiðsluaðferð
er að krydda kjöt og f isk og
baka í álpappír eða eld-
föstum ílátum með loki í
of ni. Sé steikt skal það gert
með sem minnstri fitu.
6.
Undirstaða góðs
megrunarkúrs og hollra
lifnaðarhátta yfirleitt er
staðgóður morgunverður.
Einnig er óæskilegt að
máltíðum sé sleppt, ef
hægt er að komast hjá því.
Rannsóknir sýna, að mað-
ur f itnar mun meira af þvf
að borða sama hitaein-
ingafjölda í fáum stórum
máltíðum en mörgum litl-
um.
7.
Hafiðávallt grænmeti og
orkusnauða drykki við
hendina. Allt kálmeti má
borða ótakmarkað.
8.
Maður sem minnkar við
sig mat sem nemur 1000 he
á dag léttist að jafnaði um
1 kg. á viku. Með þetta í
huga getur fólk breytt
megrunarhraðanum.
9.
Til er ágæt regla fyrir
kyrrsetufólk. Margfaldið
kjörþyngdina með 33. Út-
koman gefur daglega
orkuþörf. Dragið síðan 500
he frá til að léttast um 1/2
kg. á viku, 1000 til að léttast
um 1 kg. á viku. Ekki er þó
æskilegt að fara niður fyr-
ir 900 he. á dag. Erfiðis-
vinnufólk getur notað
sömu reglu nema að marg-
falda með 44 í stað 33.
Sund er ein sú hollasta og mest alhliða líkamsrækt sem völ er á og hentar vel fyrir
alla. En rjómatertuát eftir sundsprettinn verða þeir að neita sér um sem þurfa að
megrast.
BÆTT ÚTLIT
— BETRI HEUSA
1 kg fituvefur jafngildir
7000 HE
1 kg/viku jafngildir
1000 HE/dag
t.d. 20 km
20 km
1 klst.
Hreyfing er holl og nauðsynleg, en það væri seinlegt
að ganga af sér spikið.
10.
Tökum sem dæmi Jón
Jónsson, verkamann, sem
er 175 cm á hæð, 84 kg. á
þyngd og í meðallagi
beinastór og vöðvamikill.
Kjörþyngd hans er því um
70 kg. Samkvæmt reglunni
hér að ofan er dagleg orku-
þörf hans um 3100 he
(44x70). Ætli hann sér að
léttast um 1 kg. á viku þarf
hann að borða um 2100 he á
dag. Þetta jafngildir um 36
skömmtum og gæti
skiptingin verið
8+8+8-F6+6 skammtar úr
garðávaxta-, korn-, kjöt-,
mjólkur- og orkugjafa-
flokki (fitu).
Æskileg þyngd
Æskileg þyngd fyrir
karla og konur (kjör-
þyngd) eftir líkamsbygg-
ingu. Byggt á mælingum á
fólki í léttum inniklæðnaði
og án skófatnaðar. Kjör-
þyngd er sú þyngd, sem
gefur mestar ævilíkur.
Karlar
Likamsbygging
Hæð Fín- gerð Meðal 1 Kraf ta leg
cm. kg- kg- kg.
164 58,7 62,2 66,7
166 60,1 63,6 68,1
168 61,6 65,1 69,6
170 63,1 66,6 71,1
172 64,6 68,1 72,6
174 66,1 96,6 74,1
176 67,5 71,0 75,5
178 69,0 72,5 77,0
180 70,5 74,0 78,5
182 72,0 75,5 80,0
184 73,5 77,0 81,5
186 74,9 78,4 82,9
188 76,4 79,9 84,4
190 77,9 81,4 85,7
Konur
Hæð Fín- Meðal Krafta
gerð leg
cm. kg. kg. kg.
154 49,5 53,0 56,5
156 50,7 54,2 57,7
158 52,0 55,5 59,0
160 53,2 56,7 60,2
162 54,4 57,9 61,4
164 55,7 59,2 62,7
166 56,9 60,4 63,9
168 58,2 61,7 65,2
170 59,4 62,9 66,4
172 60,6 64,1 67,6
174 61,9 65,4 68,9
176 63,1 66,6 70,1
178 64,4 67,9 71,4
180 65,6 69,1 72,6
Megrunarfréttir
Til gamans má geta
þess, að meðan blaðamað-
ur vann þennan síðasta
kafla í þessum greina-
flokki til prentunar,
hringdi maður utan af
landi, sem sagðist í eina
viku hafa farið eftir
megrunarkúrnum sem
birtist í blaðinu þriðjudag-
inn 11. júli. Hann var mjög
ánægður með árangurinn,
því á þessari einu viku
hafði hann losnað við 5
kíló, sem er meira en gert
var ráð fyrir.
Ég sætti mig bara ekkert við það, að eggjahvítuefnin
séu einhverjar „hetjur" en hitaeiningarnar einhverjir
„skúrkar".
Dæmi um æskilegt
o megrunarfæði
Máltið Fæðuf lokkur
Morgunn Korn
ávextir
kjöt
mjólk
feitmeti
Hádegi g-ávextir
kjöt
Kaffi korn
mjólk
feiti
Kvöld korn
g-ávextir
kjöt
mjólk
feiti
Skammtar Hæfilegt magn
2 2 sn.kornbrauð
1 1/2 greip
1 1 egg eða áleggsn.
1 1 gl. undanrenna
. 1 1 tsk. smjör
3 2 kartöfl. og 1 epli
2 2sn. kjöteða fiskur
1 11/2 sn. hrökkbr.
1 1/2 gl. mjólk eða ostsn.
1 1 tsk. smjör
2 2 sn.kornbrauð
1 1/2 banani
2 2 sn. kjöteða fiskur
1 1/2 gl. ný- eða súrmjólk
1 1 tks. smjör
21 skammtur -
Reiknað er með að Skömmtunum má síðan
hver skammtur gefi um f jölga eða fækkaeftir þvi
55 he svo 21 skammtur sem hver og einn telur
þýðir um 1150 he á dag. sér henta.
Mamma er líklega byrjuð í megrunarkúrnum.
Rally Gross
I dag 22. júlí gengst Bifrei&a-
klúbbur Reykjavikur fyrir
fyrsta „Cross-Rallyinu” sem
haldið hefur verib hér á landi.
Keppnin verður haldin á
sérstakri braut sem BIKR hefur
útbúiö og er i landi Móa á
Kjalarnesi, nánar tiltekið þar
sem malbikiö endar á Vestur-
landsveginum, sé ekið frá
Reykjavik.
„Rally cross” er bifreiða-
iþrótt sem er mjög vinsæl
erlendis. Ekki sist vegna þess
að mjög auövelt er fyrir áhorf-
endur að fylgjast með keppn-
inni, miðaö viö Rally eins og við
þekkjum i dag þar sem keppnin
nær yfir mun lengri vega-
lengdir.
„Rally cross” fer þannig
fram, aö 2-4 bilum er startaö
samtimis á brautinni og keppast
ökumenn bílanna við að aka 5
hringi á sem skemmstum tima.
Brautin er 900 m langur
hringur, með hæðum, hlykkjum
og beygjum, þannig að spenn-
andi getur orðiö að fylgjast með
þegar fjórir bilar ætla aö fara I
sömu beygjuna samtimis. Eftir
aö allir bilarnir hafa verið ræst-
ir einu sinni, veröa þeir tveir
bilar sem besta brautartima
náðu látnir keppa til úrslita.
Felagar IBIKR hafa lagt nótt
við dag nú slöustu daga viö að
útbúa bilana I crossiö og vonast
þeir til að sex bllar veröi til-
búnir I slaginn á tilsettum tlma.
Þessir bilar eru óskráðir, en
veröa að uppfylla þær öryggis-
reglur er klúbburinn setur, eins
og bremsur, stýrisútbúnaö,
veltigrind, öryggisbelti, hjálm
fyrir ökumann ofl. Félagar I
klúbbnum eru siðan með
slökkvitæki á 50 m millibili
meðfram allri brautinni ef eitt-
hvaö færi úrskeiðis. A milli þess
að „crossað” verður á braut-
inni, ætla 10 rallyökumenn aö
mæta með blla slna og keppa viö
tlmann á brautinni, og verða
þeir ræstir einn og einn I einu,
og ætti það aö geta orðiö nokkuö
jöfn og spennandi keppni. 1975
var haldin fyrsta rallkeppnin
Dæm igeröur crosí bfll I llkingu viö þá sem verða hér I keppni.
Sigurjón Harðarson
hér á landi og töldu þá margir
að hér væri á ferðinni stórhættu-
leg Iþrótt sem hreinlega ætti aö
banna. En siöan hefur mikið
vatn runnið til sjávar, haldnar
hafa verið 5 rallkeppnir hver
annarri betri, og nú siöast á
Húsavik.
Ahugi fóiks fyrir bifreiða-
iþróttum hefur aukist til muna
hin slöari ár, eins og marka má
af áhuga fólks fyrir Rallkeppn-
um. Vonandi heppnast þetta
fyrsta „Rally cross” vel, þannig
að fjölbreytni bifreiðaiþrótta
megi halda áfram.
Gaman væri ef lesendur
fyndu Islenskt nafn fyrir „Rally
crossið” og sendu tillögur sinar
til Timans Siöumúla 15 merkt
Bílahorniö, pósthólf 370.
Hér er dæmi um'Rally cross'akstur og greinilegt er aö mikiö gengur a.
Unniö af kappi viö aö ijúka viö bflinn fyrir keppnina og ekki lætur
kvenfólkiö sig vanta.