Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.07.1978, Blaðsíða 20
Sýrð eik er sígild eign TRÉSMIDJAN MEIDUR SIÐUMÚLA 30 • SÍMI: 8682? Föstudagur 28. júlí 1978 -161. tölublað - 62. árgangur Gagnkvæmt tryggingafélag simi 29800. (5 linur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki — segir Svavar Gestsson um aukna skattlagningu fyrirtækja Verða spara eða fara á hausinn Svavar Gestsson HEI — „Ég skil nú ekki hvernig Steingrímur hefur fengiö þessa tölu 20 milljónir”, sagöi Svavar Gestsson, alþingismaöur er Timinn spuröi hann hvernig út- vega ætti umrædda upphæö til aö kosta 10% niöurfærslu verö- lags. Til aö fá verölagiö niöur ger- um viö ráö fyrir lækkaöri versl- unarálagningu og jafnframt þvi aö neysluskattar þjóöfélagsins veröi lækkaöirogsiöan almenn- ar niöurgreiöslur”. Þetta þýöir auövitaö bæöi minnkaöar tekjur og aukin út- gjöld rikissjóös en þaö fé, sagöi Svavar, aö gert væri ráöf yrir aö fá meö auknum sköttum á eign- ir og einstaka neysluþætti ásamt 2 milljaröa sparnaöar á rikisútgjöldum, sem væri nú ekki mikiö. Hitt atriöiö, millifærslu, sagöi Svavar, aö þýddi auövitaö milli- færslu frá einhverjum til at- vinnuveganna, fyrst og fremst útflutningsatvinnuveganna en gert væri ráö fyrir aö þessi liöur væri 3 milljaröar. Þeim fjár- munum ætti aö ná meö skatt- lagningu á ákveöin fyrirtæki I þjóöfélaginu, sem taliö væri aö gætu boriö skatta. Svavar var spuröur hvort hann teldi rekstrarvanda fyrir- tækja eintómt bull, úr þvi reikn- aö væri meö aö þau gætu tekiö á sig bæöi hækkaöa skatta og hækkaö kaup. Hann sagöi aö hér væru mörg fyrirtæki, sem gætu borgaö meiri skatta og þá yröu þau aö bera þá sjálf, þvi ekki yröi leyft aö setja kostnaöinn út I verölagiö. Þetta leiddi þvi til aö fyrirtækin yröu aö spara eöa fara á hausinn ella, þvi jafn- framt þessum aögeröum kæmi veröstöövun. Um útflutningsatvinnuveg- ina, sagöi Svavar, aö þau væru undanþegin þessum sköttum, en auk þess væri gert ráö fyrir lækkun vaxta sem væru nú 7-8% af rekstrarútgjöldum frystihús- anna t.d. Þaö aftur á móti ætti aö gefa svigrúm til aö hækka kaupiö, sem nú væri 26-28% af rekstrinum. Hag sparifjáreig- enda ætti á móti, aö tryggja meö heimingslækkun veröbólgu. Um hvaö 10% kostuöu rikis- sjóö, þá sagöi Svavar aö hann heföi nú ekki alveg töluna en þaö kostaöi vissulega talsveröar upphæöir, en lækkun álagningar kæmi h'ka inn i dæmiö. Slæm greiðslustaða borgarinnar: Tekín í arf frá fyrri meirihluta — Vantar 1,5 milljarð svo endar nái saman JG/MÓL Borgarstjórn Reykja- vikur samþykkti i gær breytingar á fjárhagsáætlun borgarinnar, en viö umræöur kom I ljós aö greiðslustaöan er afar slæm, og er taliö aö borgarsjóö vanti um 1.5 milljarð til að endar nái sam- an. Biliö hefur veriö brúað meö lánum. Greiöslustaöa borgarsjóðs er yfirleitt slæm i þessum mánuöi, þegar gjaldendur eiga fri og þá sérstaklega á kosningaári. 1 ljós hefur komið, aö fyrri fjárhags- áætlun stenst ekki. Aö visu aukast tekjur um 762 milljónir og þar af er aukningin i útsvörum um 200 milljónir. Hins vegar hefur oröiö gifurleg hækkun á kostnaöarlið- um, og hefur þvi oröið aö gripa til niöurgreiðslna á ýmsum gjalda- liðum, sem stjórnmálamenn geta fært til lækkunar. Meginstefnan viröist hafa veriö sú, að láta gjaldaliöi standa i staö i krónutölu, sem vissulega sýnir samdrátt. T.d. er liöurinn til viö- halds skólum borgarinnar lækkaður um 50 milljónir króna. Miklar hækkanir eru á ýmsum liðum, þar sem borgarstjórn ræö- ur litlu um, T.d. hækka framlög til Sjúkrasamlags Reykjavikur um 130 milljónir. Vaxtagjöld hækka um 59 milljónir, en allur vaxtakostnaöur borgarinnar er nú um 330 milljónir. Kostnaðar- aukning vegna veröhækkana er talin vera um 400 milljónir kr. á árinu. Viö lauslega athugun blaösins kemur i ljós, aö framkvæmdafé hefur þó aöeins veriö skoriö niöur um 13 milljónir, þvi viöa er öröugt um vik að draga úr útgjöldum, einkum er varöar samninga við verktaka er annast verkefni fyrir borgina. Þó hefur verið farið þess á leit viö flesta verktaka, aö þeir dragi úr hraöa. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Benediktssonar koma nýir starfsmenn viö borgarskrif- stofuna til aö kosta um þaö bil 120 milljónir á fjárhagsárinu. Þar af hafa þegar verið greiddar um 40 milljónir, þ.e. slæm greiöslustaða borgarsjóös stafar ekki af ógæti- legum launahækkunum heldur hefur hún veriö tekin I arf frá fyrri meirihluta. Bárðardalur: Langt síðan heyskapur hefur verið svo skammt. kominn — kalárin eina viðmiðunin _____________________ Kás — Það var frekar Þetta griöarstóra stykki mætti sjónum vegfarenda i Reykjavik i fyrrakvöld og festi Tryggvi ljós- myndari Timans þaö þegar á myndir. Viö eftirgrennsian kom f ijós, aö hér var á feröinni rykgeymir og var áætlunarstaöurinn málmblendiverksmiöjan aö Grundartanga. Geymi þennan á aö nota undir ryk, sem siast úr reyknum, er kemur frá verksmiöjunni. Hafa menn jafnvel rætt um aö nota þaö f sementiö, en rannsóknir hafa sýnt aö þaö veröur sterkara meö þvi móti. Geymirinn var siöan settur um borö i skip, sem á aö flytja hann upp á Akranes en þaöan veröur hann fluttur á bil til Grundartanga. Þess má geta aö geymirinn er 17 metra langur og vegur 17-18 tonn. Sjálfstæðismenn: Vilja pólitískan borgarstjóra JG/Kás— í gærdag var haldinn fundur i borgarstjórn Reykjavik- ur, þar sem endanlega var gengiö frá ráöningu nýs borgarstjóra, Egiis Skúla Ingibergssonar. Þegar hinn nýi borgarstjóri haföi veriö kjörinn óskuöu borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins eftireftirfarandi bókun: „Viö borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins höfum áöurlýst þvi yfir, aö viö erum mótfallnir þeirri breytingu á eöli borgarstjóraem- bættisins sem nú er ákveöin. Viö teljum aö saman eigi aö fara póli- tisk og embættisleg ábyrgö borgarstjóra, og leggjum á þaö áherslu aö kjósendum gefist kost- ur á aö taka afstööu til borgar- stjóraefnis viö borgarstjórnar- kosningar. Með þeirri breytingu sem nú er ákveöin, hefur mjög veriö dregiö úr ábyrgö borgarstjóra og emb- ættiö I raun gert svipaö eölis og önnur embætti borgarstarfs- manna. Þessu viljum viö mót- mæla og erum þvi andvigir þeirri ráöningu borgarstjóra sem nú fer fram. Hann mun þvi starfa fyrst og fremst á ábyrgö hins nýja borgarstjórnarmeirihluta. Aö sjálfsögöu munum viö styöja borgarstjóra til allra góöra verka, en jafnframt gagnrýna hann eftir þvi sem framkvæmd hans á stefnu meirihlutans gefur tilefni til”. Meöal áhorfenda á borgar- stjórnarfundinum i gær var hinn nýkjörniborgarstjóri, Egill Skúli, og aöspuröur sagöist hann búast viö aö hefja störf sem borgar- stjóri um miöjan ágúst. dauft hljóðið i Baldri Vagnssyni, bónda á Eyjadalsá i Bárðardal, fréttaritara Timans, i samtali við blaðið i gær- dag. Og auðvitað var það veðrinu að kenna, þvi siðan um s.l. helgi hefur verið þar norðan- átt með viðeigandi veð- ráttu. Engu aö siöur er sláttur al- mennt hafinn i Báröardalnum, þ.e. hófst fyrir siöustu helgi, og einstaka menn sem byrjuðu fyrr hafa náö einhverju inn. Hins veg- ar kvaöst Baldur ekki muna eftir þvi um langt árabil, að sláttur væri svo skammt á veg kominn, miðað við árstima, og þyrfti aö leita aftur til kaláranna I kringum áriö 1970, til aö fá sambærilega viömiöun. Spretta var léleg framan af, en heldur hefur nú rætst úr þvi undanfarnar vikur, þótt heyfeng- ur veröi viöast hvar liklega undir meöallagi, vegna kals, nema það rætist úr veðráttu. Aö lokum sagöi Baldur, aö þeir vonuöu þaö besta i heyskapar- málunum, og liklega kæmust þeir langt ef þeir fengju um hálfsmán- aðar þurrkatima. Hins vegar gæti hann alveg sætt sig viö þaö aö Sunnlendingar fengju einu sinni aö heyja viö almennilegar aöstæöur, þeir ættu þaö skiliö eft- ir öll þessi votviörasumur sunnanlands. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.