Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. júli 1978 9 Jón Sigurðsson: „Varnarvinur skipulagðrar samfélagsspiliingar” þakkar fyrir sig G^ein Vilmundar Gylfason- ar i Timanum I gær er merkileg fyrirýmissa hluta sakir. Tilefni hennar er þaö aö honum var boöiö aö svara fyrirspurnum Ingvars Gislasonar alþingis- manns. Af svörum veröur litiö, en f staö þess er löngu máli eytt aö Framsóknarflokknum og samvinnuhreyfingunni. Vilmundur Gylfason temur sér ekki ýtarlegar röksemda- færslur. Hann styttir sér jafnan leið, og hann gerir þaö fyrir- hafnarlaustog af nokkurs konar glæsileika sem á aö hrifa les- andann með sér. Auk þess er ljóst af skrifum hans aö hann viröist trúa þvi sjálfur sem hann býöur fólki, og margir hafa ekki siöur hrifist af trúarhitanum. Með þessu hugarfari er eng- inn vandi aö halda þvf fram aö Framsóknarflokkurinn einn sé spilltur. Hann hafi einn sök á gölluöu „kerfi” I landinu. Hann einn beri sök á kjördæmaskip- aninni og ójöfnuöi i atkvæöis- rétti i landinu. Litil athugun sögunnar mun leiða i Ijós aö allar þessar staö- hæfingar Vilmundar Gylfasonar eru hégómi og ofsögur. A sama hátt staldrar Vilmundur ekki við ýmsa þá örðugleika sem eru i starfsemi og rekstri samvinnufyrirtækj- anna i iandinu. Sambandið er einfaldlega „auöhringur” og á sér ekki málsbætur. Allt þetta segir Vilmundur Gylfason á svo fyrirhafnarlltinn hátt, svo skilyröislaust, aö undrun sætir. Þó er undrunin tilefnislaus þvi aö öll hans skrif fyrr og siöar eru þessu marki brennd. Það kemur fram i grein Vilmundar aö hann er haldinn einhvers konar fagurfræöilegu ofnæmi fyrir þvf sem er spillt, ljótt, ófullkomiö, Þetta ofnæmi veldur óþægindum, og hlýtur aö vera m jög erfitt fyrir mann sem alls staðar viröist komast I snertingu viö eitthvaö þaö sem ertir þetta ofnæmi. Vill hann um- gangast illþýði? Reyndar ætlaði ég þó aðeins aö þakka Vilmundi fyrir vinsamleg orö i minn garö persónulega. Siöast þegar hann geröi mér aumum orö i dagblaði kallaöi hann mig „varnarvin skipulagðrar samfélagsspill- ingar”. Ég tók þessi orö alvar- lega af þvf aö ég hélt aö þau heföu einhverja þá merkingu sem ég gæti ráöiö f. Og því fannst mér þetta þungur siö- feröilegur áfellisdómur, og ég hélt aö Vilmundur Gylfason vildi ekki umgangast slikt illþýöi. Nú kemur þessi maöur og hrósar mér fyrirvaraiaust, af yfirlæti, umsvifalaust, eins og hinn réttláti einn fær gert. Ég þakka.Enég sé um leið aö þetta er aöferö hans: Aldrei aö svara neinu. Aldrei aö taka mark á neinu. Bara snúa viö blaðinu þegar það hentar, gera þaö nógu rösklega, taka nógu mikiö upp f sig af einhverjum eöalbornum glæsileika og geysast sföan áfram á þindarlausum mælsku- spretti svo aö eftir veröi hjá lesandanum hella fyrir eyrun- um og móöa fyrir augum og tilfinning fyrir þvi aö einhvers konar stórkostleg söguleg tiö- indi hafi átt sér staö. Viö hrós Vilmundar Gylfason- ar veröur mér álíka tómlegt innanbrjósts eins og ég gæti ímyndaö mér aö Kristleifi Jóns- syni bankastjóra og Einari Agústssyni utanrikisráöherra liöi ef lærisveinn Vilmundar hætti aö ata þá auri. Ég veit satt aö segja ekki hvaö hefur áunnist og hvaö hef- ur tapast. Jón Sigurösson. Ekki „jústerað geggelsi” Amælistiku venjulegra manna veröur erfitt aö vega og meta rithöfundarferil Vilmund- ar Gylfasonar. En ef orö eins og „varnarvinur skipulagörar samfélagsspillingar” hafa enga merkingu i sjálfu sér, þá fæ ég aö minnsta kosti ekki séö aö þaö sé yfirleitt neitt „system” f þessum „galskap”. Þá er þetta ekki einu sinni „jústerað gegg- elsi”, heldur alger ringulreiö. 5. skákin: Vænleg biðstaða fyrir Kortsnoj Hvítt: Kortsnoj Svart: Karpov Nimzo-indversk vörn 1. c4 — Rf6 2. d4 — e6 3. Rc3 — Eins og i þriðju skákinni gefur Kortsnoj heimsmeistaranum kost á aö beita uppáhaldsvörn sinni, Nimzo-indversku vörn- inni, sem hefst meö næsta leik svarts. Að öörum kosti hefði Kortsnoj leikið Rf3 og þá hefði komið upp annað hvort drottn- ingar-indversk vörn eða dr ot tn in ga rbr ag ð. 3. — Bb4 4. e3 — C5 5. Rge2 — Pólski gyðingurinn Rubin- stein var besti skákmaður heimsins i upphafi fyrri styrjaldarinnar að mati undir- ritaðs. Þetta afbrigði varnar- innar er komið frá Rubinstein og kennt við hann. Það hefur hins vegar ekki þótt valda svörtum miklum vandræðum — til þessa. 5. — d5 1 þriðju skákinni lék Karpov cxd4 og siðan d5. Þessi leikur verður til þess að skákin fellur i gjörólikan farveg en sú þriðja. Það gæti þýtt, að hjálparlið heimsmeistarans hafi ekki fundið fullnægjandi svar við Rubinstein afbrigðinu. 6. a3 — Bxa3 7. Rxa3 — cxd4 8. exd4 — dxc4 9. Bxc4 — Rc6 Svipuð staða getur oft komið upp i sumum afbrigðum drottn- ingarbragðsins að þvi undan- skildu aö hvítur hefur þá ridd- ara á f3, sem valdar peðið á d4 svo og gæti hann verið notaður til sóknar gegnum reitina e 5 eöa g5. I staðinn hefur svartur yfirleitt kóngsbiskup sinn á e7 og reynisthann þar oft drjúgur i vörninni. Stöður eins og þessi sem nú er komin upp, er oft erfitt að dæma um, Hvitur hefur stakt peð á d4, sem svartur getur beint spjót- um sinum að, svo og getur hann notað reitinn d5 óhindraður, þar sem e kki er hægt að hrekja léttu mennina hans þaðan með peði. Hvi'tur hefur hins vegar miklu betra svigrúm og betri sóknar- færi. 10. Be3 — 0-0 11. 0-0 — b6 12. Dd3 — Bb7 13. Hadl — h6 1 siðasta leik sinum breytir Karpov út af farvegi skákar Friðriks Ólafssonar og Tigrans Petroshans i kandidatamótinu 1959. Leikur Karpovs er ekki óþekktur, þótt ekki sé hann al- gengur. En nú er það Kortsnoj sem breytir út af hefðbundnum leiðum og er það í þriðja sinn i þessu einvigi, sem það er áskorandinn sem verðurfyrri til þess. Ekki verður annað séð en hugmyndin að baki næsta leiks Kortsnojssé góð. Hann fær skjól fyrir biskupinn sinn á f2, valdar e4 reitinn og á kost á leiknum Bh4 við tækifæri. 14. f3! — Re7 15. Bf2 — Rfd5 16. Ba2 — Rf4 17. Dd2 — Rfg6 18. Bbl — Dd7 Askorandanum hefur tekist að byggja upp vænlega stöðu til sóknar að kóngi Karpovs og i næsta leik hefur hann að- gerðirnar að fullu með góðum leik. Svipað og i þriðju skákinni sækir hann að kóngsvæng heimsmeistarans með kóngs- vængspeðum sinum. 19. h4 — Hfd8 20. h5 — Rf8 21. Bh4 — f6 22. Re4 Staöan eftir 22. leik hvfts Sóknarstaða hvits litur æ bet- ur út og gloppurnar i vörn heimsmeistarans koma betur I ljós. Hvitur hótar nú Bxf6 22. — Rd5 23. g4 — Hac8 Karpov hefur i rauninni enga áælun. Það eina sem hann getur gert er að koma mönnum sinum fyrir og biða sóknarinnar. 24. Bg3 — Ba6 25. Hfel — Hc6 26. Hcl — Re7 27. Hxc6 — Dxc6? Þetta hlýtur að vera lélegur leikur. Riddarinn á e7 gegnir ekkert sérlega mikilvægu hlut- verki I vörninni, þannig að betra hefði verið að leika Rxc6 og reyna þannig að fá einhverja gagnsóknarmöguleika með þvi að þrýsta á veika peðið á d4. 28. Ba2 — Dd7 29. Rd6 — Bb7 Það er ekki beint þægilegt fyrir heimsmeistarann að fá hvita riddarann svona inn i her- búðir sinar svo hann tekur þá ákvörðun að bjóða upp á upp- skipti. En núna fær Kortsnoj biskupaparið, sem á eftir að ráða lögum og lofum það sem eftir er skákarinnar. 30. Rxb7 — Dxb7 31. De3 — Kh8 32. Hcl — Rd5 33. De4 — Dd7 1 þessari stöðu átti heims- meistarinn 44 minútur eftir til að leika hina sjö lögboðnu leiki, en Kortsnoj átti aðeins 15 minútur eftir. Það hefur þó ekki áhrif á hann, þvi lokin teflir hann stórvel. 34. Bbl — Db5 35. b4 Þessari saklausu hótun Kar- povs svarar Kortsnoj á einfald- an hátt. Nú hótar hann að leika hinum snotra leik Bd6 og svarta staðan hrynur. Ekki má leyfa hvitum að drepa riddarann á f8. Heldur máekki drepa biskupinn á d6, þvi þá kemur Hc8 og Kg8 kemur þá ekki i veg fyrir Dh7+ og Bg6+ og svartur verður mát- aður. Karpov svarar þvl... 35. — Dd7 36. Dd3 — De7 37. Kf2 — f5 38. gxf5 — exf5 39. Hel — Df6 40. Be5 — Dh4+ 41. Bg3 — Df3 42. Hhl Biöstaöan Hér fór skákin I bið og mun Karpov hafa leikið biðleiknum svo til samstundis, þ.e. hann skrifaöi leikinn á blað og lét blaðið i umslag, sem var opnað nú i morgun, þegar þeir hófu að tefla biðskákina. Siðasta stöðumyndin sýnir stöðuna eins og hún er þegar skákin fór i bið i gær og geta les- endur Timans spreytt sig á að vinna skákina fyrir Kortsnoj eða verja hana fyrir Karpov. Hvitur hefur grei’nilega mun betri stöðu og sennilega dugir hún honum til vinnings. Hótunin er Bh4 og svartur tapar skipta- mun. Þrjár leiðir virðast koma til greina fyrir svartan. 1 fyrsta lagi getur hann fært hrókinn, öðru lagi drottninguna og i þriðja lagi eru einhverjir möguleikar i Re6, þótt óljósir séu. MOL Þórshöfn: Fyrstu göturn- ar með varan legu slitlagi — upp úr næstu helgi Kás — „í sumar hefur veður verið óvenju votviðrasamt”, sagði Oli Halldórsson, bóndi á Gunnarsstöðum, fréttaritari Timans, i samtali við blaöið i gærdag. „Heyskapur er litið sem ekkert hafinn, og fæstir byrjaðir. Einstaka menn hafa náð ein- hverju inn, en það eru aðeins þeir sem byrjuðu fyrst. Hér hefur verið jafnkalt og skýjaö i ailt vor, og spretta er veL undir meðallagi. Almennt er ekkert kal i túnum, svo heitið getur, en á einstaka bæ er það samt nokkuð slæmt. Það hefur verið reitingsafli undanfarið, og togarinn nýkom- innheim úr siglingu til Bretlands. Einnig er nokkuð um fram- kvæmdir hér á Þórshöfn, m.a. við dýralæknisbústað, grunnskólann, dvalarheimili fyrir aldraða, og nokkur ibúðarhús. Þá eru fimm fjárhús, og eitt fjós i byggingu i ' sveitinni. Ennfremur er hafinn undirbúningur gatna hér i pláss- inu fyrir varanlegt slitlag, og verið að leggja undirlag. öðru hvoru megin við næstu helgi stendur svo til að leggja oliumöl á þær, og eru það fyrstu göturnar sem þannig eru útbúnar hér á Þórshöfn”, sagði Oli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.