Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.08.2006, Blaðsíða 10
10 22. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR Blue Lagoon orkute Einstakt jurtate sem veitir aukna orku, jafnvægi og vellíðan. Inniheldur hvönn, vallhumal og mjaðurt úr hreinni íslenskri náttúru. Koffeinlaust. Fáanlegt í Blue Lagoon verslunum í Bláa lóninu, að Laugavegi 15, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í netverslun á www.bluelagoon.is www.bluelagoon.is ÍSRAEL, AP Ítalska ríkisstjórnin er reiðubúin til að fara fyrir alþjóða- friðargæsluliðinu, UNIFIL, í Líb- anon í gær, að því tilskyldu að þjóðir eins og Frakkar, Þjóðverjar og Tyrkir taki þátt í starfinu. Þetta tilboð kemur í kjölfar beiðni Ehuds Olmerts til Romano Prodi, forseta Ítalíu, eftir að Frakkar, sem höfðu áður boðist til að bera ábyrgð á friðargæslunni, ákváðu að senda ekki nema tvö hundruð manna lið til Suður-Líbanons. George W. Bush hvatti ríki heimsins til að koma sér saman um framkvæmd alþjóðarfriðar- gæslunnar og hét því að greiða um 16 milljarða króna til neyðarað- stoðar í Líbanon. Bandaríkjamenn vinna nú að nýrri ályktun Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna sem á að stuðla að afvopnun Hizbollah- hreyfingarinnar. John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði að væntanleg ályktun ætti ekki að tefja fyrir því að friðar- gæsluliðar færu til Líbanons sam- kvæmt núverandi samkomulagi um vopnalé. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, reyndi að svara gagnrýn- isröddum heima fyrir í gær vegna herferðarinnar í Líbanon og gaf í skyn að um uppsafnaðan vanda ísraelskra stjórnvalda væri að ræða. Með því að ráðast inn í Líb- anon hefði Olmert einungis verið að taka á vandamáli sem fyrri stjórnvöld hefðu ekki horfst í augu við. „Við vissum svo árum skipti að hættan [af uppbyggingu Hiz- bollah] væri til staðar en létum sem við vissum ekki neitt.“ Olmert kenndi þannig fyrirrennurum sínum um, en minntist þó ekki á læriföður sinn, Ariel Sharon, sem var hæstráðandi í landinu nær sleitulaust frá því að ísraelski her- inn var dreginn til baka frá Líban- on árið 2002. Nokkur hundruð varaliðs- manna hersins mótmæltu í gær lélegri skipulagningu hernaðarins í Líbanon og kröfðust opinberrar rannsóknar; sumir kröfðust einnig afsagnar Olmerts. Stríðsreksturinn naut víðtæks stuðnings ísraelskra borgara, en stríðslokin ekki. Olmert hefur verið brigslað um óákveðni og ómarkvissa stefnumörkun í stríð- inu, en hefur ekki síst legið undir ámæli fyrir að hafa samið af sér í viðræðum um vopnahlé, og að frekari átök séu þess vegna óhjá- kvæmileg. Einnig hefur þórðar- gleði ýmissa arabaríkja komið illa við Ísraelsmenn, en ráðamenn þeirra hafa keppst um að senda þeim háðsglósur, vegna „ósigurs- ins“. Forsætisráðherra Írans sagði til að mynda í gær að brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon væri fyrsta „niðurlæging“ Ísraelsríkis frá stofnun þess. klemens@frettabladid. Ítalir vilja leiða friðargæslu Unnið er að nýrri ályktun SÞ. Ehud Olmert sætir harðri gagnrýni heima fyrir og kennir forverum sínum í starfi um að hafa sofið á verðinum. EHUD OLMERT Forsætisráðherrann fór í þyrluflug í gær og heimsótti þau ísraelsku bæjarfélög við landamæri Líbanons sem verst komu út úr átökunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILÖG MARÍA Súkkulaðiverksmiðjustarfs- menn í Kaliforníu ráku upp stór augu þegar þeir fundu þessa súkkulaðibráð undir einu súkkulaðikeraldinu, því þeim finnst hún vera eftirmynd líkneskis af heilagri Maríu guðsmóður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Bíll valt í nágrenni Þing- eyrar aðfaranótt sunnudags. Þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang var bíllinn gjörónýtur en engan ökumann að sjá. Björgunarsveitin á Þingeyri var þess vegna kölluð til aðstoðar og fannst ökumaðurinn síðar um nóttina. Hann var lítið slasaður en áberandi ölvaður. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði en var útskrifaður þaðan stuttu síðar. Þá varð slys í Mjóafirði á laug- ardag þegar tvær bifreiðar skullu saman. Engan sakaði í óhappinu en báðir bílarnir voru óökufærir á eftir. - sh Maður sem velti bíl sínum: Ráfaði ölvaður af slysstað MYRKVUN Slökkt verður á öllum götuljósum í Reykjavík milli klukkan tíu og hálf ellefu hinn 28. september og borgarbúum þannig gert kleift að njóta stjörnudýrðar himinhvolfsins. Myrkvunin verð- ur sú fyrsta í heiminum sinnar tegundar, en ekki er vitað til þess að heil borg hafi verið myrkvuð áður af ásetningi. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir viðburð- inum í samstarfi við Reykjavík- urborg. „Himinninn er stærsta sýningartjald í heimi,“ segir Atli Bollason, verkefnastjóri hjá hátíðinni. „Okkur fannst mjög snjallt að opna hátíðina með þess- um hætti og sýna fólki að maður þarf ekki að leita langt til að sjá fallegar myndir. Ljósmengun í borginni er gríðarleg og það er örsjaldan sem sést til stjarna, miðað við það sem maður þekkir utan af landi.“ Atli hvetur fólk til að slökkva ljós á heimilum sínum og vinnustöðum þennan hálftíma til að sýningin heppnist sem best. Ef ekki viðrar vel hefur hátíð- in leyfi til að fresta viðburðinum til 1. október. „Ef það viðrar ekki heldur þá, þá er myrkrið sjálft í raun svolítið eftirsóknarvert í svona mikið lýstri borg,“ segir Atli. Stjörnufræðingur mun lýsa því sem fyrir augu ber í beinni útsendingu á Rás 2. Lögregla mun hafa sérstakan viðbúnað til að fyrirbyggja vandræði vegna myrkursins. - sh Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á hálftíma myrkvun höfuðborgarinnar: Himinninn stærsta tjaldið STJÖRNUBJART Slökkt verður á öllum götuljósum í borginni til að fólk geti notið stjörnudýrðarinnar. TAÍLAND Dani nokkur hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi í Taí- landi fyrir að hafa kveikt í hænsna- búi nágranna síns. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Stríðið á milli James Christi- ansen og nágranna hans hófst eftir að nágranninn fann dauða kjúkl- inga og kenndi nokkrum fyrrum húsbóndalausum hundum um, sem Christiansen hafði tekið að sér. Christiansen var gert að greiða bætur, en mótmælti upphæðinni. Síðar fannst einn hundurinn dauður eftir að hafa étið rottueit- ur, og er Christiansen sagður hafa borið eld að hænsnabúinu í kjölfar þess. - smk Dani í nágrannaerjum í Taílandi: Fangelsaður fyrir að kveikja í hænsnabúi HÆNSNABÚ Danskur maður hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir að bera eld að hænsna- búi nágranna síns í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI UNGVERJALAND, AP Þrír menn fór- ust í miklu óveðri sem gekk yfir Búdapest í Ungverjalandi á sunnu- dag. Tveggja er enn saknað, en nær 300 særðust í veðrinu, þar af 40 lífshættulega. Fólkið var að horfa á flugelda- sýningu við Dóná til minningar um fyrsta konung landsins, þegar veðrið versnaði til muna. Tveir mannanna létust þegar tré féll á þá en óljóst er hvernig sá þriðji týndi lífi, að sögn lögregluyfirvalda. Fólkið sem saknað er var á báti á Dóná þegar honum hvolfdi í veðr- inu. Forsætisráðherra landsins fund- aði með yfirvöldum í gær til að kynna sér hvort fresta hefði átt hátíðarhöldunum vegna veðurs. - smk Óveður í Ungverjalandi: Þrír látnir og tveggja saknað RÚSTIR BEIRÚTS Höfuðborg Líbanons lítur illa út eftir árásir Ísraela.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.