Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 11
Er SÍS auðhringur? Hörður Zóphaníasson: ,,Ég er ekki þeirrar skoðunar. Sambandiö er byggt upp af félagshyggju og náttúrulega er samvinnuhreyfingin byggð upp á lýðræðislegan hátt, — er sam- eign þeirra sem i félagsskapn- um eru. Auðvitað má alitaf deila um það, hvernig þetta starf er rækt- að og stundað hverju sinni. Hins vegar er það vandamál, jafnt hjá samvinnuhreyfingunni sem og öðrum félögum, þessi félags- lega deyfð, erfiðleikarnir við að fá hinn almenna félagsmann til virkrar þátttöku”. Benedikt Davíðsson: „Nei, SIS er alls ekki hugsað sem auðhringur og ég vil iika meina það, að SIS sé ekki heldur rekið sem auðhringur. SIS er sameignarf élag, samvinnufé- lag fjöldans, sem vinnur að hagsmunum hans. Starfsemi auðhrings er byggð upp á allt annan veg”. Pálmi Jónsson, alþingis- maður og bóndi á Akri: „Það liggur fyrir að Samband isl. samvinnufélaga er samband kaupfélaganna og samvinnu- félaganna. Spurningin er um það hvortþaö sé auðhringur. Ég hef ekki iitið svo á fram að þessu”. Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir: „Sambandið er ekki auð- hringur. Nú og ef svo væri, þá værum það við sjálf sem værum orðin svona auöug. Er það ekki við sjálf sem eigum StS? Við getum bara hugsað okkur hvernig umhorfs væri hér á landi, ef Sambandið væri ekki til, þ.e. kaupfélögin og þeirra sambönd. Við þekkjum muninn á einstaklingsframtakinu ann- ars vegar, sem byggir upp og fer siðan burt með gróðann, og skilur allt eftir i kalda koli. Hins vegar þekkjum við það þegar litil kaupfélög eru að fara á hausinn úti á landi, þá er alltaf hlaupið undir bagga með það, að enginn hafi tapað neinu. Hins vegar er það rétt, að það er alltaf ýmislegt sem fara má betur, bæði hjá okkur sjálfum og kannski eins hjá Samband- inu. Þá vaknar sú spurning út af hverju er ráðist svona á Sam- bandið og hvaö stendur þar á bak við. Þetta er stóra spurn- ingin, sem kannski er byrjað að svara, en hefði mátt byrja að svara miklu fyrr. Það vill bara svo til, að við Framsóknarmenn erum svo kurteisir, aö þaö ligg- ur viö að ef einhver slær okkur, þá segjumst við ætla að biða eft- ir næsta höggi, jafnvel þótt það geti orðiö banahöggið. Þú vilt kannski kalla þetta kristilegt hugarfar, en ég veit ekki hversu kristilegt það er, að láta drepa sig varnarlausan”. Benedikt Gröndal: Ég hef nú skrifað bók um þetta mál, og get visað I hana. En i stuttu máli, þá get ég sagt það, að I almannatali og póli- tiskum áróöri er ákaflega óljóst hvað menn eiga við með hug- takinu „auðhringur”. Margir kalla það auðhringa ef fyrirtæki eru orðin stór. Það tel ég að sé ekki réttur mælikvarði. Ég tel að fyrirtæki, sem er rekið eftir sönnum samvinnu- anda, geti ekki flokkast sem auðhringur — þótt það sé stórt. t grundvalfaratriöum tel ég að Sambandið sé ekki komiö út á villigötur f starfsemi sinni. ts- lendingar hafa með samvinnu- starfinu lyft „grettis-tökum” I sinni efnahagslegu sjálfstæðis- baráttu, og samvinnuhreyfingin hefur gffurlega miklu hlutverki að gegna i dag. Enda þótt ein- stakir þættir i starfi hennar kunni að vera umdeilanlegir. Ég vil þess vegna ekki flokka Sambandið undir það, sem er algengasti skilningurinn á orð- inu „auðhringur”. Ég mótmæli þvi ekki, að það er stórt á okkar mælikvarða, en ég vil ekki nota þann mælikvarða, heldur upp- byggingu, tilgang, og að þeim mælikvarða flokka ég sam- bandið ekki undir „auðhring”. Árni Gunnarsson: Ég er þeirrar skoöunar, að . Sam v innuhugs jónin sé allra góðra gjalda verð, og hún byggir á hugsjón sem er mjög i anda jafnaðarmanna. Náttúru- lega búin til fyrst og fremst fyrir fólkiö i landinu, það var upphafið. Hins vegar get ég ekki leynt þvi, að ég hef haft talsverðar og mjög verulegar áhyggjur af þeirri þróun, sem orðið hefur hjá StS, og tel að þeir hafi að mörgu leyti farið út fyrir sitt svið. Ég vil i þvi sambandi nefna ferðaskrifstoíú rekstur, flugfélagsrekstur, og þátttöku I ýmsum fyrirtækjum, sem ekki erutengd samvinnurekstrinum. Ég vil minna á smiði kexverk- smiðju.sem að mér virðist vera svo fullkomlega óþörf, að engu tali tekur. Éghef þáskoðun, aðþað þurfi að endurskoða frá grunni upp- byggingu samvinnuhreyfingar- innar, m.a. með það fyrir aug- um að breyta fyrirkomulagi á kjöri ráðamanna. Ég vil að það gerist með beinum kosningum, að ráöamenn Sambandsins verði kosnir beinni kosningu af félögunum. Þetta svokallaða þrepalýðræði hjá Sambandinu veldur þvi, að minu mati, með fullri virðingu fyrir þessari hreyfingu, að þaö safnast alveg ótrúleg völd I fárra manna hendur. Og það eru örfáir menn, sem stjórna þvi hverjir fara með þessi völd. Þetta er ekki nógu gott, finnst mér. Ég vil bæta þvi við, að t.d. hringamyndunarlögin banda- risku — þau myndu alveg tvi- mælalaust hafa stöðvað Sam- bandiö i ýmsum þeim fram- kvæmdum.og þátttöku i ýmsum fyrirtækjum, sem Sambandiö á nú aðild að. Ég er ekki frá þvi, að viö þyrftum að kanna það, hvortekkisé þörf á þvi aö koma upp ákveönari löggjöf um hringamyndanir. Ég tek það fram, að ég ber mikinn hlýhug til samvinnuhreyfingarinnar sem slikrar og samvinnuhug- sjónarinnar, og tel að hún hafi hrundið I framkvæmd mörgum merkustu framfaramálu m hér á landi. En ég held að þetta sé komið úr böndunum. Það mætti kannski kalla Sam bandið auðhring, en þó innan gæsalappa, þvi það er varla hægt að kalla fyrirtæki auö- hring, sem er i eigu alis þessa hóps félagsmanna, það er voða lega erfitt. Hins vegar lyktar þetta óneitanlega af sliku, og menn geta kallaö þetta auð- hring með ýmsu hugarfari. Ég held að samvinnumenn gerðu sjálfum sér mikinn greiða með því að taka þessi mál upp, og lirista svolitiö upp i þessu. Magntís L. Sveinsson: „Éghef nú ekki þá þekkingu á starfsemi Sambandsins, að ég geti svarað þessu, svona i fljótu bragði, og treysti mér ekki til þess. Ég vil hvorki svara þessu játandi né neitandi, hvort Sam- bandiö sé auðhringur.” Að heiman tíl skóla og A bryggjunni i Höfn I Bakkafirði hittum við tvo af yngri kynslóðinni i plássinu. Strákarnir sögðust ekki hafa það betra annars staðar og færu alls ekki burtu frá Höfn nema tilneyddir i skóla eða til að ná sér i stelpur. Þeir sögðuað i plássinu væri nú mikil uppbygging, tvö ibúðarhús fullgerð i fyrra og fjögur 1 ár. I ekki stærra plássi væri þetta gifurlega mikið á svo stuttum tima og sýndi best að ibúarnir hefðu trú á pláss- inu sinu. Hafnaraðstaðan væri þó fyrir neðan allar hellur, enda þyrfti að taka trillurnar allar kvenna upp á bryggjuna með krana straxog eitthvað hvessti. Væri þetta eilift vandamál og yrðu menn að sofa létt til að geta brugðið nógu fljótt við til að bjarga trillunum. Með bættri hafnaraðstöðu myndi útgerð aukast stórlega og það greiddi kostnaðinn vegna hafnar- gerðarinnar. Meðfylgjandi mynd er af strákunum á bryggjunni. Birgirlngvarssontil vinstri og BrynjarPétursson til hægri. A milli þeirra i baksýn sést kraninn, sem notaður er til að hi'fa trillurnar upp á bryggj- una. Höfn Bakka firði A og við höfnina I Bakkafirði hittum við fyrir tvo sjómcnn á staðnum. Þeir létu vel af aflanum að undanförnu og sögðu að t.d. I gær, mánudag- inn 17.7., hefði verið Hflegt i höfninni, aliar trQlurnar 15-16 talsins hefðu verið að landa 600-1800kilóum af þorskihver. Sú breyting hefur orðið á út- gerð trillanna i Bakkafirði að æ fleiri taka nú net og má hver trilla hafa 15 net á mann. Ing- Hreinræktaðir Collier (Lassie) hvolpar til sölu. Upplýsingar á Hrauni í Ölf usi. var Jónasson er við annan mann á sinni trillu og eru þeir með 24 net. Þykir mun léttara og þægilegra að vera á netum auk þess sem afli er tryggari. Meðal netatúr er 8-10 tímar en skaktúrinn getur orðið allt að sólarhringur. Miðin liggja nærri og er núna t.d. 1/2 tima stím á miðin, en dæmi eru þó um að veitt sé nær, enda sjást netabaujur af brvggjunni 3-5 minútna stim frá. Með þau net er fulloröinn maður á smá- skektu. Meðfylgjandi mynd sýnir Hrein Sigurgeirsson á bryggj- unni, en Ingvar Jónasson niöri i trQlu sinni. K.Sn. Tilboð óskast i flutning á sauðfé til sláturhúss Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga á komandi hausti. Tilboð miðist við jafnaðargjald pr. kind og sendist til kaup- félagsins fyrir 10. ágúst n.k. \ K.Sn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.