Tíminn - 29.07.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. júli 1978 Hermenn Ethiópiu. Skæruliðar Eritreu Breyta hernaðartækni sinni Ætla að snúa vörn í sókn Khartoum-Reuter. Skæruliöa- sveitir Eritreu eru aö breyta um hernaöaraöferöir, og hafa gefiö eftir nokkur landsvæöi til her- sveita Eþiópiu, sagöi. fulltrúi skæruliöa 1 gær. Og talsmaöur Frelsishrey fingar Eritreu (EPLF) I Khartoum sagöi aö árásarsveitirnar heföu dregiö sig til baka frá þessum svæöum til aö hefja nýjar árásir. Ekki tiltók talsmaöunnn hvaöa svæöi skæruliöarnir heföu yfir- gefiö, en neitaöi þvi, aö þeir heföu hörfaö þaöan undan sveitum Eþiópiumanna, og sagöi aö hvers kyns breytingar á framllnu her- sveita þeirra væru tilkomnar aö eigin frumkvæöi, en þeir heföu ekki veriö hraktir á brott. Er hann var spuröur álits á þeirri frétt er birtist i opinberri útvarpsstöö i Eþiópiu i gær þess efnis, aö stjórnarherirnir heföu brotist i gegnum viglinu skæru- liöa i kringum borgina Asmara, sem skæruliöar hafa haft á sinu valdi I tiu mánuöi og opnaö aöal- þjóöveginn þangaö, sagöi hann engan fót vera fyrir henni. En fréttastofa herráös EPLF i Damaskus sagöi, aö skæruliöar heföu misst fimm borgir á vald stjórnarhersins, en skæruliöar heföu sallaö niöur 3000 hermenn úr liöi hans, og eyöilagt 50 skriö- dreka og hervagna i þeim skær- um, sem veriö hafa á milli þessara sveita siöustu 40 daga. Þá sagöi i þessari frétta- stofufrétt, aö Eritreumenn hörfuöu frá einstaka svæöum, sem þeir hafa haft á valdi sinu, og breyta þeirri varnarbaráttu sem þeir hafa háö yfir I sókn. Tilmæli bandarískra og kanadískra yfirvalda til erlendra ríkisborgara í Líbanon vekja ugg Beirút-Reuter. Mikill ótti greip hina striösþjökuöu borgara i Libanon, er bandarisk og kana- .disk stjórnvöld hvöttu rikis- borgara landa sinna, sem ekki hefðu brýnum erindagjörðum aö gegna i Libanon, aö hverfa þaöan hið fyrsta. Bandarikjastjórn til- kynnti einnig, aö hún heföi i huga aö fækka i sendiráöi sinu þar. Nú hafa um 200 óbreyttir borgarar látiö lifiö i höröum bardögum, sem veriö hafa milli hersveita hægrisinnaöra Libana og Sýr- lendinga i hverfi kristinna manna i Beirút. Fyrstu viðbrögö stjórnmála- leiötoga i Libanon viö þessu var á þá leið, aö Pierreo Gemayel, leiö- togi hægri sinna sagöist afar undrandi á þessari yfirlýsingu Bandarikjastjórnar og sagöi hana grafa undan trausti manna og gæti skaðað efnahag landsins. Viðhorf vinstrisinna var á þa leið, aö tilmæli stjórna Banda- rikjanna og Kanada til erlendra rikisborgara I Libanon um aö hverfa þaöan, undirstrikaöi þaö óvissuástand, sem hægri menn væru valdir aö. Ahrif yfirlýsingarinnar að vestan var ef til vill enn áhrifa- rikari vegna þess að hún kom á sama tima og tiltölulega kyrrt hefur verið i landinu. Fulltrúar stjórnanna voru þó snöggir aö bera til baka oröróm um aö þá grunaði aö ný átök myndu blossa upp innan tiöar. Starfsmaöur i kanadiska sendiráöinu sagöi, aö áætlanir um brottflutning manna hefðu verið uppi i langan tima, en bætti viö aö þeir hefðu engin gögn I höndum, sem réttlættu þaö aö setja slikar aögerðir af staö núna. „Við erum einfaldlega aö ráð- leggja okkar fólki, aö vera ekki aö taka ónauðsynlega áhættu meö þvi að vera lengur i Libanon en þaö nauösynlega þarf. Ritari i bandariska sendiráöinu sagöi lika, aö engin áform væru uppi um brottflutning manna, en ráö- legging þeirra heföi veriö ein- göngu af öryggisástæöum. Hvaö sem öllu liöur, þá kom yfirlýsing Bandarikja- og Kanadastjórna stuttu eftir aö Begin, forsætisráöherra tsraels sagöi i sjónvarpsviötali, aö hann hefði fengiö upplýsingar um aö samfélag kristinna manna i Libanon ætti á hættu aö veröa eytt. Ekki vildi hann gefa upp Framhald á bls. 19. Reynt að sprengja sendiherra íraks í London í loft upp Japanir taka sovéskt fiskiskip London-Reuter. Samkvæmt heimildum lögregluyfirvalda i London, varpaöi ung kona hand- sprengju inn i bifreið Taha Al-Da- wood sendiherra traks I gær. Sendiherrann slapp ómeiddur. Það sem bjargaöi lifi hans var aö um þaö bil er hann var aö ganga út i bifreiö sina, sem stóö fyrir utan sendiráöiö, örfáum minútum áður en sprengjan sprakk, fékk hann simhringingu sem tafði hann. Vegfarendur, er urðu vitni aö tilræöinu, eltu stúlkuna uppi og fóru siðan lögregluþjónar, sem þjálfaðir eru til aö takast á viö hryðjuverkamenn, meö hana á nálæga lögreglustöö, þar sem hún neitaði að gefa upp þjóöerni sitt. Lögreglan hélt i gær uppi leit að þrem mönnum, sem taldir voru hafa veriö 1 slagtogi meö stúlk- unni. Aðal Arabahverfið i London hefur veriö undirlagt af hryöju- verkum siöustu árin. Hafa t.d. frá þvi i april I fyrra þrir háttsettir fulltrúar Arabaþjóöa veriö myrt- ir. Reuter-Tokló.Bátur frá japönsku landhelgisgæslunni tók I gær so- véskt fiskiskip og sigldi meö þvl til hafnar, eftir aö sannast haföi aö yfirmenn skipsins höföu gefiö upp rangar upplýsingar um veiö- ar þess á hafinu noröur af Japan, að þvi er talsmaöur landhelgis- gæslunnar sagöi. Sagöi hann aö skipið Zikavo sem er 1.976 rúmlestir aö stærö og væri skráö meö 70 manna áhöfn, væri 19. sovéska fiskiskipið, sem Japanir leggja hald á frá þvl I október á fyrra ári. Skipinu verður leyft aö sigla heim á leiö, er rússnesk yfirvöld hafa ábyrgst 500000 jena greiðslu I skaðabætur aö þvl er talsmaður- inn sagði. Haraldur Olafsson skrifar Stj órnarkreppa í Portúgal Eftir óblóöuga stjórnarbylt- ingu i Portúgal i april 1974 hefur leiötogi Sósialistaflokksins, Mario Soares, veriö áhrif amesti stjórnmálamaöur landsins og forsætisráöherra lengst af. Soares tók viö landi, sem veriö haföi undir einræöisstjórn i nærri hálfa öld, landi þar sem frjáls starfsemi stjórnmála- flokka var bönnuö, og reyndar skoröur settar viö allri frjálsri félagastarfsemi. Og Portúgalir voru þar aö auki eina Evrópu- rikiö sem enn átti viöáttumiklar nýlendur I öörum heimsálfum. t þessum nýlendum var háð striö, sem Portúgalir hlutu aö tapa. Þegar svo rikisstjórn Cae- tanos hrökklaöist frá völdum um sumarmál fyrir fjórum ár- um var landiö illa búiö undir aö taka upp lýöræöislega stjórnar- hætti. Þó reyndist þaö svo, aö á örskömmum tlma risu stjórn- málaflokkarnir úr öskunni. Al- var Cunhal leiötogi kommún- istaflokksins kom úr margra ára útlegö i Moskvu og endur- skipulagöi flokkinn. Frá Paris kom Mario Soares, sem um langtárabil haföi veriö erlendis, milli þess sem hann sat I fangelsum einræöisstjórnarinn- ar. Hann var utanrikisráöherra i bráöabirgöastjórninni, sem undirbjó fyrstu frjálsu kosningarnar I landinu 1976. Sósialistaflokkurinn varö stærsti flokkur landsins, hlaut 34 af hundraði atkvæöa. Soares var þeirrar skoöunar, aö minnihlutastjórn flokksins væri heppilegust eins og á stóö. Hann reyndi siöan aö stjórna meö þvi aö láta reyna á hvort kommúnistar vildu fella laga- setningu hans sem miöaöist viö aö gera margvislegar umbætur á öllu efnahags- og stjórnkerfi landsins. Kommúnistar fengu minna fylgi en búist haföi veriö viö i kosningunum, en höföu öruggt fýlgi og mikil völd i land- búnaðarhéruöum I suöurhluta landsins. t desember sl. sam- einuöust kommúnistar og hægri flokkarnir um aö fella rikis- stjórn Soares. Eanes forseti fól þá Soares aö mynda stjórn er nyti fylgis meirihluta þing- manna. Flokkur Soares, Sósial- istaflokkurinn fékk 107 þing- menn ikosningunum 1976. Alls eru þingmenn 263. Þarna skorti þvi verulega á aö hann heföi meirihluta. Niöurstaöan varö sú, aö hann leitaði samstarfs viö Miöflokkinn, sem hlotiö haföi 41 þingsæti. Þessi samvinna stóö ekki nema i hálft ár, og nú er Soares búinn aö segja af sér, og segist ^kki munu framar veröa forsætisráöherra i Portúgal. Þaö, sem felldi stjórnina nú var Miöflokkurinn, sem er frek- ar hægrisinnaöur. Þegar stjórnarsamstarfiö hófst sagöi Soares hátt og i hljóöi, aö ekki kæmi til mála annaö en fram- fylgt yröi stefnu Sósialista- ftokksins i öllum meginatriöum. Miöflokksmenn töldu þó, aö 1 ' Mario Soares. taka yrði tillit til þeirra sjónar- miða.i ýmsu. Soares var ber- sýnilega á öðru máli, og fór sinu fram án þess að sinna nema aö óverulegu leyti kröfum sam- starfsflokksins. Einkum og séri- lagi voru þaö málefni land- búnaðarins, sem deilum ollu og áttu rikastan þátt i, aö Mið- flokksmenn rufu stjórnarsam- starfið. Þegar eftir byltinguna sameinuöust kommúnistar og sósialistar um aö þjóðnýta land. Hið mikla hveitiræktarhéraö Portúgals, Alentejo var tekið og verulegur hluti þess þjóönýttur. Landeigendur undu þessu illa, og hafa krafist aö fá aftur veru- legan hluta lands sins. Einungis smásvæöum hefur veriö skilaö aftur. Hitt er þjóönýtt og erjaö af samvinnufélögum bænda meö samyrkjusniöi. Kommúnistaflokkurinn ræöur þarna lögum og lofum, og virö- ist Cunhal leggja mikla áherslu á, að styrkja starfsemi land: búnaöarverkamanna þarna. Hins vegar kostar þjóönýtingin stórfé og er ausið peningum til samvinnufélaganna. Miöflokk- urinn telur að hér sé um fárán- lega stefnu að ræöa, og vill ekki lengur styöja hana. Þrátt fyrir margvislegar um- bætur siöan lýöræði var komiö á i Portúgal hafa kjör sáralltið batnaö, þ.e. launakjör. Verö- bólgan hefur veriöum 30% á ári frá 1974, en kaup hefur ekki hækkaö nema um 15% árlega. Atvinnuleysi er gifurlegt. Hálf milljón verkfærra manna eru atvinnulausir, eöa um 15% allra verkfærra manna i landinu. Um 450.000 Portúgalir stunda vinnu i Frakklandi, og hafa sumir þeirra fjölskyldur sinar meö sér. Eru þvi um 900.000 Portú- galir i Frakklandi. Flestir senda þó laun sin heim til fjölskyldna sinna i Portúgal. Þessi mikli fjöldi Portúgala i Frakklandi var eitt af umræöuefnum Frakklandsforseta, Giscards d’Estaing, er hann var i opin- berri heimsókn I Lissabon i sið- ustu viku. Forsetinn hefur lagt mikla áherslu á aö styöja Portú- gala á allan hátt, bæði meö þvi aö veita þeim verulega efna- hagsaöstoö I formi lána aö upp- hæð um 100 milljónir dollara. Mario Soares er 53 ára aö aldri. Hann var fyrst settur i fangelsi vegna stjórnmálastarf- semi sinnar og gagnrýni á stjórn Salazars árið 1945. Siöan hefur hann margsinnis verið dæmdur og oröið aö dveljast er- lendis. Hann er þó tvimælalaust litrlkasti og öflugasti stjórn- málamaöur i Portúgal, og ólik- legt er, að hann verði lengi i þvi pólitiska frii, sem hann segist ætla aö taka sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.