Tíminn - 29.07.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. júli 1978
7
Halldór Kristjánsson:
SAMVINNUSTEFNA ER
VINSTRI STEFNA
Vilmundur Gylfason skrifar
kappsamlega um þaö aö vinstri
stefna og vinstri pólitik séu óljós
orö ogekki gottaö vita hvaö þau
merki. Þetta er aö ýmsu leyti
rétt en þó held ég aö megi nokk-
uö um þetta dæma i ljósi liöinn-
ar sögu.
Einkenni
vinstri stefnu
Mér virðist að vinstri menn
hafi jafnan stefnt aö jöfnuöi og
jafnrétti, afnámi forréttinda.
Þetta séu einkenni vinstri
stefnu. Þá kann aö vera dálitiö
óljóst hverjir séu mestir vinstri
menn á liðandi stund. Þaö sem
gert hefur verið til aö jafna
launakjör hér á landi siöustu ár-
in er mest aö frumkvæöi núver-
andi rikisstjórnar og gert i
trássi viö stéttarsamtök eins og
Alþýðusamband tslands. Þó
nefna ýmsir þessa rikisstjórn
hægri stjórn og viröast halda aö
hlutfallsleg hækkun allra launa
sé vinstri stefna.
Einkenni
samvinnustefnu
Nú skal ekki þrefa um þetta
en hins vegar færa rök aö því aö
samvinnustefna er vinstri
stefna. Þaö þarf Vilmundur aö
skilja.
Samvinnuverzlun miöar aö
þvi að láta menn njóta sann-
virðiskjara, bæöi neytendur og
framleiöendur. Samvinnufélög
taka afurðir framleiöenda til
vinnslu og umboössölu. Eins
annast samvinnufélög ýmiskon-
ar þjónustu.
Einkenni samvinnufélags er
aö þaö er öllum opiö, hver
félagsmaður hefur eitt atkvæöi
ogarðieðatekjuafgangierskipt
i hlutfalli við þau viöskipti sem
mynduöu hann.
Óskiptanlegir sameignarsjóö-
ir sem myndast hjá samvinnu-
félagi eru raunveruleg eign
héraösins eöa þess fólks sem
þar veröur hverju sinni og getur
og vill vera I félaginu.
Þannig má segja aö sam-
vinnustefnan sé þjóönýting i
reynd. Hún á aökoma I veg fyrir
aö milliliöastörf eöa þjónusta
leggi ómaklega skatt á neyt-
endur eöa framleiöendur.
Hvernig á að skipa
verzlunarmálum?
Nú er auðvitað hægt að reka
samvinnufélag illa. Ýmiskonar
mistök geta átt sér staö þar eins
og við annan rekstur. Þaö gildir
vi'st lika um einkarekstur og
rikisrekstur.
Ég hef fyrri varpað fram
þeirri.spurningu fyrir Vilmund
Gylfason hvernig hann vilji
haga verzlunarmálum? Ég hef
ekki ennþá orðið þess var að
hannhefði nokkraskoðun i þeim
efnum. Hann hefur þó enga
ástæðu til að leyna skoöun sinni,
— ef hún skyldi einhver vera.
Þeir sem vilja stjórna landi ættu
helztað hafa einhverja sköðun á
verzlunarmálum.
Þaöfinnst vonandi fleirum en
mér.
Félagafrelsi
Vilmundur og einhverjir
flokksbræður hans hafa talaö
um aö breyta þurfi kosningum I
samvinnufélögum. Stjórnendur
S.Í.S. ættu aö vera kosnir bein-
um kosningum sem allir félags-
menn gætu tekið þátt i. Ekki
veit ég hvort sama á aö gilda
um framkvæmdastjóra. Tæpt
hefur verið á þvi aö þetta fyrir-
komulag ætti aö lögbjóöa.
Nú munu flestir hafa litiö svo
á aö þaö heyröi til almennu
félagafrelsi með þjóöinni aö t.d.
samvinnufélög mættu setja sér
reglur um þaö hvernig þau kysu
stjórn.. Vilmundi og Árna
Gunnarssyni er frjálst aö flytja
hverja þá umbótatillögu sem
þeim sýnist i þeim samvinnu-
félögum sem þeir starfa i. Allt
ööru máli gegnir um aö setja lög
sem bjóða einhverja vissa til-
högun. Þaö er eölilegt aöbinda i
landslögum svo sem nú er gert
hvað þurfi aö uppfylla til þess aö
félag geti heitiö samvinnufélag.
Fram yfir það ætti sem fæst aö
lögbjóöa.
Hvað um
launþegasamtökin?
Sé það svona miklu lýðræöis-
legra aö kjósa stjórnir beinum,
almennum kosningum, þá ætti
þaðeins og engu siöur aö gilda I
launþegafélögum og stjórn-
málaflokkum. Kannske lætur
Alþýöuflokkurinn kjósa flokks-
stjórn sina þannig og þá
væntanlega mjög bráölega, —
þvi aö illt er að þurfa lengi aö
biöa eftir réttlætinu. Sú kosning
verður væntanlega opin svo aö i
henni megi allir taka þátt séu
þeir ekki flokksbundnir annars
staðar svo aö sannað sé. Þegar
Vilmundur hefur náö þvi að lög-
bjóöa slikar reglur geta óflokks-
bundnir menn kosiö allar
flokksstjórnir I landinu. Þá
gengur samstarfiö væntanlega
betur. Þá veröur stjórnkerfiö
opið.
Félagsmenn
hafa tækifæri
Ég veit ekki betur en sam-
vinnufélög gefi sérhverjum
félagsmanni kost á aö koma á
fund og ræöa félagsmál. Stærri
samvinnufélög eru i deildum.
Deildafundir eru almennir. Þar
eru kosnir fulltrúar á aöalfund
Halldór Kristjánsson.
og rædd þau mál er deildin vill
að komi fyrir aöalfund. Hvaöa
fyrirkomulag væri betra?
Ég veit mætavel að alltof fáir
félagsmenn eru virkir i félags-
málum. Ég tel aö gera þurfi
miklu meira til aö reyna aö
bæta um þaö. Þó veit ég aö þar
er hægra um að tala en i aö
komast. Þvi vil égheyra tillögur
umbótamanna. Þvi hef ég verið
að gangaá Vilmund og reyna aö
fá bendingar um þaö hvaö eigi
aö gera. Hver heyrir eöa sér
svör við þvl?
Félagsverzlun er
eina úrræði
sem dugar
Ég hef ekki trú á því að fullt
réttlæti i viöskiptum veröi
tryggt með verölagsákvæðum
Þaö er mjög mismunandi dýrt
að verzla eftir þvi hvar þaö er
og með hvaö er vérzlaö. Þvi
koma almenn ákvæöi um
hámarksálagningu misjafnlega
viö. Einn getur grætt óhæfilega
þar sem öörum er ekki llft.
Ekki get ég séö hvernig rétt-
læti verður tryggt I viöskipta-
málum án þess aö verzlun sé
rekin á félagsgrundvelli. Verði
afgangur er hann þá félagseign
undir ráöstöfunarvaldi almenn-
ings.
Hvaöa fyrirkomulag þekkir
Vilmundur betra?
Opið félag verður
ekki auðhringur
Bragi Sigurjónsson kallaöi
samband islenzkra samvinnu-
félaga auöhring — hinn eina
sem til er i landinu. I fyrsta lagi
tel ég þaö hugsanabrengl aö
kalla þau samtök sem öllum eru
opin auöhring. Hringavald
byggist á þvi aö lokuö fyrirtæki
sem ekki þurfa aö standa al-
menningi reikningsskap ná
gróöaaöstööu.
Vitanlega hefur samvinnu-
hreyfingin safnaö saman miklu
fé sem stendur i húsum og tækj-
um sem nauösynleg eru
þjónustu hennar. Hvernig hefði
hún getaö byggt upp þaö sem
hún hefur gert ööru visi? Hefur
kaupmannaverzlun gert önnur
eins verk til almannaheilla?
Þegar rekstur er orðinn um-
fangsmikill koma jafnan fram
ýmsir erfiöleikar aö halda lif-
rænum tengslum viö einstaka
félagsmenn og vernda ljúf og
eölileg mannleg samskipti sem
koma af sjálfu sér i fámenninu,
þar sem allter smátt i broti. Þó
er okkur nauösyn aö sameinast
I stóra og sterka heild. Þessir
erfiöleikar eru a.m.k. sizt minni
i sambandi viö rlkisvaldið en
samvinnuhreyfinguna. Við
veröum aö mæta þeim meö öðru
en þvi að kollvarpa rikisvaldinu
og leysa samvinnufélögin upp.
Þetfa er
vinstri stefna
Samvinnuhreyfing er tilraun
sem stefnir aö þvi að hver hafi
sitt, úr býtum eftir verðleikum.
Fjármagn þaö sem safnast
kann við reksturinn veröur al-
menningseign og notaö til
þeirra verkefna sem félags-
menn helzt vilja. Jafnframt
þessu á samvinnustarfiö aö
girða fyrir gróöamöguleika I
þjónustugreinunum umfram
eðlileg og sanngjörn verkalaun.
Sá sem ekki skilur aö þetta er
vinstri stefna skilgreinir vinstri
pólitik ööru visi en ég eöa þá aö
hann veit ekki hvaö samvinnu-
hreyfing er, — nema hvort
tveggja sé.
H.Kr.
SAMVINNUÞÆTTIR
Hún Þuríður Jónsdóttir hríngdl
Kaupfélagiö á Húsavik.
Jú, vissulega hringdi hún
Þuriður min til Visis þriðjudag-
inn 4. júli og var i mesta upp-
námi. Hún vissi ekki, blessunin,
hvort hún ætti að gráta eöa
hlæja. Þetta skil ég vel, hún er
svo einstaklega hjartagóð
manneskja og þegar ég hugleiöi
söguna af kápunni sem hún
sagði, að visu dálitið ruglings-
lega en þó ekki óskilmerkilegar
en hún á vanda til, trúi ég að þú
farir kannski lika úr sambandi
þegar þú heyrir hana.
Að hugsa sér annað eins. Þeir
i kaupfélaginu i fæöingarsveit
hennar Þuriðar höföu ekki
mátulega kápu á hana frænku.
Að visu er hún frænka hálf ólán-
leg I vextinum — þaö segi ég
ykkur i VIsi i trúnaði, en ég veit
að þið berið mig ekki fyrir þvi.
Og hún Þuriöur hélt áfram og
sagði: Nú er ég svo áhyggjufull
af þvi að ég óttast að hún frænka
sé i of viðri eða of þröngri kápu.
Hún hefði heldur átt að koma
með mér i innkaupaferö til
Glasgow i vor. Þar keypti ég svo
sæta kápu. En þaö er eins meö
það og annað, þeir I kaupfélag-
inu vilja ekki láta hana frænku
fá aura til að fara til Glasgow og
kaupa kápu þótt hún eigi þar
inni stórfé — kannski milljón.
Þau hljóta að eiga margar
milljónir i kaupfélaginu. Bænd-
urnir hafa það svo gott, ekki
satt? Þeir fá mjólkina fyrir ekki
neitt og kjötið lika, allt gratis,
ekki satt? „Mér finnst þetta I
senn fyndið og sorglegt”, með
kápuna, sagöi hún Þuríður min
Jónsdóttir þegar hún talaöi við
VIsi umræddan dag og þetta var
strax birt skilmerkilega i blaö-
inu.
Að visu gleymdi hún Þuriður
að segja hvar hún „frænka” á
heima og hvort hún ætti i raun
nokkra innstæðu hjá kaupfélag-
inu var dálitið óljóst og þvi rétt-
ast að hafa orðalagið ekki
gleggra og nefna engin nöfn.
En allt um þaö var tilefniö
notandi fyrir Svarthöfða til að
senda kaupfélögunum almenna
kveðju i Visi 14. þ.m. Nú er hert
dálitið á, um leið og sagan henn-
ar Þuriðar er endursögð og allt
hennar óljósa tal fært I nýjan
búning. Nú er þvi slegið föstu,
að frænka eigi háar innstæður i
kaupfélaginu. Nú er það lika
orðin bláköld staðreynd, að
frænku hafi verið neitað um
peninga sina i félaginu. En
Svarthöfði þvær hendur sinar og
segir, að gagnrýni blaðsins hafi
i sjálfu sér „alls ekki beinst aö
samvinnustarfsemi almennt,
heldur að ákveðinni og afmark-
aðri þróun innan hennar, sem
meðal annars hefur leitt til þess,
samanber söguna I Visi, að
kona, sem á stórar reiknings-
legar innstæður i kaupfélaginu
getur ekki fengið peninga útúr
reikningi sinum fyrir kápu”.
Þarna er búið að stigmagna
meint simtal og söguburðinn og
Svarthöfða finnst það orðiö
prenthæf latina i þessum bún-
ingi.
Það er annars nokkur ný-
lunda að sjá hik á Visi þegar
rætt er um samvinnufélögin.
Hans einfalda lifsregla er að
þeim skuli rutt úr vegi. Svart-
höfði þekkir þetta hugarfar og
mun hafa það i huga þegar hann
stýrir penna sinum umræddan
dag og segir orðrétt: „En menn
skyldu samt varast að ganga of
harkalega aö kaupfélögunum og
SIS, vegna þess að samvinnu-
fyrirtækin halda uppi mikils-
verðri þjónustu og eru vinnu-
veitendur af fyrstu gráöu, t.d. á
Akureyri”.
Skyldi það vera farið aö
hvarfla að heildsölum og kaup-
mönnum, sem bera Visi fyrir
brjósti, að atvinnustarfsemin
þarf að vera i lagi ef verslun á
að dafna? Svarthöföi hefir vilj-
andi eöa óviljandi gefið herfor-
ingjum sinum heilræði og minnt
þá á, að kaupfélögin „eruvinnu-
veitendur af fyrstu gráðu” ekki
bara á Akureyri heldur viða á
landinu. Staða þeirra og starf e,r
merkara en svo að gervisagan
hennar Þuriðar um kápuna
góðu og „frænku” hennar skaöi
þau hið minnsta.
Samvinnumaður