Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. júli 1978 17 iOOOOOOOOi Bílhlassiö góöa... Sá sem fer holu í höggi í Coca Cola-keppninni_ Þarf ekki að kvarta yfir þorsta í 14 ár og 86 daga í — því hann fær í verðlaun eitt bflhlass aí Coca Cola ^ 226 kassa, eöa 5424 flöskur — Sá kylfingur, sem nær þvi að fara holu i höggi á 17. braut, þarf ekki að kvarta yfir þorsta næstu árin, sagði Sigurður Ágúst Jensson, KR. — Sá heppni mun fá eitt bílhlass COCA COLA fyrir að siá holu i höggi á brautinni, sem er 170 m löng — þ.e. tjarnar- holan, sagði Sigurður. Sigurður sagði, að það væru 226 kassar i hlassinu, sem eru 5424 flöskur. — Það tæki þann, sem hefði heppnina með sér, 14 ár og 86 daga að drekka úr flöskunum, ef hann drykki eina flösku á dag, sagði Siguður. Andvirði hlassins er 660 þúsund krónur. Þessi veglegu verðlaun eru i hinu árlega COCA COLA-móti, sem fer fram á Grafarholtsvell- inum um næstu helgi og hefst á laugardaginn. Keppt verður með og án forgjafar — 36 holur, um tvo stóra og veglega farandgripi. COCA COLA keppnin er fyrsta opna golfmótið á landinu og þar með það elsta. Keppnin fer nú fram i 18. skipti. Hún fór fyrst fram árið 1961 á gamla golfvell- inum á öskjuhlið. Opin COCA COLA mót fara einnig fram ár- lega hjá Golfklúbbi Akureyrar og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Auk þess sem gefnir verða veg- legir verðlaunagripir frá Vali Fannari.gullsmið, 1. 2. og 3. verð- laun til eignar með hvorum bikar. Þá verða tvenn önnur vegleg aukaverðlaun, fyrir utan bil- hlassið af COCA COLA. Sá sem slær lengra en 250 m frá teig á 18. braut, sem er 350 m löng, fær 1 kassa COCA COLA vikulegu i eitt ár. Þá fær sá, sem fer næst holu á annarri braut 6 hvorn dag, 5 kassa af COCA COLA, fyrir af- rekið. Sigurður Agúst sagði, að enginn kylfingur hafi farið holu i höggi á 17. braut. — En möguleikarnir eru alltaf fyrir hendi, þvi að sagt er að daglega séu slegnar „holur i höggi” i heiminum á dag. Eitt höggið gæti átt sér stað á Grafar- holtsvellinum á 17. braut, sagði Sigurður. Þess má geta, að siðast voru vegleg verðlaun i boði — heil bif- reið, fyrir að slá holu i höggi á Grafarholtsvellinum — munaði ekki nema 43 cm að einn kylf- ingur hefði náð þvi marki. COCA COLA-keppnin gefur stig til landsliðs. Stefán fór ekki til Svíþjóðar... — með íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum Tugþrautakappinn Stefán Hall- grfmsson (ÚIA) fór ekki til Svi- þjóðar í nótt með islenska lands- liðinu i frjálsum iþróttum, sem tekur þátt i Kalott-keppninni I Umeaa. Stefán, sem átti að keppa i fjórum greinum, stóðst ekki próf á Laugardalsvellinum I gær- kvöldi, en hann á við tognun að striða. Ármenningurinn Þráinn Haf- steinsson mun keppa i 400m grindahlaupi i stað Stefáns, Sig- urður Sigurðsson, Ármanni, i langstökki og Þorvaldur Þórsson, 1R, i 110 m grindahlaupi. Bergþóra Benónýsdóttir frá Þingeyjarsýslu, sem átti að keppa i 100 m og 200 m hlaupi, og boðhlaupum, mun ekki fara til Sviþjóðar — hún gaf ekki kost á sér. Um tima var óvist hvort Er- lendur Valdimarsson keppti i Kalott-keppninni, en i gærkvöldi var séð fyrir að hann getur keppt i Umeaa. Meðal þjálfara og nuddara eru Guðmundur Þórarinsson, Stefán Jóhannsson og Stefán T. Kristjánsson. STEFAN HALLGRÍMSSON ...fjarri góöu gamni. Erlendir frjáls- íþróttamenn á afmælismót Ármanns Glimufélagið Armann er 90 ára á þessu ári, af þvi tilefni ætlar fr jálsiþrótta deild félagsins aö gangast fyrir af- mælismóti 14. ágúst næstkom- andi. Einn erlendur frjáls-iþrótta- maður hefur tilkynnt komu sina á mótið, Mike Baley frá Luxemburg, sem hefur náð mjög góðum árangri i sprett- hlaupum á þessu ári eða 10,3 sek. i 100 m hlaupi 20,9 sek i 200 m hlaupi og 46,7 sek i 400 m hlaupi. Vonast er eftir að fleiri erlendir iþróttamenn keppi á mótinu. Eftirtaldar greinar og lágmörk hafa verið ákveðin. Karlar: 100 m. 11,6 sek. 200 m. 23,5 sek. 800 m. 2:05,0 min. 3000 m. langstökk 6,10 m. há- stökk 1,80 m. kúluvarp 13.00 m. kringlukast 42,00 m. og 4x100 m boðhlaup. Konur: 100 m grind. 17,0 sek. 100m 13,0sek. 400m. 63,0. 1500 m langstökk 4,90 m há- stökk 1,50 m. kúluvarp 9,00 m. og 4x100 m boðhlaup. Strákar: 100 m og stelpur 100 m. lágmörk fyrir stráka og stelpnaflokk eru að keppendur hafi hlaupið 60 m. á 8,8 sek. eða betra. Þátttökutilkynningar berist til Jóhanns Jóhannessonar Blönduhlið 12 fyrir 5. ágúst. BRYNJÓLFUR BJÖRNSSON ÞÓRUNN ALFREIÐSDÓTTIR Metin farin að falla... — á Meistaramóti íslands I sundi Tvö ný íslandsmet i sundi sáu dagsins ljós á Meistaramóti íslands i sundi, sem hófst i Laugardalslauginni á miðvikudagskvöldið, en þá var keppt i þremur greinum. Armenningurinn Brynjólfur Björnsson setti met i 1500 m skriðsundi, er hann synti vega- lengdina á 17:24.5 min. —og vann hann sigur yfir Bjarna Björnssyni i Ægi i mjög spennandi sundi. Þórunn Alfreðsdóttir setti þá met i 800 m skriðsundi — synti vegalengdina á 9:52.7 min. Annars urðu þrir efstu kepp- endur i þeim greinum, sem keppt var i, þessir: Karlar: 1500 m skriðsund Brynjólfur Björnsson, Arm......................17:24.5 Bjarni Björnsson, Ægi .... 17:35.7 Hugi Harðarson, Self ....18:10.6 400 m bringusund: Ingólfur Gissurars. ÍA....5:44.7 Unnar Ragnarsson, IBK ...5:46.0 Framhald á bls. 19. ’

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.