Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. júli 1978 5 Við hringveginn 2. Baugsstaöarjómabúiö Sóðarnir við Stemmu A öðrum degi var haldið úr Þrastarlundi til baka á Selfoss um hinn ömurlega veg undir Ingólfsfjalli. Vegarins vegna er ekið hægt, svo hægt, aö jafnvel ökumaðurinn naut útsýnisins og umhverfisins, sem er sérlega fagurt þarna. A Eyrarbakka var komið til að skoða „Húsið” og á Stokks- eyri til að sjá staöinn. A Stokks- eyri voru Snarfaramenn og Dagblaðs að taka á móti sinum mönnum i fyrsta áfanga Sjó- ralls ’78. Frá Stokkseyri var haldið austur i Gaulverjabæjarhrepp og litið við i Baugsstaöarjóma- búinu sem er lifandi þáttur úr búnaðarsögunni. Þökk sé þeim tveim konum, sem þvi björg- uðu. A Flóaveginn aftur komin slógum við hælum i rass og þeystum austur malbikið uns komið var i Holtin austan Þjórs- ár. Þá kárnaði gamanið enda komið á einn versta veg lands- ins. Kaflinn frá Þjórsárbrúar- malbiki aö Rauðalæk er óvið- ráðanlegur vegageröinni nema með malbiki eða oliumöl, enda mun það vera væntanlegt. Slikur vegarkafli er hins veg- ar mjög æskilegur i upphafi hringvegar, þvi liklegt er, að sá bill sem kemst heill þennan vegarkafla, muni klára hring- inn án stórbilana. ólikt er ódýr- ara að snúa með bilaðan bil úr Holtum en t.d. frá Breiðdalsvik. Frá Rauðalæk var tiðindalitið að Hellu en þar var þá tvöfalt mót, hestamanna niðri með á og svifflugmanna upp með á. Hestamenn voru á heimleiðer okkur bar að og skal sérstak- lega þakkað hve reið þeirra með vegi og á fór prúðmannlega fram. Til Vikur i Mýrdal var komið i rigningu og roki og það þaulhugsað ráð tekið að gista i Gistihúsinu. Húsið er gamalt, en þjónusta einstaklega elskuleg og allt hreint og fágað svo af bar. A þriðja degi var enn haldið. austur um sanda og sólrikar sveitir og eftir þvi sem austar kom fjölgaði þeim bæjum sem sláttur var hafinn á. Kominn var 10/7 og hefur einhvern tim- ann verið byrjað að slá fyrr. A Breiðamerkursandi var að sjá fugl nokkurn brúnan um allan sand og urðu heilabrot mikil um hver sá brúni fugl væri. Þeim heilabrotum lauk loks austur á Egilsstöðum er upplýst var að fuglinn héti skúmur og hefði alls ekki verið ætlaður lands- mönnum almennt sem augna- yndi fyrr en með opnun hrings- vegarins, þvi þarna væri hans eini þekkti dvalarstaöur. Mikið ævintýri var að koma að jökullóninu við upptök Jökulsár á Breiðamerkursandi I sólskini og stafalogni. Þarna veltu isjakarnir sér eins og góð- borgarar i heitu pollunum i laugunum, veltu sér á hlið og stundu er þeir strönduðu við ósinn. Lónið, áin.stytsta á landsins, og brúin, fögur hengibrú, mynda samræmdan ógleymanlegan stað. Við ána Stemmu litlu aust- ar var ekið inn á milli fagurra kletta til áningar. Um þann fagra stað hefur verið fariö óbliðum höndum sóöa. Hér og þar inni i klettaskorum og sprungum voru mjólkurhyrnur og sorp ferðamanna, ægileg byrði hlýtur sorpiö að vera sóo- unum, að þeir skuli ekki geta dröslað þvi með sér I næsta pláss til losunar I öskutunnur sem eru við allar sjoppur og veitingastaði. Vesalings örþreyttu islensku ( og erlendu) sóðarnir. K.Sn Til sölu Diesel vél Til sölu Perkins dieselvél, 4-192 nýuppgerð með kúplingshúsi og pressu fyrir Willis eða Wagoner. Upplýsingar i sima 66614. HJÓLBARÐAR BORGARTÚNI 29 SÍMAR 16740 OG 38900 Hjólbarðar fyrir dráttarvélar Framdekk: 600x16 - 6 strigalaga með slöngu kr. 18.766. 650x16 - 6 strigalaga með slöngu kr. 21.397. 750x16 - 6 strigalaga með slöngu kr. 26.053. Afturdekk: 10x28 - 6 strigalaga kr. 58.753. 11x28 - 6strigalaga kr. 66.109. 12x28 - 6 strigalaga kr. 78.600. Ath: Söluskattur er innifalinn I verðinu. SUBARU Til afgreiðslu strax FRAMHJÓLADRIFSBi LAR> sem veröa — FJÓRHJÓLADRIFS- BlLAR með einu handtaki inni í bílnum, sem þýðir, að þú kemst hvert sem er á hvaða leið sem er. SUBARU — með f jórhjóladrifi klrifrar eins og geit, vinnur eins og hestur, en er þurftarlítill eins og fugl. SUBARU -skutbíll: 95 hestöfl — 1600 cc. — 975 kg. Fjórhjóladrif Nú er lika hcsgt að fá c SUBARU Pickup, sem er til í allt: 94 hestöfl — 1600 cc. — 930 kg. Fjórhjóladrif. SUBARU — sparneytinn og hentugur fyrir fjölskylduna SUBARU— fjölskyIdubíll: 94 hestöfl — 1600 cc. — 800 kg. Fjögurra dyra — Framhjóladrif. og SUBARU - ffyrir þó sem vilja komast úffram SUBARU 1-sportbíll: ns hestöfI—1600 cc. —aðeins 800 kg. Tveir blöndungar—5 gíra kassi — örsnöggt viðbragð Tveggja dyra — Framhjóladrif. SUBARU bílar með langa reynslu. SUBARU—UMBODIÐ INCVAR HELGASÖN Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 845V0 og 8451 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.