Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.07.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. júli 1978 13 LiJilil'ill Sölufélag garðyrkj umanna og Neytendasamtökin semja Mikil lækkun á tómötum og gúrkum Fulltrúar Sölufélags Garö- yrkjumanna og Neytendasam- takanna áttu með sér fund föstudaginn 21. júli 1978,til þess að ræða þau ágreiningsmál sem upp hafa komiö á milli þessara aðila um sölu og verðlagningu á tómötum og gúrkum. Sölufélag Garðyrkjumanna býðst til þess aö lækka tfma- bundið verð á tómötum úr kr. 750 per kg. i kr. 500 per kg. og á gúrkum úr kr. 500 per kg. i kr. 400 per kg. frá og með mánu- deginum 24. júli 1978. Þessi verðlækkun er gerð i tilrauna- skyni til þess að reyna að auka neyslu á umræddum vöruteg- undum. Neytendasamtökin hafa fall- ist á að fylgjast með fram- kvæmd þessarar verðlækkunar, söluaðferðum og auglýsingum SFG, meðan á þessari tilraun stendur og gefa skýrslur um þessi atriði.þegar öðrum eða báðum aðilum þykir það tima- bært. Fulltrúar NS og SFG munu nota næstu mánuði til viðræöna um grænmetissölu Einar djákni I Grlmsey. Djáknavígsla á morgun HR — A sunnudaginn kemur verður vigður kaþólskur djákni i Landakotskirkju. Heitir hann Agúst K. Eyjólfsson og er 27 ára Reykvikingur. Mun hann vera fyrsti kaþólski djákninn sem hér er vigður frá þvi fyrir siðaskipti. Djáknarhafaþólöngum veriö i lúterskum sið hér á landi og lik- lega mun djákninn á Myrká hafa verið þeirra frægastur. Djáknar þóttu nauðsynlegir nér i fyrri tið, einkum þar sem samgöngur voru strjálar og erfiðar. Siðasti djákninn sem vigöur var á tslandi var Einar Einarsson, en hann var vigður til Grimseyjar fyrir u.þ.b. 10 árum. Var það ein- mitt vegna þess að þangað reynd- ist tiðum erfitt að fáprest úrlandi, vegna samgönguerfiöleika. Fræðimannsíbúð í liúsi Jóns Sigurðssonar Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur ákveðið aö veita eftirtöld- um kost á afnotum af fræði- mannsibúð hússins á tlmabilinu 1. september 1978 til 31. ágúst 1979: Dr. Þorkell Helgason dósent og kona hans Helga Ingólfsdóttir tónlistarkennari. Nanna Olafs- dóttir, safnvörður. Jónas Páls- son, skólastjóri. Magnús Kjart- ansson fv. alþingismaður. HÖGGDEYFAR Geysilegt úrval höggdeyfa í flestar tegundir bifreiða Póstsendum um allt land Höggdeyfir Dugguvogi 7 — Sími 30-154 Reykjavík Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Found- ation. J.E. Fogarty-stofnunin i Bandarikjunum býður fram styrki handa erlendum vlsindamönnum til rannsókna- starfa við visindastofnanir I Bandarikjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rann- sókna á sviði læknisfræöi eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða l árs og nemur allt að $ 13.600 á ári. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækj- endur að leggja fram rannsóknaáætlun I samráði viö stofnun þá i Bandarikjunum sem þeir hyggjast starfa viö. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrki þessa fást i menntamálaráöuneytinu. Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið, 17. júli 1978. Kvenfélagasamband Suöur-Þingeyinga Aðalfundur Kvenféiagasam- bands Suöur-Þingeyinga var ný- lega haldinn i barnaskólanum I Bárðardal. Mörg mál voru til meðferðar á fundinum. I I garðyrkjumalum var sam- þykkt að reyna að fá garðyrkju- ráðunaut I hálft starf á vegum Ræktunarfélags Norðurlands, I sambandi við ungbarnaeftirlit var skorað á Heilsugæslustöðina á Húsavik að taka aftur upp eftir- lit meö ungbörnum I heimahúsum á svæöinu og einnig var fjallað um hávaða danshljómsveita. Þar var skorað á ráðamenn félags- heimila að þeir hlutist til um að draga úr þeim mikla hávaða, sem tiðkast á skemmtistöðum og sem getur valdið heyrnaskemmdum. Þá kom fram á fundinum, að nú þegar hefðu safnast á aðra millj- ón króna til Dvalarheimilis aldr- aöra á Húsavik. Einnig var ákveðið aö kaupa andlitsmynd af skáldkonunni Huldu, sem Hildur Hákonardóttir gerði. Hreppsnefndarkosningar í í Andakílshreppi Við hreppsnefndarkosningar i Andakilshreppi var borinn fram einn listi og var hann þvi sjálf- kjörinn. Þessir skipa hrepps- nefndina: Jón Blöndal, Langholti, Bjarni Guömundsson, Hvanneyri, Jón Sigvaldason, Ausu, Ófeigur Gestsson, Hvanneyri, Pétur Jóns- son, Hellum. Til sýslunefndar var kosinn Jakob Jónsson Varmalæk, Odd- viti hreppsnefndar hefur verið kosinn Jón Blöndal, Langholti og varaoddviti Bjarni Guðmunds- son, Hvanneyri. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Fræðsluskrifstofa Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa: 1. Ritarastarfa við sálfræðideild skóla 2. Umsóknar með skólahúsum. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknum um störfin skal skilað til fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar- götu 12 fyrir 11. ágúst n.k. Að þessu sinni sóttu alls 25 manns um dvöl I fræöimanns- Ibúðinni á umræddu timabili. Hestaþing Loga verða haldnar á skeiðvelii félagsins við Hrisholt, sunnudaginn 6. ágúst. Dagskrá: Góðhestakeppni i a og b flokki 250 m skeið 350 m unghrossahlaup 300 m stökk Unglingakeppni Þátttökutilkynningar birtist í siðasta lagi miðvikudaginn 2. ágúst tii Gisla Guðmundssonar, Torfastöðum eða Péturs Guðmundssonar, Laugarási, simi um Aratungu. Til sölu Taarup siáttutætari, árgerð 1963. Vinnslubreidd 1,10 m i góðu standi. Upp- lýsingar gefur Eiríkur Bjarnason, Sand- lækjakoti, Arn. simi um Ása. Allar 'konur i fy/gjast með Tímanum / Égþakka innilega fyrir nærgætni og samúð vegna andláts konu minnar Nönnu Káradóttur Laugavegi 70B sem andaðist 14. júni 1978. Gústaf A. Agústsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.