Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. júli 1978 9 á víðavangi Hallærislegur valdapóker i þessu blaði hefur þvi þrá- faidiega verið haldið fram að verkalýðshreyfingin sé komin inn á mjög vafasama og hættulega braut f þeirri flokkslegu afstöðu sem þar virðist iðulega ráöa ákvörðun- um og aðgerðum. Þvi hefur og verið haldið fram að það sé litiö að marka orðatiltæki eins og „verka- lýösflokkar” þar sem kosn- ingaréttur er almennur i land- inu og kjördeildum er ekki skipt eftir stéttum. Ef nánar er skoðað mætti t.d. leiða get- ur að þvi að Framsöknar- flokkurinn sé sist minni „verkalýðsflokkur” en Al- þýðuflokkurinn, ef farið er eft- ir fjölda stuðningsmanna flokkanna á Alþýðusambands- þingum hin siðari ár. Þá hefur Timinn og oftar en einu sinni gert að umræðuefni þann vanda sem almanna- hrey fingarnar I landinu standa frammi fyrir varðandi lýðræðislega þátttöku félags- mannanna í ákvörðunum og aðgerðum. t fyrra var þannig rækilega fjallað um þennan vanda innan samvinnu- hreyfingarinnar hér I blaðinu, enda höfðu samvinnumenn þá gert hann að sérstöku um- ræðuefni á fundum sinum og áiyktað um aðgerðir til úr- bóta. „Eins og nátttröll” Vilmundur Gylfason fjallar um þetta efnii Alþýðublaðinu i gær, nokkuð hvatskeytlega, en ekki óskynsamlega. Hann seg- ir m.a.: Vilmundur Gylfason. „Þetta er auðvitað að verða gersamlega óþolandi ástand. Einangraðir verkalýðsfor- ingjar sitja i fQabeinsturnum, án nokkurra Ufrænna tengsla við sitt fólk. Þeir ráða yfir miklu efnahagslegu valdi, og þeir beita Iaunþegahreyfing- unnioghinum einstöku verka- lýösfélögum miskunnar- og purkunarlaust i þágu fiokks- pólitiskra hagsmuna.” Síðar segir Vilmundur: ,,En eins og lýðræði I verka- lýðshreyfmgunni er háttað, fámennir aðalfundir, sem haldnir eru bæði seint og illa, þá er það svo aö fyrir þessu er engin trygging. Verkalýðs- hreyfingin verður aö gæta sin á þvi að daga ekki uppi eins og nátttröll.” Enginn mun furða sig á þvi að þessu næst fer Vilmundur að ræða um hlut Alþýðu- bandalagsins i þeirri afturför sem átt hefur sér stað I starfs- háttum verkalýðshreyfingar- innar. 1 þvi sambandi minnist hann á ofurveldi forystu og kliku I Alþýðubandalaginu, og segir: „Þetta þarf að visu ekki að vera einkennilegt, Aiþýðu- bandalagið hefur ruglingslega hugmyndafræöi, fámennar klikur settu saman framboðs- lista, svo þetta segir allt um klikurnar en ekkert um fólk- ið.” „Þetta skakka fyrirtæki” Og Vilmundur hefur einnig gert sér grein fyrir þvi hver hætta steðjar að samfélaginu við þessar aðstæður. Um vald verkalýðsforystunnar og mis- beitingu þess segir hann m.a.: „Það er auövitað ekki hægt að taka þvi að þetta skakka fyrirtæki, sem launþega- hreyfingin virðist vera, setji löggjafanum endalaust stólinn fyrir dyrnar, á meðan engin trygging er fyrir þvi, aö þetta sé ekki einangruð fámennis- stjórn, sem er að spila ein- hvern hallærislegan valda- póker.” t niöurlagi greinarinnar klykkir Vilmundur út með þessum orðum: „Það er enn alvarlegra, þegar forystumenn launþega- hreyfingar, sem sumir hverjir jafnvel hafa ekki hugmynd um, hvernig þeirra fólk litur út, nota launþegahreyfinguna einasta sem tækitil pólitiskrar taflmennsku. Hagsmunum fólks má ekki fórna á altari lág kúrulegrahagsmuna. Og enda blása nýir vindar um sam- félagiö, sem meðal annars eiga að feykja fúnum stoðum burt.” Ef tQ viU verður það hlut- verk Alþýðuf Iokksmannsins VilmundarGylfasonarað taka verkalýðsforystunni rækilegt tak á næstu mánuðum. Hver veit? JS greina Fy"r ‘TOetnnnsmMið. Vat þar ^ndTJ^rannsóknannnat. „öaðseintsévil ***££$& ^ttiogafdt4turÞus^un«hans patð^eTTtn komu l Mutncfndum i VvStt nsfn hsns sé gteinutn, enáa þó leUt að hafa i hvergl nefnt ÞV m þján,ngu. Enduttek'te 5 afsðkun ntina i hans gatð. -Keflavik, 15/6 1978 HUtnar Jónsson bökavörðut. Niður á j ör ðina? Núer Hilmar Jónsson bóka- vörður i Keflavik að koma niður á jörðina. Afsökunar- beiðni sina birtir hann i Dag- blaðinu I gær, og birtum við hana hér með. Nú er spurningin hvort Hilmar þarfekki að biðja ein- hverja fleiri menn afsökunar sem hann f jallaöi um i grein- um sinum. Það er lika spurt um það nú hvort það eru ekki fleiri menn en Hilmar sem þurfa aö biðjast afsökunar á skrifum sinum í sambandi við hin frægu sakamál siðustu ára. Danskir styrkir Nýlega var úthlutað úr dansk- islenska sjóðnum (Dansk- islandsk Fond) styrkir að upphæð samtals 27.000 d. kr. Er það u.þ.b. 1.3 millj. ísl. kr. Styrkir þessir eru tvenns konar, annars vegar styrkir til að treysta tengsl Islendinga og Dana • á andlega sviðinu og hins vegar visindastyrkir. Af fyrri styrkjunum fengu fjór- ir 1000 kr. til náms á kennara- háskólum, þrir fengu 500 kr. til náms viö verslunarskóla og tveir Loðnuveiðar: 400kr. til náms við iðnskóla. Atta danskir nemar fengu 1000 kr. hver til náms hér á Islandi og Samband islenskra skólabóka- safna fékk 1700 kr. styrk til að senda fólk á ráöstefnu. Visindastyrkina hlutu Lög- fræðistofnunin 4500 kr. til að styrkja för Siguröar Lindal prófessors á 500 ára afmæli Hafnarháskóla.og Stofnun Arna- Magnússonar fékk 5000 kr. til þýðingar á Jómsvikingasögu. Aðeins einn bátur tilkynnti sig í gærdag FI — Að sögn Andrésar Finn- bogasonar hjá Loðnunefnd gerð- ist ekki annað I gær en þaö, að einn bátur tilkynnt. sigmeðafla. Það var Fifill meö 350 tonn og fór hann til Hafnarfjarðar. Frá miðnætti I fyrrinótt höfðu tveir bátar tilkynnt sig: Lottur Baldvinsson með 680 tonn og fór til Seyðisf jaröar og Súlan með 620 tonn og fór til Siglufjarðar. Þann- ig var staðan um kl 16.00 I gær- dag. Sem sagt frekar lltiH afli en þó ekki óeðlilega litill. Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri Ríkisútvarps: Grein Ingvars jaðrar við grófasta atvinnuróg Athugasemd við fyrri grein Ingvars Gislasonar Ingvar Gislason alþingismað- ur skrifar grein i dagblaöiö Timann i dag sem hann nefnir: Frams óknarflokkurinn beið ósigur I áróðursstriðinu. Þar stendur m.a. eftirfarandi: „Hin áhrifamikla áróðursvél sem nú malar i landinu, hin samvirka fréttamaffa rikisfjöl- miðla og siödegisblaöa, lagði Framsóknarflokkinn i einelti og bjó til af honum afskræmda mynd sem þúsundir lands- manna urðu til aö trúa og festa sér i minni. Jafnframt vann fréttamafian að þvi aö fegra imynd helstu andstæðinga og of- sóknarmanna Framsóknar- flokksins og gera hlut þeirra sem allra mestan”. Fleira segir alþingismaðurinn i sama dúr, markmið „fréttamafiu ” þessarar var að gera Fram- sóknarflokkinn „tortryggileg- an, óheiðarlegan”, hún hefur að sögn hans háð „langvarandi ófrægingarstyr jöld” gegn Framsóknarflokknum og teng- ist enda Alþýöuflokki, Alþýðu- bandalagi og Sjálfstæðisflokki. Fréttastofa útvarps er ríkis- fjölmiðill. Nú stikar alþingis- maður fram á ritvöllinn og likir fréttastofunni við heimsfræg samtök glæpamanna. Hann sakar fréttamenn útvarps um að hafa ástundað að búa til af- skræmda mynd af einum til- teknum st jórnmálaflokki (Framsóknarflokknum) og draga taum „ofeóknarmanna” þessasama flokks. Fréttamenn útvarpserum.ö.o.á borð viðal- ræmdustu glæpamenn veraldar, fyrir nú utan þaö að bregöast grundvallarskyldum sinum sem fréttamenn. Ef Ingvar Gislason alþingis- maður finnur ekki þessum orö- um sinum staö ber að lita á þau sem atvinnuróg af grófasta tagi sem ástæða er til að fari fyrir dómstóla. Margrét I ndr iðad óttir fréttastjóri Nýlega var opnuð i verslunarmiöstöðinni Grimsbæ i Efstalandi, ný smurbrauðsstofa, Snittan s.f. Snitt- an mun kappkosta að hafa á boðstólum alls konar kalda rétti, auk þess sem boöiö er upp á heitar sam- lokur og hamborgara. Meðal þess sem hægt er að kaupa i Snittunni er smurt brauö, snittur, megrunar- plattar, sjónvarpssnarl og brauðtertur, sem verða afgreiddar samdægurs. A meöfylgjandi mynd sést hluti af húsakynnum Snittunnar, en stúlkurnar á myndinni heita Margrét Hjaltested og Sylvia Jóhannsdóttir. Smurt brauð f Fossvogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.