Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. júll 1978 3 CIA-áburðurinn: „Sambræðsla komma og Rússa” — segir Indriði 6. Þorsteinsson HR —„Ég er mjög rogginn yfir þvi aö vera kominn I „elituna” i heimspressunni og vera dreginn i dilk meö mönnum eins og Vic- tor Zorza og Raymond Aron hjá Le Figaro. Engu aö siöur er þetta ófrægingarherferö og viö hljótum aö snúast til varnar mannorði okkar” sagöi Indriöi G. Þorsteinsson, þegar Timinn sneri sér til hans I tilefni af frá- sögn Þjóðviljans af CIA- skýrslu, þar sem Indriöi er — ásamt Matthiasi Jóhannessen og Styrmi Gunnarssyni Morgunblaösritstjórum — tal- inn til launaöra starfsmanna hjá CIA. Indriöi sagöi aö þeir þre- menningar vildu fá rannsókn á þvi hvaöan þetta væri komiö. Sjálfur teldi hann aö þetta væri komiö héöan, annaö hvort frá Rússum eöa kommum. „Þaö er vitaö aö KGB hefur alltaf i gangi „disinformation” sem er þaö aö gefa and-upp- lýsingar og stunda ófrægingar- herferö gagnvart mönnum. Viö vitum þó ekki i þessu tilfelli hvar Rússar enda og komma- klikur hér á landi taka viö, en ég veit að þetta mál er einhvers konar sambræösla” bætti Ind- riöi við. Hann taldi einnig, aö hér á Is- landi geröi þetta ekkert til, en erlendis gæti þetta skaöaö mannorö þeirra þremenninga. Auk þess ef þeir létu þessu ó- mótmælt, gætu einhverjir notaö þaö gegn þeim seinna og slikt vildu þeir ekki eiga á hættu. „En af hverju er þessu beint gegn þér?” „Ég hef skrifað töluvert af blaöagreinum um stjórnmál á siöustuárum, ogþar hef ég m.a. verið aö tala viö kommúnista. 1 þessum greinum hef ég ekkert veriö aö skafa utan af minum skoöunum, hvorki viö þá né aðra. Hinir stjórnmálaflokkarn- ir hafa fengiö svipaöa meöferö, án þess þó aö gera neitt veöur út af þvi eins og nú er gert. Indriöi bætti viö: „Ég á nú bágt meö aö sjá sam- bandiö á milli min og CIA þrátt fyrir aö ég hafi stundum sent kommum tóninn. Ég hef verið og er enn Framsóknarmaöur og slika menn hafa Amerlkanar venjulega nefnt „pinkies”, þ.e.a.s. hina fölrauðu. Eiga þeir þá við að slíkir menn hneigist dálítið til vinstri 1 pólitikinni”. Aö lokum spurðum við Ind- riöa hvaö þeir þremenningar hyggðust gera ef uppvist yröi hverjir væru upphafsmenn aö þessum ásökunum. „Viö munum fara i mál og stefna þeim sundur og saman — sundur og saman og krefjast hæstu miskabóta sem hugsast geta!” Indriöi G. aö koma inn úr kuidanum... Svifdrekaflug í Laugar- dalnum Svo sem kunnugt er mun islandsmótið í svifdreka- fiugi fara fram á Rauð- hettumótinu. i tilefni af þessu mun á laugardaginn kemur verða sýnt í fyrsta sinn svifdrekaf lug í Reykjavík, en þá verður flogið af þaki Laugardals- hallar og yfir Laugardal- inn. Verður flugið tekið kl. 12. á hádegi. Verði veður þannig, að ekki verði hægt að fljúga á laugardag, verður reynt að nýju á hádegi á sunnudag. A ólafsfiröi hittum viöþessa ungu borgara aö leik nýlega. Þeir gáfu sér tlma til aö stansa augnablik tii þess aö segja okkur, aö þeir væru allir I skiöaiþróttinni, stóri strákurinn sagöist llka vera I hlaup- um. Þeim finnst feiknagaman aöeiga heima á ólafsfiröi. Nýstúdentar í Háskólanum og síun sem þeir eiga í vænd- um HR— Eins og fram hefur komiö i fréttum höföu 723 nýstúdentar látiö skrá sig i Háskólann s.l. mánudag. Aösóknin aö deildum Háskólans var sem hér segir: Guöfræöideild 11, læknisfræöi 76, lyfjafræöi lyf- sala 10, hjúkrunarfræöi 27, sjúkraþjálfun 20, lögfræöi 58, viöskiptafræöi 109 heimspeki 141, verkfr. og raunvisindadeild 162, tannlækningar 19, og félagsvis- indadeild 90. Ef að líkum lætur eiga þessar tölur eftir að breytast nokkuö, m.a. þeir nitján sem ekki komust I sjúkraþjálfun eiga eftir aö velja sér deildir. Einnig eru töluvert margar umsóknir ókomnar og sömuleiðis breyta margir um deild, ef aö likum lætur. Fjöldatakmarkanir eru stundaöar i sjúkraþjálfun og tannlækningum og stafa þær af skorti á kennslurými. Aörar deildir eru flestar meö „siur” og er læknisfræðin alræmdust I þeim málum. Þar rikir sú regla á 1. og 2. ári að eingöngu vissum fjölda er hleypt i gegnum prófin. 1 lögfræöi gildir sá hráskinna- leikur, að nemendur eru „siaöir” úr á 1. ári, en svo aftur á 4. ári, á miður drengilegan hátt aö mati blaðamanns. Eru dæmi þess aö nemendur hafi oröið aö hverfa frá námi eftir að hafa eytt 5-6 árum i þessa deild. Kvisker: Kjarasáttmáli? Að meta dagheimili til kjarabóta — og leysa launamálin að hætti Norðmanna og Breta HEI — Kjarasáttmáli er sam- komulag milli aðila vinnu- markaðarins og rikisvaldsins um markmiö, sem ætti aö nást m.a. meöaögerðum iefnahags- málum varöandi veröbólgu, kaupmátt, fjárfestingu og þvi um likt. Samkomulag um þaö hvaöa leiöum eigi aö beita til aö ná þessum markmiöum og inn- an hvaöa ramma menn ætli aö vinna I peningamálum og hvernig breyta eigi rikisfjár- málunum. Þetta sagöi Kjartan Jóhanns- son, varaformaöur Alþýöu- flokksins, er blaöiö baö hann, ásamt Karli Steinari Guöna- syni, aö gefa lesendum I stuttu máli og auðskildu lýsingu á þvi hvaö átt væri við með kjara- sáttmála, en eins og kunnugt er var kjarasáttmáli eitt aðal- atriöiö á kosningastefnuskrá Al- þýöuflokksins i vor. Menn geta sett sér ákveðið markmiö sagöi Kjartan, t.d. aö ná veröbólgunni niður um ákveöin prósent á næsta ári og halda jafnframt uppi ein- hverjum tilteknum kaupmætti, sem samrýmlst efnahagslegu jafnvægi. Starfi menn aö þessu saman, er það kjarasáttmáli, sagði Kjartan. Um það hvort hann teldi að takast mætti á næsta ári áö hægja á verðbólgunni jafnframt þvi að auka kaupmáttinn, sagöi Kjartan aö þaö færi allt eftir þvi, af hverju menn væru bundnir á hverjum tima. Þetta þyrfti ákveöna leiöréttingu til aö ná sér upp úr þvi feni. Með kjarasáttmálanum, sagöi Kjartan aö koma ætti I veg fyrir aö framvegis þyrfti 70% veröbólgutil aö auka kaupmátt- inn um 5%. Menn töpuöu heil- miklu af kaupmætti sinum I verðbólguhitina og hefðu jafn- framt ednnig tapaö öllu verö- skyni. Þvi vildu þeir fá viður- kennt af öllum aöilum, aö lækk- un veröbólgu væri einhvers viröi. Einnig sagöi Kjartan aö menn yröu aö vera reiöubúnir til að meta félagslegar fram- kvæmdir t.d. dagvistunar- stofnanir, sem kjarabætur. Siö- an vildi hann aö mörkuö yröi sameiginleg stefna I fjár- festingarmálum, sem væri framleiöniaukandi og yröi þar meö undirstaða aukins kaup- máttar og betri lifskjara. Kjartan sagði þetta um leiö breytingu á vinnuaðferðum. Hingað til heföi þaö veriö þann- ig, aö hinir finu stjórnmála- menn komu með niöursoöinn pakka til verkalýöshreyfingar- innar og báðu um svar, já eöa nei. En menn ættu aö geta talaö saman án einhverra formúlna, sem settar væru saman af skit- hræddum stjórnmálamönnum, sem þeir skildu oft ekki sjáifir hvaö þýddu, eins og hann heföi oft fundiö inná hjá hinum gömlu stjórnmálamönnum. Karl Steinar sagöi mörg af þessum umræddu atriöum við- kvæm á þessu stigi málsins, en aö viö yröum aö gera það upp viö okkur hvort stööva ætti verö bólguna eöa ekki. En til aö þaö mætti takast yröi aö gera same- iginlegt átak i samvinnu viö verkalýöshreyfinguna, likt og skeöhefur í Bretlandi og Noregi til að tryggja jöfn og vaxandi iifskjör og jafnframt lækka veröbólguna. Sagðist Karl Steinar állta, aö fólk innan verkalýöshreyfingar- innar væri mjög opið fyrir þvi, aö launþegasamtökin taki þátt i þvi aö berjast meö öllum ráöum á móti veröbólgunni og þaö væru ýmsar leiöir til þess. Slættí lokið Kás — „Þaö er allt gott aö frétta néöan”, sagöi Sigurður Björns- son, bóndi á Kviskerjum, frétta- ritari Timans, i samtali viö blaöiö i gærdag. „Aö visu var vorið kalt, og þá sérstaklega júni-mánuöur, úr- koma litil, og spretta eftir þvi. En slátturinn hefur gengið vel hjá okkur hér á Kviskerjum og hon- um er nú lokið. Ekki er sömu sögu aö segja alls staöar hér úr sveit- inni, en menn eru viöast hvar langt komnir, þannig aö nokkrir góöviörisdagar geta gert herslu- muninn”. Til marks um það hve þurrt var orðið sagöi Siguröur, aö i nótt hefði hellirignt, — og þegar rigndi hjá þeim þá rigndi mikið, — en þrátt fyrir það vantaöi enn mikiö á að jöröin væri oröin mettuö, svo þurr var hún orðin. Að endingu gat Siguröur um umferöina, sem hann taldi hafa verið meö mesta móti upp á siö- kastið. A visu heföi hún veriö meö minna móti i júni I ár, en undan- farin ár, en þaö heföi efalaust gert hinn óvenjukaldi júnimánuö- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.