Tíminn - 29.07.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.07.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. júli 1978 9 Ingvar Gislason alþingismaöur: Vinnutímastyttíng — vanrækt baráttumál verkalýðssamtakanna Ég ætla i fáum or&um að vekja athygli á brýnu velferðar- og kjaramáli vinnandi fólks i landinu. Þessu máli er alltof litill gaumur gefinn. Hér er um að ræ&a nauðsyn þess að stytta hinn óhæfilega langa vinnutima, sem hér viðgengst. Ég vil sér- staklega benda á, að margir áratugir eru siðan sannað var með visindalegum athugunum viða um heim, að langur vinnu- timi er skaðlegur fyrir veiferð verkafólks og meinsemd i rekstrifyrirtækja. Sannað hefur verið að svona vinnufyrirkomu- lag eykur ekki afköst starfs- manna né framlei&slu i heiid, auk þess sem það er iikamiega óheilbrigt og andlega lamandi. Átta stunda vinnudagur er meir a en nógu langur fyrir fólk I verksmiðjum og frystihúsum. Að draga verkfærin Laigi hefur verið i minnum haft á Norðurlandi það sem Jón gamli á Böggvistöðum átti að hafa sagt fyrir 100 árum eða meira, að ekki væri vinnufólk hans þreytt þegar það kæmi heim af engjum, ef það gæti borið verkfærin á öxlunum, en drægi þau ekki. Slik var vinnu- harka Jóns og skilningsleysi á nauðsyn hóflegs vinnuálags og eölilegrar hvildar. Að sjálf- sögðu muna menn þessi um- mæli karlsins af því að viöhorf hans þóttuannarleg, þauheyrðu undantekningum tíl. Eigi aðsið- ur minna þau á þann þátt i vérk- menningarsögu mannkynsins, þegar erfiðisvinnumenn voru þrælkaðir til óbóta eins og hver önnur dráttardýr, hross eða ux- ar. Hér verður ekki rakin saga þrælahaldsog leiguliðaánauðar, enda hvorki staður né stund til þess. Og alltaf hef ég tilhneig- ingu tíl þess að taka upp vörn fyrir gamla sveitasamfélagið, hvortheldur sem snertir ásökun um vinnuhörku eða eitthvað annað. Ég efast nefnilega um, þegar á allt er litíð, að mann- kynið hafi fundið upp skynsam- legra samfélagsform. Iðnvæð- ingin hóf feril sinn með þvl að ala af sér ómennskt andstyggð- arþjóðfélag, eins og allir vita, sem eitthvað hafa gluggað i sögubækur, og varla kynntust tslendingar vinnuþrælkun fyrr en með togaraútgerðinni i byrj- un þessarar aldar. Það þurfti löggjöf, vökulögin, til þess að létta henni af. Að sjálfsögðu dró ekki úr framleiðsluafköstum togaraflotans viðþað að togara- sjómenn fengu að njóta lág- markshvíldar. Maður en ekki vél A uppgangstimum iðnaðar- auðvaldsins i Englandi og Þessi grein birtist í Degi á Akureyri hinn 14. júni sl. og er endurbirt hér nú með góðfúslegu leyfi höfundar. Ritstj. Bandarlkjunum og viðar um lönd fyrir 100-150 árum varð erfiðisvinnufólk að þola hin verstu kjör, m.a. vinnustrit myrkranna á milli. En mann- dómur þessa fólks var þó ekki minni en það og hugsunin ekki sljórri en svo, að amerlskir verkamenn sungu við vinnu slna visukorn, sem efnislega hljóðar þannig I miður góðri þýðingu: Hvaða verk, sem vinna ber, það verður mér I háginn og stuðlar best að stærri hlut að stytta vinnudaginn. Enda fór það svo, að strax á 19. öld var hafist handa um styttingu vinnutima I verk- smiðjum, fyrst hægum skref- um, en siðar með meiri hraða. Nú eru áratugir siðan viður- kennt var að það er hvorki dyggðugt, heilbrigt né hag- kvæmt að útþrælka sjálfum sér og öðrum i erfiðisvinnu, slst i verksmiðjum. Einnig vita menn það af reynslu og margendur- teknum athugunum, að mikill munur er á áhrifum langs vinnutlma eftir því hver vinnu- staðurinn er og hvort menn vinna á eigin ábyrgð, ráða sjálf- ir vinnuhraða og öðru verklagi eða eru annarra þjónar. Enda er maðurinn maður en ekki vél. Þetta vita islenskir verkalýös- leiðtogar og framkvæmdastjór- ar eins vel og starfsbræður þeirra i öðrum löndum. Og fjarriferþviaðégvæni nokkurn af þessum mönnum um það að þeir vinni vitandi vits gegn viðurkenndum staðreyndum um hollustu og heilbrigöi og hag- kvæmni i framleiðslu. Óhóflegt vinnuálag Samt er það svo að vinnu á fjölmörgum vinnustöðum um allt land er þannig fyrir komið, að fólk er við störf lengri vinnu- dag mánuð eftir mánuð og ár eftir ár en jafnvel Ihaldsmenn i Ameriku töldu sér skylt að banna meðlögum fyrirmörgum áratugum. Margt hafa íslend- ingar viljað taka upp eftir Amerikönum, en ekki það að skipuleggja vinnutíma fólks af Ingvar Gislason skynsemi. Það sannar m.a. óhóflegt vinnuálag verkafólks i frystihúsum og öörum verk- smiðjum hér á landi. Ekki veit ég hver á sök á þessu, liklega eru margir samsekir, en hitt veitég aöþarna er umbóta þörf. Hérer áreiðanlega um vanrækt baráttumál verkalýðssamtak- anna að ræða, og gegnir furðu að þau skuii ekkihafa sett þetta mál á oddinn. Eins er það varla afsakanlegt að framkvæmda- stjórar fyrirtækja skuli ekki beita sér i þessu máli meira en raun ber vitni. Um vinnutimastyttingu og nýtt verkfyrirkomuleg þarf reyndar að takast samvinna milli fyrirtækja og forsvars- manna verkafólks. Að málinu þarf að vinna i sameiningu. Svo erfyrir að þakka, að á Islandi er ekki sú fjarlægð milli verka- manna og stjórnenda að þeir geti ekkitalast við. Þvertá mótí eroftast um að ræða gagnkvæm kynni, tiltrúog góða sambúö. Þó mun viða nauðsynlegt að auka og bæta samskipti starfsmanna og stjórnenda með nýju stjórn- unar- og samskiptafyrirkomu- lagi, þ.e.a.s. auknu atvinnulýö- ræði i' einni eða annarri mynd. En atvinnulýðræðikemst ekki á nema verkalýðshreyfingin sé þvi hlynnt. Áð á heimieið. Ljósm S.V. Elisa, eitt af þessum frábæru afkvæmum Sörla, sem sýnt var með honum á Skógarhóium um daginn og þau systkin Ragnar og Edda Hinriksbörn eiga, vann Glettubikarinn auk annarra afreka á mót- inu. Hinrik Guðmundsson og Halla Steinunn dóttir hans — hún af- henti bikarinn — gáfu þennan bikar tii minningar um Glettu frá Hofsstöðum, sem Hinrik átti og hafði dálæti á. Bikarinn er farand- gripur og er veittur bestu hryssu sem kemur I gæ&ingakeppni hjá félaginu og dæmd er eftir „gamla kerfinu”. Hann heitir Baddi og er til I að hjáipa blaðinu um myndir ef myndataka blaðamanns bregst. Þau eru ekki að pískra neitt ljótt. Hann Friögeir formaöur Faxa er bara að óska hjónunum Helgu og Ragnari til hamingju með, Þrótt og sigurinn I B- flokknum. Friðgeir formaður og Guðrá&ur þulur („Elskurnar mínar”) I Nesi, I dómpalli. Fri&geir hefur tekiö hljó&nemann núna. Þetta eru þeir, Funi og Matti (Marteinn Valdimarsson) úr Búðardal, sem skreppa einstöku sinnum á mót til að bæta met. Funi brokkaði 800 m á 1:38,6 min. Gildandi met er 1:40,5 min. en Faxi hefur hlaupið á 1:39,5 min. i sumar. Tvisýnt er þó hvort met Funa fær sta&fest- ingu, þvl sterkur vindur var að hluta á móti, en lengri hluta með. Eins og menn muna, bætti Funi metið i 1500 m brokki viku fyrr i Skógarhólum. Smyrill varð annar á 1:45,5 mln. og Faxi þriðji á 1:46,5 min. Siggi Sæm. er farinn til Noregs aö vinna sigra á Norðurlandameistara- móti og Ragnar llinriksson sat Faxa, sem virtist vera ósáttur við knapaskiptin og veitti Funa enga keppni. Reykur hefndi ófaranna i Skógarhólum og sigraði Kóng I tveim sprettum. Hérkoma þeir I mark I úrslitum, Reykur á 19,1 sek. Kóngur á 19,4 sek. og Sesar á 19,6 sek. Gustur vann 800 m stökkiö á 64,0 sek, Þjálfi var&annar á 64,1 sek. og Rosti þri&ji á 64,8 sek. Þegar fullor&nir áhorfendur voru flúnir undan rigningar- dembu, var þessi eftir og gaf sig hvergi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.